Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Sveinbjörg Einars- dóttir — Minning Fædd 22. maí 1894 Dáin 25. janúar 1984 í dag verður Sveinbjörg Ein- arsdóttir til grafar borin. Hún fæddist 22. maí 1894 á Högnastöðum í Þverárhlíð í Borg- arfirði. Hún var dóttir hjónanna Ingibjargar Jóhannesdóttur og Einars Sigurðssonar. Þau hjón eignuðust fjögur börn, en tvö eru nú látin, Sveinbjörg eða Sveina, eins og hún var alltaf köll- uð, og Jóhannes, sem var bóndi á Ferjubakka í Borgarhreppi. En eftir lifa Þorgrímur á Síðumúla- veggjum á Hvítársíðu og Krist- jana í Reykjavík. Öll voru þau systkinin miklar mannkosta- manneskjur og vildu öllum gott gera. Sveina fluttist snemma með for- eldrum sínum að Einifelli og var þar til 10 ára aldurs, en var þá tekin í fóstur að Neðranesi í Stafholtstungum og þar var hún fram undir þrítugt. Sveina fór snemma að vinna al- genga sveitavinnu, en síðar fór hún til Reykjavíkur, vann á Hvíta- bandinu og var í vist á nokkrum heimilum, þar á meðal hjá Ingi- björgu Guðmundsdóttur og Pétri Magnússyni alþingismanni. Þar kynntist hún manni sínum, Bjarna Guðmundssyni Viborg, sem var bróðir Ingibjargar. Bjarni var þá nýkominn frá Ameríku, þar sem hann hafði verið um árabil. Bjarni var ljúfmenni og drengur góður. Þau giftu sig 1940 og eign- uðust eina dóttur, Ingibjörgu, sem gift er ólafi Herjólfssyni, og búa þau í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þau eiga tvo syni, Bjarna og Þorgrím, sem voru augasteinar ömmu sinnar, og barnabarnabörn- in hennar voru henni mjög kær. Sveina og Bjarni bjuggu eitt ár á Eskifirði og síðan allmörg ár í Reykjavík en byggðu svo lítið hús, sem þau nefndu Ráðgerði, í landi Ferjubakka, þar sem Jóhannes, bróðir Sveinu, bjó. Þarna höfðu þau nokkrar kindur og hænsni. En eftir að heilsu þeirra hjóna tók að hraka fluttu þau suður í Voga til dóttur sinnar og tengdasonar, og þar andaðist Bjarni í mars 1973. Síðustu árin var Sveina á dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi, en andaðist 25. janúar, á sjúkra- húsinu á Akranesi þar sem hún hafði verið frá því um veturnætur. Sveinu er best lýst þannig: Hún var lítil og nett, vel gefin, trúuð, gamansöm og gat verið glettin í tilsvörum, en gætti þess alltaf að særa engan, og aldrei heyrðist hún hallmæla nokkrum manni. Hún var ekki allra, en sannur vinur vina sinna. Hún Sveina var smá- vaxin, já, óvenju lítil vexti, en hún hafði það stærsta og besta hjarta, sem ég hef kynnst. Hún bjó ekki við mikinn veraldarauð, en hún átti svo mikla hjartahlýju og góð- vild, að öllum þótti gott að koma til hennar og ræða við hana um vandamál sín, og ekki var hætta á að hún flíkaði því, sem henni var trúað fyrir. Öll börn hændust að henni og öllum var hún góð, ekki síst lítilmagnanum. Alltaf var hún veitandi í orðsins bestu merkingu. Ég kynntist Sveinu þegar ég var barn að aldri. Það var mikill og góður vinskapur milli Sveinu og hennar fjölskyldu og fjölskyldu minnar. Þegar ég var 11 ára eign- aðist Sveina sitt fyrsta og eina barn. Þetta var á kreppuárunum og lítið um vinnu. Um það leyti fékk Bjarni næturvinnu í nokkrar nætur, og svaf ég þá hjá Sveinu. Þá kenndi hún mér þetta fallega vers: Að biðja sem mér bæri mig brestur stórum á. Minn herra Kristur kæri, æ kenn mér íþrótt þá. Gef yndi mitt og iðja það alla daga sé með bljúgum hug að biðja sem barn við föður kné. Sveina var mjög trygglynd og eftir að ég eignaðist mína eigin fjölskyldu sýndi hún manni mín- um og börnum sömu góðvildina og tryggðina og hún sýndi mér alla tíð. Alltaf mundi Sveina eftir af- mælinu mínu, þrátt fyrir háan aldur og hringdi þá til mín, það brást aldrei. ÖLlum börnum mínum gaf hún Biblíu, þegar þau voru lítil. Að leiðarlokum vil ég þakka henni allt, sem hún var mér og fjölskyldu minni og bið guð að blessa hana. Ég veit að hún á góða heimkomu. Imbu, óla, drengjunum þeirra, barnabörnum og systkinum henn- ar sendum við Sverrir og börnin okkar innilegar samúðarkveðjur. Ellen Pálsson. í dag er hin góða vinkona mín Sveinbjörg Einarsdóttir kvödd hinstu kveðju. Hefði hún lifað til vorsins hefði hún orðið 90 ára. Hún var fædd 22. maí 1894. For- eldrar hennar voru Ingibjörg og Einar Sigurðsson, bæði komin af bestu ættum úr uppsveitum Borg- arfjarðar. f þá daga, fátæktar og harðinda, var það algengt að hjón yrðu að senda börnin frá sér strax um fermingu eða fyrr, til að vinna fyrir mat sínum. Sveinbjörg var aðeins 9 ára þegar hún kvaddi for- eldrahúsin. Hún var heppin með stað, það var í Neðranesi í Staf- holtstungum. Þar dvaldist hún í 20 ár og batt órofa tryggð við allt það fólk. Þannig sagði hún mér frá uppvaxtarárum sínum. Öllum sem þekktu Sveinbjörgu eitthvað að ráði, þótti mjög vænt um hana, og vissu að ekkert var til í fari henn- ar nema gott og ekta. Það er æði margt fólk út um allt land og víð- ar sem á dýrmætar minningar um Sveinbjörgu frá bernsku sinni. Á þeim árum hrundi fólk niður úr berklum. Sveinbjörg veiktist ekki, ekki var það samt af því að hún forðaðist hina veiku. Nei, þvert á móti. Eftir að hún fór frá Neðra- nesi var hún víða til að hjálpa og alltaf þar sem þörfin var mest, t.d.: Drengur var sendur veikur úr Reykjavík upp í Borgarfjörð til afa síns og ömmu. Hann átti að liggja í rúminu og mátti ekkert á sig reyna. Honum leiddist, langaði að lesa, en gat það ekki. Svein- björg var á þessum bæ. Hún skaust til hans öllum stundum sem hún mögulega gat og las fyrir hann. Þá langaði hann að sjá bók- ina með henni, en mátti ekki setj- ast upp í rúminu. Sveinbjörg lagði sig þá utaf fyrir framan hann svo hann gæti séð á bókina líka. Drengnum batnaði og Sveinbjörgu sakaði ekki. Hún var fríð sýnum, lágvaxin, fótlítil, höndin netta hvít og mjúk eins og á hefðarkonu, þrátt fyrir mikla erfiðisvinnu fyrr og síðar. Viðbragðsflýtirinn var frábær. Ingibjörg dóttir hennar komst einu sinni þannig að orði: „Það er sama hversu mikið maður flýtir sér af stað, mamma er alltaf komin hálfa leið á undan." Það sem tók þessu öllu fram var henn- ar góða lund. Hún virtist alltaf vera í góðu skapi, tilbúin með gamanyrði og hnittin tilsvör. Sveinbjörg giftist 7. janúar 1939 Bjarna Viborg járnsmíðameist- ara. Þau eignuðust eina dóttur, Ingibjörgu. Hún er gift Ólafi Herjólfssyni og eiga þau tvo syni og búa suður í Vogum. Bjarni og Sveinbjörg bjuggu fyrst í Reykja- vík. Eitthvað fannst þeim þröngt um sig í þéttbýlinu, einkum þó Bjarna, sem talaði oft um að byggja hús í sveit og hafa þar nokkrar skepnur til gagns og gam- ans. Þegar svo draumurinn rættist og þau fluttu þangað 1946 fannst Sveinbjörgu við hæfi að skíra býl- ið Ráðagerði. Jóhannes bróðir Sveinbjargr bjó á efsta bænum, á Ferjubakka, og var hann systur sinni og mági innan handar, lét þau hafa stóra lóð. Þar stendur Ráðagerði ennþá í túnjaðrinum á Efstabæ. Þau systkinin Svein- björg og Jóhannes voru mjög sam- hent og unnu mikið saman við búskapinn. Þá var og mjög kært með Sveinbjörgu og Láru dóttur Jóhannesar, frá því að Lára var smábarn. Hún giftist Sumarliða Vilhjálmssyni og bjuggu þau í tví- býli við foreldra Láru. Lára eignaðist 8 börn á þeim ár- um sem Sveinbjörg bjó í Ráða- gerði og oft voru börn í sumardvöl á báðum bæjunum. Var þá oft leit- að til Sveinbjargar ef eitthvað bjátaði á. Enginn var betri til að plástra yfir meiddin, svo leikir gætu hafist á ný, eða mjúkhentari til að strjúka burt tárin, enginn var betri sáttasemjari ef að sker- ast ætlaði í odda með smábörnun- um. Bjarni Viborg dó árið 1973. Þá flutti Sveinbjörg til dóttur sinnar að Vogum og Ölafs tengdasonar síns sem að hún mat mikils. Sjálfsagt hefur það ekki verið sársaukalaust fyrir Sveinbjörgu að kveðja Ráðagerði, en ég vissi að hún var mjög ánægð yfir því að vinafólk hennar og nágrannar í miðbænum á Ferjubakka keyptu býlið. Þá spillti það ekki að dóttir- in sem að tók við býlinu var lærð fóstra og byrjaði með sumardvöl fyrir börn þar. Ég á engin orð til að lýsa þakk- læti mínu fyrir að hafa kynnst Sveinbjórgu og bið guð að blessa ástvini hennar. Guðrún Brynjúlfs. í dag, laugardaginn 4. febr., verður jarðsett að Borg á Mýrum Sveinbjörg Einarsdóttir, fyrrum húsfreyja á Ferjubakka, en hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 25. jan. sl., tæplega 90 ára að aldri. í þessum fáu kveðjuorðum mun ég ekki rekja æviatriði hennar til Minning: Bjarni Jónasson Blöndudalshólum Fæddur 24. febrúar 1891 Dáinn 26. janúar 1984 í dag er gerð frá Bólstaðahlíð- arkirkju í Húnaþingi útför Bjarna Jónassonar frá Blöndudalshólum í Blöndudal. Hann var fæddur í Þórormstungu í Vatnsdal 24. febrúar 1891, en lést á héraðshæl- inu á Blönduósi aðfaranótt 26. janúar. Bjarni varð því nær 93 ára gamall. Hann lauk prófi frá Kennara- skóla íslands 1911 og kenndi síðan í rúm 40 ár. Búskap hóf hann 1916, og var einnig bóndi á fimmta ára- tug. Bjarni kvæntist árið 1923 eftir- lifandi konu sinni, önnu Sigur- jónsdóttur frá Mjóadal. Sama ár keyptu þau jörðina Blöndudals- hóla og bjuggu þar, lengst af sem bændur en síðustu árin sem eftir- launaþegar, alls í tæp 60 ár, þar til þau fyrir nokkru fluttu að Hnit- björgum á Blönduósi. Þau Bjarni og Anna eignuðust sex börn og eru fimm á lífi: Ingibjörg, fædd 1925, Elín, fædd 1927, Jónas, fæddur 1932, Kolfinna, fædd 1937, Ólafur Sveinbjörn, fæddur 1944. Soninn Sigurjón, sem fæddur var 1941, misstu þau fjögurra ára gamlan. Það er fljótfarið yfir langa mannsævi á þennan hátt. En ævi Bjarna Jónassonar náði yfir þau ár sem brúa fornan tíma og nýjan á íslandi, og hann var einn af brú- argerðarmönnunum. Frá unga aldri vandist hann því, að fólk skipaði sér saman til fé- lagslegra átaka stórra og smárra, og starfaði af áhuga og krafti að framgangi sinna áhuga- og hags- munamála. Hann var hugsjóna- maður alla sína ævi. Kennarinn, bóndinn, sveitarstjórnarmaður- inn, fræðimaðurinn Bjarni Jón- asson lét sér ekki verk úr hendi falla á meðan þrek leyfði. Áhugi hans og ábyrgð gagnvart sínum nánustu var misfellulaus, en hið sama gilti líka um afstöðu hans til samfélags og samtíðar. Fræðslu- og uppeldismál voru honum sífellt umhugsunarefni, svo sem voru jarðabætur, bygg- ingar og önnur framfaramál sveit- anna. Félagsleg samvinna ýmiss konar á sér langar hefðir þar sem voru heimasveitir Bjarna Jónas- sonar. Þeim hefðum var hann trúr, var samvinnumaður í orðsins víðustu merkingu, fús til félags- starfa og átaka fyrir þörf málefni. Heima fyrir í Blöndudalshólum breyttu þau Bjarni og Anna koti í höfuðból. Sé litið heim til Hóla af Kjalvegi handan Blöndu er það sem auganu mætir til áherslu um líf þeirra beggja: Reisulegur bær í grónum túnum, skógur á melum. Bæði voru þau hjón af norðlensk- um ættum og þá fyrst og fremst austur-húnvetnskum. Það varð Bjarna snemma mikið áhugamál að safna upplýsingum um ættir og atburði í sínum heimabyggðum. Hann vann að slíkum fræðistörf- um hvenær sem tími leyfði, og liggur eftir hann mikið verk á því sviði, bæði prentað og í handriti. Leiðir okkar Bjarna Jónassonar lágu saman þegar ég varð tengda- 3onur hans. Þá var ég nær þrítugu en hann rúmlega sjötugur. Jónas Bjarnason var tekinn við jörðinni og faðir hans hafði rýmri tíma á bókastofu sinni. Þetta var ekki staðnaður og íhaldssamur öldung- ur, heldur aldraður heimsborgari í norðlenskri sveit, fullur þekkingar og áhuga á málefnum lands og þjóðar. Það var honum mikil ánægja að kynna nýtilkomnum sunnanmanni umhverfi og ná- granna. Þær ferðir með Bjarna og Onnu eru eftirminnilegar, hvort sem þær lágu um víkur og dali eða um skóginn upp á hólinn ofan við bæinn. Þau voru hvort öðru stoð og stytta, og það voru þau einnig öllum sínum nánustu. Nú þegar Bjarni er allur þakka ég samfylgdina heils hugar. Hinrik Bjarnason nokkurrar hlítar. Miklu frekar eru þau á blað sett í kveðjuskyni vegna áralangrar vináttu og tryggðar Sveinbjargar við mig, foreldra mína og systkini. Þessi vinátta hófst vorið 1948, þegar foreldrar mínir fluttu að Ferjubakka sem er fjórbýli. Þar bjuggu Sveinbjörg og maður henn- ar, Bjarni Víborg, á smábýlinu Ráðagerði sem þau höfðu þá ný- lega reist. Bjarni bjó við skerta starfsorku en það voru afleiðingar meiðsla er hann hlaut á vígvöllum sem hermaður í fyrri heimsstyrj- öld. Bú þeirra var því jafnan lítið og stóð í tengslum við búskap Jó- hannesar bróður Sveinbjargar og Evu konu hans sem bjuggu á Ferjubakka lll, svonefndum Efstabæ. Voru miklir kærleikar milli þessa fólks og samvinna þess mikill stuðningur fyrir bæði heim- ilin. Þetta átti reyndar við um allt það fólk sem á Ferjubökkunum bjó. Beitilönd og margt annað var óskipt með jörðunum. Reyndi því mjög á að samkomulag væri gott milli bæjanna. Það brást ekki og var við þrugðið hve vel fór á með ábúendunum. Við þessar aðstæður var gaman að vera barn í uppvexti. Við áttum alls staðar griðland, börnin, og vorum oft mörg saman í frístund- um, því við bættust á sumrin mörg börn sem dvöldu á bæjunum. Þetta griðland var ekki síst í Ráðagerði hjá Sveinu og Bjarna, en Sveina var hún nefnd til stytt- ingar. Þangað komum við oft og vorum ævinlega velkomin, því barngæska þeirra hjóna var mikil. Sjálf áttu þau eina dóttur barna, Ingibjörgu, sem nú býr í Hvammi í Vogum. Hennar maður er Ólafur Herjólfsson og eiga þau tvo syni. I Ráðagerði ríkti jafnan frið- sæld og kyrrð. Mér finnst enn sem ég finni ylinn frá eldavélinni og geti heyrt tifið í klukkunni þeirra. Heimilið bar vitni um snyrti- mennsku og smekkvísi utan dyra sem innan. Sveina og Bjarni höfðu aldrei mikið handa í milli en allt nýttist vel og blessaðist hjá þeim. Hann var listahagur á ýmis efni og hún vann mikið í höndum til klæða. Bæði voru þau bókelsk og lásu mikið. Ekki mun Sveina hafa átt kost á mikilli skólagöngu fremur en margir jafnaldrar hennar, en skörp greind og fróð- leiksfýsi komu þar í staðinn. Hún var fróð um marga hluti og var vel að sér um ættir manna. Ékki var hún orðmörg en hafði gott lag á að koma meiningu sinni til skiía án þess. Það var ekki á margra færi að glettast við Sveinu í orðum, því hávaðalaust gat hún afvopnað hvern sem það reyndi ef hún bara vildi það við hafa. En hjartað var á réttum stað. Það fengu bæði menn og skepnur að finna. Sem dæmi vil ég nefna, að í mörg ár deildu þau Sveinbjörg og Bjarni húsi sínu þó lítið væri með öðrum hjónum, Guðrúnu Sig- urðardóttur og Guðmundi Magn- ússyni, sem aldurhnigin þurftu að hætta búskap á Ferjubakka I (Trönu) og ógjarnan vildu flytjast burtu af bæjunum. Þar sannaðist, að þar sem nógur er kærleikurinn er jafnan nægt húsrými. Það er bjart yfir minningum okkar sem ólumst upp svo að segja undir handarjaðri þessa fólks. Undir það veit ég að taka allir þeir sem þarna áttu sumardvöl sem börn og unglingar. Þegar til baka er litið finnst manni sem hvert orð og atlæti hafi verið hugsað sem steinn í hleðslu til mannbætandi uppeldis. Nú er allt þetta fólk horfið af sviðinu, Bjarni Víborg dó fyrir allmörgum árum og Eva og Jóhannes sömuleiðis. Síðustu æviárin dvaldi Svein- björg á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Hún var þá orðin nær blind en jafnan hélt hún sinni skýru hugsun. Hvíldin var orðin henni kærkomin, enda langur ævi- dagur að baki. Ekki veit ég hvað er að fara vel nestaður í hinstu för ef Sveinbjörg er það ekki. Varla tefja veraldleg- ar eigur fyrir vistaskiptunum en þeim mun meira er af hinum sanna auði sem greiðir för til æðsta staðar. Enn ein minningin kemur í hugann: Við höfðum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.