Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Öruggur sigur hjá Njarðvík Einn leikur fór fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik í gær- kvöldi. UMFN sigraöi Keflavík meö 95 stigum gegn 82. Sigur UMFN var mjög öruggur og sanngjarn. Liöiö lók oft á tíðum mjög vel og var yfirvegun og ör- yggi í leik Njarövíkinganna. í hélf- leik haföi þó lió Keflavíkur eins stigs forystu 45—44, en er líða tók á leikinn var aldrei neinn vafi á hvort liðiö var betra. Mesti munur á liöunum i síðari hálf- leiknum var 20 stig. Jafnræöi var meö liöunum allan fyrri hálfleikinn sem var nokkuö vel leikinn. í upphafi síöari hálfleiks tóku leikmenn UMFN hinsvegar leikinn í sínar hendur og léku þá Keflvíkinga oft grátt. Um tíma í síö- ari hálfleik var 20 stiga munur staöan var þá 77—57. Undir lok leiksins slökuöu leikmenn UMFN nokkuö á og þá náöu Keflvíkingar aö minnka muninn. Bestir í liöi UMFN og um leiö stigahæstir voru Valur með 24 stig, Gunnar 20, Árni 13, og Krist- inn og ísak meö 12 stig. Jón Kr. var bestur í liöi Keflavíkur og skor- aöi 23 stig. Þorsteinn Bjarnason lék líka vel og skoraði 20 stig. Sig- uröur og Pétur skoruöu 11 stig. — ÞR/ÓT r r m r Morgunblaðið/ KÖE Iþrottamaður Reykjavíkur Guörún Fema Ágústsdóttir, sundkona úr Ægi, var í gær kjörin íþróttamaöur Reykjavíkur 1983. Kjöri hennar var lýst í hófi í Höföa og þar afhenti borgarstjórinn í Reykjavík, Davíö Oddsson, Guörúnu Femu hinn glæsilega verölaunagrip sem nafnbótinni fylgir. Á myndinni eru Davíö Oddsson, Úlfar Þórðarson, formaður stjórnar ÍBR og foreldrar Guðrúnar Femu ásamt Guörúnu sjálfri. • lk-rnd Schuster, t.h., asaml Karl llcin/ Kummcnif'i'c. Schuster frá Barcelona Fré Jóhanni Inga Gunnareeyni, frétta- manni Morgunbiaóains í Vaatur- Þyakalandi SPÁNSKA liöiö Barcelona hef- ur lýst því yfir aö þaó só til- búið til aö selja Vestur-Þjóó- verjann Bernd Schuster. Schuster, sem oft hefur veriö nefndur „vandræðabarn" vestur-þýskrar knattspyrnu, lók meö 1. FC Köln, éður en hann fór til Spánar — og for- ráðamenn Kötner hafa sýnt honum áhuga á ný. Þá hefur Bayern MUnchen áhuga á aö fá kappann til sín. Forráöamenn Barcelona hafa sagt aö þeir muni reyna allt sem þeir geti til aö fá tvo snjöllustu leikmenn á italiu i dag til liös viö félagið: Frakk- ann Michel Platini, knatt- spyrnumann Evrópu, og Bras- iliumanninn Roberto Falcao. Aöeins mega vera tveir erlendir leikmenn meö hverju liði á Spáni, þannig aö allt bendir til þess aö Barcelona sé þá tilbúiö til aö láta Diego Maradona fara, þótt ótrulegt megi viröast — og enginn trúir því sjálfsagt fyrr en á reynir. En fart Maradona frá Barce- lona er vitaö aö forráðamenn Juventus hafa haft áhuga á honum — þá viröist sá mögu- leiki fyrír hendi aö Juventus og Barcelona skipti á Platini og Maradona! Þess má geta aö Barcelona vill fá 2,5 milljónir marka (26,6 milljónir ísl. kr.) fyrir Schuster. • Viggó Sigurðsson skoraði 14 mörk fyrir Víking í gærkvöldi. Stjörnusigur STJARNAN sigraði Hauka í 1. deild karla í handknattleik, 22:17, í Digranesi í Kópavogi í gærkv- öldi, eftir að staðan hafði verið 9:7 í hálfleik. Höröur Sigmarsson 3, Guömundur Haraldsson 2 og Jón Örn Stef- ánsson 1. — SH. • Eins og við skýrðum frá í gær, þá var Kristján Arason, handknattleiksmaður úr FH, kjörinn íþróttamaður Hafnarfjarð- ar. Á myndinni tekur Kristján við verðlaunum sínum úr hendi Árna Grétars Finnssonar. VÍKINGUR sigraði KA, 26:20, í 1. deildinni í handbolta á Akureyri í gærkvöldi. Staöan í hálfleik var 14:9 fyrir Víking. Sigurinn var ör- uggur — jafnt var upp í 5:5 en síöan stungu Víkingar af. Leikurinn var mjög haröur, gróf- ur á köflum — og var talsvert um brottrekstra. Gæöi handboltans voru ekki sérlega mikil — leikurinn einkenndist fyrst og fremst af bar- áttu og mikilli hörku beggja liöa. Eins og áöur sagöi var jafnt í byrjun — staöan var 5:5 eftir 10 mínútur en siöan náöu Víkingar fljótlega nokkurra marka forystu. Mesti munurinn var fimm mörk — 14:9 eins og staöan var í hálfleik. Minnsti munurinn í seinni hálf- leik var þrjú mörk — er KA minnk- aöi muninn í 18:15, en Víkingar voru ekki á því aö gefa eftir og Mörk KA: Þorleifur Ananíasson 9, Siguröur Sigurösson 5, Erlingur Kristjánsson 2, Jón Kristjánsson 2, Magnús Birgisson 2. komust fljótlega í 23:17 — og síö- an i 26:19, sem var mesti munur í leiknum. Sjö mörk. KA skoraöi svo síöasta markið. Þorleifur Ananíasson og Jón Kristjánsson voru bestu menn KA — gamla kempan Þorleifur stóö sig frábærlega; hann einbeitti sér aö því aö leika handbolta og upp- skar rikulega. Hann og Jón voru ekki að tuöa í dómurunum eins og allt of algengt var um hina leik- menn liösins. Hjá Víkingum var Viggó í sérflokki í sókninni og Höröur Harðarson átti einnig góö- an leik. Steinar Birgisson var mjög sterkur í vörn. Mörk Víkings: Viggó Sigurðsson 12, Höröur Harðarson 4, Siguröur Gunnarsson 4, Hilmar Sigurgísla- son 3, Guðmundur Guömundsson 2, Steinar Birgisson 1. — AS/SH. Víkingur vann KA í mjög hörðum leik Einn besti leikur Frammara í vetur — en HK náði þó að sigra í spennandi leik Stjarnan komst í 7:1 í upphafi og strax var sýnt hvert stefndi. Haukarnir minnkuöu muninn aö vísu niöur í 9:7 fyrir hlé meö mikilli baráttu — en fljótlega í síöari hálf- leik komst Stjarnan í 14:9. Sá munur hélst síöan út leikinn. Hannes Leifsson var bestur hjá Stjörnunni — skoraöi átta mörk, og Brynjar Kvaran var einnig mjög góöur. Sérstaklega í síöari hálfleik er hann varöi frábærlega. Þórir Gíslason var bestur Hauk- anna — aðrir áttu fjörlega kafla en duttu niöur á milli. Mörkin. Stjarnan: Hannes Leifsson 8, Magnús Teitsson 5, Gunnlaugur Jónasson 3, Guö- mundur Þórðarson 2, Skúli Gunnsteinsson 2, Eyjólfur Braga- son 1 og Sigurjón Guömundsson 1. Haukar: Þórir Gíslason 5, Lárus Karl Ingason 3, Snorri Leifsson 3, Pór sigraði Fram ÞÓR frá Vestmannaeyjum sigraði Fram í 2. deild handboltans í Laugardalshöll í gærkvöldi, 24:18. TVEIR leikir voru í 1. deild karla í blaki á fimmtudaginn. Þróttur sigraði Víking, 3—0, og HK sigr- aði Fram, 3—2. f kvennaflokki sigraöi Þróttur Víkinga, 3—0, og í bikarkeppni karla var einn leikur, ÍS sigraöi Þrótt frá Neskaupstað, 3—0. Aöalleikur kvöldsins var leikur Fram og HK. Framarar sýndu mjög góöan leik, einn sinn besta í vetur og komust í 2—1, en HK var síöan sterkara á endasprettinum og vann tvær síðustu hrinurnar. Urslit í einstökum hrinum uröu, 12—15, 15_8, 15—7, 2—15 og 6—15. Hjá Fram voru Haukur Magnússon og Ólafur Traustason bestir en í liði HK áttu Páll Ólafsson, Samúel örn og Hreinn Þorkelsson einna bestan leik. Leikur Þróttar og Víkings var ekki sannfærandi og veröa Þrótt- arar aö leika betur í dag ef þeir ætla sér aö sigra erkióvinina, iS, on liöin mætast í Hagaskóla kl. 16.40. Þróttarar sigruöu þó nokk- uö auðveldlega, 15—11, 15—4 og 15—9. Stúdentar léku í bikar- keppninni gegn Þrótti Nes. og unnu sannfærandi sigur 15—5, 15—12 og 15—6, þannig aö þaö má vænta hörku leiks á milli þess- ara félaga í dag, enda margir orön- ir leiöir á sigurgöngu Þróttar og vildu gjarnan veröa til aö stööva i hana. Kvennaliö Þróttar átti í erfiöleik- um í fyrstu hrinunni gegn Víkingum en þeim tókst þó aö merja sigur, 15—12, í þeim næstu gekk heldur betur hjá þeim en þær hrinur end- uöu 15—10 og 15—9. í dag veröa fimm leikir í blakinu. I Hagaskóla leika í 1. deild kvenna Víkingur og KA og hefst leikur þeirra kl. 14. Strax aö þeim leik loknum keppa ÍS og Völsungur, toppliöin í 1. deild kvenna, þá leika ÍS og Þróttur í karlaflokki. i íþrótta- húsinu viö Digranesveg í Kópavogi HK og Víkingur í 1. deild karla og síöan UBK og Þróttur Nes. í 2. deild og hefst fyrri leikurinn kl. 15.50. — sus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.