Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 33 kvæmar og rangt mat lagt á starfsmannaþörf í deildinni. VIII. Blaðaprent, 1 Þegar ég kom á Tímann hafði öllu starfsfólki verið sagt upp í Blaðaprenti. Fólk var í óvissu um framtíðina og starfsandi mjög lélegur. Aðdragandi málsins var sá, að þrátt fyrir yfirlýsingar aðila und- anfarin ár um endurnýjun tækja- búnaðar hafði ýmiskonar ósætti og ágreiningur jafnan orðið til þess að ekkert varð úr fram- kvæmdum. Til dæmis má nefna, að Vísir hafði óskað eftir því að prentun blaðsins yrði flýtt fyrir hádegi, vegna þess að Dagblaðið kom fyrr á blaðsölustaði og náði í ferðir út á land, sem Vísir missti af. Þessari ósk var hafnað og tel ég að þannig hafi aðilar Blaðaprents átt stóran þátt í sameiningu Vísis og Dagblaðsins. Við sameininguna hvarf Vísir úr Blaðaprenti og var þá gripið til þeirrar fljótræðisákvörðunar að segja upp öllu starfsfólki Blaða- prents, áður en kannaður væri nánar grundvöllur frekari sam- starfs þeirra blaða, sem eftir voru. Starfsfólkið var ekki látið vita um endurráðningar fyrr en á síðasta degi uppsagnartímabilsins. Þetta hafði í för með sér að starfsfólkið neitaði að vinna áfram fyrir Blaðaprent nema það fengi auknar yfirgreiðslur. Það hafði verið viðtekin regla um uppgjör blaðanna í Blaða- prenti, að gengið var frá skuldum þeirra við fyrirtækið frá fyrra ári með útgáfu skuldabréfa. Reykja- prent hét því að ganga frá sínum málum eins og venja var, þrátt fyrir brotthvarf Vísis úr Blaða- prenti, en þegar á reyndi var ekki staðið við þetta heit og jók það verulega á fjárhagsvandamál Blaðaprents og þar með hinna blaðanna. IX. Blaðaprent, 2 Mjög hefur verið rætt um það, hvort sameina skuli aftur setn- ingu og umbrot aðila i Blaða- prenti. Það átti örugglega fullan rétt á sér fram á árið 1982, en ég tel að vegna örra tækniframfara séu aðrir kostur nú álitlegri. Endurskipulagning Blaðaprents hefur lengi verið til umræðu og hefur hún að sumu leyti leitt til rekstrarhagræðingar og ýmsar umbætur eru í undirbúningi. Vissar eignahlutabreytingar í Blaðaprenti eru fyrirsjáanlegar, bæði vegna brottfarar Vísis og eins vegna tiltölulega of hárra gjalda Alþýðublaðsins. Árið 1983 var byrjað að endur- nýja slitfleti pressunnar í Blaða- prenti og hefur það kostað allmik- il fjárútlát. Einnig var keypt ný plötugerðarvél. Það sem nú þarf að gera er að festa kaup á nýrri pökkunarvél og auka samstarf um útkeyrslu og dreifingu blaðanna. Einnig á eftir að gera ýmiskonar aðra hagræð- ingu í rekstri og liggja fyrir um þau efni tillögur frá mér og fram- kvæmdastjóra Þjóðviljans, Guð- rúnar Guðmundsdóttur. Það ástand sem ríkt hefur í Blaðaprenti undanfarin tvö ár hefur einkennst af mikilli óvissu um framtíðina og togstreitu aðil- anna. En þrátt fyrir allt hefur mikið áunnist og vil ég þakka jafnt fulltrúa Tímans, Geir Magn- ússyni, sem ásamt mér situr í stjórn Blaðaprents, og fulltrúum hinna aðilanna og framkvæmda- stjóranum, Óðni Rögnvaldssyni, fyrir mjög gott og ánægjulegt samstarf. X. Innheimta skulda Innheimta skulda hefur stund- um gengið nokkuð treglega og hef- ur í því efni verið reynt að leita nýrra leiða. Hef ég komið á ákveðnu innheimtukerfi, þannig að ógreiddar skuldir fara, eftir til- teknar aðvaranir, sjálfkrafa til lögfræðings. Þessi nýbreytni hefur gefið góða raun og innheimtur vanskila- skulda stórbatnað, en umbætur á bókhaldsaðferðum fyrirtækisins myndu þó skila enn frekari árangri. Bókhaldsaðferðirnar eru reyndar löngu orðnar úreltar og hef ég verið þess hvetjandi að á þeim yrðu gerðar gagngerðar breytingar, en slíkar aðgerðir eru fjárfrekar og var því ljóst að þær yrðu að bíða þangað til búið væri að framkvæma fyrirhugaðar breytingar á rekstrarskipulagi. XI. Samskiptavandamál Blaðstjórn Tímans hefur verið kosin af miðstjórn Framsóknar- flokksins og hafa samskipti blað- stjórnar og yfirmanna blaðsins iðulega verið alltof laus í reipun- um. Erfitt var að ná aðilum saman og halda reglulega fundi, vegna þess hversu fjölmenn stjórnin var. Ákvarðanatökur um málefni blaðsins hafa því löngum verið þungar í vöfum og oft tekið óhæfi- legan langan tíma. Eins og fyrr er greint frá í þess- ari grein varð mér snemma ljóst að gera þyrfti grundvallarbreyt- ingar á rekstri Tímans ef komast ætti út úr þeim langvarandi örð- ugleikum sem blaðið hafði átt við að stríða. Ég kynnti þessar hug- myndir á þeim vettvangi, sem ég átti völ á, og þegar stundir liðu fór svo að þær hlutu stuðning meðal forvígismanna flokksins. Á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins í júní 1983 fékk fram- kvæmdastjórn flokksins umboð til þess að gera þær ráðstafanir um rekstur, sem hún teldi nauðsynlegar. í framhaldi af þessu ákvað hún að fylgja þeim hugmyndum að skipu- lagsbreytingum, sem ég hafði unnið að. Blaðstjórn var síðan falið að kjósa nefnd, sem vinna skyldi að framgangi málsins. í þessa nefnd völdust Haukur Ingibergsson, Þorsteinn ólafsson og Eiríkur Tómasson. Formaður næstu blað- stjórnar var kosinn Hákon Sigur- grímsson og tók hann einnig sæti í nefndinni. Nefnd þessi hefur starfað frá miðju sumri 1983 að stofnun Nú- tímans og frá þeim tíma hafa raunverulegir blaðstjórnarfundir ekki verið haldnir. Öll samskipti mín við flokkinn hafa verið í gegn- um þessa aðila. Þrátt fyrir ítrek- aðar óskir um að framkvæmda- stjóri og ritstjóri sætu á fundum nefndarinnar hefur ekki komið til þess. Endurskipulagning blaðsins hefur því raunverulega verið alger- lega úr tengslum við starfsmenn þess og er það vitaskuld í hæsta máta óeðlilegt. Samskiptin hafa farið fram á pappírsmiðum og hefur nefndin aldrei sýnt neinn áhuga á sam- starfi. Sem dæmi má nefna, að sérstakt uppgjör fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 1983, sem unnið var vegna fyrirhugaðra breytinga, hefur aldrei verið rætt innan blað- stjórnar Tímans né heldur hef ég fengið tækifæri til þess að fjalla um það á fundi með nefndinni. XII. Lokaorö Stórfelldar breytingar á skipu- lagi Tímans ganga nú senn í gildi. Undirbúningur þeirra hefur ekki gengið allskostar sársaukalaust fyrir sig og raunar alls ekki á þann hátt sem ég hafði gert mér í hugarlund, þegar ég vakti fyrst máls á þessum nauðsynlegum breytingum fyrir nærri tveim ár- um. En samt sem áður, þrátt fyrir margvíslega örðugleika hefur hag- ur Tímans þróast þannig, að síð- asta ársfjórðung 1983 var reksturinn orðinn hallalaus og nú þegar Nútím- inn hf. tekur við rekstri blaðsins eru rekstrarhorfurnar á þá lund, að mið- að við þann áskrifendafjölda og það auglýsingamagn, sem blaðið hafði 1983, eru nú líkur á hallalausum rekstri og jafnvel töluverðum hagn- aði í fyrsta sinn í nærfellt hálfan annan áratug. Þeir sem nú taka við stjórn Tímans veita viðtöku besta búi, sem nokkur framkvæmda- stjóri blaðsins hefur gert um lang- an aldur. Ég óska Tímanum velfarnaðar og kveð með þakklæti alla þá, sem ég hef átt samleið með þetta tíma- bil. Gísli H. Sigurðsson hefur verið fnmkvæmdastjóri Tímans undan- farín ár. Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna hefur opnað útibú í söluturninum Júnó-ís. Húsnæði söluturnsins hefur verið stækkað um helming með betri þjónustu í huga. Hér eftir verður hægt að skila myndum í Júmbó-ís þó þær séu fengnar í Myndbanda- leigunni á Hverfisgötu eða í Nóatúni. Þá hef- ur söluturninn tekið upp afsláttarkort fyrir viðskiptavini mynd- bandaleigunnar. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Notíð tækifærið! Gæði.nr.l orramatur Blandaður súrmaturí.fötu (Lundabaggi - Sviðasulta - Hrútspungar- Bringur-Lifrapylsa og blóðmö ÆI245-001 Nettó innihald ca. 1,3 kg. Súrt hvalsrengi Blandaður súrmatur 2ja lítra fata (LSXT-“Z í bakka .00 pr.kg. m/mysu Nettó innihald ca. 1,1 kg. Hrútspungar— Bringur — Lif rapylsa — Blóðmör) ,00 Fatan Þorrabakki c.a. 550g 95m Kokkamir kvnnaí DAG ÞORRAMAT og gefa .70 pr.kg. að smakka á báðum stöðum DJ AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.