Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Sovétríkin: Nýjar til- lögur um afvopnun? Tókýó, 3. febrúmr. AP. HÁTTSETTUR sovéskur embættis- maður greindi í gær japönskum verkalýðsleiðtoga frá því, að sovéska stjórnin myndi einhvern tíma á næstunni koma með „djarfar tillög- ur“ um afvopnun um allan heim. Ivan Kovalenko, aðstoðaryfir- maður alþjóðadeildar sovéska kommúnistaflokksins, lét þessi orð falla á fundi með Takeshi Kur- okawa, framkvæmdstjóra jap- anska alþýðusambandsins, sem hafði skorað á Sovétmenn að taka aftur upp viðræður við Banda- ríkjamenn um afvopnunarmál. Kovalenko vildi ekki greina nánar frá þessum tillögum eða því á hvaða vettvangi þær yrðu bornar fram. AP-símamynd. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, verður 73 ára á mánudaginn. Af því tilefni fékk hann þessa myndarlegu afmælistertu frá samflokks- mönnum sínum í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Með honum á myndinni er Paul Laxalt, öldungadeildarþingmaður frá Nev- ada. Selur veldur usla við strönd Finnmerkur Ósló, 3. febrúar, frá Jan-Krik Lauré, fréttaritara Mbl. ÁRUM saman hafa selir valdið miklum vandræðum við strönd Finnmerkur, nyrst Managua, 3. febrúar. AP. SEX orrustuflugvélar gerðu í gær árás á herstöð stjórnar Nicaragua, sem staðsett er tæpa hundrað km fyrir norðvestan höfuðborg landsins. Þrír stjórnarhermenn féllu og þrír aðrir særðust í árásinni. Formælendur utanríkisráðu- neytis Nicaragua segja að stjórn- völdum í nágrannaríkinu Hondúr- as hafi verið send hörð mótmæli vegna loftárásarinnar, því flugvél- arnar hafi komið þaðan og snúið þangað aftur. í Noregi. 1‘angað sækja sel- irnir tugum þúsunda saman úr Barentshafí. Talsmenn ráðuneytisins greindu jafnframt frá því að orrustuflug- vélarnar hefðu í leiðinni eyðilagt talsverðar birgðir af olíu, sem her- inn geymdi nálægt landamærum Hondúras. Þeir sögðu jafnframt að árásirnar fælu í sér alvarlega ögrun við Nicaragua. Talið er að árásarvélarnar hafi verið á vegum uppreisnarmanna í Nicaragua, en þeir eru taldir hafa bækistöðvar í Hondúras. Innrás selanna eyðileggur allar fiskveiðar í Varangurs- firði og Tanafirði, sem eru fisksælustu firðir þar norður frá. Ýmist étur selurinn fiskinn upp til agna eða veldur slíkum skemmdum á honum að hann er ónothæfur. Einnig hefur selurinn eyðilagt net fiskimanna á þessum slóðum, og enn fremur hefur yfirgang- ur selanna áhrif í landi með því að valda atvinnuleysi því engan fisk er að fá til að verka. Fiskimenn á þessum slóðum hafa krafist þess að yfirvöld láti útrýma selnum, en vegna þrýstings frá samtökum um- hverfisverndarsinna hafa þau ekki treyst sér til að leyfa nema takmarkað seladráp. Rannsóknir benda til þess að selastofninn við strönd Finn- merkur hafi vaxið gífurlega undanfarin þrjú ár, og til marks um þann usla sem sel- irnir gera má nefna að fullorð- inn selur étur 40 kg af fiski á einum sólarhring. Loftárás á herstöð í Nicaragua: Vélarnar komu frá Hondúras „Veit nú hvers virði frjáls dagblöð eru“ — sagði Gtínter Kiessling, hershöfðingi, við fréttamenn Konn, 3. febrúar. AP. GÍlNTER Kiessling, hershöfðingi og einn af æðstu yfirmönnum í herafla Atlantshafsbandalagsins, sem vikið var úr embætti í des- ember sl. vegna kynvillu, segist ekki bera neinn kala í brjósti til Wörners, varnarmálaráðherra, þrátt fyrir brottreksturinn. Kiessl- ing hefur nú fengið uppreisn æru og verið hreinsaður af öllum áburði. Kiessling sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að hann hefði ekkert að fyrirgefa Man- fred Wörner, varnarmálaráð- herra. „Ég er sannfærður um að hann er sjálfur bara fórnarlamb annarra, þeirra, sem gáfu hon- um rangar upplýsingar," er haft eftir Kiessling í biaðinu Bild Zeitung. í Kölnarblaðinu Express Giinter Kiessling hershöfðingi þakkar Kiessling það fyrst og fremst blöðunum, að hann var hreinsaður af öllum grun um að vera hættulegur öryggi landsins vegna kynvillutilhneigingar. „Ég veit nú betur en nokkru sinni fyrr hvers virði frjáls dagblöð eru hverju samfélagi," sagði hann. „Það var mér mikil uppörvun að sjá að dagblöðin létu sér ekki nægja fyrirsagnir í æsifréttastíl, heldur vildu þau líka komast að hinu sanna í mál- inu. Án þeirra hefði ég líklega mátt bíða lengi eftir að fá æru mína hreinsaða." Helmut Kohl kanslari féllst ekki á að Wörner segði af sér eins og hann bauðst til. í viðtali við vestur-þýska sjónvarpið í gærkvöldi kvaðst Kohl hafa „tekið erfiða kostinn, ekki þann, sem flestir bentu mér á“. Falklandseyjar: Leynivið- ræður Breta og Argentínu- manna Caracas, Venezuela, 3. febúar. AP. Utanríkisráöuneytiö í London skýröi frá því í gær aö Bretar og Argentínumenn heföu nú um tveggja mánaða skeið átt leynilegar viöræöur um málefni Falklandseyja fyrir milligöngu ríkisstjórna Sviss og Brasilíu. Samkvæmt heimildum AP hefur öll deilumál þjóðanna borið á góma í þessum viöræð- um utan höfuðágreiningsefnið sem er framtíðarstjórn eyj- anna. Raul Alfonsin, forseti Arg- entínu, hefur lagt til að frið- argæslulið Sameinuðu þjóð- anna verði á Falklandseyjum þar til samkomulag hefur náðst á milli Breta og Argent- ínumanna um framtíð eyj- anna. Bretar hafa eindregið hafnað þeirri tillögu. „Afstaða Breta er óskiljan- leg,“ sagði Dante Caputo, utanríkisráðherra Argentínu, þegar hann frétti um viðbrögð þeirra. Bretar telja að málefni Falklandseyja komi Samein- uðu þjóðunum ekki við. Caputo vildi ekkert segja um tilkynn- ingu breska utanríkisráðu- neytisins um leyniviðræðurn- ar. ■ ■■ \f/ , ERLENT, Ber kirkjan ábyrgð á 15 sjálfsvígum kynvillinga? OhIó, 3. feb. frá Jan-Erik Lauré fréttariUra Mbl. SAMTÖK kynvillinga í Noregi halda því fram að kirkjan beri ábyrgö á a.m.k. 15 sjálfsvígum kristinna kynvillinga í landinu. Ástæðan er sú að leiðtogar kirkjunnar hafa úthýst kristnum kynvillingum. Vonir standa þó til að breyttir tímar fari í hönd því innan kirkj- unnar hefur aukist áhugi á um- ræðu um kristni og kynvillu, og kann það að leiða til þess að kyn- villingar þurfi ekki að búa við jafn mikið álag og fyrr. Noregur: Ohemju uppgang- ur hjá laxeldis- mönnum Óaló, 3. febrú.r. Frá Jan Erik Lauré, frétUriUra Mbl. FRAMLEIÐSLAN hjá norskum laxeldismönnum er nú meiri en nokkru sinni fyrr og kaupendurn- ir bíða í langri lest eftir að kom- ast að. Mestu vandræðin núna stafa af því, að framleiðslan hef- ur aukist svo gífurlega, að flutn- ingakerfið ræður ekki við að flytja allan fiskinn. Það eru einkum flutningarn- ir til Bandaríkjanna, sem eru erfiðir. Það eru aðeins tvö ár síðan Norðmenn tóku að flytja lax á Bandaríkjamarkað en þrátt fyrir það fara þangað 15% framleiðslunnar og búist við að sú tala vaxi um 40% á árinu. Framleiðendur hafa beð- ið SAS-flugfélagið að auka flutningana en forsvarsmenn þess segja nokkur vandkvæði á því. Af þeim sökum stendur til að fá leiguflugvélar f flutning- inn. Norskur lax er núna verð- mætasti farmurinn, sem flutt- ur er loftleiðis frá Evrópu til Bandaríkjanna. Myndarlegur hængur, að vísu ekki norskur heldur er myndin tekin norður (Kelduhverfi. Noregur: Mikil aukning á fiskútflutningi OhIó, 3. feb. Frí Jan-Erik Lauré, frétUriUr* Mbl. NOKNKIK fiskútflytjendur settu nýtt met á síðasta ári. Þeir fluttu út ferskan og frystan fisk fyrir 2,3 milljarða norskra króna, sem er 800 milljónum kr. meira en árið þar á undan. Höfuðástæða þessa eru hinar miklu rækjuveiðar og aukin spurn eftir láxi. Útgerðarmenn binda vonir við að Efnahagsbandalagið samþykki að auka útflutnings- kvóta Norðmanna til aðildarríkj- anna, en núverandi kvóta telja þeir allt of nauman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.