Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 25 samningagerð, eins og ætlast væri til í lögum. Skv. nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um fasteigna- sölu verður ábyrgðarmönnum gert skylt að starfa á viðkomandi stað og fasteignasölum skylt að vera í fé- lagi. Það væri ótvíræð skylda fast- eignasala að hafa umsjón með viðskiptunum, vera til viðtals og veita viðskiptamönnum upplýs- ingar. Myndu fasteignasalar innan félagsins framvegis auðkenna aug- lýsingar sínar sérstaklega með merki félagsins. Þeir sögðust „að sjálfsögðu vilja vernda sín starfsréttindi, sem jafn- vel hefur tekið mörg ár að afla. Spurningin er hvort hinir, sem ekki starfa með full og lögmæt réttindi, vilja stokka upp sín mál þannig, að réttindamaður sé á staðnum," eins og það var orðað. Úm samræmingu á starfsháttum og viðskiptavenjum félagsmanna sögðu stjórnarmennirnir, að þess hefði t.d. nokkuð gætt að mismun- andi aðferðir væru notaðar við upp- gjör eftirstöðva af lánum, mismun- andi aðferðir hefðu verið notaðar við vaxtaútreikninga. Þjónustan ætti framvegis að verða hin sama á fasteignasölum félagsmanna; eyðu- blöð, skjalatextar og uppgjörsað- ferðir ættu að verða hinar sömu. Þeir sögðust einnig myndu beita sér fyrir aukinni miðlun upplýsinga um fasteignaviðskipti til almenn- ings og fjölmiðla. „Það er vitað, að auglýst verð á fasteignum er ekki alltaf hið raunverulega og endan- lega verð,“ sagði Atli Vagnsson, einn stjórnarmanna, í þessu sam- bandi. „Við erum með fingur á púls- inum í þessum viðskiptum og ættum að hafa raunverulegt fasteignaverð á hverjum tíma." Hann tók fram, að á þessu sviði hefði Fasteignamat ríkisins unnið gott starf, en engu að síður væru tölur þess um verð fast- eigna og hreyfingar á markaðinum nokkurra vikna eða mánaða gamlar. Magnús Axelsson, formaður fé- lagsins, sagði það ekki geta beitt sér á einn hátt eða annan fyrir breyt- ingum á venjum í fasteignaviðskipt- um enda vekti það ekki fyrir stofn- endum félagsins. Þeir vildu hins vegar benda á, að aðrir möguleikar væru nú fyrir hendi vegna minni verðbólgu og lægri vaxta. „Það er engin ástæða lengur til þess að út- borgunarhlutfall sé svo hátt sem það er nú,“ sögðu stjórnarmennirn- ir. „Það var afleiðing af óðaverð- bólgu, sem nú er úr sögunni. Ef fólk 'ær trú á að verðlag haldist stöðugt, þá ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu, að kjör í fasteignaviðskiptum verði heppilegri og viðráðanlegri fyrir alla.“ lausum, þ.m.t. dráttarvextir. Með vaxtagjöldum í þessu sam- bandi teljast og greiddar (þ.e. gjaldfallnar) verðbætur og gengistöp á afborganir og vexti sem menn bera ef skuldin er ekki í tengslum við atvinnur- ekstur. Til þess að umrædd vaxtagjöld teljist frádráttarb- ær verður skuldin að uppfylla tiltekin skilyrði og er þar fyrst að nefna að skuldin hafi verið notuð til öflunar á íbúðarhúsn- æði til eigin nota. Kaup- eða verksamningur er löggerningur tveggja (eða fleiri) aðila þar sem einn lofar að selja, en annar lofar að kaupa umsamda eign. Umsam- ið verð getur verið verðtryggt miðað við verðlagsþróun á um- sömdum framkvæmda- og/eða greiðslutíma. kaup- eða verk- samningar binda samningsað- ila skyldum og slíkir samning- ar ganga ekki kaupum og söl- um án þess að skyldur þær sem samningurinn fjallar um fylgi með. Við slíka samningsgerð mynd- ast ekki skuldasamband. milli aðila, sem m.a. má skýra með því að gefi verkkaupi út víxla eða skuldabréf og afhendi verksala sem greiðslu og hefur þar með uppfyllt ákvæði sam- ningsins að greiða samningsb- undið verð, þá getur seljandi (hér eigandi verðbréfa) selt eða afhent bréfin þriðja aðila, óháð því hvernig umsömdu verki miðar áfram. Hugmynd arkitekUnna um skipulag miðbæjarins. Húsaröðin til vinstri er Aðalstræti og stærsta húsið í þeirri línu er Morgunblaðshúsið. Þar fyrir framan má sjá tvær L-laga byggingar, sem rísa myndu á Hótel íslandsplani og Steindórsplani. Mynda þessar byggingar bæjartorg. Ennfremur sést hvernig Vallarstræti opnast út á Austurvöll. Morgunblaðshúsið verði ráðhús og bæjartorg fyrir framan húsið „Að mati höfunda á miðbær höf- uðborgarinnar að vera miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, sérverslana, viðskipta og vettvangur fyrir fjöl- skrúðugt mannlíf. Mikilvægt er því að öll miðbæjarstarfsemi stuðli að því. Knnfremur er nauðsynlegt að lifið í miðbænum deyi ekki út síð- degis, þegar verslanir og fyrirtæki loka. Þar af leiðandi er mikilvægt að þar sé einnig fyrir hendi hæfi- legur fjöldi íbúða og ekki síst að góð skilyrði séu sköpuð fyrir hvers kyns mannamót, menningarstarfsemi og skemmtanalíf. Höfundar telja ekki nauðsynlegt að binda ákveðinn fjölda íbúða á svæðinu, en gert er ráð fyrir að búseta sé í öllum húsun- um á a.m.k. efstu hæðunum. Leitast er við að ná samræmdri heildar- mynd með miðbæjarbrag, en sem raskar þó ekki stærðarhlutfóllum og þeim sérkennum, er einkenna miðbæinn," segir í greinargerð með skipulagstillögu arkitektanna Dag- nýjar Helgadóttur og Guðna Páls- sonar, en tillagan er um skipulag Aðalstrætis og umhverfis, — Mið- bæjarkvosarinnar. Tillagan er nú til umfjöllunar í ýmsum nefndum og ráðum borgarinnar. Torg á móti Aðalstræti „Tillögu sinni lýsa arkitektarn- ir svo: „Meginhugmynd tillögunnar er í stórum dráttum, að Austur- stræti endi í bæjartorgi móti Að- alstræti, myndað af nýbyggingum á þrjá vegu. Vallarstræti verði opnað að Austurvelli og mynduð verði gönguleið bak við Aðal- stræti 9 (Miðb.markaðinn) að Gamla kirkjugarðsgarðinum og ferhyrndu formi hans lokað með uppbyggingu húsa í Aðalstræti og Kirkjustræti. Fyllt verði upp í skarðið við Austurvöll móti Aust- urstræti með nýbyggingum í sömu hæð og húsin við hliðina. Á milli nýbygginga er opnuð göngu- leið út i Austurstræti. Litrík timburhús frá 18. og 19. öld mynda húsaröðina við Veltusund og Vallarstræti. Gert er ráð fyrir að þau standi áfram og myndi ákveðin tengsl við Aðalstræti 10, sem er friðað, og Fjalaköttinn nr. 8. En þau tvö hús mynda eins kon- ar „hlið“ inn í gömlu byggðina í Grjótaþorpi. Móti Hafnarstræti tengist húsaröðin síðan Hafnar- stræti 1—3, sem er svipmikið timburhús, er fellur vel að Aðal- stræti 2 (Geysi). Þannig mynda gömlu húsin er klæða hvert ann- að, nær óslitinn hring. Innan við gömlu húsin er svo gert ráð fyrir nýbyggingu um- hverfis bæjartorgið, eða ráðhús- torgið, því höfundar leggja til að Aðalstræti 6 (Morgunblaðshúsið) verði gert að ráðhúsi Reykjavík- urborgar. Staðsetningin er einstök við enda aðalgötu bæjarins og sem stærsta hús miðbæjarins, — og fyrir miðju torginu, — þessir staðhættir kalla á opinbera bygg- ingu, gæti þar verið öll starfsemi Reykjavíkurborgar. Til að fella bygginguna betur að hlutföllum húsa í götunni og samtímis að draga úr hinu áberandi útliti framhliðarinnar, er gerð útlits- breyting, er fellst í því að nýr glerfrontur verði settur á húsið, er deilir því upp í minni einingar." Austurstræti, Aðalstræti og Pósthússtræti verði göngugötur Um umferð í miðbænum, sam- kvæmt hinni nýju tillögu, segja arkitektarnir: „Núverandi ástand akandi far- artækja er aldeilis óviðunandi, þar sem bílastæðafjöldi er svo langt frá að fullnægja eftirspurn, er lagt á öllum hugsanlegum auð- um svæðum og yfirgnæfa því bíl- ar bæjarmyndina á þessu litla svæði. Tillagan gerir ráð fýrir að Austurstræti allt verði gert að göngugötu ásamt Aðalstræti og Pósthússtræti. Þannig að svæðið milli Lækjargötu og Aðalstrætis annars vegar og Hafnarstrætis og Kirkjustrætis hins vegar, verði lokað fyrir bílaumferð nema til þjónustuþarfa. Á mótum Hafnar- strætis og Vesturgötu er áætluð aðkoma fyrir bíla og biðstöð fyrir strætisvagna, í nánum tengslum við bæjartorgið. Reiknað er með að tillaga, unnin á vegum Borg- arskipulags varðandi bíla- geymsluhús við Tryggvagötu, komi til framkvæmda innan tíðar, þannig að stæðum utan þeirra, sem sýnd eru á afstöðumynd verði fyrirkomið í bílageymsluhúsum. Höfundar leggja mikla áherslu á að þessi bílageymsluhús rísi, sem forsenda fyrir áframhaldandi lífi verslunar og viðskipta fyrir miðborg Reykjavíkur. Þess má geta að núverandi gólfflötur, byggður á svæðinu er 25.637m2 og skv. skipulagstillögu 35.900m2 eða aukning um 10.264mz, sem þýðir í allt ca. 690 bílastæði. Miðað við 25mVstæði væri það 17250m2, sem þýddi að stór hluti Kvosarinnar væri undirlagður stæðum aðeins til að þjóna þessum hluta. Önnur lausn bílastæðavandans er neð- anjarðarbílageymslur, en að mati höfunda yrði slík lausn of kostn- aðarsöm á þessu svæði, þar sem jarðvegsvatn stendur mjög hátt og aðeins yrði mögulegt að fara eina hæð niður. Eins myndu stór- ir niðurkeyrslurampar verða eins og gjár í götumyndunum. Gert er ráð fyrir vandaðri hellulögn lagða í mynstur á torg- um og göngugötum til afmörkun- ar frá akandi umferð." Flest húsin varðveitt Arkitektarnir leggja til að eft- irfarandi hús í Miðbæjarkvosinni verði varðveitt: Aðalstræti 2, Hafnarstræti 4, Veltusund 1, Austurstræti 3, Austurstræti 4, Veltusund 3, Vallarstræti 4, (Hótel Vík), Aðalstræti 7 og Aðal- stræti 8 (Fjalakötturinn) og Aðal- stræti 10, sem friðað er sam- kvæmt þjóðminjalögum. Segja arkitektarnir að húsaröð þessi sé stór hluti af miðbæjar- mynd Reykjavíkur og sé hún nán- ast óslitin hringur kringum Hótel Islandsplanið og Steindórsplan og tengist Aðalstræti 8 og 10. Hins vegar telja skipulagshöf- undarnir ekki verða hjá þvi kom- ist að fjarlægja Aðalstræti 16. Segja þeir að húsið sé byggt sem stakt hús og illmögulegt að byggja að því, án þess að skugga- myndanir skapist. Ný hús vestan Aðalstrætis Hvað nýbyggingar varðar er lagt til að vestan Aðalstrætis, á lóðunum 12—18, verði byggð hús. Eru þau ráðgerð 4ra hæða og þakbrún og mænishæð hin sama. Á 1. hæð húsanna verði verslun og þjónusta, skrifstofur á 2. hæð, en íbúðir á 3. og 4. hæð. Austan meg- in götunnar er gert ráð fyrir því að Miðbæjarmarkaðurinn hækki um tvær hæðir. Þá er gerð tillaga um nýbygg- ingu á Hótel íslands- og Stein- dórsplönum. Samkvæmt því myndi Austurstræti enda í torgi við Aðalstræti og torgið myndast af tveimur nýbyggingum, hvor sínu megin við Austurstræti. Húsi því yrði skipt upp í smærri ein- ingar tengdar saman með gler- byggingu. Ráðgert er að neðsta hæð hússins sé mjög opin móti torginu og innihaldi starfsemi sem stuðli að fjölbreyttu mannlífi við torgið. Nefnt er sem dæmi að verslanir og veitingastaður standi sólarmegin á torginu, þannig að nýta mætti skjól. Hvað Austurvöll varðar, reifa arkitektarnir þá hugmynd að byggt verði á lóðunum númer 8 og 10 við Austurstræti, sem sam- svari formi og hæð húsaraðarinn- ar að Austurvelli. Þá er gert ráð fyrir yfirbyggðri gönguleið á milli Austurvallar og Austurstrætis, sem ásamt því að Vallarstræti yrði opnað myndi stuðla að aukn- um tengslum Austurvallar við mannlíf í miðbænum. — —1— r 1 ð ‘'V- ■ n Hluti Aðalstrætis. Lengst til vinstri er Morgunblaðshúsið, en eins og sjá má á myndinni er gert ráð fyrir umtalsverðum útlitsbreytingum á húsinu. Einnig myndi Aðalstræti 4 hækka, eins og sjá má á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.