Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 18 Akureyrarpistill Guðmundur Heiðar Frímannsson Kvótafyrirkomulagið = sósíalismi andskotans? Það er stundum eins og við tökum ekki eftir þeim tíðindum, sem mestu máli skipta. Ef við tökum eftir þeim, vilja þau gleymast furðu fljótt. Þau tíð- indi, sem merkilegust hljóta að teljast frá síðasta ári, eru sam- þykkt Alþingis um kvótafyrir- komulag i fiskveiðum. Það er lík- legt, að þessi samþykkt eigi eftir að draga mikinn dilk á eftir sér, því að hér er um svo algera stefnubreytingu að ræða í um- fangsmesta atvinnuvegi þjóðar- innar, að kalla má kúvendingu. Þessi breyting kann að hafa áhrif á þjóðlífið allt, án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir því á þessari stundu. Það hefur verið viðtekin skoð- un á fslandi, að sækja beri sjó af miklu kappi. Á milli manna og skipa hefur verið keppni um að draga sem mestan fisk úr sjó. Það hefur líka verið viðtekin skoðun að öllum sé frjálst að sækja fiskimiðin, sem það vilja, án þess að þurfa að greiða fyrir aðgang að þeim eða sækja um Ieyfi til þess til nokkurs aðila. Þetta hefur verið að breytast nú um nokkurt skeið, eftir að mönnum varð ljóst að stjórna varð fiskveiðum með einhverjum hætti. Teknar hafa verið upp leyfisveitingar til veiða á ýmsum tegundum sjávarafla. Tilgangur- inn með þessu fyrirkomulagi er sá, að koma í veg fyrir ofveiði. Það er gott og gilt og hefur tek- izt, eftir því sem bezt verður séð. En þetta fyrirkomulag hefur leitt til þess, að átök verða á milli staða, bæja og byggðar- laga, um að fá tiltekinn kvóta eða halda honum. Ef umtals- verðar breytingar verða á veit- ingu leyfanna á milli ára, veldur það óánægju alveg óhjákvæmi- lega. Útgerðarmenn þurfa ekki fyrst og frqmst að hugsa um skip sín, tæki og mannskap, þegar þeir skipuleggja veiðar og vinnslu. Þeir þurfa að gera út á sjávarútvegsráðuneytið til að sinna hagsmunum sínum, svo að bezt verði á kosið. Því að þar eru leyfin veitt. Og eftir hverju á ráðuneytið að fara, þegar það veitir leyfi? Það er alls ekki augljóst mál. Auðvitað eru til viðmiðanir, sem hægt er að fara eftir. Það er hins vegar annað mál, hvort þær eru skynsamleg- ar eða ekki. Þar við bætist, að ekki virðist unnt að finna í þess- um efnum fremur en öðrum í mannlegu félagi reglur, sem eru nægilega víðtækar og nákvæmar til að útiloka, að um sumt sé vild manna eða smekkur eini dómar- inn. Þessi staðreynd ein nægir yfirleitt til að benda mönnum á, að æskilegast sé að hafa sem fæstar reglur til að stjórna sam- félaginu. En í þessu máli hefur ekki verið farið að þessari hug- mynd, hún látin lönd og leið og í síðustu viku birtist hér í blaðinu greinargerð og tvær útgáfur af þeim reglum, sem fara á eftir við fiskveiðar árið 1984. Meginregl- an, sem þar er sett fram, um út- hlutun veiðileyfa í ár er afli síð- ustu þriggja ára eða sókn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart, að eftir þessari reglu á að fara. í fljótu bragði virðist vart vera önnur skárri. En henni fylfíja ýmis vandkvæði, eins og bent er á í greinargerðinni. Það þarf að taka sérstakt 'tillit til þeirra, sem ekki hafa getað sótt sjó á síðustu þremur árum, eins og þeir hefðu viljað, ýmist vegna bilana og viðgerða eða endurnýj- unar. Það verður einnig að taka sérstakt tillit til þeirra, sem eru að hefja útgerð. Það væri að sjálfsögðu óþolandi, að þessar reglur útilokuðu nýliða frá út- gerð. Það myndi fyrirsjáanlega draga mjög úr þrótti greinarinn- ar. Með þessum og öðrum hætti er reynt að sníða vankantana af þessum reglum, eftir því sem frekast er unnt. Þótt takist eftir vonum að finna leið úr þeim vanda, sem fiskarnir í sjónum setja útgerð- inni í landinu, þá er ekki ástæða til að líta svo á, að enginn beri skarðan hlut frá borði. Það er nefnilega svo, að hámarksafli sjö helztu botnfisktegunda hefur verið ákveðinn. Það gerði sjávar- útvegsráðherra 16. desember sl. Sú ákvörðun er tilefnið til þess- ara reglugerða eða draga að reglugerð, sem hér hefur verið minnzt á, því að samdráttur í afla frá árinu 1983 er óhjá- kvæmilegur, ef á ekki að ganga af þorskinum endanlega dauð- um. Þótt reglugerðin reyni að taka tillit til sem flestra sjón- armiða, þá er staðreyndin samt sem áður sú, að það eru færri fiskar í sjónum fyrir jafnmörg skip að veiða. Það þýðir verri af- komu útgerðarinnar. Þessi reglugerð er tilraun til að koma í veg fyrir þá ringulreið, jafnvel neyðarástand, sem hugsanlega gæti skapazt, ef ekkert væri að gert. Spurningin er, hvort hér hefur verið farin rétt leið. Hér fyrir norðan eru menn ekki miklir fylgismenn kvótafyr- irkomulags, sérstaklega ekki aflakvóta. í áramótagrein í ,fs- lendingi segir Halldór Blöndal, alþingismaður: „Helstu hags- munasamtök sjávarútvegsins nema Félag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda hafa nú orðið ásátt um að freista þess að mæta fyrirsjáanlegum aflasamdrætti á næsta ári með því að taka upp aflakvóta á hvert einasta fiski- skip hérlendis, sem náð hefur vissri stærð, og er sennilegt að miðað verði við 13 tonn. Þetta getur orðið örlagarík ákvörðun og hætt er við, að hún muni bitna harkalega á vissum út- gerðum eða jafnvel byggðarlög- um, sem ekki falla inn í heildar- rammann. Sérstaklega er nauð- synlegt fyrir okkur Norðlend- inga að fylgast vel með því, hvernig að aflakvótanum verður staðið, þar sem aflaleysi hjá bátaflotanum hefur staðið hér lengur en annars staðar." Síðar segir Halldór: „Á t.d. að dæma útgerð til að halda áfram að tapa á þessu ári, þó svo að illa hafi gengið sl. þrjú ár? Á að refsa aflamanni fyrir að fara á annað skip, sem lítið hefur afl- að? Hvaða kvóta er sanngjarnt að setja á skip eins og Akureyr- ina? Er ekki rétt að aflaskipin haldi sínum hlut? Þannig mætti lengi spyrja og auðvitað hafa hagsmunirnir áhrif á, hver svör- in verða. Mér er engin launung á, að ég vildi fara aðrar leiðir til að mæta aflasamdrættinum, en viðurkenni á hinn bóginn, að rétt sé að láta hagsmunaaðilana hafa síðasta orðið, þar sem þeir eiga mest í húfi.“ Þegar þessar línur eru lesnar, verður að hafa í huga, að ekki var orðið ljóst að bæði yrði notaður aflakvóti og sóknar- kvóti. Engu að síður eiga margar þessara spurninga enn vel við. En hér að ofan var minnzt á Ak- ureyrina, sem er skip í eigu þriggja ungra manna hér í bæn- um og þeir festu kaup á á sl. ári. í því er afli unninn um borð og skilar því mun meiri verðmæt- um en venjulegir togarftr. Eig- endurnir hafa því skynsamlega ástæðu til að ætla, að þeir geti staðið í skilum, greitt það, sem þeim ber að greiða, ef sjávarafli helzt skaplegur. Hvað finnst þessum eigendum um þessa nýju skipan á veiðum, sem hér er verið að taka upp? I Degi 6. janúar segir Þorsteinn Már Baldvinsson, einn eigend- anna: „Verði það úr, að hér verði tekið upp kvótakerfi, þá er fár- ánlegt að miða kvótann undan- tekningarlaust við afla skipsins undanfarin þrjú ár. Við getum^ tekið Þorstein Vilhelmsson (skipstjóra á Akureyrinni innsk). frænda minn sem dæmi. Á hann að gjalda þess að hann er kominn með vel búið og endurbætt skip í hendurnar? Á hann einungis að fá að veiða ein- hverja hungurlús, af því að skip- ið hefur lítið verið að veiðum þessi þrjú ár, þrátt fyrir að hann hafi verið einn af aflahæstu skipstjórum landsins á sama tíma, en á öðru skipi? Hvaða réttlæti er í slíku?" En þorskunum hefur fækkað í sjónum; hvernig á þá að tak- marka veiðina? spyr Dagur. „Það má gera með allt öðrum og áhrifaríkari hætti heldur en kvóta. Til að byrja með mætti binda skipin við bryggju í fimm vikur í sumar, á meðan áhafn- irnar fara í sumarfrí. Það má einnig lengja frí um jól og ára- mót, enda veður þá oftast verst og úthald dýrast. Það má einnig lengja landlegur á milli túra. Þetta er mun einfaldari og sanngjarnari Ieið til að minnka sóknina í fiskinn," sagði Þor- steinn Már Baldvinsson. Af þessum tveimur tilvitnun- um má sjá, að hér fyrir norðan eru menn ekki sérlega hrifnir af aflakvóta. En það má líka lesa út úr þessum orðum, að þeim þyki sóknarkvóti sanngjarnari og í meira samræmi við það sem tíðkazt hefur í landinu undan- farin ár. Til viðbótar þessu virð- ist sóknarkvóti vera einfaldari í framkvæmd og ódýrari. Það eru því veigamiklar ástæður, sem hníga til þess, að sóknarkvóti verði valinn fremur en aflakvóti. Það virðist hins vegar vera ætl- un yfirvalda að beita hvoru tveggja. En þá vaknar sú spurn- ing, hver eigi að fá sóknarkvóta og hver aflakvóta? Þetta kerfi, sem verið er að búa til til að stjórna fiskveiðum, er kannski ekki sósíalismi and- skotans. En það stefnir í þá átt. Þess vegna ber að gjalda varhug við því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.