Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 15 Ferðamálaráð: Átak í umhverfisyernd — samkeppni um slagorð Ferðamálaráð fslands hefur nú ákveðið að efla baráttuna fyrir bsttri umgengni um landið og gera í því skyni átak til að íslensk náttúra verði virt og vernduð. í ávarpi sem Ferðamálaráð hefur sent frá sér af þessu tilefni segir m.a.: Margt gerir það að verkum að þjóðin þarf nú að vera betur á varðbergi en nokkru sinni fyrr til að tryggja fagra og óspillta náttúru, sem ekki verður bætt, ef illa fer. Þjóðin verður að snúast gegn skemmdarverkum á eig- in landi. Hún verður að koma í veg fyrir að hjólbarðar risti í sundur gróðurreiti og grastorfur, hún verður að hafna því að vegir um hálendið verði varðaðir gler- og plasthrúgum, og að plastumbúðir bregði annarleg- um lit á lyng og móa. Þjóðin verður að afneita þeirri ómenningu að vegir og opin svæði séu ruslatunnur og vegaskilti skotmörk. Á blaðamannafundi sem hald- inn var til kynningar þessum málstað sagði Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs, að átak- ið byggði á fjórum þáttum. Fyrst og fremst væri tilgangurinn að vekja athygli á viðkvæmri náttúru landsins, leiðbeina um góða um- gengni og vara við hvers konar náttúruspjöllum, auk þess að tryggja að lögum og reglum um umgengnishætti verði framfylgt. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, hefur fallist á að veita átak- inu liðsinni sitt, og verður hún sérstakur verndari þess. Átakið hefst með samkeppni um slagorð og stendur hún til 1. mars. Eiga slagorðin að skýra á einfald- an og hnitmiðaðan hátt tilgang átaksins, vera stutt og hnitmiðuð og auðveld til þýðingar á önnur tungumál. Verðlaun fyrir bestu slagorðin eru vikulangar utan- ferðir til Parísar og Amsterdam með uppihaldi, svo og til Akureyr- ar. Síðan verða útbúin skilti, veggspjöld og límmiðar með þeim slagorðum sem hljóta fyrstu verð- laun, og þeim komið víða á fram- færi. Sagðist Heimir vænta þess að íslendingar sýndu þessu máli fullan stuðning. Kvaðst hann fanga því að á undanförnum árum hefði borið á bættri umgengni ferðamanna um landið, en benti á, að betur mætti gera ef menn vildu viðhalda íslenskri náttúru í sinni mynd. Frá fundi ferðamálaráðs. F.v. Sveinn Sæmundsson, Bjarni I. Arnason, Jón Gauti Jónsson og Heimir Hannesson, formaður ráðsins. Ljósm. Mbl./ól.K.M. Stykkishólmur: Skemmtanir fyrir eldri borgara Stjkkishólmi, 29. jmnúar. MIKIÐ er nú gert fyrir aldraða. Hér í Stykkishólmi hafa félögin gengist fyrir skemmtun fyrir eldri borgara einu sinni í mánuði með ágætri dagskrá. Þá er öldruðum boðið í fondur í félagsheiminu á hverjum laugardegi og er það vel þegið. Ýms- ir sjá svo um að aka fólkinu fram og til baka. Nú í dag var það Málfreyjufé- lagið Embla hér í Stykkishólmi sem sá um þennan dag aldraðra. Var yfirskriftin Oft er það gott sem gamlir kveða og félagskonur minntust æsku sinnar og þegar sú tíð var að alltaf var besta skjólið hjá ömmunni sem beindi ungling- um inn á vegi guðsótta og góðra siða. Voru þessi erindi ágæt. Þá var kynnt starfsemin, söngur og seinast spiluð félagsvist. Þá þarf ekki að taka það fram að veit- ingar, kaffi og meðlæti, voru fé- lagskonum til sóma eins og öll dagskráin. Málfreyjufélagið hefir starfað hér í rúm tvö ár með ágæt- um. Fréttaritari. Laugrardlagr kl. 10-4 ocj sunnudag frá kl. 1 -1 Sýndar verða 1984 árgerðirnar af: Mazda 323 Mazda Mazda 929 Sérstaklega kynnum við nýjan MAZDA 929, sem nú kemur á markaðinn með nýju breyttu útliti og með fjölmörgum tæknilegum nýjungum. Ennfremur sýnum við úrval af notuðum MAZDA bílum, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð. Gerið ykkur dagamun og KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞAÐ NÝJASTA FRÁ MAZDA, og auðvitað verður heitt á könnunni! BÍLABORG HF ^rn ara'°'^>í/ Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.