Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 5 Hundahald fjármálaráðherra til ríkissaksóknara eftir helgi: Fær sömu meðferð og önnur hundamál — segir fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, Arngrímur ísberg Fjármálaráðherra, Albert Guö- mundsson, tilkynntí rulltrúa lög- reglustjórans í Reykjavík, sem kom á fund hans í gærmorgun, að hann hefði ekki í hyggju að losa sig við hundinn sinn, Lucy, sem hann hefði haldið í 13 ár. Einnig tilkynnti hann fulltrúanum, að hann myndi gera ráðstafanir til að láta losa sig undan þinghelgi, ef þess yrði óskað, svo framfylgja mætti kæru á hans hendur vegna hundahalds á sama hátt og gagn- vart öðrum borgurum. Arngrímur fsberg, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, mætti til fundar við fjármála- ráðherra í fjármálaráðuneytinu kl. 8 í gærmorgun. Sátu þeir fund tveir saman þar til kl. 8.20. Blaðamaður Mbl. ræddi síðan við Albert og spurði hvað þeim hefði farið á milli. Albert sagði að erindi fulltrúans hefði verið að birta sér kæru Rafns Jóns- sonar fréttamanns vegna hunda- halds og taka af sér lögreglu- skýrslu. Albert lýsti viðræðum þeirra svo: „Hann spurði hvort rétt væri að ég héldi hund. Ég sagði það rétt vera og að ég hefði gert það í 13 ár. Hann spurði þá, hvort ég hefði hugsað mér að losa mig við hann, sem ég kvað nei við. Þá spurði hann hvort ég vildi bæta einhverju við í skýrsl- una. Ég sagðist í fyrsta lagi fagna því að til væru löghlýðnir borgarar eins og Rafn Jónsson. Þá tilkynnti ég honum að ég myndi gera ráðstafanir til að losa mig undan þinghelgi, ef þess yrði óskað, svo framfylgja mætti málinu gagnvart mér á sama hátt og gagnvart öðrum borgur- um.“ Albert sagði í lokin, að við- ræður þeirra hefðu verið vin- samlegar og bætti því við að við ættum áreiðanlega beztu og mildustu lögreglu í veröldinni. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvert næsta skref í málinu yrði. f stjórnarskrá íslenzka lýð- veldisins, 49. gr., segir: „Meðan Alþingi stendur yfir má ekki taka neinn alþingismann fastan fyrir skuldir án samþykkis þeirrar deildar, er hann situr í, né heldur setja hann í varðhaid eða höfða mál á móti honum, nema hann sé staðinn að glæp. Enginn alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það, sem hann hefur sagt í þinginu, nema þingdeildin, sem i hlut á, leyfi." Friðjón Sigurðsson, skrif- stofustjóri Alþingis, sagði í við- tali við blm. Mbl. í gær, að á þessu stigi væri ekki ljóst, hvert framhald málsins yrði, hvort lögreglustjóri sendi málið áfram. Umrædd grein í stjórn- arskránni þýddi, að ekki væri unnt að höfða mál gegn þing- manni á meðan þing stæði, og væri þar átt við opinbert mál. Varðandi yfirlýsingu Alberts um að láta losa sig undan þinghelgi sagði Friðjón, að samkvæmt stjornarskránni yrði það þá efri deild Alþingis, sem Albert á sæti í, sem fjalla myndi um málið. Friðjón kvaðst ekki minnast for- dæmis fyrir því að þingmaður hefði óskað eftir lausn undan þinghelgi. Arngrímur ísberg, fulltrúi lögreglustjóra, var spurður í gær hvert næsta skref í málinu yrði. Hann svaraði: „Nákvæmlega hið sama og í öllum öðrum hunda- málum. Þetta verður sent til rík- issaksóknara til ákvörðunar í næstu viku. Þetta mál er rann- sakað hjá okkur, þetta er mál sem getur orðið opinbert mál, en það er ríkissaksóknari sem ákveður framhaldið." Arngrím- ur sagði rétt vera að Albert hefði boðist til að láta taka af sér þinghelgi, en vegna þess vildi hann að fram kæmi að það þyrfti ekki vegna lögreglurann- sóknarinnar. „Það kæmi þá til á Ht. löqreo!u»t}6ri SioutiCn Sivut«»*on. Hverfl*90tu 115, *ey*:*vifc. 1 0tv»rp*þ«t t inu* "A vttkurn deqt" 1 motqutt, 10. !ý*t i Hlbert GuOmuntísson, tJ*rmllnr4ð(ierra, yf ír pv! S st«tv<»t«lt. »í h*nn «tti hund. Petta eru »vo sem ekkt ný sanmrtdi; riOhertann befur hJnq*6 til ekki f»rt« leynt með þessa sti«reynd. H#r S Feyk }*víkut boi g qild* ptet reqlur. aMalm<N<q.tftqt vt ekk i leyft *4 helda hunda oq qildir pa« um fi*rsiSU*S«heira im um aftt* borqara. Eq fer pesr. veqna hfr með P«*k.k X leit viJ yOui . .1» h»r beitií y«ui fyiir pvf, aé viðeiqandi riéstafanu vei»t qmð.ti til «4 kona 1 veq fyi ir hundahald iMtiwrai.ii oq e tuiu ltoiq.ua oq etnniq a« tSéhertar.um veiði refsaf. f'/t tt^iundap.i ',n ! *’ r*tt eins oq öOt um btnqutum hefui vt-i * * * ‘•>t ' J von Vii * ’fr Wnrsoii *»7, ■■■■■■■■■■■■■■■■■ilNHHMHNMHnHgMNlH Ljósm. Mbl. RAX. Ljósmynd af bréfi Rafns Jónssonar frétlamanns, sem kærði Albert fyrir lögreglustjóranum í Reykjavík og krafðist þess að honum yrði refsað. síðari stigum málsins,“ sagði hann. Lögreglan hefur sent mörg samskonar mál til ríkissaksókn- ara. Venjulegur gangur þeirra er sá, að gefin er út opinber ákæra af hálfu embættis saksóknara, þ.e. saksóknari höfðar opinbert mál gegn viðkomandi hundeig- anda, og síðan er málið tekið fyrir í Sakadómi. SAMANBURÐUR SEMVEKUR ATHYGLI Uno! Þegar kaupa skal nýjan bíl er oft úr vöndu aö ráöa. Margar tegundir eru boönar fram og erfitt um samanburö því seljendur keppast um aö benda á kosti sinna uílG og hafa þá gjarnan hljótt um ókostina. Niöurstööur ur fuPi05Óknuin bílasérfrœöinga eru ómetanleg hjálp fyrir bílakaupendur viö endanlegt val á bíltegund. FIAT UNO hefur veriö fremstur í nœr öllum samanburöarprófum síöan hann kom á markaöinn á sl. ári og fyrir skömmu var hann kjörinn bíll cirsins '84 í Evrópu. Hér aö neöan eru úrslit í atkvœöagreiöslunni um bíl ársins og einnig niöurstööur í bílaprófun hjá hinu virta þýzka bílablaöi AUTO MOTOR UND SPORT. Aö sjálfsögöu bendum viö á hvaöa bíll er í efsta sœti, en þaö er einnig fróölegt aö skoöa hverjir eru neöstir. Þaö segir sÍPiG SÖgu og ber aö hafa í huga þegar hlustaö er á slagofö CC7 hástemmdar lýsingar á fullkomleika tiltekinna bílG. BÍLL ÁRSINS, LOKARÖD 1. FIAT UNO . . 346 2. PÉUGICT 305 . . 325 3 VOLKSWAGEN GoII ... 156 4. MERCEDES 190 . . lló 5. MAZDA 626 99 6. CITROEN BX . . 77 7. AUSTIN Maestio . . 70 8. HONDA Piélude . . 38 9. OPEL Coisa 32 10. ALFA ROMEO 33 . . 30 11. TOYOTA Coiolla . . 16 12. BMWSéile 3 9 13. TOYOTA Camiy 7 14 NISSAN Micia 4 15. DAIHATSU Chaiade 0 í samanburöi á sex smábílum hjá hinu virta þýska bílablaöi AUTO MOTOR UND SPORT var FIAT UNO í fyrsta sæti. Meöaleinkunn bílanna úr þeim 25 atriöum sem prófuö voru VCMÖ j?essi ' FIAT UNO ^ ' r\ ö.oz VWPOLO 8.50 PEUGOT 205 8.02 OPEL CORSA 7.72 FORD FIESTA 7.18 NISSAN MICRA 6.64 I EGILL VILHJÁLMSSON HF. jonnn Smiðjuvegi 4. Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.