Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 OG EFNISMEIRA BLAÐ! Á GRÁA SVÆÐINU MEÐ EVENSEN eftir Björn Bjarnason SKÍÐASIRKUSINN VAR ÖLLUM LOKIÐ ER ÉG SÁ BERLÍNARMÚRINN — segir Olge Bitov, rússneski rithöfundurinn ÖRNULF TOFTE Maöurinn sem kom upp um Treholt ÞINGBRÉF ÍSLENSKIR KNATTSPYRNU- MENNí EVRÓPU MÚSARRINDILL KVIKMYNDAHÁTÍÐ 1984 ORÐABÓK HÁSKÓLANS OG TÖLVUTÆKNIN HRAFNINN FLYGUR íslenzk kvikmynd frumsýnd GÁRUR — VELVAKANDI — REYKJAVÍKURBRÉF — ÚT- VARP & SJÓNVARP — Á FÖRN- UM VEGI — Á DROTTINSDEGI — MYNDASÖGUR Sunnudagurinn byrjar á sídum Moggans (gk w AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Skæruliðar í sókn í Erítreu NÝ SÓKN skæruliða Alþýðufrelsisfylkingar Erítreu (EPLF) getur valdið þáttaskilum í stríði þeirra og Eþíópíumanna, sem hefur staðið í 20 ár og er eitt langvinnasta skærustríð á síðari tímum. Ekkert bendir til þess að lát verði á því í bráð, þótt Eþíópíuher sé langtum fjölmennari en sveitir skaTuliða og njóti virks stuðnings Sovétríkjanna og bandalagsríkja þeirra. Skæruliðar segjast hafa náð bænum Tessenei nálægt landamærum Súdans. Þeir segj- ast einnig hafa sigrað setulið Eþíópíuhers í tveimur bæjum við tvo helztu vegina frá höfuð- borginni Asmara, til hafnarbæj- arins Massawa við Rauðahaf í norðaustri og til Mandefera í suðri. Sókn skæruliða fylgir í kjölfar tilrauna i Kuwait og Mogadishu til að sameina marxistahreyf- inguna EPLF, þjóðernissinna- hreyfinguna ELE/PLF og tvær minni hreyfingar Erítreumanna. Arabaríki hafa reynt að stuðla að slíkri sameiningu síðan 1981 og heitið aukinni aðstoð ef hún tekst. Tilraunirnar hafa strand- að á ágreiningi um sameiginlega yfirstjórn skæruliðasveitanna. Þurrkar hafa haft alvarlegar afleiðingar í Erítreu og íbúarnir hafa mikla þörf fyrir aðstoð, einkum matvæli. Þúsundir hafa fallið í stríðinu og rúmlega ein milljón manna hefur flúið land. A.m.k. hálf milljón hefst við í flóttamannabúðum í Súdan. Kristnir menn og múhameðs- trúarmenn eru álíka fjölmennir í Erítreu og upphaflega litu Arab- ar á stríðið sem sjálf- stæðisbaráttu gegn kristnum mönnum. En dregið hefur úr stuðningi Arabaríkja við skæru- liða, sem hafa einkum orðið að treysta á aðstoð Saudi-Arabíu og ríkjanna við Persaflóa, auk Súd- ans. Stuðningur Súdana hefur hins vegar verið ótryggur og engin önnur Afríkuþjóð hefur viljað styðja Erítreumenn vegna and- úðar á aðskilnaðarhreyfingum. Auknar viðsjár Eþíópíumanna og Súdana vegna hálfgerðs borg- arastríðs í Suður-Súdan hafa þó leitt til aukins stuðnings Súdana og styrkt stöðu Erítreumanna. Þrátefli hefur ríkt í stríðinu síða, Mengistu Haile Mariam ofu sti stóð fyrir sjöttu og víð- tæxustu sókn sinni gegn skæru- liðum í febrúar—maí 1982. Sú sóknaraðgerð gekk undir nafn- inu „Rauða stjarnan" og átti að leysa Erítreumálið fyrir fullt og allt, en fór út um þúfur eins og fyrri sóknaraðgerðir. Fjórum árum áður hafði Eþíópíumönnum tekizt að ná öll- um helztu bæjum í Erítreu og hreinsa leiðina til Rauðahafs og aðra helztu vegi. Þetta tókst með tilstyrk gífurlegs magns her- gagna og flugvéla frá Rússum og sérfræðiaðstoð þeirra. En ítrek- aðar tilraunir til að hrekja skæruliða frá vígi þeirra Nafka hafa aðeins haft í för með sér mikið mannfall Eþíópíumanna, gífurleg fjárútlát og sóun skot- færa. Rúmlega 100.000 manna liði hefur verið beitt í nær árleg- um aðgerðum stjórnarhersins. Sveitir EPLF hrökkluðust til norðurhluta Erítreu vegna sókn- araðgerða stjórnarhersins og hafa ráðið mestöllu svæðinu meðfram landamærum Súdans. Jafnvel áður en síðasta sókn skæruliða hófst höfðu þeir sótt í sig veðrið. Fyrir rúmu hálfu ári náðu þeir bænum Karoa lengst i norðri og síðan stóðu þeir fyrir árásum á Asmara. Skæruliðar hafa jafnan notið eindregins stuðnings meirihluta íbúanna, sem eru fimm milljónir. EPLF segir að 800 sovézkir og aðrir austur-evrópskir hernað- ar- og tækniráðunautar hjálpi stjórnarhernum í Erítreu. Nokkrir þeirra virðast stjórna hersveitum, en enginn hefur ver- ið tekinn til fanga. Þótt Eþíópíu- menn séu háðir Rússum virðast þeir nú reyna að halla sér meir að vestrænum ríkjum. Kúbumenn þjálfuðu EPLF áð- ur en Haile Selassie keisara var steypt 1974 og kúbanskir her- menn eru í viðbragðsstöðu á landamærum Eþíópíu og Sóm- alíu. Kúbumenn eru einnig í Massawa og Assab við Rauðahaf og í héraðinu Tigre suður af Er- ítreu, þar sem annað „gleymt stríð" hefur geisað síðan 1976 milli Eþíópíuhers og skæruliða, sem vilja að héraðið fái sjálf- stjórn. En Fidel Castro hefur ekki viljað að kúbanskir her- menn dragist inn í átökin í Er- ítreu. Rúmlega 200.000 stjórnarher- menn eru í Erítreu, en þeir halda sig í bæjunum og flestar birgðir eru fluttar til þeirra loftleiðis. Harðir bardagar hafa geisað í Tigre í nokkra mánuði og vegna ástandsins þar er lítil umferð milli Addis Ababa og Asmara. Vegurinn þaðan til Massawa við Rauðahaf er venjulega opinn. f Asmara gætir gremju í garð Rússa og eþíópískra embætt- ismanna, en lífið gengur yfirleitt sinn vanagang. Flestir unglingar reyna að forðast herskráningu eða handtökur og leita hælis hjá frelsishreyfingunum. Sovézkar MIG-21-þotur eru notaðar til daglegra loftárása til að auka áhrif aðgerða á jörðu niðri og Rússar hafa nýlega út- vegað Eþíópiumönnum fullkom- inn búnað til að berjast við er- ítreskar liðssveitir á strönd Rau- ðahafs. Eþíópíuher hefur goldið mikið afhroð í stríðinu og það hefur torveldað tilraunir byltingar- stjórnar Mengistu til að treysta sig í sessi, þrátt fyrir gífurlegan stuðning Rússa. Slæmur bar- áttuandi ríkir í stjórnarhernum og mikið er um liðhlaup. EPLF er ein voldugasta skæruliðahreyfing Afríku og fer með stjórnina á yfirráðasvæði skæruliða. Deilt hefur verið um völdin í sjálfstæðishreyfingunni síðan 1970 þegar upphaflega frelsishreyfingin, ELF, klofnaði og margar árangurslausar til- raunir hafa verið gerðar til að finna lausn. Trúarbragðadeilur blandast inn í þessar deilur. ELF nýtur aðallega stuðnings múhameðs- trúarmanna og þeir segja að EPLF séu samtök forréttinda- hópa kristinna menntamanna, sem túlki ekki skoðanir meiri- hluta landsmanna. EPLF segir að ELF noti trúarbrögð til að tryggja aukinn stuðning Araba- ríkja. Skæruliðar hafa oft barizt innbyrðis. Þrátt fyrir síðustu sameiningartilraunir segist ELF hafa hrundið árásum EFLP á þrjú vígi ELF á síðustu tveimur mánuðum og tekið 25 fanga. Á árunum 1980 til 1981 hrakti EPLF langflesta skæruliða ELF til Súdans, þar sem þeir urðu að leggja niður vopn. En á undan- förnu einu og hálfu ári hefur skæruliðaher ELF verið endur- skipulagður undir forystu Abdella Idris og hann virðist nú öflugur og vel skipulagður. ELF heldur því fram að EPLF njóti stuðnings liðsafla TPLF í Tigre í innbyrðis átökum er- ítresku hreyfinganna. Þessu neita leiðtogar EPLF, en viður- kenna að þeir hafi samvinnu við TPLF í baráttunni gegn Eþíóp- íumönnum. EPLF telur TPLF mikilvægan bandamann, en ELF segir baráttu Tigrebúa Erítreu- mönnum óviðkomandi. Mikill klofningur í frelsishreyfingu Er- ítreumanna hefur ekki komið niður á hernaðargetu skæruliða. Ótal tilraunir hafa verið gerð- ar til að leysa Erítreumálið, en án árangurs. Lausn virðist ekki í sjónmáli vegna þess að án Er- ítreu hefði Eþíópía ekki aðgang að sjó. Erítreumenn hafa sagt að þeir muni ábyrgjast að Eþíópíu- menn fái aðgang að Rauðahafi ef Erítrea fái sjálfstæði, en því boði hefur margoft verið hafnað. Drengur í Erítreu leikur sér að óhlaðinni byssu í hópi eþíópískra ber- manna, sem skæruliðar EPLF tóku til fanga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.