Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 47 68 þúsund áhorfendur voru á Rheinstadion í gærkvöldí: Stórleikur Fortuna — Diisseldorf tók Bayern Miinchen, efsta lið deildarinnar, í kennslustund Frá Jóhanni Inga Gunnaresyni, fréttaritara Mbl. í V-Þýekalandi. FORTUNA DUSSELDORF tók hiö frœga liö Bayern MUnchen í kennslu- stund í knattspyrnu í gærkvöldi á heimavelli sínum vann stórsigur 4—1 og brást ekki hinum 68 þúsund áhorfendum sem á leikinn komu. Lið DUsseldorf lók afburöagóöa knattspyrnu allan leikinn og var sigur liðsins aldrei í neinni hættu. DUsseldorf hóf leikinn af miklum krafti og leikmenn Bayern máttu hafa sig alla viö í vörninni því aö hinir mjög svo sókndjörfu leikmenn DUsseldorf geröu mikinn usla í vörn þeirra. Til marks um yfirburöi DUsseldorf þá átti Bayern-liðiö aöeins eitt hættulegt marktækifæri í fyrri hálfleiknum. Gífurlegur fögnuöur var í leikslok yfir þessum glæsilega sigri og var leikmönnum DUsseldorf ákaft fagnað þegar þeir gengu af leikvelli. Leikmenn Dusseldorf áttu fjöld- ann allan af góöum marktækifær- um framan af leiknum en fyrsta dauðafærið kom á 25. mínútu þeg- ar Atli fékk sendingu frá vinstri kantinum skaut viöstööulausu skoti. En Atli varö aö teygja sig fram til aö ná boltanum og virtist ekki hitta hann alveg nógu vel og skot hans sem var fast sleikti þverslána og fór yfir. Sóknarþungi Dusseldorf var þaö mikill aö mark lá í loftinu. Liöið fékk fjöldann allan af hornspyrnum og óö í tækifærum. Fyrsta markiö kom síöan á 30. mínútu eftir hornspyrnu frá hægri. Þá stökk Atli hærra en allir aörir og skallaði boltann glæsilega fyrir fætur Ralf Dusend sem þakkaöi fyrir sig og skoraöi meö þrumu- skoti, óverjandi fyrir Pfaff mark- vörö Bayern. Annaö markiö kom þremur mín- útum síöar. Eftir fríspark skoraöi Gunter Thiele. En Atli haföi þá aft- ur skallaö boltann inn i vítateiginn til Thiele. Þriöja markiö kom svo á 36. mínútu og var þaö sjálfsmark hjá Nachtweih. Hann haföi ætlað aö gefa boltann á markvörö sinn en tókst ekki betur upp en svo aö hann skaut í markið. Staöan var því 3—0 í hálfleik og gaf þaö mjög svo rétta mynd af gangi leiksins. Bayern-liðið sótti aðeins í sig veöriö í síöari hálfleiknum og þá áttu þeir bræöur Karl-Heinz og Micahel Rummenigge góö skot aö marki Dússeldorf en Wolfang Kleff í markinu varöi mjög vel. Dússel- dorf-liðið haföi góö tök á leiknum og geröi sér far um aö verjast vel en byggöi svo upp hættulegar skyndisóknir. Dusend átti þrumu- skot í slána á 67. mínútu og þar slapp Bayern fyrir horn og var heppið aö fá ekki á sig mark. Á 73. mínútu klóraði Bayern í bakkann er Dúrnberger skoraöi meö ofsaskoti í bláhorniö uppi. Gjör- samlega óverjandi, glæsilegt mark. Stuttu síðar átti Bayern gott tækifæri en Kleff var vel á veröi og varði. Kom nú nokkur spenna í lelkinn. En Atli Eövaldsson fékk áhorf- endur til aö anda léttar er hann skoraöi fjórða mark Dússeldorf og innsiglaöi sigurinn á 89. mínútu leiksins. Bommer átti hörku skot Pfaff varöi vel en Atli fygldi vel á eftir og skaut föstu hnitmiöuöu skoti í annaö horn marksins gjör- samlega óverjandi fyrir hinn snjalla markvörö Pfaff. Atli lét sig ekki muna um aö taka léttan stríösdans á vellinum eftir þetta mark þar sem stórsigur var í höfn. Viö þennan sigur skaust liö Fortuna Dússeldorf upp í fjóröa sæti í „Bundesligunni" en liöiö á þó eftir aö leika frestaö- an leik viö Köln sem fer fram á þriöjudaginn. Þaö er athyglisvert aö Dússeldorf hefur skoraö átta mörk í síðustu tveimur leikjum sín- um og auk þess hafa þeir skoraö flest mörkin í deildinni. Bestu menn Dússeldorf voru Bommer, Dusend, Atli og Kleff í markinu. En Fortuna — Bayern — sagði Atli Eðvaldsson eftir stórsigur Fortuna á Bayern í gærkvöidi — ÞAÐ var allt vitlaust af gleöi hjá okkur inn í búningsherberg- inu eftir leikinn. Þessi sigur gegn hinu fræga og sterka Bayern-liöi var sko meiriháttar get ég sagt þér. Og þaö sem gladdi okkur líka var aö viö skildum ekki bregöast öllum þeim áhorfendum sem komu á völlinn og studdu svo vel viö bakiö á okkur, sagöi Atli Eövaldsson eftir sigurleík DUsseldorf á móti Bayern í gærkvöldi er Mbl. sló á þráöinn til hans. Þaö er gaman þegar vel gengur en viö erum varla farnir aö trúa þessari miklu velgengni. Viö erum núna í fjóröa sæti og eigum leik inni. Þaö er talaö um okkur sem knattspyrnuundur, slík er vel- gengni liösins. Viö stjórnuöum al- gjörlega leiknum gegn Bayern og ég held aö innst inni hafi þaö kom- iö okkur á óvart hvaö viö höfðum þá í vasanum. í síöustu leikjum höfum viö átt fjöldann allan af dauöafærum og viö höfum ekki komist hjá því aö nýta einhver þeirra. Átta mörk skoruö í síöustu tveimur leikjum okkar segja meira en mörg orö, og þaö á móti sterk- um liðum. En viö veröum aö gæta okkar aö ofmetnast ekki. Þaö eru þrir erfiðir útileikir framundan. Sá fyrsti á þriðjudaginn gegn Köln. Þaö er víst eins gott aö fara aö koma sér í háttinn þaö er æfing í fyrramálið sagöi Atli aö lokum. — ÞR. • Atli Eövaldsson og félagar hans í Fortuna DUsseldorf burstuöu Bayern MUnchen í gærkvöldi 4—1. í hálfleik var staöan 3—0. Atli skoraöi síöasta mark DUsseldorf á 89. mínútu. Hér sækir Atli aö marki Bayern í leiknum í gærkvöldi, en Norbert Nachtweih er til varnar. Uppselt var á leikinn í gærkvöldi, en leikvöllurinn tekur 68 þúsund áhorfendur. Mbl./Símamynd AP/Karl-Hmnz Kreifalt*. þaö var fyrst og fremst geysilega sterk liösheild sem vann þennan glæsilega sigur. Hjá Bayern voru Rummenigge-bræðurnir bestir. Þeir gáfust aldrei upp sýndu mikla baráttu þrátt fyrir mótlætiö. Þá átti Pfaff góöan leik í markinu. Þaö er ekki hægt aö saka hann um mörk- in. Vallarskilyröi voru afargóö þrátt fyrir aö rignt haföi um daginn. Margir merkir menn voru meöal áhorfenda, þar á meðal landsliös- þjálfarinn Derwall, allir leikmenn Hamborg SV og Happel. Voru allir sammála um þaö aö leikur Dúss- eldorf heföi veriö einstaklega góö- ur. — ÞR. Staóan Staðan í Bundesligunni eftir stór- sigur DUsseldorf á Bayern Munchen er þannig: Bayern 20 12 4 4 39:21 28 Stuttgart 19 11 5 3 41:17 27 Hamburg 19 11 4 4 39:21 26 Diisseldorf 19 10 5 4 47:24 25 Bremen 19 10 5 4 42:20 25 Gladbach 19 10 5 4 40:27 25 Leverkusen 19 9 4 6 35:29 22 Uerdingen 19 7 6 6 34:35 20 Köln 18 8 3 7 35:26 19 Bielefeld 19 6 5 8 25:31 17 Mannheim 19 5 7 7 24:35 17 Bochum 19 5 6 8 35:43 16 Braunschw. 19 7 2 10 31:42 16 Kaisersl. 19 6 3 10 35:43 15 Dortmund 19 5 4 10 25:42 14 Offenbach 19 4 3 12 28:58 11 Frankfurt 19 1 8 10 20:40 10 NUrnberg 19 4 1 14 25:46 9 „Veróum að gæta okkar að ofmetnast ekki“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.