Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 MÍR undirritar samning í Moskvu TVEIR íslendingar, Jón Steinsson og Halldór Lárusson, eru nú í Moskvu til aö undirrita fyrir hönd MÍR nýjan samstarfssamning viö Samband sovézku vináttufélaganna og félagiö Sovétríkin/Ísland. Einar Sigurðs- son látinn ívar Jónsson, formaður MÍR, Menningartengsla íslands og Ráö- stjórnarríkjanna, sagöi í samtali við Mbl. í gær, að þessi nýi samstarfs- samningur væri til tveggja ára, eins og fyrri samningar. Morgunblaðið spuröi ívar hvort samstarf yröi aukiö meö þessum nýja samningi, en hann sagði þaö ekki vera. „Þetta er svipað frá ári til árs,“ sagöi hann. Um samstarfið á síðasta ári sagði ívar að hér hefðu verið haldnir sovézkir dagar, sem 25 sovézkir listamenn hefðu komið fram á og væri reiknað með svip- aðri dagskrá í haust. f fyrra voru haldnir íslandsdagar í Sovétríkj- unum og fór þá þjóðlagaflokkur- inn Fiðrildi frá Egilsstöðum til Sovétríkjanna og skemmti þar og einnig fóru 25 íslenzkir ferðamenn til Sovétríkjanna. ívar sagði, að í Sovétríkjunum væri á þessu ári fyrirhuguð sérstök íslandsdagskrá vegna 40 ára afmælis íslenzka lýð- veldisins og það sem hann vissi um af ákveðnum dagskráratriðum væru sýningar kvikmynda frá ís- landi og ávarp sendiherra íslands í Moskvu. Sá ekki bílinn vegna snjóruðnings HARÐUR árekstur varö á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar laust eftir klukkan eitt í fyrrinótt. Volvo var ekið noröur Grensásveg og voru blikkandi gul Ijós á gatnamótunum og vegna snjóruönings sá ökumaður bifreiöarinnar ekki austur Miklubraut. Hann ók því út á gatnamótin, en þá kom aðvífandi FIAT og varð af harður árekstur. Ökumaöur og farþegi í FIAT-bifreiðinni voru flutt í slysadeild og var óttast aö farþeginn heföi mjaömagrind- arbrotnað. Farþegi í Volvo-bifreiðinni slasaðist lítillega. Morgunblaðið/JúUus. EINAR Sigurösson, heiöursborgari Fá- skrúösfjaröar, er látinn 86 ára að aldri. Einar var fæddur á Fáskrúðsfiröi 8. aprfl 1897, sonur hjónanna Guðrúnar Ógmundsdóttur og Sigurðar Einars- sonar, smiös. Einar var kunnur athafnamaður á Austurlandi. Stofnaði Trésmiðju Austurlands og starfrækti í 40 ár. Hann var skipa- og húsasmiður. Fyrir sjö árum var hann gerður aö heiðursborgara Fáskrúðsfjarðar, eini maöurinn sem hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi. Þá var hann sæmdur hinni íslenzku fálkaorðu. Einar Sigurðsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórhildur Þorsteinsdóttir frá Löndum í Stöðv- arfirði. Þau eignuðust sex börn og eru þrjú þeirra á lífi. Þórhildur lést árið 1940. Síðari kona Einars var Unnur Pétursdóttir. Guðmundur R. Oddsson látinn Látinn er í Reykjavík Guðmundur R. Oddsson, fyrrum forstjóri Alþýðu- brauögerðarinnar og einn forystu- manna Alþýðuflokksins um áratuga skeið, 88 ára gamall. Hann fæddist í Brautarholti í Reykjavík 17. janúar 1896, sonur Odds Jónssonar formanns og Guð- rúnar Árnadóttur. Fjórtán ára gam- all hóf hann nám í bakaraiðn og varð yfirbakari í Alþýðubrauðgerðinni 1920. Tíu árum síðar varð hann for- stjóri fyrirtækisins og gegndi því starfi þar til bakariið var lagt niður 1978. Guðmundur sinnti mörgum trúnaðarstörfum fyrir stétt sína, var m.a. formaður Bakarasveinafélags fslands og varaformaður og heiðurs- félagi Landssambands bakarameist- ara. Hann átti sæti í miðstjórn Al- þýðuflokksins frá 1924 og í hartnær 40 ár, var m.a. kosinn heiðursfélagi flokksins. Hann var kosinn bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík 1934 og sat í bankaráðum Lands- bankans og Iðnaðarbankans. Kona hans var Oddfríður Stein- unn Jóhannesdóttir, sem lést 6. ágúst 1976. Tekur Fjárfestingarfélagið hf. yfir meirihluta hlutafjár? Trésmiðjan Víðir hf.: — Haukur Björnsson verði framkvæmdastjóri TIL ATHUGUNAR er að nýtt hluta- félag yfirtaki rekstur Trésmiðjunnar Víðis hf. Fjárfestingarfélag Islands hf. mun koma til með að eiga meiri- hluta hlutafjár í hinu nýja félagi, ef af verður og Haukur Björnsson áður framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og forstjóri Karnabæjar mun verða framkvæmdastjóri hins nýja hlutafélags. „Þessi mál skýrast í næstu viku,“ sagði Gunnar Helgi Hálf- dánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins, er biaða- maður Morgunblaðsins ræddi við hann í gær. „Við erum núna að ræða við ýmsa lánadrottna, sem málið snertir, og takist samningar er ætlunin að hið nýja hlutafélag reki Víði í 5 til 8 ár, en núverandi eigendum verði þá gefinn kostur á að kaupa það aftur. — Jú, þetta kann að vera óvenjulegt hér á landi, en er ekki óþekkt erlendis. Oft er það svo að lánadrottnar óska eftir tímabundinni stjórn- arbreytingu á fyrirtækjum þegar illa hefur gengið. Það sem svo einkum vekur áhuga okkar á mál- inu eru miklir útflutningsmögu- leikar, mikil tækifæri í útflutningi sem þegar hefur verið samið um. Ef á hinn bóginn þyrfti að semja um slíkt upp á nýtt eða byrja at- hugun á slíku, tæki það langan tíma.“ — Hve mikla fjármuni er hér verið að fjalla um? „Það vil ég ekki tjá mig um á þessari stundu, en ef samningar takast munum við að sjálfsögðu skýra frá öllu málinu." — Og Haukur Björnsson verður framkvæmdastjóri? „Já, hann er okkar kandidat í framkvæmdastjórastarfið, en að- ild okkar og ráðning hans er háð því skilyrði, að við eigum meiri- hlutann í fyrirtækinu," sagði Gunnar Helgi að lokum. Þessi mynd, sem er af nokkrum samningamanna í viðræðum um kjör í álverinu, er tekin um sexleytið á fimmtudag, en þá voru fáir samninga- manna enn mættir, sökum þess að ófært varð úr Hafnarfirði á tímabili seinnipartinn. Morgunblaðiö/ Kristján Einarsson ÍSAL-deilan: Bónusmál rædd FUNDI samninganefnda starfs- manna og framkvæmdastjórnar fs- lenska álfélagsins hjá ríkissátta- semjara lauk um fimmleytið í gær- dag, án þess að til tíðinda drægi og hefur annar fundur verið boðaður eftir helgi, mánudaginn 6. febrúar klukkan 14.00. Enn eru það bón- usmálin sem efst eru á baugi og hefur staðan í þeim málum lítið breyst. Samningafundi sem átti að hefjast klukkan 17.00 á fimmtu-1 dag seinkaði og hófst tveimur tímum seinna en áætlað hafði verið, vegna óveðursins sem gerði seinnipartinn þann dag. Þeim fundi lauk um klukkan 22 án þess að drægi saman. Það er gagntilboð starfs- manna við tilboði framkvæmda- stjórnar í bónusmálinu sem ver- ið er að ræða og er staðan í samningamálunum lík og verið hefur. ASI, VSÍ: Kemst skriður á við- ræður eftir helgina? EKKI hafði í gærkveldi verið endan- lega ákveðið hvenær samninganefnd- ir Alþýðusambands íslands og Vinnu- veitendasambands íslands hittust, en þó var búist við að það yrði á mánu- dag, en tími ekki ákveðinn. Talið er að samningsaðilar vilji bíða eftir ákvörðun fiskverðs áður en frekari skriður komast á samningsmálin, en ekki er búist við fiskverðsákvörðun fyrr en eftir helgi. Viðræður ASf og VSÍ hafa nú verið færðar yfir á breiðari grund- völl, en þegar þeir Magnús Gunn- arsson og Ásmundur Stefánsson ræddu einslega saman. Með Magn- úsi er nú samninganefnd og með Ásmundi sitja 8 formenn lands- sambanda innan ASÍ, að Guðmundi J. Guðmundssyni undanskildum, Yfirlýsing f Helgarpóstinum í þessari viku er sagt að ég standi að baki tilboði í hlutafé ríkissjóðs í Eimskipafélagi fslands hf. og hafi þar að auki óskað eftir því við fjármálaráð- herra að fá setu í stjórn míns gamla félags. Þetta hvort tveggja er rangt og hefur ritstjóri Helgarpóstsins lofað að leiðrétta missögn blaðsins í næstu viku. Reykjavík, 3. febrúar 1984. Óttarr Möller. sem fengið hefur leyfi frá viðræð- unum vegna anna bæði á Alþingi og eins innan VMSÍ og Dagsbrúnar. Þá er og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins talið að ýmsir af forystumönnum innan ASÍ vilji bíða og sjá niðurstöður af könnun kjararannsóknanefndar, sem verð- ur á þriðjudaginn, en eins og kunn- ugt er hefur kjararannsóknanefnd kannað sérstaklega afkomumögu- leika þeirra starfshópa sem eru í lægstu launatöxtum. Coldwater: Þorsteinn Gísla- son hættir NÚ hefur orðið um það samkomulag milli Þorsteins Gíslasonar og stjórn- ar ('oldwater að Þorsteinn láti af störfum framkvæmdastjóra um þessa helgi. En eins og kunnugt er af fréttum sagði Þorsteinn Gíslason starfi sínu lausu fyrir skömmu. Magnús Gústafsson, fyrrum framkvæmdastjóri Hampiðjunn- ar, mun því taka við starfi fram- kvæmdastjóra Coldwater á mánu- dag. Aðspurður sagði Þorsteinn Gíslason, að á þessu stigi vildi hann ekki tjá sig um það, hvað nú tæki við hjá sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.