Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 23 ... og kon- unum fór að vaxa skegg London, 3. febrúar. AP. Að undanfömu hafa farið fram tilraunir í Frakklandi með nýtt getnaðarvarnalyf, sem sérstaklega er ætlað karlmönnum. Tilraununum hefur nú verið hætt vegna heldur óskemmtilegra áhrifa þessa lyfs, ekki þó fyrir karlmennina, heldur fyrir konur þeirra. Þeim fór nefnilega að vaxa skegg. í nýjasta hefti af enska lækna- ritinu Lancet segja franskir læknar frá þessu nýja lyfi, sem að hluta er notað eins og hvert ann- að smyrsl og borið á hörundið hér og þar. Við tilraunirnar kom hins vegar í ljós, að tvær konur af sautján, sem þátt tóku í þeim, smituðust af lyfinu af mönnum sínum og fengu í sig hvatann testosterone. Leið þá ekki á löngu þar til þeim fór að vaxa skegg, og hárvöxtur annars staðar á líkam- anum tók einnig miklum fram- förum. Konurnar brugðust ókvæða við eins og skiljanlegt er og hótuðu mönnum sínum því, að þeir skyldu ekki í sína hvílu koma meir nema þeir hættu þessari óhuggulegu tilraunastarfsemi. Þessi nýja getnaðarvörn er í því fólgin, að mennirnir taka eina pillu daglega af kvenhormóni, sem kemur í veg fyrir sæðis- myndun. Smyrslið með karl- hormóninu testosterone er hins vegar til að mönnunum hverfi ekki líka öll löngun til kvenna. Frönsku læknarnir segja, að þeir hafi reynt að minnka skegg- vöxtinn hjá konunum með því að láta karlmennina bera smyrslið á sig á morgnana en það breytti þó engu. Árvakrir ritskoðarar í Nicaragua: Útgáfa dagblaðsins La Prensa stöðvuð 95% efnisins talið óæskilegt Managua, 2. febrúar. AP. DAGBLAÐIÐ La Prensa í Nicar- agua, sem er óháð, kom ekki út í gær vegna þess að ritskoðarar ríkis- ins neituðu að heimila birtingu á 95% af því efni sem í blaðinu átti að vera, að sögn framkvæmdastjóra blaðsins, Pablo Antonio Cuadra. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem blaðið kemur ekki út vegna ritskoðunar, og í tólfta sinn frá því hin vinstri sinnaða stjórn sandinista tók völdin. í átta skipti önnur hefur útgáfa blaðsins verið stöðvuð að fyrirskipun stjórn- valda. Cuadra sagði að útgefendur og ritstjórn hefðu haft fullan hug á því að kom a blaðinu út, en því efni sem boðið hefði verið í stað hins ritskoðaða, hefði einnig verið hafnað. Meðal efnis sem ritskoðurum ríkisins féll ekki í geð voru greinar og leiðari um vandamál í sam- skiptum stjórnarinnar og róm- versk-kaþólsku kirkjunnar. Fyrsti hjartaþegi Norðurlanda braut- skráður af sjúkrahúsi Osló, 3. febrú»r, frí Jan-Erik Lauré, fréítaritara Mbl. KONAN, sem varð fyrst Norður- landabúa til að fá í sig grætt nýtt hjarta, hefur nú náð svo góðri heilsu að hún hefur verið brautskráð af sjúkrahúsi og getur framvegis lifað eðlilegu lífi heima hjá sér. Þrír mánuðir eru síðan hin sögulega hjartaaðgerð var fram- kvæmd á ríkissjúkrahúsinu í Osló. Nokkrum vikum síðar var unnt að leyfa konunni að flytjast í íbúð í nágrenni spítalans, en hún var þó enn undir daglegu eftirliti lækna. Það er mat læknanna að aðgerð- in hafi heppnast svo vel að nú sé henni óhætt að flytjast heim til fjölskyldu sinnar í Þrándheimi. Nafn konunnar hefur ekki verið opinberað og engar myndir af henni verið birtar í blöðum. Hún hefur sjálf óskað nafnleyndar og m.a. hafnað boði norsks vikurits um 250 þúsund norskar krónur fyrir viðtal og birtingu ævisögu Grænlendingar skulda skatta Kaupmannahöfn, 3. febrúar. Frá Niels Jörgen Rruun, Grænlandsfréttaritara Mbl. Grænlendingar standa ekki í skilum með skattana sína að því er Ole Sindbæk, skattstjóri, segir í viðtali við grænlenska blaðið Sermitsiak. Þeir skulda nú hinu opinbera nærri 120 milljónir ísl. kr. sem er umtalsvert þegar þess er gætt, að þjóðin öll er um 55.000 manns og þar af greiða um 25.000 skatt. Auk skattanna á ríkið svo mikið fé útistandandi fyrir húsa- leigu, rafmagn og vatn. Á Grænlandi er viðhaft svo- kallað staðgreiðslukerfi en í þeim efnum er víða pottur brot- inn hjá atvinnurekendum. Af þeim sökum hafa lent í útideyfu hjá þeim rúmar 20 milljónir og afgangurinn er gamlar skalla- skuldir og skuldir, sem hinir svo- kölluðu B-skattgreiðendur hafa stofnað til. Er þar um að ræða sjálfstæða atvinnurekendur, sem greiða skattinn sinn eftir á. Bílasýning . í dag frá kl. 10—5. Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu. % LADA bílar hafa sannað kosti sína hér á landi sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti (könnun verðlagsráðs) og ekki síst fyrir hátt endursöluverð. Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd, stillanlegir speglar innanfrá, stuðarar o.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð. Verð við birtingu auglýsingar kr. 199.500.- Bifreiðar & Sifelld þjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 Verðlisti Lada 1300 163.500 Lada 1300 safír 183.000 Lada 1200 station 175.500 Lada 1500 station 196.500 Lada 1600 . 206.000 Lada Sport . 294.000 IJ 2715 sendibíll . 109.500 UAZ 452 frambyggöur . 298.000 UAZ 452 m/S-kvöö .... . 234.100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.