Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Yfirlit um rekstur Tímans Greinargerð frá Gísla H. Stórfelld umskipti á högum dagblaðsins Tímans hafa víst ekki farið framhjá neinum, svo mikið sem um þau hefur verið fjallað í fjölmiðlum að undanförnu. En margt af því sem skrifað hefur verið um þessar nauðsyn- legu breytingar er ákaflega vill- andi, sumt af því beinlínis fjar- stæðukennt og rangt með farið. Undarlegust og fjærst öllum sanni er grein sú, sem einn af blaðamönnum Tímans reit i sitt eigið blað þann 28. janúar síðast- Iiðinn og er þar vegið að ýmsum, heldur ómaklega. Um áramótin 1982—83 samdi ég örusttu yfirlit um rekstur biaðs- ins, æskilegar breytingar og fram- tíðarhorfurnar almennt. I þetta sinn finn ég mig knúinn til þess að gera grein fyrir þessum efnum I mun itarlegra máli en ella. Ég tel það réttmætt og raunar skylt að lesendur Tímans og aðrir þeir sem stutt hafa þetta blað af trú- mennsku í tímans rás, fái um það nokkra skýrslu hvernig að rekstri þess var staðið þau tvö ár sem ég var þar framkvæmdastjóri. Þegar ég réðst til starfa við Tímann, fyrir þrábeiðni for- svarsmanna hans, var fjárhagur hans í þvílíku ásigkomulagi að ástæða var til þess að örvænta um framtíðina. Nú, að tveimur árum liðnum, er rekstri blaðsins þannig háttað, að hann er hallalaus orðinn og horf- urnar í alla staði bjartar. En þetta hefur ekki gerst fyrir tilstuðlan þeirra kraftaverka sem stundum eru orðuð við Tímann, heldur kostgæfni og ástundun, en um- fram allt annað einlægum stuðn- ingi góðra manna — án þeirra hefðu jafnvel hin bestu áform orð- ið að engu. Um þessar mundir sér ioksins fyrir endann á þeim nauðsynlegu breytingum, sem ég átti frum- kvæði að á sínum tíma. Atvikin hafa hagað því þannig að mér mun ekki auðnast að fylgja þessum breytingum úr hlaði. Það verk er öðrum mönnum hugsað og óska ég þeim alls velfarnaðar, — þeir veita nú viðtöku besta búi, sem nokkur framkvæmdastjóri Tím- ans hefur fengið í hendur um langan aldur. I. Inngangur Það var í ársbyrjun 1982 að ég réðst til starfa sem framkvæmda- stjóri við Tímann. Fyrsti vinnu- dagur minn hjá fyrirtækinu hófst á því að inn kom maður á skrif- stofuna til mín og spurði hvort ég væri Gísli Sigurðsson. Ég kvað já við. „Já, ég er nú hérna með stefnu á þig,“ sagði maðurinn. Það má segja að þessi heimsókn hafi verið einkennandi fyrir þá fjárhagsörðugleika, sem Tíminn átti við að stríða í upphafi starfs- ferils míns. v Ég hafði ekki unnið lengi við blaðið þegar ég gerði mér grein fyrir því, að við svona ástand var ekki hægt að búa til frambúðar og með tilliti til þess, hvernig fjár- hagsstaða blaðsins hefur verið í tímans rás, sá ég að til lausnar þessum vanda yrði að finna nýjar leiðir. Ég velti þessu mikið fyrir mér. Samskonar örðugleikar voru hjá hinum pólitísku blöðunum — nema Morgunblaðinu. En að hvaða leyti hafði þá Morgunblaðið sérstöðu? Jú — stofnendur þess höfðu myndað hlutafélag í eigu sjálfstæðismanna í stað þess að flokkurinn ætti blaðið beint, eins og raun er á um hin pólitísku blöð- in. Jafnframt var það greinilegt, að viðskiptaleg sjónarmið voru látin ráða meira hjá Morgunblaðinu en hinum blöðunum. Að vel athuguðu máli ákvað ég að vinna markvisst að því að fá forvígismenn Framsóknarflokks- ins til þess að fallast á gagngerar breytingar á rekstrarfyrirkomu- lagi Tímans. Því miður hefur framkvæmda- stjóri Tímans ekki haft beinan að- gang að framkvæmdastjórn flokksins, en ég kynnti þessar hugmyndir fyrir þáverandi for- manni blaðstjórnar og smám sam- an tókst að vinna þeim tryggan stuðning. Þar með var hafin víðtæk undir- búningsvinna, með það fyrir augum að skjóta nýjum, sterkum stoðum undir rekstur blaðsins og árangur þeirrar vinnu er meðal annars stofn- un hlutafélagsins Nútíminn hf. II. Uppgjörsmáti Þegar ársreikningar Tímans fyrir árið 1981 voru lagðir fram á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins vorið 1982 kom upp ákveðinn vandi. Kjörinn endurskoðandi var tregur til þess að skrifa upp á reikningana, þar sem uppsetning þeirra væri ekki í fullu samræmi við gildandi skattalög. Hann gerði grein fyrir því, að sú uppsetning sem tiðkast hefði gæfi alls ekki rétta mynd af skuldastöðu blaðs- ins, og minnti á að hann hefði gert samskonar athugasemdir við þetta atriði undanfarin ár en þeim hefði ekki verið sinnt. Eftir nokkr- ar umræður féllst þó endurskoð- andinn á að skrifa upp á reikn- ingana í þetta sinn, en lýsti því jafnframt yfir að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Að miðstjórnarfundi loknum ákvað ég að breyta uppsetningu ársreikninga til samræmis við gildandi skattalög, þannig að raunveruleg skuldastaða lægi fyrir á hverjum tíma. Við þessa breytingu komu reikn- ingarnir að sjálfsögðu mun óhag- stæðar út en áður, en þeir gáfu líka mun réttari mynd af raunverulegu fjárhagsástandi blaðsins. Skuldir voru ekki lengur færðar miðað við síðustu afborganir, eins og tiðkast hafði, þó svo að skuldirnar væru í allt að tveggja ára vanskilum. Þessi nauðsynlega breyting stórspillti óhjákvæmilega niður- stöðutölum ársreikninga vegna 1982 og hafði einnig mikil áhrif á reikninga ársins 1983. Afleiðingin var meðal annars sú, að þegar uppgjöri 1982 var lokið höfðu vaxtaliður og kostnaðarliður rúmlega þrefaldast og hafði þó ekki tekist að fullu að koma sum- um óljósum málum í höfn. Svipuðu máli gegndi um af- skriftir. Þar sem sett hafði verið inn ákveðin, föst tala, var hún lát- in standa óbreytt ár eftir ár, en vegna breytinganna fimmtánfald- aðist hún milli ára í ársreikning- um fyrir 1982. En þrátt fyrir þessar róttæku breytingar jókst ekki hallinn milli ára nema um helming. III. Auglýsingar Vegna hinnar slæmu fjár- hagsstöðu Tímans í ársbyrjun 1982 var brýnt að eitthvað yrði gert til að stórauka tekjur blaðs- ins strax. Taldi ég þá leið álitlegasta, að stefna að því að stórauka auglýs- ingar í blaðinu. Sú þróun hafði orðið á undan- förnum árum, að auglýsingastofur höfðu í stórauknum mæli fengið að ráðstafa auglýsingafjármagni fyrirtækja og hafði þetta leitt til þess að auglýsingum var beint sí- fellt meira frá litlu blöðunum til stóru blaðanna og annarra fjöl- miðla. Það varð því ekki hjá því komist að leita nýrra ráða. í samráði við Elías Snæland Jónsson, ritstjóra, og Steingrím Gíslason, auglýsingastjóra, var ákveðið að vinna að því að auka útgáfu á sérblöðum um ákveðin málefni, sem vekja myndu áhuga auglýsenda. Einnig var auglýs- ingaöflun blaðsins tekin til gagn- gerðrar endurskoðunar. Sigurðssyni Þessar aðgerðir gáfu mjög góða raun. Auglýsingar á árinu 1982 juk- ust um nærri 25% milli ára og þess- ari aukningu tókst að halda árið 1983, svo sem sjá má á ársreikning- um fyrir 1982 og 1983. Þetta gerðist hjá dagblaðinu Tímanum þrátt fyrir almennan samdrátt hjá öðrum fyrir- tækjum í landinu á þessum tíma. Þá hafa miklar vonir verið bundnar við þá nýjung, að taka til umfjöllunar sérstök byggðarlög og málefni þeirra í blaðaukum — þeir kæmu að jafnaði út vikulega og myndu, ef vel væri að málum staðið, geta gefið af sér um það bil þriggja milljón króna auglýs- ingatekjur aukalega á þessu ný- byrjaða ári; einnig má nefna jóla- gjafahandbók, svo og póstkröfu- handbók, sem kæmi út fyrr á ár- inu og þjónaði landsbyggðinni. Þessar nýjunar hafa farið vel af stað og lofa góðu, þó að fram- kvæmd þeirra sé ekki komin í fastar skorður enn sem komið er. IV. Áskrifendur Ég gerði mér ljóst að til þess að styrkja stöðu blaðsins og til að endar næðu saman, þyrfti að gera átak í fjölgun áskrifenda. Ein leið og margreynd var sú, að fá hin ýmsu flokksfélög til sam- starfs. Útbúnir voru listar yfir áskrifendur um allt land og reynt að ná til flokksmanna gegnum flokksskrifstofur og bjóða þeim áskrift. En árangurinn var vægast sagt lélegur og ljóst var orðið, að full þörf væri á nýjum og rót- tækum aðgerðum. Þá lagði ég til að farin yrði ný leið hjá blaðinu og efnt til áskrif- endahappdrættis. Góðir vinningar voru í boði, svo sem bifreið, myndbandstæki, litasjónvarp, hljómflutningstæki og húsbúnað- ur. Happdrættið var rækilega kynnt, bæði í blaðinu sjálfu og út- varpsauglýsingum. Þegar happdrættið var komið vel af stað var hringt í fólk á öllu stór-Reykjavíkursvæðinu og því boðin áskriftin. Árangur varð sá, að áskriftum og reynsluáskriftum fjölgaði mjög og það svo að mér er ekki kunnugt um að slík aukning hafi áður orðið á jafn skömmum tíma. í framhaldi af þessu var ákveðið að efna til annarrar herferðar í happdrættisformi; yrði þá höfðað sérstaklega til landsbyggðarinnar og skyldi hún standa sumarið 1983. Flokksskrifstofan í Reykjavík tók að sér að útvega mann til þess að fara um landið og fylgja her- ferðinni eftir. Þessi maður fór aldrei og árangurinn varð því minni en vænst hafði verið. Þó fór svo, að sumaráskriftir, en þeim fækkar venjulega á öllum blöðun- um, urðu nokkuð stöðugar að þessu sinni. Jafnframt þessum aðgerðum hafði ég lagt drög að áskriftarher- ferð, hliðstæðri þeirri fyrri, og skyldi hún standa frá október 1983 fram í mái 1984, en þá yrði dreg- inn út aðalvinningur, bifreið. En vegna endurskoðunar á efni blaðsins ákvað ég að fresta þessari herferð um sinn. Auk þessara áforma hafði ég lagt drög að því, að gegnið yrði í öll hús á Akureyri nú með vorinu til þess að afla nýrra áskrifta. V. Dreifíng Af ýmsum ástæðum liggja dreifingarmál dagblaða undir stöðugri gagnrýni og þó svo að þau séu í þokkalegu standi má jafnan heyra gagnrýnisraddir. Dreifing Tímans á Reykjavík- ursvæðinu hefur tekið miklum breytingum til hins betra, sér- staklega á árinu 1983. Ástæðan fyrir þessari bættu dreifingu var fyrst og fremst sú, að aðilar í Blaðaprenti höfðu loks náð eðlilegri vinnslugetu í prent- deildum sínum. Það hafði gengið misjafnlega — sérstaklega hafði einum aðila gengið treglega að koma ástandinu hjá sér í eðlilegt horf. Hafði þetta áhrif á alla vinnslu í Blaðaprenti og á sam- starf um útkeyrslu á blöðunum. Eftir að tókst að ráða bót á tæknivinnslu í prentdeildum blað- anna hafa dreifingarmál batnað til muna. Frekari framfarir í þeim efnum tel ég byggjast á því að gengið verði frá þeim kaupum á pökkunarvélum, sem ég var búinn að fá aðila í Blaðaprenti til að sameinast um. Þá er æskilegt að Tíminn komi sér upp tölvubúnaði fyrir áskriftir blaðsins. Með þess- um breytingum ynnist ýmislegt. Útkeyrsla gæti hafist fyrr á næt- urna og blaðið þar af leiðandi bor- ist fyrr til lesenda. Allt eftirlit með kvörtunum, breytingum og dreifingu, ásamt upplagi blaðsins, á hverjum tíma yrði mun auðveld- ara. Tel ég að fjárfesting í þessa veru myndi skila sér á mjög skömmum tíma. Þá má nefna að erfitt hefur verið á stundum að hafa eftirlit með umboðsaðilum blaðsins úti á landi, en þau mál standa til bóta; ákveðin endur- skoðun hefur verið í gangi og skipt um nokkra umboðsaðila, en þessu starfi þarf að halda vakandi áfram. VI. Efni blaðsins Þegar Dagblaðið hóf göngu sina árið 1975 hófst einnig sú óhag- stæða þróun og skuldasöfnun Tím- ans sem þetta blað átti við að striða sleitulaust til ársins 1981. í ársbyrjun 1981 var ákveðið að sporna gegn þessari þróun og í því tilefni var Elías Snæland Jónsson ráðinn ritstjóri. Kom hann ásamt mörgum góðum mönnum af Vísi til starfa við Tímann um þetta leyti. Fyrsta skrefið var að stækka blaðið og endurskoða útlit þess. Þetta gerðist í maíbyrjun 1981. Þegar ég tók við framkvæmda- stjórn í ársbyrjun 1982 hafði þessi fyrsta breyting átt sér stað en hvorki skilað inn aukningu áskrifta né auglýsinga enn sem komið var. Við Elías ræddum þessi mál mjög ítarlega og vorum sammála um að til þess að auka sölu blaðs- ins yrðum við að stórbæta frétta- flutning, bæði innlendan og er- lendan. En þar sem fjárráð voru af skornum skammti ákváðum við að snúa okkur fyrst að innlendum fréttum og var þá fyrsta skrefið að taka íþróttirnar fyrir. Jafnframt leituðum við í aukn- um mæli eftir ljósmyndum og efni utan af landi, jukum við blaða- manni í fréttum og keyptum fleiri greinar frá þekktum greinahöf- undum og Islendingum erlendis. Ekki treystum við okkur til þess að ráðast í erlendar fréttir fyrr en fjárhagur blaðsins hafði verið bættur, en það atriði ásamt endur- skipulagningu á innsíðum blaðsins var það verkefni, sem við töldum að næst yrði að takast á við til þess að auka vinsældir blaðsins; en jafnframt þessum breytingum yrði reynt að draga úr pólitík í blaðinu, því að markmiðið væri fyrst og fremst að framleiða sölu- hæfa vöru. VII. Vinnsla blaðsins Þegar ég kom til starfa sem framkvæmdastjóri var búið að panta tæki til setningar frá Lino- type. Á þessum tækjum annast setjarar setninguna í stað blaða- manna eins og nú er farið að tíð- kast víðast hvar. Ég tjáði mig strax mótfallinn þessu vali á tækjum og taldi að óhagstæðasti kosturinn hefði ver- ið valinn af þremur, sem til greina kæmu. * Einn kosturinn var sá, að keypt yrðu tæki í samráði við aðra aðila í Blaðaprenti og aðalbúnaðurinn staðsettur þar, en tengdur með línum út á blöðin, þannig að blaðamenn settu um leið og þeir skrifuðu. Annar kostur var sá, að Tíminn keypti sjálfur hliðstæðan búnað og setti upp í sínum eigin húsa- kynnum. Ég hef ekki skipt um skoðun í þessu máli og tel að Tíminn standi enn frammi fyrir þeirri ákvörðun að selja þau tæki sem keypt voru — enda auðveld í sölu — og kaupa þvínæst önnur ný samkvæmt öðr- um hvorum þeirra kosta, sem get- ið er áður. En þó að ég væri andvígur tækjavalinu, lýsti ég mig að sjálf- sögðu reiðubúinn að hrinda þess- ari ákvörðun í framkvæmd og vinna hana á jafn hagstæðan hátt og unnt væri. Tel ég að miðað við allar forsendur hafi mjög vel tek- ist til við þessa framkvæmd. Tæk- in voru tekin í notkun um mitt ár 1982 og hafa út af fyrir sig reynst ágætlega. Einnig tel ég að mjög vel hafi tekist til við mannaval til starfa á prentdeildinni — það er athyglis- vert hve miklu betur hefur tekist til við starfrækslu hennar en sam- bærilegrar deildar hjá öðrum að- ila Blaðaprents, sem þurfti að leysa samskonar verkefni um svipað leyti. Framleiðslugeta tæknideildar er nú orðin slík, að tiltölulega auðvelt er að taka að sér utanaðkomandi verkefni, til þess að lækka rekstr- arkostnað. Þó höfðu þær forsendur, sem lagðar voru fyrir blaðstjórn áður en þessi tækjakaup voru ákveðin ekki reynst vera nægilega ná- Gísli H. Sigurdsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.