Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 37 Ólafur Friðriks- son — Minning Fæddur 29. ágúst 1911. Dáinn 26. janúar 1984. í dag, 4. febrúar 1984, er ólafur Friöriksson, Grænuvöllum 1, Sel- fossi, kvaddur hinstu kveðju frá Selfosskirkju, aðeins fjórum mán- uðum seinna en kona hans, Hall- dóra Pálsdóttir, en hún lést 28. ág- úst síðastliðinn. Ólafur var fæddur að Rauðhálsi í Mýrdal á höfuðdaginn 1911, kom- inn af sterkum skaftfellskum ætt- um. Foreldrar Ólafs voru Þórunn Sigríður Oddsdóttir og Friðrik Vigússon Þórarinssonar frá Selja- landi í Fljótshverfi. Þórarinn flutti að Sólheimum í Mýrdal, þar sem Friðrik, faðir Óiafs, fæddist. Aðeins 5 ára gamall missti Ólaf- ur föður sinn, í nóvember 1916. Þá gekk Þórunn Oddsdóttir, eins og móðir hans var kölluð, með sautj- ánda barnið. Það missti hún strax við fæðingu, en áður höfðu þau hjón misst tvö ungbörn, en 14 komust upp. Allur varð hópurinn hinn mannvænlegasti, með sterku ættarmóti. Um vorið brá móðir Ólafs búi, flest börnin fóru til frændaliðs, en hún sjálf fluttist með þrjú að Pét- ursey til móðursystur sinnar, Þór- unnar Sigurðardóttur, þar sem hún dvaldist næstu þrjú árin, en þá fluttist hún til Vestmannaeyja til næstelsta sonar síns, Sigurðar Friðrikssonar, verkstjóra. Þangað safnaðist nærri allur hópurinn, smátt og smátt, undir verndar- væng móður sinnar. Það má segja að Sigurður hafi gengið systkina- hópnum í föður stað. Ari eftir að Þórunn missti mann sinn mátti hún sjá á eftir elsta syni sínum, Vigfúsi, 21 árs göml- um, sem hún hjúkraði í Vest- mannaeyjum seinasta skeiðið, en hann hafði veikst af berklum. Þegar Þórunn brá búi, fór ólaf- ur í fóstur til frænku sinnar, Elín- ar Árnadóttur, og Jóns Pálssonar í Hrífunesi og var þar í góðu yfir- læti til 14 ára aldurs, er hann fluttist til Vestmannaeyja til móð- ur sinnar og systkina og átti þar heima til 19 ára aldurs. Þá fluttist hann til foreldra minna að Uxa- hrygg á Rangárvöllum. Ég man vel eftir því þegar ólaf- ur kom fyrst, vinnumaður til for- eldra minna árið 1931, 11. maí, 19 ára gamall. Þá var ég 6 ára og tveir yngstu bræður mínir ný- fæddir. Við minnumst þess hvað þessi nýkomni glaðlegi, vasklegi og frjálsmannlegi ungi maður varð hissa þegar móðursystir mín, Þórunn Böðvarsdóttir, hafði lokið við að baða Magnús og lagði hann frá sér við hlið móður minnar og tók Matthías upp til þess að baða hann. Hver ... eru þeir tveir? Ólafur sagði okkur bræðrunum marga skemmtilega söguna frá árum sínum í Hrífunesi, en honum var einkar lagið að segja skemmti- lega frá og minna frásagnir hans mig oft á snillinginn Þórberg Þórðarson, enda höfðu báðir alist upp meðal huldufólks og sagna- þula í Skaftafellssýslu. Þjóðbjörg Þau mistök urðu hér í blaðinu í gær, er birt var minningargrein um Þjóðbjörgu Þórðardóttur, að nafn hennar misritaðist í fyrir- sögninni og stóð þar Þórbjörg. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Sá siður var á heimili foreldra minna að lesið var upp á vetrar- kvöldum. Skiptust þeir oft á að lesa Ólafur og faðir minn, en þeirra stunda er gott að minnast eins og margra annarra. Ólafur varð síðan ár eftir ár hjá föður okkar, en var þó að mig minnir tvö sumur hjá Guðmundi Jóhannssyni, vini okkar í Háfs- hóli, til þess að standa við gamalt loforð. Það var engin tilviljun því ein af mörgum dyggðum Ólafs var orðheldni og áreiðanleiki. Hann lagði mikla áherslu á að standa ávallt við sitt og bregðast aldrei í neinu. Ekki hefi ég þekkt betri starfsmann en ólafur var. ólafur var eins og hann á ætt til að rekja mikill skapfestumaður, hreinskilinn, glaðlyndur, velvilj- aður og hrókur alls fagnaðar, þar sem hann naut sín í góðum vina hópi, ekki síst á góðum hestum, sem hann átti löngum meðan hann átti heima í sveit. Á næsta bæ við Uxahrygg var um þessar mundir glæsileg heima- sæta, Halldóra Pálsdóttir í Fróð- holti. Felldu hún og Ólafur hugi saman. Þau giftu sig 6. júní 1943, hófu búskap í Vestmannaeyjum og bjuggu þar fyrsta árið, en þar hafði Ólafur stundað sjóróðra margar vertíðir með aflaskipstjór- anum Þorvaldi Guðjónssyni, mági sínum, á Leó VE 294. Vorið 1945 fluttust þau hjónin frá Vestmannaeyjum að Skálavík á Stokkseyri, en Ólafur stundaði þá húsasmíði hjá Guðmundi Á. Böðvarssyni á Selfossi. Árið 1947 fluttu þau svo á Selfossi þar sem þau síðan byggðu sitt eigið hús að Tryggvagötu 1, í félagi við for- eldra mína 1949. Þar bjuggum við í góðu sambýli við þessi ágætu hjón í nærri 15 ár, þangað til leiðir minnar fjölskyldu lágu frá Sel- fossi. Auk þess unnum við saman í mörg ár hjá Kaupfélagi Árnes- inga. Á þessum stað undu þau ólafur og Halldóra sér vel, enda um margt svipað æskuslóðum þeirra. Þarna sköpuðu þau sér fallegt heimili, Halldóra og ólafur, heim- ili, sem alltaf var jafn notalegt að koma á. Þar leið manni vel, hjá þessum hressu samhentu hjónum, en bæði áttu þau við langvarandi heilsuleysi að stríða, en aldrei kvörtuðu þau en báru sig alltaf eins og ekkert amaði að. Haildóra og Ólafur eignuðust eina kjördóttur, Öldu, hún er gift Ragnari Wessman matreiðslu- manni á Hótel Sögu og eiga þau tvær ungar dætur, og voru þær augasteinar afa og ömmu. Alda og fjölskylda hennar veittu Haildóru og Ólafi marga gleðistund og ómetanlega hjálp í erfiðleikum seinustu árin. Sambúð Ólafs og Halldóru var með þeim hætti að til fyrirmyndar má telja. Þau voru vel samrýnd og samhent, r bæði sérstök snyrti- menni. Vildu alltaf öllum gott gera. Ég minnist þess þegar ólaf- ur var hjá okkur á Uxahrygg, þá tíðkaðist að fullorðna fólkið færi lengri eða skemmri leið til skemmtunar á hestum um helgar. Við bræðurnir gátum reitt okkur á að aldrei gleymdi Óli að kaupa eitthvað til þess að gleðja okkur þegar hann kom heim. Eftir langa samveru frá barn- æsku og fyrir heilsteypta vináttu lítum við bræðurnir nánast á Ólaf sem bróður okkar. Við ásamt foreldrum okkar, eig- inkonum og börnum kveðjum nú góðan vin og samferðamann með virðingu og þökk fyrir það, sem hann var okkur, og samfélaginu. Við vottum Öldu, dóttur hans, tengdasyni, börnum þeirra og vandamönnum samúð okkar. Við vitum að Ólafur Friðriksson mun uppskera vel, því þannig sáði hann. Blessuð sé minning hans. Jón Þ. Sveinsson t Maöurinn minn og faðir okkar. EINAR SIGURÐSSON, Odda, Fáskrúösfiröi, lést í Landakotsspitala 3. febrúar. Unnur Pétursdóttir, Guörún Einarsdóttir, Síguröur Einarsson, Guölaugur Einarsson. t Þökkum af alhug auösýnda samúö við andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu, langömmu og systur, LAUFEYJAR MARKÚSDÓTTUR, Tunguseli 8. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarliöi á deild 11-A Landspítalanum. Markús Sigurgeir, Höröur Sævar, Hálfdén, Jóhanna Halldóra, Svanfríöur Guörún, Bára Magnúsdóttir, Lilja Sigurgeirsdóttir, Vigdls Olafsdóttir, Gísli Sigurjónsson, Eyþór Oskarsson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hinnar látnu. t Móðursystir mín, SESSELJA KATRÍN HALLDÓRSDÓTTIR frá Sauöholti, síöast til heimilis á Grettisgötu 66, andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 2. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Þórir Þóröarson. t Hjartkær eiginmaöur minn og faöir okkár, MAGNÚS ÁRMANN, stórkaupmaöur, Gilsárstekk 8, Reykjavík, lést fimmtudaginn 2. febrúar. Margrét Ármann, Arndís Ármann, Ágúst Már Ármann. Bróöir okkar, t BRAGI JÓHANNSSON frá Akureyri, lést 19. janúar í Gautaborg. Jaröarförin hefur fariö fram. Lilja Jóhannsdóttir, Þórstína Jóhannsdóttir, Hjördfs Jóhannsdóttir og vandamenn. t BRYNDfS ELÍASDÓTTIR, Reyníhvammi 34, Kópavogi, sem andaöist 27. janúar, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Kristján Þór, Kristrún Kristófersdóttir, Kristján Ólafsson og aörir vandamenn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hluttekningu viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR KALDAL. Jón Kaldal, Steinunn Kaldal, Dagmar Kaldal, Ágúst Friðriksson, Ingibjörg Kaldal. t Þökkum af alhug þá vináttu og samúö sem okkur var sýnd viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ARNDÍSAR KJARTANSDÓTTUR. Sigrún Elíasdóttir, Guövaröur Elíasson, Vilfríöur Guönadóttir, Kjartan Elíasson, Hulda Hafnfjörö, Hanna Elíasdóttir, Ingvar Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, LÁRU KRISTÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Kirkjulandi, Vestmannaeyjum. Alda Björnsdóttir, Petrónella Ársælsdóttir, Birna Björnsdóttir, Vernharöur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. /HIKLIG4RDUR MARKADUR VIÐSUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.