Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
43. tbl. 71. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984_______________________________Prentsmiðja Morgunblaósins
Nýir kjarasamningar ASI og VSI:
13,6% launahækkun á samn-
ingstímanum til 15. apríl 1985
306—330 milljónum króna varið
til að bæta kjör hinna verst settu
HEILDARSAMNINGUR Alþýðusambands íslands og Vinnuveitenda-
sambands íslands var undirritaður í hádeginu í gær og síðan hefur
Vinnumálasamband samvinnufélaganna einnig gerst aðili að samkomu-
laginu. Fyrir hádegið í gær gengu fulltrúar ASI og VSÍ á fund formanna
stjórnarflokkanna og fengu vilyrði fyrir aðgerðum í þágu þeirra sem
verst eru settir í þjóðfélaginu, sem kosta á bilinu 306—330 milljónir
króna. Fjármagn verður fengið með tilfærslu innan ramma fjárlaga, en
ekki með nýjum tekjustofni og hefur einkum verið rætt um að taka þetta
fé af niðurgreiðslum landbúnaðarafurða.
Með samningnum telur ASÍ sig
tryggja sama kaupmátt á samn-
ingstímanum og var á fjórða árs-
fjórðungi 1983, en þá er reiknað
með að verðbólgan á árinu 1984
verði 10—11%. I samningnum eru
ákvæði um að báðum aðilum sé
heimilt að segja upp launaliðum
samningsins með mánaðarfyrir-
vara, þannig að þeir verði lausir 1.
september og 1. janúar 1985. Magn-
ús Gunnarsson, framkvæmdastjóri
VSÍ, sagði í gær að samningurinn
kostaði atvinnureksturinn 6—7%.
Samningurinn felur í sér samtals
13,6% kauphækkun á samningstím-
anum, sem er til 15. apríl 1985. 5%
kauphækkun kemur við undirritun,
2% 1. júní, 3% 1. september og 3%
1. janúar 1985. Þá verða lágmarks-
laun krónur 12.660, hækka úr 11.691
krónu, en það er samtals um 16%
kauphækkun, þegar 5% hafa verið
lögð við. Laun 16—18 ára fólks
verða þó 11.509 krónur og þeirra
sem hafa unnið styttra en 6 mánuði
í starfsgrein.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, og Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, áttu fund
snemma í gærmorgun með for-
mönnum stjórnarflokkanna, þeim
Steingrími Hermannssyni, forsæt-
isráðherra, og Þorsteini Pálssyni.
Þeir lögðu fyrir þá hugmyndir sínar
um hvernig stjórnvöld gætu komið
til móts við hina lægst launuðu i
tengslum við kjarasamningana.
Formennirnir kynntu síðan tillög-
urnar fyrir ríkisstjórninni á fundi
hennar sfðar í gærmorgun og fengu
heimild hennar til að ganga frá
samkomulagi við fulltrúa vinnu-
markaðarins um vilyrði stjórnvalda
fyrir slíkum aðgerðum.
{ tillögum um úrbætur fyrir hina
verst settu er talað um tekjutengd-
ar barnabætur, sem verði hæstar
krónur 12 þúsund fyrir þá einstæða
foreldra sem hafa upp að krónum
150 þúsund í árstekjur og fyrir hjón
sem hafa upp að krónum 220 þús-
und og minnki um 6,67% fyrir
hverjar 10 þúsund krónur fyrir ofan
þessi mörk.
óendurkræfur barnalífeyrir
hækki úr 1.615 kr. í 2.015. Gert er
ráð fyrir að meðlagsgreiðslur fylg-
ist að með þessum greiðslum.
Mæðra- og feðralaun hækki um
750 krónur fyrir hvert barn á
mánuði.fari úr 513 kr. í 1.263 með
einu barni, úr 1.809 í 3.309 með
tveimur börnum og úr 3.619 í 5.869
með þremur börnum.
Hámarksupphæð tekjutrygg-
ingar til elli- og örorkulífeyrisþega
hækki um 10%, úr 3.861 kr. fyrir
einstakling á mánuði í 4.247 kr. og
fyrir hjón úr 6.527 kr. í 7.180 kr. Þá
hækki frítekjumarkið um 10% og
skerðingarprósenta lækki um 10
prósent, úr 55% í 45%. Heimilis-
uppbót hækki um 10%, verði 1.422
kr., og dagpeningar á sjúkradeild-
um hækki um 500 krónur á mánuði,
í 1.750 kr.og í 1.989 kr. hjá öðrum.
Sem dæmi um þau áhrif sem
samningurinn hefur má nefna að
einstætt foreldri á lágmarkslaun-
um hefur fyrir samninginn samtals
13.809 krónur, en eftir hann 16.938
kr., sem er 29,4% hækkun. Einstætt
foreldri með tvö börn er fyrir samn-
inginn með 16.000 kr. en eftir hann
með 21.999 kr. sem 37,5% hækkun
og einstætt foreldri með þrjú börn
var samtals áður með 19.425 kr., en
fengi samkvæmt samningnum og
væntanlegum ráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar krónur 27.574, sem er
42% hækkun.
Á blaðamannafundi sem haldinn
var vegna samninganna kom fram
að séu fjármunirnir fyrir væntan-
legum aðgerðum ríkisstjórnarinnar
vegna samninganna teknir af
niðurgreiðslum komi það til með að
færa einstæðu foreldri á lágmarks-
launum með eitt barn tæpar 26 þús-
und krónur á einu ári, en kosti það
vegna minnkaðra niðurgreiðslna
um 2 þúsund krónur.
Sji ennfremur umsagnir um samn-
inginn á bls. 2 og á mióopnu, samn-
inginn og fylgiskjöl á bls. 31 og
fréttir á baksíðu.
Samningar ASÍ og VSÍ voru undirritaðir í hádeginu í gær. Myndin er frá undirrituninni. Fremri röð frá vinstri: Björn
Þórhallsson, varaforseti ASÍ, Ásmundur Stefánsson, forseti ASf, Páll Sigurjónsson, formaður VSf og Magnús
Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Aftari röð frá vinstri: Ragna Bergmann, formaður verkakvennafélagsins
Framsóknar, Hjalti Einarsson, varaformaður VSf, Davíð Sch. Thorsteinsson og Kristján Ragnarsson, framkvæmda-
stjórnarmenn VSÍ. Ljósmjlld: Kristján Magnússnn.
Galtieri var
handtekinn
Galtieri
Buenos Aires, 21. febrúar. AP.
LEOPOLDO Galtieri, hershöfðingi og
forseti Argentínu meðan á Falklands-
eyjastríðinu við Breta stóð, var hand-
tekinn í nótt að tilskipan nefndar sem
rannsakað hefur vinnubrögð hátt-
settra yfírmanna hersins í umræddum
ófriði. Galtieri er sakaður um að hafa
sýnt vítavert kæruleysi ( starfi, svo
mjög að það leiddi til dauða fjöl-
margra ungra Argentínumanna í stríð-
inu.
Galtieri var yfirheyrður af
nefndinni fyrr um daginn og stóð
yfirheyrslan yfir í 8 klukkustundir.
Að henni lokinni var handtökuskip-
an gefin út á hendur honum. Ekki
er vitað hvar hann er í haldi.
Kínverjar selja írönum
vopn fyrir milljarða
Lundúnum, 21. febrúar. AP.
BRESKA BLAÐIÐ Daily Mail greindi frá því í dag, að Kínverjar hefðu
hætt stuðningi sínum við fraka í Persaflóastríðinu og undirritað vopna-
sölusamning við frani. Nær hann til tveggja ára og munu Kínverjar selja
vopn að andvirði 1,45 milljarða dollara. Blaðið hefur eftir ónafngreindum
vestrænum embættismönnum og sérfræðingum, að íranir geti nú að
öllum líkindum greitt frökum lokarothöggið og að það hafi verið kín-
verski leiðtoginn sjálfur, Deng Xhiao Ping, sem lagði blessun sína yfir
samkomulagið.
Blaðið segir að fyrstu vopna- skotfæra fyrir eldflaugapalla Ir-
sendingarnar komi til íran i ana. í kjölfarið fá Iranir svo
næsta mánuði, mikið magn skriðdreka, herþotur og margt
fleira. Hefur blaðið og eftir vest-
rænum leyniþjónustumönnum,
að Sýrlendingar hefðu haft
milligöngu um samkomulagið og
hefðu Kinverjar lagt mikið kapp
á að hafa það þannig. Fundir
hafi byrjað síðastliðið haust og
náð hámarki með fundi Abdul
Raouf A1 Kassam, forsætisráð-
herra Sýrlands, og Lin Zhionan,
sendiherra Kína í Sýrlandi. Viku
síðar var svo gengið frá eftir-
liggjandi smáatriðum á fundum
í Teheran.
Daily Mail hefur eftir fyrr-
eindum leyniþjónustumönnum,
að Kinverjar hafi ekki getað
söðlað um bandamann kinnroða-
laus, en þeir hafi þó gert það á
þeim forsendum, að með því að
hlaða undir uppreisnaröfl isl-
ömsku byltingarinnar í íran,
væri Sovétmönnum haldið niðri
á þessum slóðum.