Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Morgunblaöiö/Friöþjófur • Magnús Oddsson, markadsstjóri Arnarflugs, og Gunnar Sigurös- son, Akurnesingur, meó ÍA-skyrtu meó Arnarflugsmerkinu. ÍA gerir samn- ing við Arnarflug Knattspyrnuráð Akraness liefur gert auglýsingasamning vió Arnarftug fyrir næstu tvö ár. Fjáröflum hefur löngum veriö eitt aöal vandamál íþróttahreyf- ingarinnar hér á landi sem ann- ars staöar og hefur samningum sem þessum fjölgaö mikiö á und- anförnum árum. Samningurinn var kynntur blaöamönnum á fundi í gær — en vegna plássleysis veröur aö bíöa meö aö segja nánar frá hon- um fyrr en á morgun. Þá veröur hann birtur í heild hér í blaöinu. • Brían Stein Þrír nýliðar í landsliðshóp enskra ÞRÍR nýlíóar eru í enska lands- lióshópnum í knattspyrnu sem Bobby Robson valdi á mánudag fyrír vináttuleikinn gegn Frökk- um 29. þessa mánaóar í París. Það eru Chris Woods, mark- vöróur Norwich, Mark Wright, varnarmaöur frá Southampton, og Brian Stein, framherji Luton. Hópurinn er þannig skipaöur: Markveröir: Peter Shilton (Southampton), Chris Woods (Norwich). Varnarmenn: Viv Anderson (Nottingham Forest), Mike Duxbury (Manchester United), Kenny Sansom (Arsenal), Alen Kennedy (Liverpool). Mark Wright (Southampton), Graham Roberts (Tottenham), Terry Butch- er (Ipswich). Miöjumenn: Sammy Lee (Liverpool), Bry- an Robson og Ray Wilkins (Manchester Un- ited, Glenn Hoddle (Tottenham), Steve Willi- ams (Southampton), John Gregory (Queens Park Rangers) Framherjar Paul Mariner og Tony Wood- cock (Arsenal), Paul Walsh og Brian Stein (Luton), John Barnes (Watford). Pór sigraði í Bautamótinu ÞÓR, Akureyri, sigraói í Bauta- mótinu í innanhússknattspyrnu sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Liöiö sigr- aói KA í úrslitaleik, 6:1. Þaö er veitingahúsiö Bautinn sem stendur fyrir mótinu og var þetta annaö áriö sem þaö var haldiö. Þór sigraöi einnig í fyrra. 16 liö tóku þátt í mótinu sem var mjög fjörugt, leikiö var í riölum á laugardag og úrslitakeppnin var á sunnudag. Þess má geta aö í c-liöi KA sem komst í úrslit eru gamlar kempur félagsins. — SH. Stórkostleg upplifun — segir Nanna Leifsdóttir um þátttöku á Ólympíuleikunum í Sarajevo „ÞETTA VAR stórkostleg upplif- un. Ég á varla oró til aó lýsa þessu,“ sagði Nanna Leifsdóttir, er blm. spjallaói vió hana í gær um þátttökuna á vetrarólympíu- leikunum í Sarajevo. Nanna kom ásamt öðrum keppendum til landsins í fyrrakvöld. „Ég vissi auðvitaö aö þaö yröi mikið ævintýri aö taka þátt i leik- unum en ég heföi aldrei getaö gert mér í hugarlund aö þaö yröi neitt þessu líkt," sagöi hún og bætti viö aö bæöi opnunar- og lokaathöfn leikanna heföu veriö stórglæsi- legar. Nanna sagöi aö öryggisgæsla á leikunum heföi veriö gífurleg — menn heföu greinilega ekki ætlaö aö láta þær hörmungar sem gerö- ust í Múnchen 1974 endurtaka sig. „Allt skipulag var mjög gott og Júgóslövum til mikils sóma. Gífur- legur áhugi var fyrir Ólympíuleik- unum í landinu, heimamenn voru mjög almennilegir og allir vildu gera allt fyrir okkur.” Nanna varö fyrir þvi óhappi er hún fór af staö í síöari ferö stór- svigsins aö missa annan stafinn. „Einn keppandinn missti bæöi stafinn og hanskann svo ég ákvaö nú aö halda fast um stafina er ég fór af staö. En ósjálfrátt losaöi ég takiö og annar þeirra varö eftir. Ég gat meö naumindum ýtt mér af staö. Þaö var aö sjálfsögöu erfitt aö renna sér niöur án stafsins — maöur notar hann svo sem ekki mikiö á leiöinni, en þaö er mikiö jafnvægisatriöi aö hafa hann. En ég veit aö ég heföi aldrei kláraö þessa ferö nema vegna þess aö hér var um Ólympíuleika aö ræöa. Þaö er svo mikill heiöur aö fá aö taka þátt í þeim aö ég lagði allt í sölurnar til aö standa niöur.“ í sviginu hætti Nanna keppni eins og reyndar fjölmargar stúlkur aörar. Aöeins 24 luku keppni. „Þokan var svo mikil aö ég hálf- villtist í brautinni! Þaö var mjög erfitt aö keppa viö þessar aöstæö- ur eins og sést best á því hve margar heltust úr lestinni." Nanna minntist á þaö aö hún, eins reyndar allar aörar konur á leikunum, heföi þurft aö fara í hormónapróf daginn eftir aö hún • Nanna er hér ásamt Bojan Krizaj, frægasta skíóamanni Júgóslava, eftir aó hann haföi tekiö þátt í svigkeppninni í Sarajevo. kom til Sarajevo. „Og þeir fundu þaö út aö ég væri kvenmaöur!" sagöi Nanna og var hin ánægö- asta, þó ekki hafi neinn veriö í vafa um hvers kyns hún er. Þess má geta aö Tómas, bróöir Nönnu, tók þátt í vetrarólympíuleikunum í Innsbruck 1976, og eru þau einu íslensku systkinin sem náö hafa þessum áfanga — aö keppa á Ólympíuleikum. —SH. Barnwell kemur ekki Valur og KSÍ verða því að halda þjálfaraleit áfram ENSKI knattspyrnuþjálfarinn John Barnwell, sem kom hingað til lands á dögunum til viöræóna vió forráóamenn knattspyrnu- deildar Vals og Knattspyrnusam- bandsins mun ekki þjálfa hér á landi í sumar. Hann gaf ákveóið svar þar aó lútandi í gær. Valsmenn eru þegar farnir að kanna möguleika á aö fá annan þjálfara frá Englandi en á þessu stigi málsins er ekki rétt aö nefna nein nöfn. „Okkur leist mjög vel á Barnwell þannig aö þaö er leiðinlegt aö fá slíkt svar. Viö erum vissulega í miklum vandræöum. Nú hefur ekk- ert gerst í 40 daga í þjálfaramálum okkar og við getum ekki beöiö í aöra 40,“ sagöi Grétar Haraldsson formaöur knattspyrnudeildar Vals í samtali viö Morgunblaöiö í gær- kvöldi. Aöspuröur sagðist Grétar ekki geta sagt til um þaö hvort Róbert Jónssyni yröi boöiö aö þjálfa liöið í sumar — þaö heföi ekki veriö rætt innnan stjórnarinnar. Róbert hefur aö undanförnu séö um þjálfun liös- ins eins og Mbl. hefur sagt frá. —SH. Stórgóður leikur Gylfa — er ÍR-ingar sigruðu ÍBK örugglega ÍR-INGAR gjörsigruðu Keflvíkinga í úrvalsdeildinni í körfubolta í íþróttahúsi Seljaskóla í gær- kvöldi meó 100 stigum gegn 69. Kolbeinn Kristinsson skoraöi 100. stig ÍR er aðeins þrjár sek. voru til leiksloka og kórónaði þaö góöan leik ÍR. Gylfi Þorkelsson fór á kostum í leiknum og skoraöi 40 stig fyrir ÍR. ÍR og ÍBK hafa nú leikiö 18 leiki hvort liö og eru ÍR-ingar meö 14 stig eftir sigurinn — Keflvíkingar meö 12. Haukar eru í þriöja neösta sæti deildarinnar meö 16 stig. ÍR-ingar náöu undirtökunum í leiknum strax í upphafi í gær og sigur þeirra var aldrei í hættu. Staöan í hálfleik var 51:34. Eftir fjórar mín. í seinni hálfleik var staöan orðin 64:34 — þrjátíu stiga munur. Keflvíkingar böröust samt áfram og náöu aö minnka muninn örlítiö en ógnuöu sigrinum ekki. Leiöindaatvik átti sér staö tíu mín. fyrir leikslok. Pétur Guö- mundsson tók þá frákast, sneri sér viö og gaf Ólafi Gottskálkssyni, ungum leikmanni í liöi ÍBK, mikiö olnbogaskot. Ekki skal fullyrt um hvort þetta var viljandi gert. Pétur fékk villu fyrir þetta — sína 4. villu. Hann fór þá af velli og kom ekki meira inn á. ÍR-ingar þurftu hans ekki meö. Síöustu mínúturnar voru fimm yngstu leikmenn ÍBK á vellinum — leikurinn var tapaöur og þeim gef- inn möguleiki á aö spreyta sig. Einn þeirra, fyrrnefndur Ólafur WEST HAM er aó gefa eftir í toppbaráttu 1. deildarinnar í knattspyrnu í Englandi. Liöiö tap- aöi heima fyrir Watford, 2:4, í gærkvöidi. Tveir aörir leikir voru í deildinni í gærkvöldi: South- ampton sigraói Ipswich 3:0 á úti- velli og Notts County og Totten- ham geröu jafntefli, 0:0. Eftir tapiö í gær er West Ham enn meö 50 stig eftir 28 leiki. West Ham er búiö meö jafnmarga leiki og Liverpool, Forest og United — Liverpool er meö 56 stig, Forest 53 Gottskálksson, er aöeins 15 ára og leikur í 4. fiokki! Stigin skiptust þannig. ÍR: Gylfi Þorkelsson 40, Pétur Guömunds- son 21, Hreinn Þorkelsson 18, Kolbeinn Kristinsson 10, Benedikt Ingþórsson 6, Bragi Reynisson 3 og Hjörtur Oddsson 2. ÍBK: Pétur 15, Þorsteinn 13, Guöjón 12, Jón Kr. 11, Matti 6, Sigurður 6, Björn 4 og Hrannar 4. Dómarar voru Krist- björn Albertsson og Davíö Sveinsson. og United 52. Southampton er nú komiö með 46 stig eftir 27 leiki. Bein útsending ÁKVEÐIÐ hefur veriö aó sýna leik Everton og Liverpool í 1. deildinni ensku beint í íslenska sjónvarp- inu. Leikurinn fer fram laugar- daginn 3. marz. Úrslitaleikur mjólkurbikarkeppninnar 25. marz veröur einnig sýndur beint — en möguleiki er á aó þessi liö leiki þar til úrslita. —SH. —SH. West Ham lá heima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.