Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 7 Fegurðardrottning Islands 1984 Fyrirhugað er að krýna feg- urðardrottningu islands í Broadway í maí nk. Ábendingar um þátttak- endur þurfa að hafa borist til Kristjönu Geirsdóttur í Broadway fyrir 5. maí nk. Kristjana gefur einnig allar upplýsingar um keppnina. Álfabakka 8, sími 77- PELSINN Kirkjuhvoli-sími 20160 Samkeppni neytendum í hag „Margir hafa velt fyrir sér þeirri spurningu hvort það myndi ekki koma neytendum til góða í lækkuðu olíuverði ef olíufélögin keyptu hvert sína olíu og við innflutninginn og verðlagninguna yrði lögð meiri áherzla á samkeppni en samvinnu." Þannig er m.a. komizt að orði í kynningarsíðum frá OLÍS sem fylgdu Mbl. sl. laugardag. Hvernig skiptist orkuinnflutn- ingurinn? í kynningarblaði OLÍS, som frá er sagt hér til hli<V ar, er frá því greint aA inn- llutt svartolía komi öll frá Sovétríkjunum. Benzín kom einnig að drýgstum hluta þaðan á sl. ári, rúm 70 þúsund tonn, en tsp 26 þús. tonn frá Portúgal. Gasolía skiptist þannig að 118 þús. tonn komu frá Sovétríkjunum, 43 þús. tonn frá Portúgal og tæp 40 þús. tonn frá öðrum vestrænum ríkjum. ís- lenzku olíufélögin standa sameiginlega að innflutn- ingi frá Sovétríkjunum og Portúgal, en innflutningur annars staðar frá, sjí. á steinolíu, flugeldsneyti, smurolíum o.þ.h. fer fram á vegum hvers um sig án innkaupajöfnunar. iH'gar verðlagsráð ákveður út- söluverð á gasolíu er einnig tekið inn í myndina inn- kaupsverð á gasolíu sem olíufélögin kaupa hvert fyrir sig frá vestrænum olíufélögum. í gildi er ákveðin regla um verðjöfn- un milli einstakra farma svartolíu, benzíns og gas- olíu og því er alltaf sama úLsöluverð hjá öllum olíu- félögum í þessum tegund- um þó að þau geti á hverj- um tíma verið með mis- munandi dýra farma til sölu. Orðrétt segir í þessu kynningarblaði: „Þrátt fyrir ofangreind rök fyrir sameiginlegum ínnflutningi líkt og nú er, telur Olíuverzlun íslands hf. að auka þurfi sam- keppni milli olíufélaganna t.d. með því að þau sjái um nokkurn hluta af benzín- kaupum fyrir eigin reikn- ing og þá verði jafnframt breytt reglunum um inn- kaupajöfnunarreikning þannig að aukinn verði hvati til hagstæðra inn- kaupa og óhagstæð inn- kaup endi mest á því félagi sem þau gerir í stað þess að tapinu af þeim sé jafnað út í hlutfalli við sölu félag- anna og það tekið inn í inn- kaupajöfnunarreikning.“ Bfll ársins — eöa hvað? í tilvitnuðu kynningar- blaði OLÍS er gagnrýni á „keppnina um bíl ársins". Þar segir að enginn leið sé að bera saman þá bíla er fram koma ár hvert, t.d. tveggja sæta sportbíl og fimm dyra stationbíl. Ihssí staðhæfing er höfð eftir David Windsor, einum af ritstjórum brezka tíma- riLsins Motor, en það blað dró sig út úr þessari keppni fyrir nokkrum árum. Orð- rétt er eftir honum haft: „Við reynum frekar að bera saman bíla í svipuð- um verðflokki og hjálpa þannig kaupendum um samanburð á bflum. Ann- að, sem er rangt við keppn- ina, er það að valið stendur um bfla, sem framleiddir hafa verið cinhverja ákveðna tólf mánuði. Þannig að ef eitthvert ár er „dauft“ og engar verulegar nýjungar koma fram í bíla- framleiðslunni, þá er valið milli bfla, sem jafnvcl eru lakari en bflar frá árinu áð- ur! Það er einfaldlega gert ráð fyrir því að nýr bfll sé betri," sagði Windsor. Hann kvað þetta hafa gerst fyrir tveimur árum þegar bfll ársins þótti ekki búinn neinum sérstökum kostum umfram aðra bfla. En skipuleggjendur keppn- innar, sem eru flmm stór útgáfufyrirtæki, vildu fá niðurstöðu og völdu því bfl sem þó var að mörgu leyti gamaldags." Síðar segir ritstjóri Mot- or: „Það er ekki hægt að bera saman bfla, sem eru ólíkir að gerð, ciginlcikum, stærð og verði. Ekki frekar en að bera saman banana og súkkulaði. Við hjá Mot- or erum aðcins smábrot af þeim sem telja „(!ar of the Year“-keppnina leikara- skap, og ekki til sæmdar þeim atvinnumönnum er að baki henni standa.“ Vel heppnuö þingflokksferð Ferðalag þingflokks sjálfsta'ðismanna til Akur- eyrar, fundahöld þar og heimsóknir í fyrirtæki og menningarstofnanir hafa mælzt vel fyrir, enda var skipulag og framkvft'md þessarar heimsóknar með sérstökum ágætum. Viku- blaðið íslendingur fjallar um þessa nýjung í þing- flokkastarfl og segir orð- rétL „En það er til önnur byggðastefna, sem eflir byggðarlögin víðsvegar um landið í reynd, gefur þeim kost á því að neyta fram- taks síns og áræðis. Sú byggðastefna felst í því að draga úr sköttum á fyrir- tækin, leyfa þcim að halda eftir stærri hluta af tekjum sínum en verið hefur og ráðstafa þeim, eins og hverjum og einum þykir bezt og hagkvæmast. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur stigið fyrstu skrefln í áttina að þessari byggða- stefnu. Ef haldið verður áfram í þessa átt, þarf landsbyggðin ekki að óttast um sinn hag. Þar er undirstöðuframleiðslan, þar skapast verðma'tin. Það á því að vera undir- stöðuatriði allrar byggða- stefnu, að drcgið verði úr sköttum á fyrirtækin. f sem fæstum orðum sagt: iH'im verði leyft að græða. iH'tta var eitt aðalatriðið í ræðu iHtrsteins Pálsson- ar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, er hann hélt í Sjallanum um síðustu helgi. Þar var saman kom- inn stærstur hluti þing- flokks sjálfstæðismanna og ráðherrar sátu fyrir svörum á fjölmennum fundi. Það er sérlegt ánægju- efni að það skuli vera þing- flokkur sjálfstftHtlsmanna, sem bryddar upp á þessari nýjung í starfl sínu. Þing- menn flokksins kynntu sér fyrirtæki og stofnanir í bænum, héldu árshátíð með sjálfstæðismönnum í Norðurlandskjördæmi eystra, héldu mikinn fund og skemmtu sér með ung- frú Doolittle í rómaðri sýn- ingu LA og héldu þing- flokksfund á Akureyri. Við hér fyrir norðan þökkum þeim kærlega fyrir kom- una og vonumst til að sjá þá alla sem fyrst aftur." Tónleikar Hinir heimsfrægu iistamenn Los Paraguayos ásamt lceland Seafunk Corporation í Háskóiabíói fimmtudaginn 23. febrúar og föstudaginn 24. febrúar kl. 23.30. Miöasala í Háskólabíói frá kl. 4, fimmtudag og föstudag. Félagsfundur Almennur félagsfundur veröur haldinn í Félagsheimilinu viö Bústaöaveg fimmtu- daginn 23. febrúar og hefst kl. 20.30. Stjórnin. SÆLGÆTI ÚR SJÓNUM Kutmagakvöld annað kvöld á hlaðborði. Kútmagar og annaö sælgæti úr sjónum Borðapantanir síma 17759.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.