Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 31 Samningur ASÍ og VSÍ Hér fer á eftir samningur VSÍ og ASÍ, sem undirritaður var í hádeginu í gær með fyrirvara um samþykktir félagsfunda: Samningur milli Alþýðusam- bands íslands fyrir hönd aðild- arsamtaka sinna og Vinnuveit- endasambands íslands fyrir hönd aðildarfélaga þess og ein- stakra meðlima. 1. grein Allir síðast gildandi samningar ofangreindra aðila framlengjast með þeim breytingum, sem í samningi þessum greinir. 2. grein Launaliðir breytist þannig: Við undirskrift samnings þessa hækka kauptaxtar og viðmiðunartölur um 5,0%. Þá skulu og kauptaxtar og viðmiðunartölur hækka um 2% hinn 1. júní 1984, um 3% hinn 1. september 1984 og aftur um 3% hinn 1. janúar 1985, enda hafi launaliðum samningsins ekki ver- ið sagt lausum samkvæmt heim- ildarákvæðum 7. greinar. 3. grein Lágmarkstekjur fyrir fulla dag- vinnu skulu vera frá undirskrifta- degi sem hér segir: Kr. 11.509 fyrir starfsmenn 16 ára og eldri. Kr. 12.660 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri, sem starfað hafa 6 mánuði í starfsgrein. Sama gildir um iðn- nema síðustu 6—12 mánuði náms- eða þjálfunartímans eftir lengd hans, sbr. þó útreikningsreglu varðandi nema á námssamningi skv. sérstöku samkomulagi þar um frá 16. nóvember 1981, svo og fylgiblað I. Framangreindar upphæðir taka breytingum skv. 2. gr. 1. júní og 1. september 1984 svo og 1. janúar 1985. Þegar metið er hvort starfsmað- ur á rétt á greiðslu vegna þessa ákvæðis, skal telja með dagvinnu- tekjum allar launagreiðslur aðrar en greiðslur vegna yfirvinnu, vaktavinnu eða kostnaðar- greiðslna. 4. grein Á samningstímabilinu munu að- ilar samnings þessa vinna að endurskoðun samningsákvæða um launagreiðslur í veikinda- og slysaforföllum með það að markmiði að gera veikindarétta- ákvæði tryggingartæk. 5. grein Á samningstímabilinu munu samningasaðilar beita sér fyrir aðgerðum, sem til þess eru fallnar að auka framleiðni og verðmæta- sköpun á öllum sviðum íslensks atvinnulífs. Einn þáttur þessa er endurskoðun afkastahvetjandi launakerfa. Launakerfin verði at- huguð og tryggt, að þau leiði til aukinnar framleiðni og gefi eðli- legt endurgjald fyrir vinnufram- lag. 6. grein Alþýðusamband ísland og Vinnuveitendasamband íslands munu beita sér fyrir því að gerður verði fyrir 1. apríl nk. samningur um vinnu við virkjunarfram- kvæmdir. 7. grein Samningur þessi gildir til 15. apríl 1985 en heimilt er samnings- aðilum að segja upp launaliðum samningsins með mánaðar fyrir- vara þannig að þeir verði lausir 1. september 1984 svo og 1. janúar 1985. Reykjavík, 21. febrúar 1984. Með venjulegum fyrirvörum, F.h. Alþýðusambands íslands, Ásmundur Stefánsson, Björn Þórhallsson, Ragna Bergmann. F.h. Vinnuveitendasambands Ís- lands, Páll Sigurjónsson, Hjalti Einarsson, Kristján Ragnarsson, Davíð Sch. Thorsteinsson, Magnús Gunnarsson. Alþýðusamband Islands, Reykjavik. Með tilvisun til málaleitunar ASl og VSl um ráó- stafanir til að bæta afkomu lágtekjufólks, hefur rikisstjórnin gert eftirgreinda sambykkt: "Rikisstjórnin er i meginatriðum sammála Alþýðusam- bandi Islands og Vinnuveitendasambandi Islands um úrbætur fyrir þá, sem við lökust kjör búa, dags. 21. febrúar 1984, og er tilbúin til viðræðna um sérstaka tilfærslu fjármuna innan ramma fjárlaga i þessu skyni. Þaó er eindreginn skilningur rikisstjórnarinnar, að þessar úrbætur stuðli að gerð heilaarsamninga á vinnumarkaðinum innan þeirra marka um launabreytingar á næstu 15 mánuðum, sem viðræðunefndir ASI og VSl kynntu á fundi með fulltrúum rikisstjórnarinnar i morgun." ^cÍOjt* r, Q'7’ n o _p p—a. O- / // Bréf forsætisráðherra HÉR ER bréf forsætisráðherra til ASÍ og VSÍ, þar sem gefið er fyrirheit um úrbætur fyrir hinar lægstlaunuðu. Tillögur um úrbætur fyrir hina verst settu Hér fara á eftir tillögur ASÍ og VSÍ um úrbætur fyrir hina verst settu og dæmi þeirra um, hvernig þær aðgerðir koma til með að virka. Þá eru einnig dæmi um laun iðnnema eftir samninginn: 1. Tekjutengdur barnabótaauki Lagt er til að sérstakur tekjutengdur barnabótaauki verði tekinn upp. Upphæð fulls barnabótaauka verði 12.000 kr. sem lækki eftir visst tekjumark þannig að tekjuhærri heimili fái engan barnabótaauka. Barnabótaaukinn verði útfærður þannig, að þeir skattgreiðendur fái hann ekki, sem hafa möguleika á framfærslu með öðrum hætti, svo sem vegna vinnu við eigin atvinnurekstur, af eignum eða námslánum. Reiknað er með því að þeir skattgreiðendur sem þess óska geti fengið fyrirframgreiðslur endurskoðaðar í ljósi þessa nýja barnabótaauka. Þær tölur sem miðað er við eru: Einstæðir foreldrar Tekjur '83 l!pphæ« 0-150 þús. 12.000 kr. 151—300 þús. 6,67% lækkun f. hver 10 þús. Fjöldi barna Hjón & sambúðarfólk Tekjur '83 llpphch 0-220 þús. 12.000 221—370 þÚ8. 6,67% lækkun f. hver 10 þús. Fjöldi barna 0—150 þús. 151-300 þús. Samtals er 2.156 0—220 þús. 3.457 3.616 221—370 þús. 14.319 kostnaðurinn 130—145 millj. á ári. 2. Óendurkræfur barnalífeyrir (meðlag) Lagt er til að óendurkræfur barnalífeyrir verði hækkað- ur úr 1.615 kr. á mánuði í 2.015 kr. Meðlagsgreiðslur fylgj- ast að með þessum greiðslum. Áætlaður kostnaður fyrir ríkissjóð af þessari aðgerð er 14,1 millj. á ári. 3. Mæðra- og feðralaun Lagt er til að mæðra- og feðralaun hækki um 750 kr. á mánuði fyrir hvert barn. Samkvæmt hugmyndum yrðu greiðslurnar þannig: Nú á mánuói Yrói á mánuói Foreldri meft 1 barn 513 kr. 1.263 kr. Foreldri meft 2 bftrn 1.809 kr. 3.309 kr. Foreldri meft 3 börn 3.619 kr. 5.869 kr. Kostnaðarhækkunin vegna þessa er áætluð 60 millj. kr. á ári. 4. Tekjutrygging o.fl. fyrir elli- og örorkulífeyrisþega Lagt er til að eftirtaldar hækkanir verði á greiðslum almannatrygginga: Tekjutrygging: Hámarksupphæð hækki um 10% þ.e. úr 3.861 kr. á mánuði í 4.247 kr. fyrir einstakl- ing og úr 6.527 kr. á mánuði í 7.180 kr. fyrir hjón. Frítekjumarkið hækki um 10% þ.e. úr 26.440 kr. á ári í 29.084 kr. fyrir einstaklinga og úr 37.010 kr. á ári í 40.711 kr. fyrir hjón (miðað er við tekjur 1982). Skerðingarprósentan lækki um 10 prósentustig þ.e. úr 55% í 45%. Heimilisuppbót: Hækki um 10% þ.e. úr 1.293 kr. í 1.422 kr. á mánuði (fyrir einstaklinga). Vasapeningar hækki um 500 kr. á mánuði, þ.e. úr 1.250 kr. á mán. í 1.750 kr. á sjúkra- deildum og úr 1.489 kr. á mán. í 1.989 kr. hjá öðrum. Alls fengu 1.726 einstaklingar vasapeninga í febrúar. Kostnaður við þessar breytingar er: Tekjutrygging og heimilisuppbót (106 millj.) Vasapeningar 10,4 millj. Heildarkostnaður vegna þessara tillagna er áætlaður 306,4—330 millj. kr. Úrbætur v/barnafólks Miðað er við tekjutengdan barnabótaauka 1.000 kr./mán. Meðlag er hækkað um 400 kr./mán. og mæðra/feðralaun um 750 kr./mán. Einstætt foreldri Hækkun meðlags, mæðralauna og barnabóta Árstekj. Febrúar 1 barn 2 börn 3 börn 1983 1984 kr. % kr. % kr. % 60 5.400 2.150 39,8 4.300 79,6 6.450 119,4 90 8.100 2.150 26,5 4.300 53,1 6.450 79,6 120 10.900 2.150 19,7 4.300 39,5 6.450 59,2 150 13.600 2.150 15,8 4.300 31,6 6.450 47,4 170 15.400 2.017 13,1 4.034 26,2 6.051 39,3 200 18.100 1.817 10,0 3.634 20,1 5.451 30,1 250 22.600 1.483 6,6 2.966 13,1 4.449 19,7 300 27.100 1.150 4,2 2.300 8,5 3.450 12,7 Hjón Tekjutengdar barnabætur Árstekj. Febrúar 1 barn 2 börn 3 börn 1983 1984 kr. % kr. % kr. % 120 10.900 1.000 9,2 2.000 18,3 3.000 27,5 160 14.500 1.000 6.9 2.000 13,8 3.000 20,7 200 18.100 1.000 5,5 2.000 11,1 3.000 16,6 230 20.800 933 4,5 1.866 9,0 2.800 13,5 300 27.100 466 1,7 932 3,4 1.398 5,2 350 31.700 133 0,4 266 0,8 399 1,3 Áhrif samnings og félagslegra aðgerða skv. tillögum Einstætt foreldri med 1 barn Lágmarkslaun Tekjutengdar barnab. Mæöralaun Meðlag Er 10.961 0 513 1.615 Veróur 12.660 1.000 1.263 2.015 Hækkun Samtals á mánuði: 13.089 16.938 29,4% Einstætt foreldri með 2 börn Er Verður Hckkun Lágmarkslaun 10.961 12.660 Tekjutengdar barnab. 0 2.000 Mæðralaun 1.809 3.309 Meðlag 3.230 4.030 Samtals á mánuði: 16.000 21.999 37,5% Einstætt foreldri með 3 börn Er Veróur llrkkun Lágmarksiaun 10.961 12.660 Tekjutengdar barnab. 0 3.000 Mæðralaun 3.619 5.869 Meðlag 4.845 6.045 Samtals á mánuði: 19.425 27.574 42,0% Dæmi um tilfærslur A. EINSTÆÐIR FORELDRAR 1. Tekjur 150 þús. 1983: Fyrir eitt barn Tekjutengdar barnabætur Hækkun á meðlagi (barnalífeyri) Hækkun á mæðra-, feðralaunum Samtals Á mánuði Fyrir tvö börn 51.600 kr. Á mánuði 4.300 kr. Fyrir þrjú börn 77.400 Á mánuði 6.450 kr. 12.000 4.800 9.000 25.800 2.150 2. Tekjur 200 þús. 1983: Fyrir eitt barn: kr. Tekjutengdar barnabætur 8.000 Hækkun á meðlagi (barnalífeyri) 4.800 Hækkun á mæðra-, feðralaunum 9.000 Samtals 21.800 Á mánuði 1.817 Fyrir tvö börn 43.600 kr. Á mánuði 3.633 kr. Fyrir þrjú börn 65.400 kr. Á mánuði 5.450 kr. 3. Tekjur 250 þús. 1983: Fyrir eitt barn kr. Tekjutengdar barnabætur 4.000 Hækkun á meðlagi (barnalífeyri) 4.800 Hækkun á mæðra-, feðralaunum 9.000 Samtals 17.800 Á mánuði 1.483 Fyrir tvö böm 35.600 kr. Á mánuði 2.967 kr. Fyrir þrjú börn 53.400 kr. Á mánuði 4.450 kr. 4. Tekjur 300 þús. og hærri: Fyrir eitt barn kr. Tekjutengdar barnabætur 0 Hækkun á meðlagi (barnalífeyri) 4.800 Hækkun á mæðra-, feðralaunum 9.000 Samtals 13.800 Á mánuði 1.150 Fyrir tvö börn 27.600 kr. Á mánuði 2.300 kr. Fyrir þrjú börn 41.400 kr. Á mánuði 3.450 kr. B. HJÓN 1. Tekjur 200 þús. 1983: Fyrir eitt barn: kr. Tekjutengdar barnabæturl2.000 kr. Á mánuði 1.000 kr. Fyrir tvö börn 24.000 kr. Á mánuði 2.000 kr. Fyrir þrjú börn 36.000 kr. ■ Á mánuði 3.000 kr. 2. Tekjur 300 þús. 1983: Fyrir eitt barn: Tekjutengdar barnabætur 5.600 kr. Á mánuði 467 kr. Fyrir tvö börn 11.200 kr. Á mánuði 933 kr. Fyrir þrjú börn 16.800 kr. Á mánuði 1.400 kr. Lágmarkstekjur iðnnema Lengd nám.s 4 ár Kr. 8.350 Laun greidd skv. 1. gr. samkomulags ASÍ og VSÍ frá 26.10. 1980 Sfðustu 12 mán. 9.184 kr. Kr. 11.509 Laun greidd skv. 3. gr. samkomulngN ASÍ og VSÍ frá 26.10. 1980 Sfóustu 12 mán. 12.660 kr. 3'/i ár Kr. 7.899 SíðuNtu 9 mán. 8.689 kr. Kr. 11.509 Síóustu 9 mán. 12.660 kr. 3 ár Kr. 7.298 Síðustu 6 mán. 8.027 kr. Kr. 11.509 Sfóustu 6 mán. 12. 660 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.