Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
11. Reykjavíkurskákmótið:
Stórmeistarnir liggja
gegn íslendingunum
Skák
Margeir Pétursson
ÞAU SÁUST mörg stjörnuhröpin í
sjöttu umferð Reykjavíkurskák-
mótsins í fvrrakvöld. Þrír af stiga-
hæstu stórmeisturunum töpuðu nú í
fyrsta sinn; þeir E. Geller, sem tap-
aði fyrir Schneider, Larry Christian-
sen, sem tapaði fyrir Margeiri og
Murray Chandler, sem náði sér aldr-
ei á strik gegn Helga Ólafssyni.
Islendingarnir áttu því þetta
kvöld. Að auki vann Karl Þorst-
eins nafna sinn Kari Burger, al-
þjóðameistara frá Bandaríkjun-
um, auðveldlega, en Friðriki
ólafssyni voru enn mislagðar
hendur, því hann lék niður gjör-
unnu tafli gegn bandaríska stór-
meistaranum Leonid Shamkovich.
Þá sneri Jóhann Hjartarson lag-
lega á Jón L. Árnason, en viður-
eign Guðmundar Sigurjónssonar
og Elvars Guðmundssonar lyktaði
með jafntefli.
Allir íslendingarnir sem hér
hafa verið nefndir eru fyrir ofan
50% mörkin og gætu því blandað
sér í toppbaráttuna. Þetta er stórt
stökk frá síðasta Reykjavikur-
skákmóti, eftir mitt mót sást
varla íslendingur á efstu borðun-
um.
Christiansen
sprengdi sig
Bandaríski stórmeistarinn
Christiansen, sem einnig er rit-
stjóri blaðs atvinnuskákmanna
(Players Chess News í Los Angel-
es) jafnaði taflið gegn mér án telj-
andi erfiðleika. En er hann hugð-
ist ná frumkvæðinu lagði hann of
mikið á stöðuna og sterkt uppbrot,
20. c5! tryggði hvítum mikla stöðu-
yfirburði.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Larry Christiansen
Drottningarindversk vörn
I. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 —
b6, 4. g3 — Bb4+, 5. Bd2 — a5
Viktor Korschnoi hefur nýlega
gert þetta afbrigði vinsælt.
6. Bg2 — Bb7, 7. 0-0 — 0-0, 8. Bf4 —
Be7, 9. Rc3 — Re4, 10. Dc2 — Rxc3,
II. Dxc3 — d6, 12. Hfdl
Timman lék 12. Dd3 gegn
Korchnoi í Las Palmas 1981 og
eftir 12. - f5?!, 13. De3 náði hann
pressu gegn bakstæða peðinu á e6.
12. — Rd7,13. Hacl — Rf6, 14. Dd3
— Be4, 15. De3 — Hb8, 16. Bg5
Hér hafði ég eytt einni og hálfri
klukkustund og það kann að hafa
valdið því að Christiansen vildi
flækja taflið og hafnaði hinum
eðlilega leik 16. — Bb7.
16. — Bg6?!, 17. h4!? — De8, 18. b3
-Rg4
Eftir 18. - h6, 19. Bxf6 - Bxf6
óttaðist Christiansen 20. g4 sem
gefur hvítum sóknarfæri.
19. Df4 — f5
b e d • f 0 h
20. c5!
Þennan leik vanmat Christian-
sen. Svartur á nú i miklum erfið-
leikum. T.d. 20. — e5, 21. dxe5 —
fxe5, 21. Rxe5 — Bxg5, 22. Dc4+!
Eftir að hvítur nær að opna
stöðuna standa hrókar hans mjög
vel á opnum línum.
20. — bxc5, 21. Bxe7 — Dxe7, 22.
dxc5 — e5
Leiðir til lakara endatafls, en
22. — d5? og 22. — Hbd8 er báðum
svarað með 23. Rd4!! sem tryggir
hvítum unnið tafl.
23. cxd6 — cxd6, 24. Dc4+ — Bf7,
25. Dc7
25. Da6 kom einnig vel til
greina, en í tímaþröng er skyn-
samlegt að einfalda taflið.
25. — Dxc7, 26. Hxc7 — Hfc8?
Hvítur fær nú tvö samstæð frí-
peð og vinnur án teljandi erfið-
leika. Betra var því 26. — a4 þó
svartur sé í miklum kröggum eftir
t.d. 27. Rg5 - e4, 28. Hxd6 -
axb3, 29. axb3 - Hxb3, 30. Hdd7
- Re5, 31. He7 - Hb5, 32. e3!
27. Ha7 — h6, 28. Hxa5 — Hc2, 29.
Hxd6 — Hxe2, 30. Bfl!
Vinnur, því 30. — Hxf2 gengur
ekki vegna 31. Rxe5.
30. — Hb2, 31. Hd2 — Hxd2, 32.
Rxd2 — Hd8, 33. Rc4 — Bd5, 34.
Be2 — Bxc4, 35. Bxc4+ — Kf8, 36.
Be2 — Hd2, 37. Bxg4 — fxg4, 38.
Ha7 — Hb2, 39. h5 - e4, 40. Kfl —
Kg8, 41. Kel - Kf8, 42. Ha4 -
Kf7, 43. Hxe4 — Hxa2, 44. Hxg4 —
Hb2, 45. Hb4
Þar með var tímamörkunum
náð og hvítur með tveimur peðum
meira. Eftir tíu leiki til viðbótar
gafst svartur upp.
Chandler beið of
lengi með sóknina
Þeir Helgi ólafsson og Murray
Chandler tefldu eina af æsifengn-
ustu skákum mótsins. Upp kom
hátízkuafbrigði af Sikileyjarvörn
sem yfirleitt hefur reynst svörtum
illa. Helgi hafði hins vegar ýmis-
legt nýtt til málanna að leggja og
sókn Chandlers komst aldrei úr
burðarliðnum.
Hvítt: Murray Chandler
Svart: Helgi Ólafsson
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6.
Be3 — e6, 7. f4 — b5, 8. Df3 — Bb7,
9. Bb3 — Rbd7, 10. g4 — b4, 11.
Rce2 — Rc5
Þetta afbrigði rannsökuðu þeir
Húbner og Guðmundur Sigur-
jónsson fyrir einvígi hins fyrr-
nefnda við Portisch. Síðan hafa
þeir félagarnir unnið góða sigra
með því.
12. Rg3 — Dc7, 13. 0-0 — Rfd7
Mun betra en 13. — g6,14. f5! —
gxf5, 15. gxf5 — e5, 16. Bg5, en
þannig tefldist skák Balashovs og
Gheorghiu árið 1977. Nú reynir
Chandler sókn á drottningarvæng
sem Balashov hefur stungið upp á,
en e.t.v. hefði hann átt að einbeita
sér að kóngsvængnum, því mögu-
Ieikar hvíts hljóta að felast í f4-f5
á réttu augnabliki.
14. a3!? — bxa3, 15. b4 — Rxd3, 16.
cxd3 — Be7, 17. Hfcl — Db8, 18.
Hxa3 — (M), 19. g5 — Hc8, 20. Hfl
— Bf8, 21. h4?
Chandler er ekki einn í heimin-
um eins og Helgi minnir hann nú
óþægilega á. Eftir 21. Hb3 er
a.m.k. hægt að svara 21. — d5 með
22. e5 því þá er b4-peðið valdað.
21. — d5!, 22. Hb3 — dxe4, 23. Rxe4
— Bd5, 24. Hb2 — Rc5!, 25. f5
Nú loksins blæs Chandler til
sóknar en það er orðið um seinan.
25. — Rxd.'i, 26. Hg2 — De5!, 27.
Hg4 — exf5, 28. Rxf5 — Hc2!
Þessi tryllta staða verðskuldar
stöðumynd. Takið eftir því að
svartur hótar máti á h2.
29. Bf2 — Rxf2, 30. Hxf2 — Hxf2,
31. Kxf2 — He8, 32. Rh6+ — Kh8,
33. Rxf7 — Bxl7, 34. Dxf7 — Bxb4,
35. Hf4 — Db8 og í þessari von-
lausu stöðu féll Chandler á tíma.
Athyglisvert er að Helgí notaði
ekki nema 1 klst. og 22 mínútur
eða aðeins rúman helming um-
hugsunartíma síns.
Benoni dugir
ekki gegn Jóhanni
Þó þeir Eric Lobron og Jón L.
Árnason hafi teflt Benoni-byrjun-
ina hvössu frá frumbernsku hefur
það ekki dugað þeim gegn Jóhanni
Hjartarsyni sem hefur vitað á
hverju hann átti von og undirbúið
sig gaumgæfilega. I annarri um-
Ekkert lát á
loðnuveiðinni
MIKIL loðnuveiði hefur verið síð-
ustu daga og virðist ekkert lát vera
á. Aðalveiðisvæðið er nú úti af
Garðskaga, en einnig hafa skip feng-
ið afla við Vestmannaeyjar. Loðnan
er braedd í verksmiðjum allt í kring-
um landið. Með hverjum deginum
styttist í hrognatöku, en enn þá er
ekki farið að hirða hrogn. Verk-
smiðjur í Vestmannaeyjum og við
Faxaflóa hafa ekki nýtt þróarrými til
fulls síðustu daga til að geta tekið
við sem mestu þegar kemur að
hrognatökunni. Eru sjómenn
óánægðir með þetta þar sem þeir
þurfa m.a. vegna þessa að sigla langt
með aflann. Þá óttast þeir að er
kemur að hrognatökunni verði ekki
jöfnuður við löndunina og þeir gangi
fyrir, sem fyrstir tilkynna um afla
eins og verið hefur.
Eftirtalin skip tilkynntu Loðnu-
nefnd um afla frá því síðdegis á
föstudag þar til síðdegis í gær:
Höfrungur frá Akranesi með nótina á síðunni á miðunum við Vestmannaeyj-
ar. Morgunblaðid/JFÁ.
i
Sigurður RE 4 kemur með loðnu til Siglufjarðar eftir um 35 tíma stím af miðunum við Eyjar.
Föstudagur: Gísli Árni 600, Há-
kon 800, Svanur 680, Gullberg 100.
Samtals: 19 bátar með 10.870 tonn.
Laugardagur: Júpiter 1.250, Hug-
inn 120, Heimaey 70, Jón Kjart-
ansson 1.100, Ljósfari 550, Gígja
750, Jöfur 450, Helga II 520, Kap II
200, Húnaröst 600, Jón Finnsson
600, Dagfari 510, Þórður Jónasson
480, Gullberg 100. Samtals: 14 skip
með 7.300 tonn.
Sunnudagur: Pétur Jónsson 750,
Hilmir 1.250, Súlan 760, Kap II
190, Guðmundur ólafur 570, Hug-
inn 600, Heimaey 470, Örn 250,
Þórshamar 550, Fífill 620, Gull-
berg 140, Óskar Halldórsson 420,
Albert 550, Bergur 500, ísleifur
600. Samtals: 15 bátar með 8.200
tonn.
Mánudagur: Guðmundur 950,
Gísli Árni 600, Sæbjörg 590, Beitir
1.270, Keflvíkingur 150, Magnús
520, Bjarni ólafsson 1.000,
Skarðsvík 600, Eldborg 1.300,
Hilmir II 540, Kap II 250, Erling
400, Grindvíkingur 950, Harpa
620, Sigurður 1.300, Hrafn 640,
Sjávarborg 500, Skírnir 250. Sam-
tals: 18 bátar með 12.430 tonn.
Þriðjudagur: Keflvíkingur 200,
Höfrungur 880, Víkingur 1.350,
Rauðsey 520, Hákon 650, Sighvat-
ur Bjarnason 670, Sæberg 610.