Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
25
„Það getur enginn legið okkur á hálsi
fyrir að vilja tryggja öryggi okkar“
Spjallað við Jehudith Huebner, nýjan sendiherra ísraels
Mér fínnst alveg ótrúlegt
hvað þiö íslendingar virðist
fylgjast grannt með gangi
heimsmála. Og mér fínnst
fólk hér almennt vera ákaf-
lega skjótt til skilnings. Við
höfum notið mikillar hlýju
hér þessa daga þrátt fyrir
umhleypinga í veðrinu. Ég
get nefnt að fyrsta kvöldið
okkar kom þjónninn á hótel-
inu með ísraelska fánann og
setti hann á borðið hjá okkur
og sagðist bjóða okkur vel-
komin. Mikið fannst okkur
það hlýlegt.
Þetta segir Jehudith J.
Huebner, nýr sendiherra ís-
raels á íslandi, með aðsetri í
Osló. Blaðamaður Mbl. hitti
sendiherrann daginn áður en
hún hélt aftur til Noregs.
— Þetta er í fyrsta skipti sem
ég gegni sendiherrastöðu, segir
hún. — Ég vann óralengi í innan-
ríkisráðuneytinu í Jerúsalem,
hafði þar meðal annars með ýmiss
konar málefni innflytjenda að
gera, sem tengdust á einn eða ann-
an hátt utanríkismálum. I nóv-
ember sl. var ég svo skipaður
sendiherra í Noregi og á Islandi.
— Ég er fædd í Vínarborg, seg-
ir hún aðspurð. — Og komst fyrir
algert kraftaverk til Palestínu
tveimur mánuðum áður en stríðið
brauzt út. Fjölskylda mín var um
kyrrt. Hún var öll þurrkuð út í
stríðinu. Ég lagði stund á sálar-
fræði og sögu. Síðar giftist ég
Isaak Huebner sem var lengi pró-
fessor við Hebrew University í
Jerúsalem. Við eigum eina dóttur
sem er lögfræðingur og starfar í
heilbrigðismálaráðuneytinu. Ég
fór reyndar í laganám lfka eftir að
dóttir mín var komin dálítið á
legg.
— Það er ekki ofsagt frekar en
oft áður að mörg og miög flókin
vandamál ógna tilveru lsraelsrík-
is. Fyrst eftir samningana við Eg-
ypta fór ég oft til Egyptalands
vegna starfa míns og mætti þar
afar hlýlegu viðmóti. Nú hefur
skipt um nokkuð, það er ríkjandi
heitt frost — eða kaldur friður eða
hvað menn vilja nú kalla það.
Hins vegar hefur Mubarak forseti
alltaf lýst því yfir að hann muni
virða þá samninga sem Sadat
fyrrv. Egyptalandsforseti gerði
við ísraelsku ríkisstjórnina. Við
munum ekki trúa því, að hann
gangi á gerða samninga, enda eru
þeir tvímælalaust ekki síður í
þágu hagsmuna Egypta en okkar.
Þá er ömurlegt hvernig málum er
komið nú í Líbanon og ekki að sjá
hvernig það mál verður til lykta
leitt. Nei, ég held ekki ég hafi trú á
því né heldur að menn séu al-
mennt þeirrar skoðunar, að Líban-
onmálið hefði þróast á annan veg
ef Bashir Gemayel hefði ekki verið
myrtur. Það er ekki á neins eins
manns færi, hvorki Bashirs né
Amins Gemayel að leysa það mál,
þegar samningsvilji er ekki fyrir
hendi hjá hinum aðilunum. Það
hefur hins vegar af hálfu okkar
verið töluverð samvinna við
kristna menn í Suður-Líbanon
eins og alkunna er og við höfum
nýlega misst þar góðan vin, þar
sem var Saad Haddad majór. Það
liggur ekki fyrir hvernig mál muni
skipast nú að honum látnum, en
það sér hver maður, að við verðum
að halda norðurlandamærum
Israels öruggum. Ég sé ekki að
neinn geti legið okkur á hálsi fyrir
að reyna að treysta öryggi okkar.
Hvað varðar Vesturbakkann og
áframhaldandi landnemabyggðir
þar eru þær umdeildar eins og
menn vita, en nú hefur verið dreg-
ið úr þeim. Það er Hussein Jórd-
aníukonungi ekki til framdráttar
að reynt sé að ala á ólgu og sundr-
ungu þar. Og raunar hafa Israelar
reynt eftir megni að náigast Jórd-
aníukonung og fá hann til ein-
hvers konar viðræðna. Yitzak
Shamir, forsætisráðherra, hefur
til dæmis alveg nýverið sent orð-
sendingu til hans og það væri
óskandi, að eitthvað jákvætt færi
að gerast í skiptum þessara landa.
Það er ekkert vafamál, að bæði
þjóð ísraels og íbúar Jórdaníu
kysu það, enda eru samskipti ríkj-
anna veruleg þótt það sé óform-
lega og óopinberlega ef svo má
segja.
— Svo að vikið sé nú að stöð-
unni í Israel sjálfu. Hvað til dæm-
is með samskipti Ashkenazi- og
Sephardim-Gyðinga innbyrðis,
sem á tímabili virtust beinlinis
ógna öryggi landsins innanfrá?
— Ekki vil ég nú taka svo djúpt
í árinni. En það verður að segjast
eins og er, að það er vandamál sem
við erum að keppast við að leysa.
Það er fáránlegt að Gyðingar
standi ekki saman innbyrðis, þeir
eru ein þjóð nú ÍSRAELAR og
þeir hafa fengið að setjast að í
sínu heimalandi. En vegna —
diaspora komu Gyðingar úr öllum
heimshornum til Israels. Það kost-
aði mikið átak að byggja upp
skóla-heilbrigðis og vegakerfi og
ég veit ekki hvað fyrir þá tiltölu-
lega fáu sem fyrir voru. Og það er
ekkert kynþáttahatur í því fólgið
þótt ég segi að kona sem flytur frá
Englandi er á margan hátt betur í
stakk búin en kona sem flytur til
dæmis frá Yemen eða Irak. Menn-
ingararfur og uppruni er mjög
ólíkur, aðstaða til menntunar hef-
ur í flestum tilvikum verið afar
ójöfn. Svo að það tekur sinn tíma
að brúa þetta bil. Á árunum upp
úr 1960 þegar flutningar til lands-
ins voru hvað mestir er því sann-
arlega ekki að leyna að margir
Sephardim-Gyðingar bjuggu við
bágari stöðu og urðu oft að láta
sér lynda vonda búsetursstaði og
svo framvegis. Ef farið er hins
vegar í statistik nú kemur hvar-
vetna fram að þessi munur er að
þurrkast út. Sem betur fer. Því að
við ERUM ein þjóð. Ég vil að fólk
skilji að það er það sem við viljum.
Jehudith Huebner
(Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson.)
En það tekur meira en eina kyn-
slóð að lyfta því grettistaki sem
nauðsynlegt er svo að allir sitji við
sama borð. Ég held að ágreining-
urinn milli Sephardim og Ashken-
azi hafi oft verið magnaður í fjöl-
miðlum. Enda hafa ísraelar í nógu
mörg horn að líta þótt þeir fari nú
ekki að stríða sín í millum. Við-
víkjandi annað ágreiningsefni
innan ísraels sem kom upp á yfir-
borðið eru aðgerðir okkar í Líban-
on. Um þær voru eins og gengu
skiptar skoðanir, svo að ekki sé nú
meira sagt. En gagnrýnisraddir
hafa hljóðnað, eftir því sem menn
gera sér gleggri grein fyrir því að
öryggi lands okkar er það sem öllu
skiptir fyrir þessa þjóð.
— Og svo er það verðbólgan?
— Já, og þótt það hrökkvi ekki
nema skammt er þó gleðilegt að
geta sagt frá því að verðbólgan í
síðasta mánuði var langtum minni
en mánuðinn þar á undan. Þar
með er ekki sagt að við höfum náð
tökum á henni. Fjarri því. Og þótt
við höfum fengið nýjan og sköru-
legan fjármálaráðherra er það eitt
ekki nóg. Hann verður að njóta
stuðnings ríkisstjórnarinnar og
almenningur verður að vera fús til
að taka á sig þær byrðar sem
fylgja verðbólguhjöðnun. Og við
erum komin að skilum. Við erum
loksins farin að skilja að svona
verður ekki haldið áfram, eigi
Israel að standa.
— Ég er afar ánægð með þessa
heimsókn mína hingað, þótt ég
hafi aðeins haft tök á því að vera
hér í fáeina daga. Ég er hrifin af
því sem ég hef séð og heyrt og mér
finnst þið hafa áræðni og dirfsku
til að bera, sem fellur ísraelum vel
...! svo kem ég aftur í maí og
vona að ég geti þá skoðað mig
meira um, sagði Jehudith Huebn-
er að lokum.
viðtal:
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
Upp á yfirborðið
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Margaret Atwood: Surfacing
„Geðsýki er bara útvíkkun á
ástandi sem er fyrir," segir á ein-
um stað í þessari bók Margaret
Atwood. Atwood er kanadískur
höfundur og þessi bók er ekki al-
veg ný af nálinni, en rak á fjörur
mínar fyrir skömmu. Hér segir frá
í fyrstu persónu: ung stúlka hefur
grun um að faðir hennar sé horf-
inn og hún fær nokkra vini sína til
að koma með sér til heimilis hans
og leita hans. I nokkrar vikur
dvelja þau í bjálkakofa föðurins
og hún upplifir bernsku sína og
minningu hennar á mjög sterkan
hátt. Foreldrar hennar voru
kannski ekki utangarðsfólk i þeim
skilningi sem venjulega er lagður í
það orð, en þau bundu ekki bagga
sína sömu hnútum og samferð-
armenn. Það hefur sýnilega yfir-
færzt á hana, en þó ekki algerlega.
I henni er einhvers konar klofn-
ingur, hún gerir sér ekki grein
fyrir hver hún er í raun og veru
eða hver hún er ekki. Með öðrum
orðum er höfundurinn að reyna að
sýna fram á að hún geti ekki fund-
ið til. Sem er nokkuð rétt. Frásögn
stúlkunnar er fjarræn og afstaða
hennar til vina sinna í samraémi
við það. Hún ákveður að verða eft-
ir þegar vinirnir fara, hún þarf að
vera ein með náttúrunni, lifa eins
og dýr. Samt sem áður er henni
Ijóstd að þetta er bráðabirgða-
ráðstöfun. Hún leysir ekki þá sál-
arhnúta sem í henni eru nema
horfast í augu við þann virkileika
sem hún hefur gengið til þátttöku
í.
Þetta er í sjálfu sér fljótlesin
bók og virðist ekki hávær. En hún
skilur eftir spurningar sem leita á
hugann.
MALLORKA
einmitt þaö sem þig dreymir um?
TILBOÐSVERÐ um páskana!
2 vikur, 18. apríl — 2. maí.
Dæmi: 4 manna fjölskylda, hjón með tvö
börn, 5 og 10 ára
Verö frá kr. 14.925.-
Mallorka er vöknuö af vetrardvalanum líf og fjör, sólskin og
sjór. Páskaferðin er tilvalið tækifæri til að taka forskot á
sumarið, páskarnir eru einnig mjög heppilegur tími því
aðeins fáir vinnudagar fara í fríið, þú átt þvi mestallt
sumarfríið enn eftir.
Komið og leitið nánari upplýsinga.
mdMTKC
Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580.