Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 29 besti vinur. Guðmundur og Ásta systir hans, kona Bjarna Ásgeirs- sonar sendiherra og alþingis- manns, áttu heimili að Reykjum í Mosfellssveit, en þegar þetta tengdafólk Kristjáns átti leið til Reykjavíkur var alltaf komið við á Vesturgötunni, og í mörg skips- plássin var ráðið á þeim fjöl- skyldufundum. Síðustu 20 ár starfsævi sinnar vann Kristján sem skoðunarmað- ur sjótjóna hjá Almannatrygging- um eða til 82 ára aldurs. Árið 1921 kvæntist Kristján eft- irlifandi konu sinni, Láru Jóns- dóttur Þórðarsonar skipstjóra og Vigdísar Magnúsdóttur og þurfti Kristján ekki að fara langt að leita sér konu, því Lára átti heima í foreldrahúsum að Vesturgötu 36, en Kristján bjó þá á Stýrimanna- stígnum, beint ofan við heimili Láru. Þeirra hjónaband var með afbrigðum gott og öllum sem til þekktu duldist ekki hve ást þeirra var gagnkvæm, traust og mikil. Kristján taldi hjónabandið vera sitt mesta gæfuspor á lífsleiðinni. Þau eignuðust tvær dætur, Jón- ínu Vigdísi, gifta Ragnari Tómasi Árnasyni fyrrum útvarpsþul og stórkaupmanni og Magdalenu, gifta Ara Gíslasyni bókbindara. Magdalena lést aðeins 45 ára að aldri og var foreldrum sínum harmdauði. Börn Jónínu og Ragnars eru: Kristján Tómas endurhæfingar- læknir og yfirlæknir í New York, kvæntur Hrafnhildi Ágústsdóttur, hjúkrunarkonu. Lára Margrét hagfræðingur, gift Ólafi Guð- mundssyni augnlækni. Árni Tóm- as yfirlæknir, kvæntur Selmu Guðmundsdóttur píanóleikara. Ásta Kristrún námsráðgjafi, gift Valgeiri Guðjónssyni, félagsráð- gjafa og tónlistarmanni. Hall- grímur Tómas, viðskiptafræði- nemi, kvæntur Helgu Matthildi Jónsdóttur, nema við hjúkrun- arbraut. Börn Magdalenu og Ara eru: Gísli Magnús vélstjóri, kvæntur Halldóru Lilju Gunnarsdóttir. Guðrún Lára og Kristján Ellert, bæði heima í föðurhúsum. Barnabörnin eru 11 talsins. Kristján var myndarlegur mað- ur á velli, jafnvel fallegur, ef nota má það orð um svo mikið karl- menni. Hann var vandur að virð- ingu sinni, mikill reglumaður og sannur fulltrúi þeirrar aldamóta- kynslóðar sem senn er öll. Orðum hans mátti treysta. Allt stóð eins og stafur á bók. Bæði við vinnu á sjó sem á landi var hann virtur af öllum sem honum kynntust. Persónuleiki hans var sterkur og traustur, hógvær en áhrifamik- ill. Heimili þeirra Kristjáns og Láru var glæsilegt og gestrisið. Þangað var gott að koma, enda mikil hátíð fyrir okkur fjölskyldu- meðlimi og vini í hvert skipti, sem litið var inn á Vesturgötunni. Glaðværð húsmóðurinnar og still- ing húsbóndans ásamt algjöru for- dómaleysi gagnvart öðru fólki var þeirra aðalsmerki. Sagt var að Kristján hefði verið skapmaður, enda bar útlit og at- höfn þess merki að þar færi ekki geðlaus maður. En hann var skap- stillingarmaður, glettinn og ljúfur í viðmóti, þéttur á velli og þéttur í lund. Eftir að afi minn Ellert féll frá, var Kristján elstur í stórum frændgarði, nokkurs konar ætt- arhöfðingi stórrar fjölskyldu. Hann fylgdist með öllum sínum skyldmennum, flutti snjallar ræð- ur í brúðkaupsveislum og breiddi sína sterku hönd yfir vini sína og vandamenn af umhyggju og örlæti hugans. Hann var fyrirmynd og frændi, sem allir litu upp til, miðlaði af höfðingsskap sínum og ræktaði í kringum sig góðvild og göfug- mennsku. Ég veit að ég mæli fyrir hönd allrar þeirrar stóru fjölskyldu, sem tengdist Kristjáni, þegar ég kveð Kristján frænda minn Schram með tilvitnun í brúðar- kvæði til Láru og Kristjáns frá Kristleifi á Stóra Kroppi þar sem Kristján er nefndur valmenni. Það er réttnefni um Kristján Schram. Ellert B. Schram I dag verður gerð útför hins mæta manns Kristjáns Schram, skipstjóra, sem lést í Reykjavík 8. febrúar sl. 88 ára að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík 11. októ- ber 1895 og í Reykjavík var hann búsettur alla sína löngu og far- sælu ævi. Foreldrar hans voru Ell- ert K. Schram, skipstjóri, og kona hans, Magdalena Árnadóttir. Ungur að árum hóf Kristján störf á sjónum með föður sínum, fór í Stýrimannaskólann og lauk þaðan skipstjóraprófi og prófi í gufuvélafræði 1918. Var hann síð- an langan tíma á sjónum, lengst af stýrimaður og skipstjóri á tog- urum, alls staðar vinsæll og far- sæll maður. Þá sögu kunna aðrir betur að rekja en ég. Árið 1921, 3. október, kvæntist Kristján móðursystur minni, Láru Jónsdóttur, Þórðarsonar frá Gróttu og Engey og Vigdísar Magnúsdóttur Vigfússonar frá Miðseli í Reykjavík og Grund í Skorradal. Má fullyrða að hjóna- band þeirra var eitt það farsæl- asta, sem hugsast getur. Kistján og Lára voru bæði að uppruna Vesturbæingar og reistu sér einnig fljótlega myndarlegt og fallegt steinhús á Vesturgötu 36b þar sem þau síðan bjuggu alla ævi þar til kraftar þrutu fyrir fáum mánuðum. Mikill kærleikur og vinátta var alla tíð milli þeirra systra Láru og Ástu móður minnar og er Kristján og Lára giftust varð strax ekki síðri vinátta milli Kristjáns og Bjarna föður míns. Mennirnir voru á margan hátt líkir, léttir í lund, gamansamir en alvörugefnir undir niðri. Mikill samgangur var alla tíð á milli heimila foreldra minna á Reykjum og heimilisins á Vesturgötu 36b. Þau hjón, Krist- ján og Lára, voru samtaka í því að taka vel á móti vinum hvenær sem var og á því heimili áttum við systkinin vísar góðar móttökur, sem væri það okkar eigið heimili. Kristján var mikið ljúfmenni í umgengni, ábyggilegur og traust- ur, enda var starfsferill hans allur mjög farsæll. Kristján haslaði sér lenst af starfsvettvang á sjónum, en er leið á ævina kom hann í land. Var hann m.a. um 12 ára skeið útiverkstjóri hjá Vélsmiðj- unni Hamri. Vann hann þá t.d. við björgun skipa og kom þekking hans og reynsla þar að miklum og góðum notum. Síðasta starf Kristjáns var hjá félaginu Al- mennar Tryggingar, þar sem hann var tjónaskoðunarmaður. Því starfi hélt hann langt fram yfir þann aldur, sem venjulegir menn starfa í fastri vinnu hjá öðrum en sjálfum sér, og er það enn eitt til marks um það traust, er hann vann sér hvarvetna og þá hreysti og góðu heilsu, er hann naut fram eftir langri ævi. Kristján og Lára eignuðust tvær dætur, Jónínu Vigdísi, fædda 1923, og Magdalenu, fædda 1926, og er Magdalena látin fyrir nokkrum árum. Kristján og Lára létu sér mjög annt um börn sín og barna- Hinn 10. janúar 1984 andaðist að heimili sínu, Illugagötu 13, Vestmannaeyjum, húsfrú Jóhanna Guðmundsson. Jóhanna var fædd hinn 7. okt. 1911 í Nybull, Slesvík-Holstein, sem þá tilheyrði Þýskalandi. For- eldrar hennar voru frú Hanna og Hans Jóhansen. Föður sinn missti Jóhanna þeg- ar hún var 7 ára gömul eða í stríðslokin 1918 og fluttist móðir hennar þá með dætur sínar til Hamborgar, en þau áttu 4 dætur, Herlích sem er búsett í Ameríku, Kristína, dó á unga aldri, Anna Margareta, fluttist til íslands og giftist Sigurði Ólafssyni vélstjóra, og bjuggu í Reykjavík og er hún dáin fyrir nokkrum árum og svo Jóhanna sem fluttist til íslands 1933 til systur sinnar, og fór þá í ýmsa vinnu, svo sem í kaupavinnu börn og var þar sýnd gagnkvæm hjálpsemi og vinátta, sem gömlu hjónin nutu í ríkum mæli og alveg sérstaklega nú á síðustu árum er heilsunni fór að hraka. Á þessari kveðjustund minnist ég ótal ánægjustunda og traustrar vináttu, sem ég vil þakka af alúð. Við Margrét sendum Láru frænku minni og hennar fjölskyldu sam- úðarkveðjur. Hlýjar hugsanir fylgja Kristjáni til fyrirheitna landsins, sem allra bíður. Jóhannes Bjarnason Kristján Schram skipstjóri lést þann 8. febrúar sl., 88 ára að aldri. Lífsferill hans markaðist af sjó- mennsku eins og svo margra ann- arra dugmikilla manna af hans kynslóð. Hann fór ungur á sjó með föður sínum, Ellert Schram, en hann var kunnur skútuskipstjóri. Hinn strangi skóli á skútu var gott veganesti fyrir Kristján en æ'otarf hans varð togarasjó- mennska. Æfiferil Kr <h 2k ég ekki, til þess er ég ekki nægjanlega kunnugur, en við fráfall hans þyk- ir mér hlýða að senda nokkur kveðjuorð, en við eldri bræðurnir vorum honum samskipa meira og minna á togaranum Reykjaborg á árunum 1936 til 1940. Kristján heitinn var kvæntur Láru Jóns- dóttur Schram, föðursystur minni, en þau hjónin áttu tvær dætur þær Jónínu Vigdísi og Magdalenu, sem lést fyrir allmörgum árum. Föður mínum og Kristjáni var vel til vina og var heimili þeirra Láru og Kristjáns á Vesturgötunni nokkur bækistöð frændfólksins úr sveitinni í ferðum okkar til Reykjavíkur fyrr á árum. Framlag brautryðjendanna, sjósóknara og fiskimanna, til íslensku þjóðar- innar verður seint fullmetið og stundum vill hlutur þessara manna gleymast. Nútímafólk nýt- ur nú í ríkum mæli góðs af því sem íslensku togaramennirnir lögðu á sig á manndómsárum Kristjáns og jafnaldra hans. Frásagnir af lífi þessara manna og starfi þykja næsta ótrúlegar nútímafólki en það vinnuálag sem þeir bjuggu við getur með réttu kallast þrældóm- ur og er sem betur fer úr sögunni í okkar landi. Alkunnugt er það, að árið 1935 réðst faðir minn í kaup á togara sem var langstærsti togari sem ís- lendingar höfðu eignast. Skipið var rétt um 700 tonn eða um helm- ingi stærri en Skallagrímur sem faðir minn hafði verið með áður. Nú skyldi vanda val skipshafnar, enda mikið í húfi að vel tækist með þessa djörfu tilraun, og sanna ágæti stærri skipa sem sumir voru ekki trúaðir á. Faðir minn fékk nú Kristján mág sinn til þess að taka stöðu 1. stýrimanns og var valinn maður í hverju rúmi. Þessir menn, Guðmundur Jónsson og Kristján Schram, höfðu trú á hinu stóra skipi og voru ákveðnir í því að sýna það og sanna. Þetta tókst svo uppi í sveit á sumrin og svo á saumaverkstæði hjá Sólveigu Guðmundsdóttur, en 1936 kynntist hún þar eftirlifandi eiginmanni sínum en hann er bróðir Sólveig- ar. Svo gengu þau. Jóhanna og Bjarni bifreiðastjóri í Eyjum í hjónaband og fluttist hún þá til Eyja. Byrjuðu þau búskap í Pétursey, húsi Halldórs Magnússonar frá Grundarbrekku, síðan keyptu þau gamalt hús, Vesturveg 25, árið 1942, -en fluttust síðan í nýtt hús sem þau byggðu að Illugagötu 13, og fluttu þangað 1955, og bjuggu þar síðan. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau tóku tvo drengi sem eru Hannes Bjarnason, fæddur 1946, vélsmíðameistari, giftur Þorgerði Sigurvinsdóttur og eiga þau 2 dætur. Hannes hefur dvalið sem þeim er kunnugt sem gerst vita. Á þessu skipi var engu beini sem á dekk kom fleygt. Góðfiskur var verkaður í salt og ís en skrap- fiskur og úrgangur unninn um borð, þetta var hin fljótandi fiski- mjölsverksmiðja. Kristján Schram var góður sjómaður og hafði stjorn á liði sínu um borð og best naut hann sín er mest á reyndi. Það var með ólíkindum hve rödd hans barst um dekkið í brimgný og brotsjóum. Verkstjór- inn á dekki var ákveðinn og snjall enda lánsamur í starfi sínu og vel liðinn bæði á sjó og landi. Við þessi tímamót er Kristján hefir vistaskipti sendum við honum, kallarnir sem vorum með honum á Reykjaborginni, hinstu kveðju. Kristján var hið mesta ljúfmenni og ávallt kátur og glaður bæði á sjó og í landi, en hann gekk ríkt eftir því að menn framkvæmdu skipanir hans af öryggi og orða- laust, annars gat stýrimaður orðið brúnaþungur. Hann fann vel fyrir þeirri ábyrgð sem á honum hvíldi, einkum um öryggi skipsmanna á dekkinu. Unglinga og viðvaninga tók hann sérstaklega að sér svo sem háttur er þeirra sem velvilj- aðir eru og alvörumenn í starfi. Á þessum árum kynntist ég Kristjáni Schram vel og mat hann mikils og hlaut viðmót, sem ég bý að ef til vill enn í dag. Margir ung- ir menn tóku Kristján sér til fyrir- myndar; hann var snjall sjómað- ur, verklaginn og hygginn. Mann- dóm og myndarskap ættar sinnar bar hann með sér bæði á sjó og landi, og hann kunni manna best að umgangast alla sína samferða- menn hvort sem það var í háum sölum aðalsmanna eða í kaétu með íslenskum togarasjómönnum. Kristján hugsaði af umhyggju um heimili sitt og fjölskyldu og hann var einnig einn þeirra sjó- manna sem aldrei brögðuðu áfengi eða tóbak allt sitt líf. Við gömlu félagarnir frá þess- um árum heiðrum minningu ágæt- ismanns og vottum aðstandendum samúð við fráfall hans. Jón Guðmundsson Mikill öðlingsmaður verður í dag til moldar borinn. Kynni mín af Kristjáni og Láru hófust fyrir réttum 20 árum, en um það leyti dvaldi Lára Margrét, dótturdóttir þeirra og síðar eiginkona mín, langdvölum hjá þeim. Mér var alla tíð vel tekið og ég kynntist fljótt og lærði að meta og virða þessi einstöku heiðurshjón. Heimilis- bragurinn var allur til fyrirmynd- ar, samkomulag og samheldni þeirra hjónanna með miklum ágætum og reglusemi, heiðarleiki, frjálslyndi og festa í hávegum höfð. Gestrisni þeirra og félags- lyndi var viðbrugðið, enda var alla tíð sérlega gestkvæmt hjá þeim og glatt á hjalla. Hins vegar tel ég að aðalástæðan hafi verið sú, hve öll- um leið vel í návist þeirra hjóna, hve samræður við þau voru ávallt um 9 ára skeið hjá FAO eða Sam- einuðu þjóðunum við ýmis störf. Einar Þ. Kolbeinsson, fæddur 1953, kvæntur Maríu Óskarsdótt- ur og eiga þau 3 börn, búsett á Húsavík og er bifvélavirki. Þau hjónin hafa nú búið saman í 47 ár í mjög farsælu hjónabandi fróðlegar, uppbyggjandi og mál- efnalegar, en þó oftast kímni blandnar. Kristján var þegar við fyrstu kynni okkar orðinn aldraður að árum, hafði að baki langa og merka starfsævi, en var þó svo ótrúlega ungur í anda, fullur starfsgleði og lifandi áhuga á mönnum og málefnum líðandi stundar. Gamansamur var Krist- ján og oft hnyttinn í tilsvörum. Sérstök var þó viðleitni hans til að vera hinn trausti fjölskyldufaðir, sem ætíð bar hag og vellíðan sinna nánustu fyrir brjósti og lét aldrei undir höfuð leggjast að styðja og styrkja þá sem hann taldi hjálpar þurfi. Tókst honum þetta ætíð vel á sinn yfirlætislausa hátt. Þegar fram liðu stundir varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi, að eignast Kristján og Láru sem tengdaafa og -ömmu og búa í húsi þeirra að Vesturgötu 36B fyrstu búskaparár okkar hjóna. Kynntist ég þá enn betur og nánar mann- kostum þeirra og drengskap og naut ég og fjölskylda mín sam- vista við þau hjón alla tíð síðan, að undanskildum þeim árum, sem við dvöldum erlendis við nám og störf. Söknuðum við þeirra mjög þann tíma, en fjölmörg símtöl og ágæt bréf þeirra bættu nokkuð úr. Nú þegar komið er að lokum kynna okkar Kristjáns, hrósa ég happi yfir að hafa kynnst honum og hans ágætu konu. Vart fer á milli mála, að í Kristjáni hafa yngri menn fjölskyldunnar átt einstaka fyrirmynd, sem vert er að fylgja. þó erfitt muni reynast að feta í fótspor hans. Þegar ég heyri góðs manns getið minnist ég Kristjáns Schram. Hann verður ætíð í mínum augum einn af máttarstólpum þjóðfélags- ins á sinni tíð og á sinn hátt. Okkar litlu þjóð yrði betur borgið í framtíðinni, ef hún bæri gæfu til að eignast marga slíka syni. Ólafur Grétar Guðmundsson Náinn kumrngsskapur okkar Kristjáns Schram átti sér ekki langa sögu, en málkunnugir vor- um við um margra ára skeið. Kynnin af þessum hæga og yfir- lætislausa séntiln'anni voru í alla staði ánægjuleg og minningarnar eru mér dýrmæt eign. Ávinningur var það að kynnast sjómanni allt frá því á skútuöldinni. Er ég kom á Vesturgötuna á heimili Kristjáns og Láru, hans mætu konu, hefur mér a5tíð þótt sem andi gömlu skipstjóraheimil- anna í Vesturbænum svifi þar yfir. Samflotinu við hinn mæta mann er lokið og er honum þökkuð samfylgdin. Hugurinn leitar til Láru, sem var honum svo óum- ræðilega mikið, og átti stærstan þátt í að varpa birtu og yl á lífs- leiðina á langri ævi Kristjáns. Henni senda heimilisvinir þeirra samúðarkveðjur og biðja henni velfarnaðar. Sv.Þ. og voru svo samrýnd að þau máttu hvorugt af öðru sjá. Jóhanna unni mjög Vestmanna- eyjum og sagði stundum að þær væru sitt draumaland og gæti ekki hugsað sér að búa annarstaðar og þegar gosinu lauk voru þau með þeim fyrstu sem fluttu heim aftur. Jóhanna var mjög listhneigð og eru mörg mjög falleg handverk sem prýða heimili þeirra hjóna, Jóhanna var sérstaklega heima- kær og vildi hafa allt í röð og reglu. Jóhanna hafði ákveðnar skoðan- ir og var föst fyrir og trygg og drenglunduð og strangheiðarleg og með afbrigðum dugleg við það sem hún tók sér fyrir hendur, hún hafði sérstakt yndi af blómarækt, bæði utanhúss og innan, og dvaldi mörgum stundum í garðinum sín- um heima. Blessuð sé minning þessarar mætu konu, drottinn varðveiti hennar sál. Með samúðarkveðju til eigin- manns og aðstandenda hinnar látnu. Vinur. Jóhanna Guðmunds- son — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.