Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Peninga- markadurinn GENGIS- SKRANING NR. 36 — 21. FEBRÚAR 1984 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi 1 Dollar 29,230 29,310 29,640 1 St.pund 42,420 42,53» 41,666 1 Kan. dollar 23,389 23,453 23,749 1 Dönsk kr. 2,9689 2,9771 2,9023 1 Norsk kr. 3,8056 33160 3,7650 1 Sensk kr. 3,6587 3,6687 3,6215 1 FL mark 5,0606 5,0744 4,9867 1 Fr. franki 3,5170 33267 3,4402 1 Bolg. franki 0,5295 0,5310 03152 1 St. franki 13,1964 13,2325 13,2003 1 Holl. gyllini 9,6120 9,6383 9,3493 1 V-þ. mark 10,8430 10,8727 10,5246 1 II lira 0,01753 0,01758 0,01728 1 Austtirr. sch. 1,5372 13414 1,4936 1 Port escudo 0,2175 0,2181 03179 1 Sp. peseti 0,1899 0,1904 0,1865 1 Jap. ven 0,12490 0,12524 0,12638 1 írskt pund 33,366 33,457 32379 SDR. (SérsL dráttarr.) 30,6208 30,7047 V Vextir: (ársvextir) Frá og með 21. janúar 1984 INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóðsbækur................15,0% 2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).17,0% 3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1)... 19,0% 4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar. 0,0% 5. Verðtryggðir 6 mán. reikningar. 1,5% 6. Ávísana- og hlaupareikningar... 5,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæður í dollurum......... 7,0% b. innstæður í sterlingspundum. 7,0% c. innstæðurív-þýzkummörkum... 4,0% d. innstæður í dönskum krónum.... 7,0% 1) Vextir færðir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: HÁMARKSVEXTIR (Veröbótaþáttur í sviga) 1. Vixlar, forvextir..... (12,0%) 18,5% 2. Hlaupareikningar ..... (12,0%) 18,0% 3. Afurðalán, endurseljanleg (12,0%) 18,0% 4. Skuldabréf ........... (12,0%) 21,0% 5. Vísitölubundin skuldabréf: a. Lánstími minnst V/i ár 2,5% b. Lánstimi minnst 2% ár 3,5% C. Lánstími minnst 5 ár 4,0% 6. Vanskilavextir á mán...........2,5% Lífeyrissjóðslán: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 260 þúsund krónur og er lániö visitölubundiö meö láns- kjaravisitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lífeyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 120.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 10.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns- upphæöar 5.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 300.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 2.500 krón- ur fyrir hvern ársfjóröung sem liöur. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstiminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísitala fyrlr janúar 1984 er 846 stig og fyrir febrúar 850 stig, er þá miöaö viö vísitöluna 100 1. júni 1979. Hækkunin milli mánaöa er 0,5%. Byggingavísitala fyrir október-des- ember, sem gildir frá 1. janúar, er 149 stig og er þá miöaö viö 100 i desember 1982. Handhafaskuldabróf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. jL Sterkurog hagkvæmur auglýsingamióill! Leiftur frá liðinni öld — Ómar Ragnarsson rædir við Jenný Guðmundsdóttur Jenný Guðmundsdóttir, varð ný- lega 105 ára gömul og er því elsti núlifandi íslendingurinn. í kvöld klukkan 20.35 lítur Ómar Ragn- arsson inn til hennar og rteðir við hana í þætti sínum, „Leiftur frá liðinni öld“. Jenný segir frá gamalli tíð, þegar hún var ung á öldinni sem leið. Hún er eini núlifandi Is- lendingurinn sem var samtíða Jóni Sigurðssyni forseta og hún man þá tíð, er eina tilbreytingin í mataræði var í þau fáu skipti sem fólk fékk nægju sína. Jenný segir í þessum þætti á hreinskilinn og opinskáan hátt frá mektarmönnum um alda- mótin, einnig frá skoðunum sín- um, til dæmis á aðbúnaði gamla fólksins, hundahaldi og lífsham- ingjunni. Utvarp kl. 22.40: VIÐ Þáttur um fjölskyldu- mál, áfengismál, áhrif á heimili, meðferðarferli o.fl. Við — þáttur um fjölskyldumál, verður á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 22.40. „Mörgum kann að virðast sem það sé að bera í bakkafullan læk- inn að fjalla um áfengismál í þættinum, en svo er þó ekki,“ sagði Helga Ágústsdóttir um- sjónarmaður þáttarins í spjalli við Mbl. „Við fáum í heimsókn Brynjólf Hauksson lækni á sjúkrastöð- inni Vogi. Hann segir frá með- ferðarferli og fleiru sem viðvíkur áfengismálum. Þá kemur Sig- urður Gunnsteinsson til viðtals, en hann er rekstrarstjóri á með- ferðarheimilinu að Sogni. Gripið verður niður í fyrirlestri Krist- ínar Waage félagsfræðings, þar sem hún segir meðal annars frá áhrifum alkóhólisma á fjölskyld- ur þar sem einn eða fleiri eru háðir áfengi. Að lokum verður viðtal við unga konu, margra barna móð- ur, sem hefur staðið við hlið mannsins síns í langri baráttu hans við Bakkus. Ég vil hvetja alla þá, sem af einhverjum ástæðum hafa velt þessum málum fyrir sér, til að láta orð þessa mæta fólks ekki fara fram hjá sér,“ sagði Helga Ágústsdóttir að lokum, en þáttur hennar er sem fyrr segir á dag- skrá útvarpsins klukkan 22.40 í kvöld. Sjónvarp kl. 22.10 Listhlaup kvenna á vetrarólympíuleikunum Listhlaup kvenna frá vetrar- ólympíuleikunum í Sarajevo, veró- ur sýnt í sjónvarpinu í kvöld kl. 22.10, á eftir Dallas. Þegar keppt var nú á dögun- um, börðust tvær konur um gull- verðlaunin, þær Rosalinn Sum- ners frá Bandaríkjunum og Cat- arina Witt frá A-Þýskalandi. Rosalinn er núverandi heims- meistari i listhlaupi kvenna, en á ólympíuleikunum varð hún að láta í minni pokann fyrir stöllu sinni, Catarinu. Á meðfylgjandi mynd sést Rosalinn skauta í átt til heimsmeistaratitilsins fyrr í vetur. Utvarp Reykjavík /MIENIKUDKGUR 22. febrúar MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. B, Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð- urfregnir. Morgunorð: — Ág- ústa Agústsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leikur í laufi" eftir Kenneth Grahame Björg Árnadóttir les þýðingu sína (16). Ljóðaþýðing: Kristján frá Djúpalæk. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustgr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi íslenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdóttir. 11.45 íslenskt mál. Endurt. þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar frá laugard. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍDDEGIO 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Þýsk og ítölsk dægurlög. 14.00 „Klettarnir hjá Brighton" eftir Graham Greene Haukur Sigurðsson les þýðingu sína (6). 14.30 Úr tónkverinu Þættir eftir Karl-Robert Danler frá þýska útvarpinu í Köln. 8. þáttur: Einleikarinn Umsjón: Jón Örn Marinósson. 14.45 Popphólfið — Jón Gústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar: Tónlist eftir Felix Mendelssohn Concertgebouw-hljómsveitin í Amsterdam leikur „Scherzo, næturljóð og brúðarmars“ úr „Jónsmessunæturdraumi“ op. 61; Bernard Haitink stj./ Fíl- harmóníusveit Berlínar leikur Sinfóníu nr. 1 í c-moll op. 11; Herbert von Karajan stj. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og Gísla Helga- sona. KVÖLDIP 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Heiðdís Norðfjörð (RÚVAK). 20.00 Barnalög. 20.10 Ungir pennar Stjórnandi: Hildur Hermóðs- dóttir. 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Benni og ég“ eftir Robert Lawson Bryndís Víglundsdóttir byrjar lestur þýðingar sinnar. 20.40 Kvöldvaka a. Lundúnaferð séra Jónmund- ar Halldórssonar Baldur Pálmason les þriðja og síðasta hluta ferðasögunnar. b. Kristin fræði forn Stefán Karlsson handritafræð- ingur tekur saman og flytur. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Píanósónata nr. 4 í Es-dúr op. 7 eftir Ludwig van Beet- hoven Arthur Schnabel leikur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Við. Þáttur um fjölskyldu- mál. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 23.20 íslensk tónlist Sinfóníuhljómsveit íslands leik- ur; Páll P. Pálsson stj. a. Tilbrigði op. 7 eftir Árna Björnsson. b. „Úr myndabók Jónasar Hall- grímssonar“ eftir Pál ísólfsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 22. febrúar 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafs- son 14.00—16.00 Allrahanda Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 16.00—17.00 Afrísk tónlist Stjórnandi: Jónatan Garðarsson 17.00—18.00 Á íslandsmiðum Stjórnandi: Þorgeir Ástvaldsson mwmm MIÐVIKUDAGUR 22. febrúar 18.00 Söguhornið Níski haninn — myndskreytt ævintýri. Sögumaður Sjöfn Ing- ólfsdóttir. Umsjónarmaður Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.10 Fæðingardagurinn Stutt mynd um barnsfæðingu. (Nordvision — norska sjón- varpið). 18.15 Fram nú allir í röð Sovésk teiknimynd um ævintýri lcikskólabarna á gönguför. 18.35 Um loftin blá Fræðslumynd um flug og eigin- leika loftsins úr sama flokki og myndirnar um vatnið. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeinsson. (Nordvision — sænska sjón- varpið). 18.55 Fólk á förnum vegi Endursýning — 14. Gleymska. Enskunámskeið í 26 þáttum. 19.10 Reykjavíkurskákmótið 1984 Skákskýringar 19.30 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Leiftur frá liðinni öld Elsta kona á íslandi, Jenný Guðmundsdóttir, varð nýlega 105 ára. Hún man því tvenna tímana og rekur minningar frá 19. og 20. öld. Ómar Ragnarsson ræðir við hana. 21.20 Dallas Bandarískur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Vetrarólympíuleikarnir I Sarajevo (Eurovision — JRT — danska sjónvarpið) 23.10 Fréttir í dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.