Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 17 IKwgmiHaMfr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Hræðsla Kremlverja Frá því var skýrt í Morg- unblaðinu fyrir skömmu að framkvæmdastjórn Lista- hátíðar í Reykjavík hefði ákveðið að skrifa sovéskum yfirvöldum og láta í ljós von- brigði sín með „að sovésk menningaryfirvöld hafi látið eins og sovéski leikstjórinn André Tarkowski væri ekki til“ eins og það var orðað. Kvikmyndadeild mennta- málaráðuneytisins í Moskvu hefur hundsað öll tilmæli héðan varðandi Tarkowski. Thor Vilhjálmsson, rithöf- undur, sagði ástæðuna þessa: „Þeir eru hræddir við hann, hann er svo mikið skáld." Á Reykjavíkurskákmótinu keppir Lev Alburt, landflótta frá Sovétríkjunum og nú bú- settur í Bandaríkjunum. Þeg- ar Alburt keppti á samskonar móti 1982 þýddi hann fyrir Morgunblaðið viðtal við Boris Gulko, skákmeistara í Sovét- ríkjunum, sem smyglað var úr landi, en Kremlverjar hafa svipt Gulko ferðafrelsi eins og Tarkowski. Frá því í janúar 1979 hefur Gulko verið at- vinnulaus, eða síðan hann sótti um brottfararleyfi frá Sovétríkjunum og var neitað um það. Fyrir tveimur árum sagði Lev Álburt hér í blaðinu og eiga orð hans enn við: „Boris Gulko, stórmeistari, kona hans Anna og þriggja ára sonur, David, eru í hræði- legri aðstöðu. Þau liggja á bæn í von um að fá brottfar- arleyfi til Vesturlanda þar sem þau geta verið frjáls. Reynslan sýnir, að líkurnar á því að þau ferðist austur á bóginn, til Síberíu, eru marg- falt meiri.“ Hræðsla Kremlverja teng- ist þannig tveimur snillingum sem komið hefðu hingað til Reykjavíkur, annar vegna kvikmyndahátíðar og hinn til að tefla, ef þeir hefðu mátt um frjálst höfuð strjúka. Væru talin nöfn allra þeirra sem eru í sömu eða svipaðri aðstöðu vegna ofsókna harð- stjóranna í Sovétríkjunum myndu allar síður Morgun- blaðsins ekki duga undir þann lista. ■ Tveir einstaklingar skulu þó nefndir: Andre Sakharov og Júrí Orlov. Síð- astliðið sumar sagði Elena Bonner, eiginkona Sakharovs: „Þeir ætla að drepa okkur og þegi Vesturlandabúar áfram líður brátt að endalokunum." Fréttir af Sakharov-hjónun- um hafa síðan verið litlar sem engar. Hinn 10. febrúar síðastlið- inn voru 7 ár liðin frá því að Júrí Orlov, eðlisfræðingur, var fangelsaður í Sovétríkj- unum fyrir að hafa unnið að miðlun upplýsinga um Hels- inki-samþykktina og brot Kremlverja á henni. Orlov er farinn að heilsu og fangaverð- ir hafa neytt allra ráða til að brjóta andlegan styrk hans á bak aftur. Strjálar upplýs- ingar um Orlov benda til að hann sé enn óbugaður og bíði þess eins að fá frelsi að nýju. Líkurnar á því eru minni en áður því að í október 1983 var refsilögum Sovétríkjanna breytt á þann veg að nú geta fangelsisstjórar lengt refsi- vist fanga um 5 ár án mála- ferla. Allir þeir sem losnað hafa úr greipum Kremlverja eru sammála um að þrotlaus bar- átta fórnfúsra einstaklinga, samtaka þeirra og opinberra aðila á Vesturlöndum hafi sömu áhrif og dropinn sem holar steininn gagnvart harð- stjórunum. Hér hafa nokkrir einstaklingar verið nefndir sem þurfa allir á hjálp okkar að halda. Hræðsla Þjóðviljans Þjóðviljinn kemst að þeirri niðurstöðu í forystugrein í gær að gagnrýni Morgun- blaðsins á Sovétstjórnina og útsendara hennar eigi upp- runa sinn að rekja til KGB! Það hefur margoft sýnt sig að síst af öllu er þess að vænta að unnt sé að eiga skynsam- legar rökræður við Þjóðvilj- ann. Fjarstæðukenndar skoð- anir blaðsins eru þess eðlis. Með því að saka Morgunblað- ið um þjónkun við KGB er Þjóðviljinn að reyna að svara 1 leiðara og samantekt hér í blaðinu á laugardag, þar sem enn einu sinni var leitt í ljós að Þjóðviljinn og forystu- menn Alþýðubandalagsins eru helstu heimildarmenn lygafréttamiðlunar sovéska sendiráðsins og KGB í Reykjavík hvort heldur hún er stunduð annars staðar á Norðurlöndunum eða í mál- gagni Rauða hersins í Moskvu. Hvernig væri að full- trúar viðskiptaráðuneytisins tækju leiðarabút Þjóðviljans um Morgunblaðið með sér næst þegar þeir þurfa að semja við Sovétstjórnina? Ef- ist menn í Moskvu um sann- leiksgildi skrifa Þjóðviljans er starfsmönnum í sendiráði íslands þar bent á að safna öllum tilvitnunum Novosti í Þjóðviljann, Ólaf R. Gríms- son og Svavar Gestsson og senda til Kremlarkastala. Kannski trúa Kremlverjar þó ekki frekar Novosti en íslend- ingar Þjóðviljanum? Skiotar skoðanir um samkomulagið á formannafundi ASI Nær þriðjungur fundarnianna sat hjá við atkvæðagreiðsluna Dagsbrún og rafiðnaðarmenn á móti ÁBERANDI margir formenn sátu hjá við óformlega atkvæðagreiðsiu um samkomu- lag Alþýðusambands íslands og Vinnuveit- endasambands íslands þegar það var borið undir atkvæði í lok formannafundar ASÍ í gærkvöld. Fimm fulltrúar greiddu atkvæði gegn samkomulaginu, fulltrúar Dagsbrún- ar, Rafiðnaðarsambandsins, Félags ís- lenskra rafvirkja, Félags íslenskra skrift- vélavirkja og Sveinafélags rafeindavirkja. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sat allt að þriðjungur fundarmanna hjá við atkvæðagreiðsluna en atkvæði voru ekki talin af fundarstjóra, Birni Þórhallssyni, varaforseta ASÍ. Meðal þeirra, sem sátu hjá, voru fulltrúar Sambands bygginga- manna og Sambands málm- og skipasmiða. Nokkrir fundarmanna létu í ljós þá skoðun við blaðamann Mbl. að fundinum loknum, að full hratt hafi verið „keyrt“ í afgreiðslu samkomulagsins, aðrir sögð- ust að vissu leyti geta tekið undir það en töldu jafnframt, að frekari umræður eða t.d. nafnakall í atkvæðagreiðslu hefði engu breytt um niðurstöðu formanna- fundarins. Talsverðar umræður urðu um sam- komulagið á fundinum, sem hófst kl. 16 í fundarsal rafvirkjafélagsins í Borgar- túni 22. Fyrstur til að andmæla sam- .íomulaginu var Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslands. Eftir kaffihlé lifnaði yfir umræðunum og dróst fundurinn fram yfir kl. 19; upp- haflega hafði verið áætlað að honum lyki upp úr kl. 18, því kl. 18:30 var búið að boða til sameiginlegs blaðamanna- fundar samninganefnda ASÍ og VSÍ, þar sem kynna átti samkomulagið. Það var fyrst kynnt miðstjórnarmönnum ASÍ í fyrrakvöld. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar: Fæ ekki séð betri lausn í stöðunni „Ég greiddi þessu samkomulagi mitt atkvæði á miðstjórnarfundi ASÍ á mánu- dagskvöldið, þegar samkomulagið var fyrst kynnt okkur," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar. „Þótt hækkun tekjutryggingarinnar sé spor í rétta átt, þá tel ég hana ekki vera nægilega mikla. Og ég vil gjarnan fá að sjá nánari útfærslu á fyrirhug- uðum ráðstðfunum ríkisstjórnarinnar áður en ég treysti mér til að mæla með samkomulaginu við mína félagsmenn. Bókun stjórnarinnar er ekki nógu skýr. En þótt hér sé ekki gengið nógu ' vngt, þá kem ég ekki auga á aðra betri iusn í stöðunni. Ef við viljum fá íeira, þá verður fólk að vera tilbúið * leggja harðar að sér í baráttunni. Eg vil taka það sérstaklega fram, að samninganefnd okkar hefur unnið mjög vel, hún hefur farið eins langt og hún hefur getað. Það hefur verið í samræmi við þann stuðning, sem hún hefur fengið — og sá stuðningur hefði mátt vera meiri. En þegar tekið er tillit til þess, að ríkisvaldið hefur gengið á alla kjarasamninga, sem gerðir hafa verið á síðustu árum, þá er varla von að fólk sé fýsandi að fara í harða kjarabaráttu á þessum tíma. Þetta samkomulag verður lagt fyrir félaga í Sókn á félagsfundi einhvern næstu daga, þeir munu ákveða hvort við samþykkjum þetta eða ekki,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: Skynsamlegt mat í stöðunni „ÉG TEL að þeir samningar sem við höfum gert séu skynsamlegt mat á þeirri stöðu sem við erum í í dag. Ég lít ekki á þá sem mat á réttmætum hlut okkar í þjóðartekjum, eða að við fáum sann- gjarnt skiptahlutfall á railli launafólks og atvinnurekenda, en ég tel hins vegar að miðað við þá samningsstöðu sem við höf- um í dag þá sé skynsamlegra að gera þennan samning en stefna í átök, sem hlyti þá að vera hinn kosturinn, ef við ekki vildum semja,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands ís- lands vegna kjarasamninganna. Hann sagði ennfremur: „Með þess- um samningi er viðmiðunin sú að halda að meðalltali kaupmætti sem var á fjórða ársfjórðungi sl. árs, þann- ig að það er ekki sótt fram á við heldur stefnt að því að stöðva það hrap kaup- máttar, sem við höfum staðið frammi fyrir. Við fáum með þessum samningi 15xk% hækkun á lágmarkstekjum fyrir þá sem eru á lægstu tekjum og vinna aðeins dagvinnu. Þá höfum við lagt fyrir ríkisstjórnina tillögur um Ásmundur Stefánsson um afstöðu Guðmundar J. Guðmundssonar: Samningarnir skyn- samlegri kostur en aðildarfélögin hljóta að meta það hvert fyrir sig „ÞAÐ ER í valdi hvers félags innan okkar raða að taka þá afstöðu sem það kýs í sambandi við samningsgerð. Al- þýðusambandið hefur ekkert samn- ingsforræði fyrir einstök aðildarfélög og aðildarfélögin hvert fyrir sig hljóta að verða að meta það, hvernig þau taka á þessum málum,“ sagði Asmundur Stefánsson forseti Alþýðusafflbands ís- lands, er Mbl. spurði hann álits á yfir- lýsingum Guðmundar J. Guðmunds- sonar, formanns Dagsbrúnar, og af- stöðu hans til kjarasamninganna, en hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki greiða samningunum atkvæði sitt. Ásmundur sagði ennfremur: „Við ákváðum á vettvangi Alþýðusam- bandsins að ganga frá þessum samn- ingum og á fundi formanna í dag var samþykkt að mæla með því við aðild- arfélögin, að þau gengju inn á þenn- an samning. Eg get ekki gert annað í þessu sambandi en endurtaka það, að ég tel samningana skynsamlega með tilliti til þeirrar stöðu sem við erum í í dag. Við teljum að það sé skynsamlegri kostur en að stefna í átök.“ tilfærslur til þeirra sem hafa lágar tekjur og framfærslubyrði, sem styrk- ir töluvert aðstöðu þeirra." — Er þarna þá að þínu mati veru- lega komið til móts við þá lægstlaun- uðu og þá sem eru verst staddir, eins og forustumenn verkalýðshreyfingar- innar hafa lengi sagst stefna að? „Það er að mínu viti mikilsverður áfangi, bæði sú sérstaka samningslega hækkun sem verður, og jafnframt sú úrbót sem þeir tekjulægstu fá í þess- um samningi, bæði hvað snertir samn- ingshækkunina sjálfa og þær tekju- tilfærslur sem koma frá því opinbera." Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar: Óttast að kaupmáttur haldi áfram að rýrna „Við hvetjum félaga í Dagsbrún til að leggja niður vinnu á fimmtudaginn og koma á félagsfundinn í Austurbæjarbíói, þar sem samningurinn verður skýrður og kynntur," sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, einn þeirra, sem greiddu atkvæði gegn sam- komulaginu á formannafundi ASI. „Kostirnir við þennan samning eru helst þeir að dagvinnutekjutryggingin hækkar laun þeirra lægst launuðu um einar sextán hundruð krónur. Til- færslur í tryggingakerfinu hækka mæðralaun, barnabætur, ellilífeyri og örorkubætur, þótt allt sé það nú tekju- bundið,“ sagði Guðmundur. „Ég hef haft áhyggjur af því, að allt fram á síðustu stundu átti að afla fjár í ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar með lækk- un niðurgreiðslna á landbúnaðarvör- um um þriðjung. Það er náttúrlega ekkert annað en tilfærsla á milli laun- þega. Mín skoðun er sú, að ríkið hefði átt að taka þessar 330 milljónir með auknum sparnaöi í ríkisrekstrinum — það getur ekki verið sérstaklega drjúg kjarabót að hækka brýnustu lífsnauð- synjar um ein sjö prósent. En þetta er ekki lengur í samkomulaginu — það er nú á valdi ráðherra og ríkisstjórnar, hvort sem það er gott eða vont.“ Guðmundur sagðist telja mikla bjartsýni, að launahækkanirnar í samkomulaginu tryggðu óskert kaup á árinu 1984; að gera ekki ráð fyrir nema 10% hækkun á verðlagi frá 1. janúar 1984 til 1. janúar 1985. „Ég ef- ast mjög um að þessi spá standist," sagði hann. „Það er gert ráð fyrir 5% gengisbreytingum á árinu, menn hafa sterkan grun um hækkun landbúnað- arvara — ekki síst vegna frumvarps viðskiptaráðherra um nýja fram- færsluvísitölu, þar sem landbúnaðar- vörur vega minna en áður — og svo er óvissa á alþjóðlegum gjaldeyrismark- aði. Þessar verðhækkanir fara allar út í verðlagið og ég óttast, að kaupmáttur ráðstöfunartekna haldi áfram að rýrna.“ Okosti samkomulagsins gagnvart Dagsbrúnarfélögum sagði Guðmundur t.d. vera þá, að yfirvinna væri ekki miðuð við tekjutryggingu heldur launataxta, sem væru margir mun lægri en 12.660 krónur. „Þetta þýðir að yfirvinnuálag á 9. taxta Dagsbrúnar lækkar úr 40% í 17% og næturvinnu- álag lækkar úr 80% í 50%. Þegar við féllumst á það, í harðærinu 1969, að lækka þetta tímabundið úr 50% og 100%, þá ætluðumst við ekki til að það yrði haldið áfram að ganga á þessi réttindi okkar. Ef við tökum þessu, þá gætu liðið árin tvenn áður en okkur tekst aftur að ná þeim réttindum, sem við létum eftir „tímabundið" fyrir hálfum öðrum áratug," sagði hann. Formaður Dagsbrúnar bætti því við, að sér þætti súrt í broti að sjá hvergi tilraun til lagfæringar á töxtum Dags- brúnarmanna til samræmis við ýmis önnur félög, t.d. félög opinberra starfsmanna. „Það eru menn að moka á sama bilinn á mismunandi kaupi og bílstjóri hjá okkur getur verið á allt að 12 króna lægra tímakaupi en opinber starfsmaður á nákvæmlega eins bíl. Við viljum flytja til ýmsa taxta, sem eru óeðlilega lágir, við viljum fá veru- legar flokkatilfærslur. Lægstu taxt- ana vildum við klippa alveg af, við er- um nefnilega meira á töxtunum en menn halda." — Það má gefa sér, að róðurinn geti orðið ykkur erfiður verði samkomu- lagið fellt á félagsfundi Dagsbrúnar. Hvað kemur þá til greina — verkfalls- aðgerðir eða yfirvinnubann, eins og um árið? Guðmundur J. Guðmundsson fékk sér í nefið um leið og hann kvaddi: „Lélegur hershöfðingi," sagði hann og dró seiminn, „lélegur hershöfðingi fer að undirbúa síðasta stríð: Það æthan við ekki að gera ... “ Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ: Þýðir 6—7% kostnaðarauka fyrir atvinnu- reksturinn „í ÞESSUM samningum settu aðilar sér það markmið að reyna að ná samkomu- lagi sem hefði í för með sér kjarabætur fyrir þá sem verst eru settir, jafnframt því að hækka laun hinna lægstlaunuðu umfram önnur laun,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI, um samningana sem undirritaðir voru í gær. „Miðað við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu er ljóst að atvinnureksturinn á mjög erfitt með að taka á sig kauphækkanir. Hins veg- ar mat VSÍ það þannig að það sé rétt að finna friðsamlega lausn á vinnu- markaðinum, þannig að menn geti ein- beitt sér að því á þessu ári að efla atvinnureksturinn í landinu án þess að þurfa að óttast ófrið á vinnumarkað- inum. Þessir samningar þýða á milli 6—7% kostnaðarauka fyrir atvinnu- reksturinn. Það er erfitt að segja til um það hver áhrif þessa samnings verða á þróun efnahagsmála, en við vitum að allar launahækkanir um- fram eðlilega aukningu í verðmæta- sköpun leiða til aukins þrýstings á gengi krónunnar og auka því hættuna á auknu verðbólguskriði. Við þekkjum hins vega öll óvissuna í þróun efna- hagsmála, hvort sem rætt er um afla- magn, verð á afurðum okkar erlendis eða gengisþróun bandaríkjadollars," sagði Magnús. — Ertu ánægður með þetta sam- komulag? „Auðvitað er maður aldrei ánægður að öllu leyti. Þegar staðið er í samn- ingaviðræðum er ljóst að menn mæt- ast á miðri leið, þar sem hvorugur að- ilinn hefur allt fram, sem hann hefur viljað út úr samningunum. Ég tel hins vegar miðað við aðstæður í þjóðfélag- inu að þetta sé ábyrgur samningur og að hann tryggi betur en flestir aðrir sem gerðir hafa verið á undanförnum árum kjör þeiraa sem verst eru settir án þess að það hafi þá afleiðingu að launaskalinn springi og hættan á óða- verðbólgu stóraukist. Þessir samning- ar koma til með að skapa ákveðna spennu en það hlýtur að vera sameig- inlegt markmið okkar allra að halda verðbólgunni í skefjum," sagði Magn- ús. — Nú er ljóst að allir aðilar eru ekki jafn ánægðir með samningana. Mun VSl semja öðru vísi við þá en ASÍ? „VSÍ hefur gert heildarsamning við; ASÍ. f þessu samkomulagi hefur VSÍi samþykkt allar þær kauphækkanir sem það telur mögulegar í þessum samningum. Það skal vera öllum Ijóst að VSÍ mun ekki semja á annan hátt við aðra aðila. Við gengum frá þessum samningum á þann hátt að þeir tryggðu hinum verst settu mestar kjarabætur. Þeir hafa verið undirrit- aðir af samninganefnd ASÍ og sam- þykktir í miðstjórn. Ég vil trúa því að um þá verði samstaða á vinnumarkað- inum í heild,“ sagði Magnús að lokum. Magnús L. Sveinsson, formaður VR: Abyrgðarhluti að mæla gegn þessum samningum „ÞAÐ ER þýðingarmikið í þessu sam- komulagi, að með því er stefnt að stöðv- un launahrapsins, sem verið hefur allt frá síðari hluta ársins 1982. Með samn- ingnum er stefnt að því að kaupmáttur launataxta í ár verði ekki lakari en á fjórða ársfjórðungi 1983,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, að loknum formannafundi ASÍ í gær, þar sem samn- ingur ASÍ og VSf var samþykktur með þorra greiddra atkvæða gegn fimm. Allt að þriðjungur fundarmanna sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Því er ekkert að neita," sagði Magnús L. Sveinsson, „að þrátt fyrir þennan samning eru launataxtar Al- þýðusambandsins lágir. Én kosturinn við samninginn er fyrst og fremst sá, að hann færir hinum lægstlaunuðu til- tölulega mestu kjarabæturnar. Það er í samræmi við það sem menn hafa mest talað um. Spurningin er, þegar þetta er metið, hvað annað kom til greina. Það verða menn að gera upp við sig. Þetta snýst ekki aðeins um það hvort menn eru ánægðir. Ég er sannfærður um, að það var ekki hægt að ná meiri launahækk- unum nema með verkfallsaðgerðum eða þessháttar og þó er ég ekkert viss um, að það hefði borið tilætlaðan árangur. Atvinnuástand í landinu er víða slíkt, samanber óvissuna í sjávar- plássum og með tilliti til útfærslu kvótakerfisins, að margir atvinnurek- endur væru því vafalítið fegnastir að geta lokað fyrirtækjunum. Og þá skiptir engu máli hversu launahækk- anir hefðu verið miklar. Mitt mat er því að lengra hafi ekki verið komist án aðgerða. Eg tel að launþegar almennt séu ekki reiðubúnir til að fara út í aðgerðir til að knýja fram hugsanlega eitthvað meira. Stjórn VR mun því mæla með á fé- lagsfundi að samningurinn verði sam- þykktur. Það er ábyrgðarhluti að mæla gegn honum, því þá væru enn óbætt kjör þeirra sem eru á lægstu laununum," sagði Magnús L. Sveins- málum haldið, þá á að vera hægt að koma í veg fyrir að hún fari á fulla ferð aftur. Ég tel að allir aðilar hafi staðið skynsamlega að þessum hlut- um, lagt sig fram um að ná samkomu- lagi og unnið vel. Við vonumst til að þessir samningar geti orðið til fyrir- myndar svo heildarsamningar náist í öllu landinu. Auðvitað er maður aldrei fullkomlega ánægður, þannig er það í samningum að það verður að gefa eftir til að ná samkomulagi. En ég vona að stjórnvöld fái með þessum samningi frið til að halda áfram starfi sínu, þannig að í framtíðinni verði hægt að búa atvinnuvegunum þannig grund- völl að þeir geti greitt seinna meir raunverulega hærri laun,“ sagði Páll Sigurjónsson, formaður VSÍ, að lok- Páll Sigurjónsson, formaöur VSÍ: Nokkuð skyn- samlegur samningur „ÉG TEL að þetta sé nokkuð skynsam- legur samningur miðað við aðstæður. Að vísu er farið fram á ystu nöf í honum, en ég vona að það verði öllum til góðs að vinnufriður sé tryggður fram í aprfl á næsta ári,“ sagði Páll Sigurjónsson, formaður Vinnuveitendasambands Is- lands, um samning ASÍ og VSÍ. „Samningurinn felur í sér hættu á að verðbólgan aukist, en ef rétt er á Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Geymi mér ummæli þar til síðar „Ég vil ekki segja neitt á þessu stigi málsins um samning ASÍ og VSÍ. Ég vil geyma mér nokkur ummæli þar til við höldum umræðum okkar áfram," sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, að- spurður um samning ASÍ og VSÍ í gær. Fundi var frestð með samninganefnd BSRB og ríksivaldsins þar til kl. 10 á morgun, flmmtudag, og 60 manna samn- inganefndarfundur BSRB hefur verið kallaður saman þá um kvöldið klukkan 20. Kristján sagði að ekkert hefði mið- að: „Við vorum að ræða önnur atriði en sjálf launin og það má segja að það hafi ekkert gengið," sagði Kristján. Kristján var einnig spurður hvort samningur ríkisstarfsmanna innan BHM og ríkisins, sem undirritaður var á laugardaginn, hefði áhrif á samningagerð BSRB við ríkisvaldið. „Ég tel ekki að þeir hafi nein áhrif. BHM hefur viðmiðunarrétt, en við er- um með sjálfstæðan samningsrétt með verkfallsrétti. Þeir geta farið fram á endurskoðun á samningnum í samræmi við hvernig umsemst hjá öðrum, svo ég tel að þeir séu bara að semja upp á það sem aðrir fá. Þeir semja um eina launaprósentu 1. mars án nokkurar kaupmáttartryggingar og ég tel því að þetta sé marklaus samn- ingur. Þeir geta krafist endurskoðunar og ég tel þetta því ekki alvörusamn- ing,“ sagði Kristján. Samningur ASÍ og VSÍ fer talsvert út fyrir þann ramma sem settur er í fjárlögum, sem er 4%. Guðmundur J. hafði 2 vikur til að koma athugasemdum sínum á framfæri — segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri „Ég verð að lýsa furðu minni á þeirri afstöðu sem kemur fram hjá Guð- mundi J. Guðmundssyni í tengslum við þessa samninga," sagði Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri VSÍ, að- spurður um ummæli Guðmunds J. þess efnis að hann muni mæla gegn sam- þykkt þessara samninga. „Hann hefur margoft lýst því yfir að hann telji forsendur fyrir samn- ingum þær, að þeir sem lægst hafa launin fái kjarabætur umfram aðra launþega á vinnumarkaðinum. Hann hefur jafnframt tekið undir þá skoð- un, sem flestir sem nálægt þessum málum koma hafa, að tryggja þurfi betur kjör þeirra sem verst eru sett- ir. Nú þegar ASÍ og VSl hafa gert samning sem felur í sér raunhæfari kjarabætur fyrir þessa aðila en flestir samningar sem gerðir hafa verið á undanförnum árum, lýsir hann sig í andstöðu við niðurstöð- una. Hann segir jafnframt að það séu atriði í samningum sem Dagsbrún hafi ekki fengið leiðrétt. Nú er það svo að í dag er hálfur mánuður lið- inn frá því samninganefnd VSl kom til sérstaks fundar fyrir tilstilli ASl með Guðmundi til að ræða sérstak- lega þau mál er vörðuðu Dagsbrún. Niðurstaða þessa fundar var sú að VSÍ fór fram á að hann setti hug- myndir sínar niður á blað og kæmi þeim til VSÍ. Á þeim tíma sem liðið hefur síðan hefur ekki örlað á þess- um hugmyndum, og Guðmundur hefur ekki reynt að hafa samband við einhvern samninganefndarmann VSÍ. Guðmundur hafði því tvær vik- ur til að koma hugmyndum sínum formlega á framfæri við VSÍ. Hann notaði ekki þetta tækifæri og eru því viðbrögð hans og málflutningur með öllu óskiljanlegur. Ég skil því ekki hvernig Guð- mundur getur í dag snúist með þess- um hætti gegn þessum samningi sem raun ber vitni og ég trúi því ekki fyrr en á reynir að hann komi til með að stofna þessum heildarsamningi í hættu og komi þannig í veg fyrir að þær kjarabætur sem hann hefur í för með sér fyrir lágtekjufóik og þá sem við erfiðastar aðstæður búa nái fram að ganga með því að fella hann,“ sagði Magnús Gunnarsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.