Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984
21
radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
húsnæöi óskast
3ja—5 herb. íbúð óskast
til leigu í allt að 6 mánuöi frá 1. apríl nk. á
svæðinu: Reykjavík — Hafnarfjörður.
Upplýsingar í síma 10546 og 23229.
íbúð óskast í Reykjavík
Vantar íbúð 3ja—4ra herb. er húsnæðislaus
frá 1. apríl nk.
Vinsamlegast hafið samband í síma 13892,
Guörún Á. Simonar.
Bátur
Til sölu frambyggður plankabyggður bátur
11,65 tonn meö góöri vél og góðum tækjum,
línu og togspili, 4 handfærarúllum, þorska-
netaútgerð. Til afh. strax. Tilbúinn á veiðar.
Fasteignamiðstöðin,
Hátúni 2. Sími 14120.
Fiskverkendur
Til sölu Baader-flatningsvél, sem ný, hausari,
3ja metra fiskstigi úr móttöku, færiband,
einnig 100 járnkör og 2 þvottakör.
Uppl. í síma 99-3870 og 99-3877.
kennsla
Hraðlestrarnámskeið
• Vilt þú auka lestrarhraöa þinn?
• Vilt þú auka afköst þín í námi og starfi?
• Ef svo er, skaltu drífa þig á næsta hrað-
lestrarnámskeið sem hefst 29. febrúar nk.
• Skráning í kvöld og næstu kvöld kl.
20.00—22.00 í síma 16258.
• Leiöbeinandi Ólafur H. Johnson, við-
skiptafræðingur.
Hraðlestrarskólinn.
jÍFélagsstarf
Sjúlfstœðisflokksins |
Kópavogur — Kópavogur
Sjálfstæöisfélagiö Baldur heldur fund í Sjálfstæöishúsinu Hamraborg
1, 3. hæö fimmtudaginn 23. febrúar 1984 og hefst kl. 20.30.
Dagtkrá:
1. Fréttir frá aöalfundi verkalýösráös Sjálfstæöisflokksins. er haldinn
var laugardaginn 4. febr. sl.
2. Kjaramál — Hafréttarmál — Fiskirækt.
Framsögu hefur Eyjólfur K. Jónsson, albingismaöur.
Að framsögu lokinni mun frummælandi svara fyrirspurnum
Sjálfstæðisfólk, fjölmenniö á fundinn. Stiórnin.
|||l Týr — Kópavogi
Rabbfundur
með Davíð Oddssyni um skipulagsmál höf-
uðborgarsvæðisins og gjaldskrármál
sveitarfélaga
Týr, félag ungra sjálfstæöismanna í Kópa-
vogi, boöar til kaffifundar meö Davíö Odds-
syni borgarstjóra laugardaginn 25. febrúar í
Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg t, 3. hæö,
kl. 14.00 til 16.00.
j Aöalmál fundarins veröa nýfengið frelsi
sveitarstjórna í gjaldskrármálum og skipu-
lagsrnal höfuöborgarsvæöisins.
Allir sjálfstæöismenn og aörir áhugamenn
eru hvattir til að koma og ræöa málin yfir
kaffibolla og meölæti.
Stjórn Týs.
Fulltrúaráðs-
fundur
Veröur haldinn fimmtudaginn 23. febrúar í
Valhöll kl. 20.00.
Dagtkrá fundarint:
Starf félagaina.
2. Stjórnmálaviöhorfin, Friörik Sophut-
aon mætir og svarar fyrirspurnum.
3. Önnur mál.
Heimdattur.
Um 200 manns sátu fundinn á Hótel Borg á laugardag. Að loknum framsöguerindum og skemmtiatriðum voru
almennar umræður.
Vel sóttir fundir um
launamál kvenna
Slasaðist á hné í
Landmannalaugum
FUNDIR Framkvæmdanefndar um
launamál kvenna síðastliðinn laug-
ardag á átta stöðum á landinu voru
fjölsóttir. Skipst var á skoðunum og
rnikill hugur í konum að halda
áfram á sömu braut, segir í frétt frá
Framkvæmdanefndinni. Framundan
hjá nefndinni er að dreifa bæklingi
á vinnustöðum, en nefndin gaf þenn-
an bækling út. I»ar koma fram
helztu niðurstöður úr nýjustu könn-
unum um stöðu kvenna á vinnu-
markaðinum.
Framkvæmdanefndinni hafa
borizt beiðnir um að senda full-
trúa á fundi hjá stéttarfélögum og
á starfsmannafundi. Nefndar-
menn hafa þegar sótt nokkra slíka
fundi og allmargir eru framundan.
Fyrirhugaður er annar fundur
með konum er sæti eiga í samn-
inganefndum, einkum á höfuð-
borgarsvæðinu. Á fundi, sem hald-
inn var með þessum konum 21.
janúar síðastliðinn, mættu um 100
manns og kom þar fram eindreg-
inn vilji til að hittast aftur til
frekari kynna og samstarfs.
Fundaherferð sú sem fram-
kvæmdanefndin efndi til á laug-
ardaginn var tilraun til að kanna,
hvort grundvöllur væri fyrir fund-
um af þessu tagi með konum víðs
vegar um landið. í framhaldi af
þeirri jákvæðu reynslu sem fékkst
verður á næstunni skipulögð önn-
ur fundaferð um landið. Fram-
kvæmdanefndinni hafa þegar bor-
ist óskir frá fólki á stöðum, sem
taldi sig afskipt að þessu sinni,
segir í frétt frá nefndinni.
Ung háskólamær slasaðist á hné í
Landmannalaugum á laugardags-
kvöldið þegar snjóhengja brast und-
an vélsleða, sem hún var á. Rak hún
hnéð í belti sleðans en meiddist þó
ekki alvarlega. Björgunarmenn frá
Hellu og Hvolsvelli fluttu hana til
byggða á sunnudagsmorgun.
Stúlkan var ein 27 ungra jarð-
fræðinema, sem voru við ýmsar
athuganir í Landmannalaugum.
Hópurinn var á skíðum en hafði
einnig yfir að ráða tveimur vél-
sleðum. Hiákan undanfarið hefur
valdið því, að í lægðum hafa
myndast pollar undir snjónum og
bresta snjólögin yfir lægðunum
auðveldlega. Slasaðist stúlkan er
Skinnauppboð í
Hudsons Hay í London:
Hækkun á blá-
refaskinnum
nam 30—70%
á uppboðinu
MIKIL hækkun varð á blárefa-
skinnum scm boðin voru upp hjá
Hudsons Bay í London á miðviku-
dag og ncmur hækkunin
30—70%, eftir stærðum og gæða-
flokkum, samkva-mt upplýsingum
scm Mbl. fékk hjá Skúla Skúla-
syni, umboösmanni Hudsons Bay
á íslandi.
Alls voru um 170.000 blárefa-
skinn boðin upp þann dag, en
fjöldi íslensku skinnanna var á
milli 8000 og 9000, en fyrr í vet-
ur höfðu um 11.000 skinn verið
send til London. Á uppboðinu
seldust öll skinnin upp.
Helstu kaupendur voru frá
Japan, Suður-Kóreu og Ítalíu.
sleðinn féll niður og hún stökk af
honum.
Leitað var aðstoðar slysavarna-
sveitarinnar Dagrenningar á
Hvolsvelli og fóru félagar þaðan
af stað en fengu með sér félaga úr
flugbjörgunarsveitinni á Hellu og
lögreglumann af Hvolsvelli. Ferð-
in sóttist seint vegna hlákunnar.
Þegar björgunarmenn komu á
staðinn biðu þeir birtingar og
fluttu stúlkuna síðan á sleða í Sig-
öldu, þar sem lögreglubíll beið.
Heilsast henni nú vel enda reynd-
ist hún óbrotin.
Málfreyjur kynna
starfsemi sína
Útbreiðslunefnd fyrsta Ráðs
málfreyja á íslandi hefir ákveðið
að kynna starfsemi málfreyju-
samtakanna á íslandi á eftirtöld-
um stöðum: Akureyri, laugardag-
inn 25. febrúar, um þá kynningu
sér Málfreyjudeild: Kvistur,
Reykjavík; Selfossi 3. mars.
Patreksfjörður, Olafsvík og Bol-
ungarvík fá einnig heimsókn
málfrcyja en dagsetningar hafa
enn ekki verið ákveðnar.
I.augardaginn 11. febrúar
heimsóttu málfreyjur Borg-
arnes, verður sú heimsókn
endurtekin í þeirri von að þar
muni verða stofnuð málfreyju-
deild.
Málfreyjuþjálfun er bæði
gagnleg og skemmtileg, er það
von útbreiðslunefndar að sem
flestar konur á viðkomandi
stöðum sýni áhuga á að kynna
sér starfsemi málfreyja.
Forseti málfreyjusamtak-
anna á fslandi er frú Kristjana
Milla Thorsteinsson, alþingis-
maður.