Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 5
I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 5 Gunnar Þóröarson kvnnir sem hægra hjólið hefði brotnað. En þrátt fyrir það tókst flug- manninum að halda vélinni ótrúlega lengi á brautinni. Það var ekki fyrr en vélin hafði farið um 200 metra eftir brautinni að hún lenti í skafli, snerist og stöðvaðist. Flugmaðurinn stökk út um leið og vélin hafði stað- næmst, en fór inn aftur og sló út „masterinn". Mikið rauk úr hreyflinum en það hefur líklega verið þegar snjórinn bráðnaði á heitum hreyflinum," sögðu þeir félagar. Flugmaður vélarinnar, Peter Fraser, vildi ekkert tjá sig um óhappið. „Þetta var slys — óhapp,“ var það eina sem hann sagði. Flugmálastjórn sendi frá sér fréttatilkynningu um óhapp- ið í gær. Þar segir: „Kl. 11.21 í morgun er útlend flugvél í ferju- flugi var að lenda á braut 32 á Reykjavíkurflugvelli, vildi það óhapp til í aðfluginu, að flug- maðurinn lenti áður en braut- inni var náð og laskaðist við það hægra aðalhjól flugvélarinnar og gaf sig, þannig að flugvélin seig niður á hægri væng er hún rann eftir brautinni og út af henni hægra megin, þar sem hún stöðvaðist í snjóskafli. Töluverðar skemmdir urðu á flugvélinni, en flugmanninn, sem var einn í vélinni, sakaði ekki. Flugvélin er skráð á Fíla- beinsströndinni í Afríku, eign þarlends flugfélags, af gerðinni Fairchild Metro II, gerð fyrir allt að 19 farþega. Flugvélin var á leið til Kansas í Bandaríkjun- um, en þangað hafði hún verið seld. Flugvélin kom frá Prest- wick á Bretlandi síðasta áfang- ann til Reykjavíkur. Flugmaður- inn er breskur með mikla reynslu og hefur oft komið hér um áður í ferjuflugi milli Evr- ópu og Bandaríkjanna." Peter Fraser, flugmaður vélarinnar, lengst til vinstri, ásamt Grétari Oskarssyni, yfirmanni Lúðvík Kemp, Adolf Thorarensen og Alfreð Sigurðsson við afgreiðslu Arnarflugs, en þeir Loftferðaeftirlitsins, skömmu eftir óhappið. Morgunblaði»/Jón Svavarason. fylgdust með þegar vélin kom inn til lendingar. Slökkvilið og sjúkrabfla dreif þegar að eftir að flugvélinni hlekktist i. Morgunblaðið/RAX. Flugvél hlekktist á í lendingu: Flugmaðurinn náði ekki inn á brautarendann „Flugvélin tók krappa beygju yf- ir Kópavogi og kom inn til lend- ingar. Vélina hrakti af leið undan hliðarvindinum — „driftaði" — og flugmaðurinn átti greinilega í erf- iðleikum með að ná réttri stefnu á flugbrautina og því varð flugmað- urinn að taka mjög krappa beygju til að freista þess að ná réttri brautarstefnu. Honum virtist hafa tekist það, en vélin fór óeðlilega hægt og virtist ofrísa rétt í þann mund sem hún kom að brautar- endanum og skall þá niður,“ sögðu þeir Lúðvík Kemp, Adolf Thorar- ensen og Alfreð Sigurðsson, en þeir sáu þegar Fairchild Metro II flugvél frá flugfélaginu AIR IVOIRE á Fflabeinsströndinni hlekktist á í lendingu á Reykjavík- urflugvelli laust fyrir klukkan hálf- tólf í gærmorgun. Vélin skemmdist mikið. Skrúfublöð á báðum mótorum vélarinnar bognuðu, mótor hægra megin laskaðist, auk þess sem hjólastellið eyðilagðist. Hlutar úr vélinni fundust á brautinni og utan brautarenda, þar sem hún kom niður. „Hvellur kvað við um leið og vélin skall á jörðinni og virtist LAUGARDAGSKVÖLD Nýi rock-'söngieikurinn í Broad- wav 'er\emn beZti söngieikur sem ettur hefur verid á sviö hérlendis. rt stuö allan tímann ásamt Zorro og an. 25 listamenn, rifja upp fjölda rokklaga Jem allir þekkja — létt lög — fjörug lög — ■ stuðlög. DúfTkvartettinn tekur lagiö — eins og hon/m einum er lagiö. Matseöill Kjúklingapaté í vatnsdeigi með kjöthlaupi. Broadway-steik með smjörsteiktum sveppum, gljáðum gulrótum, rjóma- soðnu blómkáli, hrásalati, bökuðum jarðeplum og béarnaise-sósu. Broadway-pakki Flugleiða fyrir aðeins 3.445 krónur! Flugleiðir bjóða flug, gistingu I 2 nætur. k.r a.e'N og skemmtun á Broadwav fvrir 3 345 krónur I M VI FLUGLEIDIR Veizluréttir framreiddir frá kl. 19.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.