Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1984 Suður-Afríka og Mósambik: Hætta stuðningi við skæruliða Jóhannesarborg og Lianbon, 21. febM AP. GREINT hefur verið frá því að ríkis- stjórn hvíta minnihlutans í Suður- Afríku og marxistastjórnin í Mósam- bik hafi í hyggju að gera með sér samning um öryggismál, sem talið er að feli í sér að Suður-Afríkumenn hætti að styðja uppreisnarmenn í Mósambik og stjórnvöld í Mósam- bik hætti að styðja skæruliða afríska þjóðarráðsins sem herja á Suður- Afríku. Tilkynning um að samningurinn væri í burðarliðnum kom eftir fund háttsettra embættismanna frá Suður-Afríku undir forystu Botha utanríkisráðherra með mósambiskum embættismönnum undir forystu Samora Machel for- seta landsins. Fundurinn var haldinn í Maputo, höfuðborg Mósambik. í síðustu viku gerðu Suður- IVking, 21. febrúar. AP. ALÞJOÐABANKINN hyggst lána Kína einn milljarð dollara á þessu ári og þar af 400 millj. dollara vaxta- laust. Skýrði hið opinbera fréttablað kínverskra stjórnvalda um efna- hagsmál frá þessu í dag. Þetta er meira en tvisvar sinn- um hærri fjárhæð en Kína hefur fengið að láni árlega hjá Alþjóða- bankanum tvö undanfarin ár og þykir sýna glöggt aukna þátttöku Afríkumenn samning við stjórn- ina í Angóla, sem felur í sér að nefnd skipuð fulltrúum beggja ríkjanna fylgist með brottflutn- ingi herliðs Suður-Afríku frá landinu, en þar hefur það átt í úti- stöðum við skæruliðasamtökin SWAPO. Uppreisnarmenn í Mósambik hafa tekið fréttum um samkomu- lagið illa og talsmaður þeirra í Lissabon, Jorge Correia, sagði að það breytti engu um baráttu þeirra. „Við höfum nóg af vopnum, vist- um og hermönnum til að halda baráttunni áfram meðan við kær- um okkur um það,“ er haft eftir Correia. Uppreisnarmenn hafa beitt ýmsum meðulum í baráttu sinni, unnið skemmdarverk, rænt erlendum verkamönnum og myrt Kína í alþjóðafjármálum og vax- andi lánstraust landsins. Ekki eru mörg ár síðan kín- verska stjórnin hafnaði alfarið öllum erlendum lántökum af þessu tagi, en hefur nú gerbreytt afstöðu sinni. Kínverjar fengu í fyrsta sinn lán hjá Alþjóðabankanum 1981 og var það fé notað til þess að gera umbætur á 28 æðri mennta- stofnunum og 44 rannsókna- stofnunum í landinu. þá, auk þess að eiga í beinum vopnuðum átökum við stjórnar- herinn. Staðhæft hefur verið að upp- reisnarmenn í Mósambik njóti stuðnings Suður-Afríku, en tals- maður þeirra neitaði því eindreg- ið. „Við þörfnumst ekki stuðnings þeirra og það er enginn hermaður þaðan í liði okkar," sagði hann. Sholokhov látinn Mo.skvu, 21. Tebrúar. AP. SOVÉZKA Nóbelskáldið Mikhail Sholokhov, höfundur skáldsögunnar „Lygn streymir Don“, lézt á mánudag. Hann var 78 ára að aldri. Sholokhov hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmennt- um 1965. Hann varð þar með fyrsti sovézki rithöfundurinn, sem þessi verðlaun hlýtur og notið hefur jafn- framt viðurkenningar stjórnvalda i heimalandi sínu. „Dr. Zhivago", helzta verk Boris Pasternaks, hefur aldrei verið gefið út opinberlega í Sovétríkjunum. Honum voru veitt Nóbelsverðlaunin 1958, en var neyddur til þess að hafna þeim. Sholokhov var sjálfur á meðal þeirra, sem fordæmdu verð- launaveitinguna þá, og lýsti Past- ernak sem „ljóðskáldi fyrir gamlar piparmeyjar". Sovézki rithöfundur- inn og útlaginn Alexander Solzhen- itsyn hlaut svo bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1970. Sholokhov andaðist i borginni Rostov við mynni fljotsins Don, en þetta fljót og hinar víðáttumiklu steppur, sem liggja að bökkum þess, eru umgjörð helztu verka skáldsins. Þau fjalla um kósakkana — fólkið á þessu svæði — i byltingu bolsévika í Rússlandi 1917 og í borgarastvrjöld- inni, sem fylgdi í kjölfarið. A þingi kommúnistaflokksins í Rostov 1962 sagði Sholokhov um sjálfan sig: „Ég er fyrst og fremst kommúnisti en þar á eftir rithöfundur." Hörð átök í Kabúl: Bindomatic-bindivélin kemur aö notum fyrir stofnanir, fyrirtæki, endurskoöendur og fl. Kínyeriar fá stórlán Þessi sæta stúlka heitir Katie Rabett og er nýja vinkonan hans Andrew prins í Englandi. Myndin er tekin fyrir utan heimili hennar í London í gær. Símamynd AP. Andrew eignast nýja kærustu Lundúnum, 21. febrúar. AP. ANDREW Bretaprins, sem varð 24 ára á sunnudaginn, hefur eignast nýja kærustu í stað Koo Stark. Hún heitir Katie Rabett, og er 23 ára gömul, Ijóshærð tískusýningarstúlka. Samkvæmt frétt í Lundúnablaðinu Telegraph var afmælisboð Andrews haldið að heimili stúlkunnar í Ealing-hverfinu í vestur- hluta Lundúna. Þar býr hún ásamt foreldrum sínum, en faðir hennar er kvensjúkdómalæknir. Blaðið segir að svo virðist sem Andrew sé verulega hrifinn af stúlkunni og hefur heimildir fyrir því að hann hringi í hana dag- lega. Ennfremur segir blaðið að ungfrú Rabett hafi verið boðið til Buckingham Palace fyrir nokkrum vikum og hafi drottningunni litist vel á hana. Meö Bindomatic-kápum er hægt aö ganga snyrtilega frá skýrslum, skjölum, tölvuútskrift- um og hverskonar gögnum sem senda á út eöa varöveita. Eigum á lager bindi- vélar og flestar stærðir af kápum. Einnig sérstakar kápur fyrir tölvu- útskriftir. Margar stærðir af pappírstæturum. Leitið uppl. Sendum í póstkröfu. Atlas hf Ármúla 7, sími 26755, Reykjavík. Sovézka sendiráðið varð fyrir flugskeyti Nýju Delhí, 21. febrúar. AP. UPPREISNARMENN í AfganisUn notfærðu sér vont veður í síðustu viku til þess að gera harðar árásir á stöðvar stjórnarhersins, en komm- únistastjórnin í Kabúl svaraði með miklum loftárásum. Var frá þessu skýrt í Nýju Delhí í dag. Átökin voru hvað hörðust í grennd við Kabúl og í Ghazni- héraðinu í suðri. Hinn 14. febrúar gerðu uppreisnarmenn samtímis árásir á þrjú borgarhverfi í Kabúl og beittu bæði fallbyssum og flugskeytum. Var skothríðinni einkum beint að stöðvum hers og lögreglu í höfuðborginni. Sovézkt herlið var kallað út til gagnárása, eftir að sovézka sendiráðið hafði orðið fyrir flugskeytum uppreisn- armanna. Jafnframt herti stjórn- in á öllum eftirlitsaðgerðum og lét einangra suma hluta borgarinnar. Tveimur dögum áður höfðu 10 sovézkir hermenn misst lífið, er sprengja sprakk í einu af fall- byssuvirkjum Rússa i höfuðborg- inni. í héraðinu Ghazni gerðu 100 uppreisnarmenn mikla árás á vopnageymslur stjórnarinnar 11. febrúar sl. Vegna mikillar snjó- komu gat stjórnarherinn ekki beitt flugvélum sínum, en svaraði í þess stað með ákafri fallbyssu- skothríð á stöðvar uppreisnar- manna. Fer olíu- eftirspurn- in vaxandi? Siog»pore. 21. febrúor. AP. JAN VAN Engelshoven, einn af framkvæmdastjórum Shell í Hol- landi, sagði í gær, að á síðari hluta þessa árs mættu OPEC-löndin, sam- tök olíuframleiðslulanda, búast við vaxandi eftirspurn eftir framleiðslu sinni. Engelshoven sagði: „Það verður í fyrsta skipti síðan 1979 að það gerist og kemur í kjölfarið á stormasömu fjögurra ára tímabili. Iðnaðarlöndin hafa náð nokkrum efnahagslegum bata og OPEC- löndin hafa beitt sig sjálfsögun að framleiða ekki úr hófi fram. Þetta er að smella aftur saman, hægt og bítandi." Hanna sérstakt tölvunef Wanriek, Enghndi, 21. febrúnr. AP. VÍSINDAMENN við háskólann í Warwick vinna nú að því að hanna sérstakt tölvustýrt nef, sem stefnt er að því að geti þekkt úr skemmt kjöt, hættulegar gastegundir og fleira í þeim dúr, eigi síður en mannsnefið. Talsmaður hópsins, George Dodd prófessor, sagði að tölvu- nefið greindi uppbyggingu mólí- kúla í andrúmsloftinu og finndi þannig út hvað væri á ferðinni hverju sinni. Sagt er að tækið sé talsvert á veg komið, en enn sé þó mikil vinna framundan. Æðsta markmið vísindamann- anna er að tölvunefið geti greint einstaklinga í sundur á lyktinni einni saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.