Morgunblaðið - 24.02.1984, Side 1

Morgunblaðið - 24.02.1984, Side 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 45. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Milljónatjón en mannbjörg í Ólafsvík Bjarni V. Ólafsson, sem kom annar tveggja, fyrstur á vettvang eftir snjóflóðið í Ólafsvík, bendir á staðinn þar sem þeir félagar Kristján og Valgeir lentu undir snjóflóðinu ásamt veghefli og steypubíl sem hnykl- uðust saman undan þunga snjóflóðsins og brutu steyptan gafl stöðvarhússins eftir að hafa kastast Ljósmynd Mbl. Ragnar Axelsson 10—15 metra vegalengd. Snjódyngjan inni í húsinu var um þriggja metra þykk. Sjá viðtöl á miðopnu. % íranir rjúfa yegina frá Bagdad að Basra Paul Schliiter Fjárlaga- frumvarpið samþykkt Kaupmannihorn, 23. rebrúar. AP. ENDIR VAK í kvöld bundinn á þá 0vis.su, scm ríkt hefur í dönskum stjórnmálum undanfarna tvo mán- uði, er fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnar Paul Schliiters var loks samþykkt á danska þinginu. Eins og fram hafði komið í fréttum ákvað danski jafnað- armannaflokkurinn að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og þegar upp var staðið var frumvarpið samþykkt með góðum meiri- hluta. Ekki var þó nákvæmlega um það getið hvernig atkvæði féllu. Nikósfu, Kýpur, 23. febrúur. AP. ÍRANIR kváðust í dag hafa unnið stærsta sigur sinn til þessa í styrjöld- inni við fraka um leið og tilkynnt var, að herir þeirra hefðu náð um 40 km lengju landsvæðis handan landamær- anna. Hefði þeim tekist að rjúfa þjóð- vegina á milli borganna Bagdad og Basra á tveimur stöðum, auk þess að ná 15 minni borgum og bæjum á sitt vald. Basra er helsta olíuútflutn- ingshöfn íraka. Enn sem fyrr er þó erfitt að henda reiður á hvað er rétt og hvað rangt í frásögnum stríðsaðila af gangi mála. Skömmu eftir ofan- greinda tilkynningu Irana birtu Ir- akar tilkynningu þess efnis, að her óvinanna hefði verið „eytt“ í sókn- inni. „Þúsundir líka lágu á vígvell- inum eftir gagnsóknina," sagði í tilkynningu Iraka. í tilkynningu trana, sem trakar segja aðeins vera til þess að beina athyglinni heima fyrir frá stað- reyndum, kváðust þeir hafa komið andstæðingnum gersamlega í opna skjöldu, þar sem beitt hefði verið nýjum bardagaaðferðum. Ekki var frá því skýrt í hverju þær aðferðir fólust, en af sjón- varpsfregnum í Bagdad, þar sem sagt var að írakar hefðu eyðilagt fjölda fallbyssubáta, er talið mega ráða, að íranir hafi sótt að óvinin- um yfir votlendið fyrir botni Persa- flóa. Eyrrum hertæknir í íranska hernum, Ardeshir Sanati, sagði í dag í viðtali við AP-fréttastofuna, að ekki væri fjarri lagi að áætla að ein milljón Irana hefði særst og fallið í stríðinu við traka. Stóran hluta fórnarlambanna sagði Sanati vera unglinga, sem att væri út í opinn dauðann í fremstu víglínu. Vissu ekki um við- bótarkvóta til EBE Kaupmannahórn. 23. febrúar. Frá Niels Jörgen DAGBLAÐIÐ Grönlandsposten skýrir í dag frá því, að pólitískar deilur fari nú vaxandi í kjölfar sam- komulags Grænlendinga og EBE í Briisscl um fiskvoiðiréttindi. óeiningar gætir nú innan stjórnarflokksins Siumut um fisk- veiðisamkomulagið. Einn 12 þing- manna flokksins, Hans Iversen, sem jafnframt er varaformaður Bruun, UrænlandsfrétUritara Mbl. sambands grænlenskra fiski- og veiðimanna, segist ekki munu greiða atkvæði með samkomulag- inu þegar það verður borið undir atkvæði á landsþinginu i næsta mánuði. Auk Iversen hafa tveir þing- menn stjórnarandstöðuflokksins Atassut lýst því yfir að þeir muni ekki greiða samkomulaginu at- kvæði. Ein skýring óánægjunnar með samkomulagið virðist vera sú, að ekki hafi verið skýrt rétt frá aðal- atriðum samningsins í fyrstu fréttum, sem bárust til Græn- lands. T.d. kom í ljós öllum á óvart daginn eftir að samkomulagið var undirritað, að EBE hafði fengið leyfi til að veiða 30.000 tonn af lýsu og 10.000 tonn af loðnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.