Morgunblaðið - 24.02.1984, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.02.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 15 ísraelar auka loftárásir sínar Beirút, 23. febrúar. AP. ÍSRAKLSKAR herþotur gerðu í dag árás á stöðvar Palestínumanna í fjalla- héruðunum austur af Beirút. ísraelar höfðu ítrekað varað drúsa við því að slaka á klónni og hleypa Palestínu- mönnum aftur inn í landið um svœði, sem þeir réðu yfir. Þetta var sjötta loftárás ísraela á þessu ári. Árásir ísraela hafa farið vaxandi að undanförnu eftir að Amin Gema- yel sagðist mundu íhuga að rifta samkomulaginu, sem gert var við ísraela í maí í fyrra um brottflutn- ing erlendra herja. Riftun sam- komulagsins hefur verið helsta krafa Sýrlendinga fyrir samþykki vopnahlés í Líbanon. A.m.k. 15 manns létu lífið og 58 særðust í bardögum í og við Beirút sl. nótt á sama tíma og 1.300 banda- rískir gæsluliðar voru að búa sig undir að færa sig út á herskipin fyrir utan strönd landsins. Reagan Bandaríkjaforseti, varði á fundi með fréttamönnum í nótt þá ákvörðun sína að skipa bandarísku gæsluliðunum um borð í herskipin. „Við erum ekki að hörfa, heldur búa okkur betur til varnar. Hlutverki gæsluliöanna er í mínum huga ekki lokið," sagði forsetinn. Enginn árangur, en leit enn aukin Osló, 23. fehrúar. AP. ÞRÁTT fyrir mikla leit norska um kafbáti, sem sást í Tysfirði sjó- og flughersins að óþekkt- í Norður-Noregi, hefur ekkert sést til hans frá því á þriðjudag að sögn upplýsingafulltrúa norska sjóhersins. Níu djúpsprengjum hefur ver- ið varpað á staði, þar sem talið hefur verið að kafbáturinn leyndist, en allar hafa misst marks að því er best verður séð. Þrátt fyrir að leitin hafi enn ekki borið neinn árangur er eng- an bilbug að finna á norska hernum, sem hyggst enn bæta við þriðja skipinu í leitinni. Tvö skip og Orion-flugvél hafa leitað stanslaust frá því fyrst varð vart við kafbátinn á mánudagskvöld. Tysfjörður er einn innfjarð- anna í Vestfirði, sem er á milli Lofóten og lands. Mikið dýpi er í firðinum, allt að 700 m, og veld- ur það erfiðleikum við leitina. Sprengt hjá sendi- nefnd Rússa hjá SÞ Spánn: Þingmað- ur myrtur San Seba»tian, 23. febrúar. AP. ENRIQUE Casas Vila, 38 ára gamall þingmaður sósíalista á sjálfstæðu þingi Baska, var skot- inn til bana af óþekktum byssu- mönnum á heimili sínu í dag. Vila var í forystu fyrir framboði sósíalista í Guip- uzcoa-héraði, en kosningar fara fram á sunnudaginn. Talið er að skæruliðar úr ETA-samtökunum beri ábyrgð á morðinu. New York, 23. febrúar. AP. SPRENGJUR tættu í sundur bifreið á baklóð bústaðar sovézku sendi- nefndarinnar hjá Sameinuðu þjóð- unum árla á fimmtudag, en engan sakaði. Samtök gyðinga hafa lýst á hendur sér ábyrgð á verknaðinum. Þau hafa það á stefnuskrá sinni að skaða tengsl Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna. Ljóst er að sprengjunum var varpað yfir girðingu, sem er um- hverfis bústaðinn, sem er í Bronx-hverfinu. Samtals sprungu þrjár sprengjur. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum elds, sem upp kom, á skömmum tíma, þótt þeim væri meinaður aðgangur að lóð- inni. Urðu þeir að berjast við eld- inn utan girðingar og sprauta á hann þaðan. Byggingin sjálf, þar sem fleiri hundruð sovézkir sendi- menn hjá SÞ búa, mun aldrei hafa verið í hættu. Dýrasti brúðarkjóll í heimi? Brúðarkjóllinn sem við sjáum á þessari símamynd frá AP er metinn á rúma milljón dollara, enda skreyttur gimsteinum og perlum. Hann var ásamt fleiri kjólum á sýningu í Tókýó í gær og er hönnuður hans Yumi nokkur Katsura. Hún sagði fréttamönnum að það hafði tekið sig fimm mánuði að gera kjólinn, og væru á honum 63 gimsteinar og hvorki fleiri né færri en 20 þúsund perlur. Slörið er 12 metra langt. Austur-Þýskaland: 11 friðarsinnum varpað í fangelsi Bonn, 23. febrúar. AP. SEX ungir Austur-Þjóðverjar, sem mótmælt hafa staðsetningu sovéskra kjarnorkueldflauga í heimalandi sínu, eiga að koma fyrir rétt í Erfurt á morgun, fóstudag, að því er friðar- hópur í Köln í Vestur-Þýskalandi segir. Sexmenningarnir voru teknir höndum í Weimar í október og nóvember eftir að hafa komið fyrir á almannafæri borðum sem á var letrað „SS-20 — Nei takk“ og „Samstaða". Fimm aðrir ungir friðarsinnar í Weimar voru handteknir í janúar og eru í gæsluvarðhaldi „á meðan verið er að rógbera þá í skólum og á vinnustöðum", sagði í tilkynn- ingu friðarhópsins í Köln. Ellefumenningarnir eiga yfir höfði sér nokkurra ára fangelsi ef þeir verða sekir fundnir um starf- semi sem stríðir gegn hagsmunum ríkisins. Fullyrðingar Kölnar-hópsins hafa ekki verið staðfestar í Austur-Þýskalandi. Kúlupilt- ur látinn Houston, 23. febrúar. AP. DAVÍÐ, 12 ára piltur, sem allt sitt líf hefur dvalið í dauð- hreinsuðum vistarverum, þar sem hann hafði ekkert ónæmi gegn sjúkdómum, lézt í dag á Texas-barnasjúkrahúsinu. Drengurinn var þekktur sem „kúlupilturinn". Fjölskyldu- nafni hans hefur jafnan verið haldið leyndu. Hann lézt vegna hjartagalla. „Ástandið á þjóðvegunum er óviðun BrUssel, 23. febrúar. AP. HOLLENDINGAR fóru í dag fram á, að efnt yrði til sérstaks fundar samgöngumálaráðherra aðildar- þjóða Efnahagsbandalagsins vegna aðgerða franskra vörubif- reiðastjóra undanfarna viku. „Það er ógerningur að una við það ástand, sem nú ríkir á þjóð- vegum Mið-Evrópu,“ sagði hátt- settur hollenskur embættis- maður. „Þjóðvegirnir eru ómiss- andi hlekkur í flutningskeðjunni innan sem á milli EBE-land- anna.“ Að sögn eins framkvæmda- nefndarmanns EBE er von á nýjum tollalögum innan banda- lagsins á næsta ári. Er þau taka gildi styttist biðtími bifreiða- stjóra við landamærahlið um — segja Hollendingar og krefjast fundar samgönguráðherra EBE Hluti hinna 1300 vörubifreiða, sem sátu fastar við mærum Austurríkis og Ítalíu í gær. Brennerskarð á landa- Símamynd AP. allt að helming. Langur biðtír og seinagangur tollvarða er e helsta rót aðgerða franski vörubifreiðastjóra. Umferð um landamæri Frakl lands og ftalíu hófst að nýju morgun, en gekk afar hægt. Eii hverjir úr röðum vörubifreii astjóra hafa gefist upp á aðgen unum, en meginþorrinn siti enn fast við sinn keip. Langi raðir bifreiða eru við öll landi mærahliðin á milli landanna. Þá bárust þær fregnir fi Sviss og Austurríki, að öngþvei hefði verið á landamærum rík anna við Ítalíu. Við Brenne skarð hafði t.d. myndast r< 1300 vöruflutningabifreii vegna hægagangsverkfalls í alskra tollvarða. Þeir hættu ai gerðum sínum síðdegis. mlMmig m IgfUHEG LL • )| aG3B AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Hartlepool 1. mars Bakkafoss 13. mars City of Hartlepool 23. mars Bakkafoss 4. mars NEW YORK City of Hartlepool 29. mars Bakkafoss 12. mars City of Hartlepool 22. apríl Bakkafoss 3. apríl HALIFAX Bakkafoss 16. mars Bakkafoss 7. april BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 12. febr. Alafoss 19. febr. Eyrarfoss 26. febr. Álafoss 4. mars FELIXSTOWE Eyrarfoss 13. febr. Álafoss 20. febr. Eyrarfoss 27. febr. Álafoss 5. mars ANTVERPEN Eyrarfoss 14. febr. Álafoss 21. febr. Eyrarfoss 28. febr. Álafoss 6. mars ROTTEROAM Eyrarfoss 15. tebr. Álafoss 22. febr. Eyrarfoss 29. febr. Álafoss 7. mars HAMBORG Eyrarfoss 16. febr. Alafoss 23. febr. Eyrarfoss 1. mars Álafoss 8. mars WESTON POINT Helgey 29. febr. LISSABON Skip 21. mars LEIXOES Sklp 23. mars BILBAO Sklp 24. mars NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 24. febr. Dettifoss 2. mars Mánafoss 9. mars Dettifoss 16. mars KRISTIANSAND Mánafoss 27. febr. Dettifoss 5. mars Mánafoss 12. mars Dettifoss 19. mars MOSS Mánafoss 28. febr. Dettlfoss 2. mars Mánafoss 13. mars Dettifoss 15. mars HORSENS Dettifoss 7. mars Dettifoss 21, mars GAUTABORG Mánafoss 29. febr. Dettlfoss 7. mars Mánafoss 14. mars Dettifoss 21. mars KAUPMANNAHÓFN Mánafoss 1. mars Dettifoss 8. mars Mánafoss 15. mars Dettifoss 22. mars HELSINGJABORG Mánafoss 2. mars Dettifoss 9. mars Mánafoss 16. mars Dettlfoss 23. mars HELSINKI Irafoss 5. mars GDYNIA írafoss 9. mars _ÞÓRSHÖFN JJ Mánafoss 24. mars VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram og til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.