Morgunblaðið - 24.02.1984, Page 19

Morgunblaðið - 24.02.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBROAR 1984 19 Djúpivogur: Nýtt skip Djúpavogi, 23. febrúar. í GÆRKVÖLDI bættist nýtt skip í flota okkar á Djúpavogi þegar Stjörnutindur lagðist að bryggju klukkan nímlega 12.00. Búlands- tindur hf. keypti skipið frá Keflavík og hét það áður Pétur Ingi. Skipið er 214 tonn, smíðað árið 1966, en yfirbyggt og endurbyggt í í flotann Noregi 1982, með nýjum vélum. Gert er ráð fyrir að skipið hefji veiðar með þorskanet á næstunni. Undanfarnar tvær vikur hefur verið suðlæg átt og hláka og er orðið marautt á láglendi, veturinn hefur verið snjóléttur, en svellalög voru talsverð, bæði fyrir og eftir áramót. — FrétUritari. Ráöstefna Varðar um sjávar- útvegsmál í Valhöll á laugardag MorKunblaðiö/ Heimir Stijssson. Fiskurinn settur um borð í flugvélina á Keflavíkurflugvelli í gær. RÁÐSTEFNA Landsmálafélagsins Varðar um sjávarútvegsmál verður í Valhöll við Háaleitisbraut á laug- ardag kl. 14—18. Ber hún heitið Gullkista þjóðarinnar, á krossgöt- um. í upphafi ráðstefnunnar flytur Matthías Bjarnason, fyrrv. sjávar- útvegsráðherra, ávarp. Er fundur- inn opinn öllum sem áhuga hafa á að kynna sér málefni þessa mikil- væga málaflokks. Fimm fyrirlestrar verða flutt- ir. Þorkell Helgason, dósent, fjallar um spurninguna hvort mat á afrakstursgetu fiskistofna sé rétt, Björn Dagbjartsson, for- stjóri, talar um stjórnunarleiðir fiskveiða, kosti og galla, Guð- mundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur, um nýjar leiðir og ný viðhorf í sjávarútvegi, Ein- Kristilegt stúdentafélag: Framtíð íslensku kirkjunnar KRISTILEGT stúdentafélag gengst fyrir umræðufundi í Félagsstofnun Stúdenta í kvöld kl. 20.30. Yfirskrift fundarins er „Framtíð íslensku kirkjunnar" og hafa aðilar frá Kristilegu stúdentafélagi, Félagi guðfræðinema, ÆskulýðsstarH þjóð- kirkjunnar og Ungu fólki með hlut- verk stutt innlegg um málið. Að því loknu verða pallborðsumræður. Á fundinum verður einnig leikin tónlist og veitt kaffi. Arinbjörn seldi FISKISKIPIÐ Arinbjörn seldi afla sinn í Bremerhaven í Vestur-Þýzka- landi í gær, fimmtudag, en afli skips- ins var 157,1 tonn. Heildarverð var 3.028,4 þúsund krónur, eða 19,27 krónur á hvert kíló. Ekki féll brott BROTTFALL orðsins ekki úr sam- tali Mbl. við Sigurð E. Haraldsson, formann Kaupmannasamtakanna, í blaðinu í gær, þar sem hann lýsti skoðun sinni á nýgerðum kjara- samningum ASÍ og VSÍ, gjör- breytti merkingu síðustu setn- ingarinnar í viðtalinu. Síðasta setningin er rétt svo- hljóðandi: „Ég vona samt að þær kjarabætur sem launþegar fá með þessum samningum, velti ekki út í verðlagið." Biðst Morgunblaðið velvirð- ingar á fyrrgreindu brottfalli. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! 16 tonn af ferskum fiski til Bandaríkjanna ar K. Guðfinnsson, stjórnmála- fræðingur, um sjávarútveg og einkaframtak, og Skúli Jónsson, viðskiptafræðingur, um framtíð- arsýn sjávarútvegs. Eftir hverju erindi verða leyfðar stuttar fyrirspurnir og að erindum lokn- um verða almennar umræður. FYRIRTÆKIÐ ístros sendi í gær til Bandaríkjanna 16 tonn af ferskum Fiski, en þetta er fyrsta sending fyrirtækisins þangað. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Eiríki Hjartarsyni, framkvæmdastjóra ístros, er um að ræða karfa og ýsu. Karfinn vegur 11 tonn, en ýsan 5 tonn. Sagði Eiríkur að verðmæti farmsins væri rúmlega 1.200 þús- und krónur, en fiskurinn fór með leiguvél frá Flugleiðum til Boston. HHI VTÐKYNWUM, NÆSTRMRL! MS-SAMLOKUR Loftskiptar umbúöir sem varöveita ferskleika innihaldsins. Þrjú lög af Samsölubrauöi. íslenskt smjör og tvö lög af gómsœtu áleggi. Reyndu MS-samloku í nœsta mál ! H ó Mjólkursamsalan AUK HF. Auglýsingastofa Kristlnar 3.123

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.