Morgunblaðið - 24.02.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.02.1984, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON Assad manna líklegastur til að róa Líbanonstríðið Þessa dagana og vikurnar er reynt til þrautar að finna ein- hverja lausnarmynd á hinu blóðuga borgarastríði sem geisað hefur í Líbanon. Drúsar og shitar, með aðstoð Sýrlendinga, hafa unnið sigra gegn stjórnarher Gemayels forseta og kristnir falang- istar hafa einnig látið undan síga. Friðargæslulið ítala, Breta, Bandaríkjamanna og Frakka eru annaö hvort farin frá Beirut eða á forum þaðan. Og ísraelsmenn hafa verið að hugsa sér til hreyfings um langt skeið frá suðurhluta landsins, en vita varla í stöðunni hvernig þeir eigi að koma brottför sinni um kring, því ekki vilja þeir skilja suðurhlutann eftir óvarinn. Hin gerbreytta bardagastaða hefur flækt málið enn meira en fyrr, hvað þá leiðtogaskiptin í Kreml, en Sovétmenn eru styrkur Sýrlendinga og stoð. Vegur Sýrlands/Sovétríkjanna hefur farið stigvaxandi á sama tíma og áhrif Bandaríkjanna hafa farið þverrandi, að margra viti vegna eigin mistaka. Breytir nýi Kremlar- foringinn einhverju? Það er við hæfi að skoða málið fyrst frá sjónarhóli hins sterka í dag, sem sé Haffez Assad Sýrlandsforseta. Talið er að leiðtogaskiptin í Sovétríkjun- um í kjölfarið á andláti Juri Andropov hafi verið umtalsvert áfall fyrir Assad. Ekki svo að skilja að Sovétríkin muni hætta stuðningi við Sýrland, fjarri því. Hins vegar þarf að mörgu leyti að byrja aftur frá grunni í sam- skiptum landanna. Það stafar af því að Assad var orðinn persónu- lega nákunnur Andropov og veit vel að það mun taka sinn tíma að ná sama trúnaðartrausti með nýjum leiðtoga, Konstantin Chernenko. Að það skuli vera Chernenko er einnig áfall fyrir Assad, því hann var náinn vinur, skoðana- bróðir og vinur Leonids Breshn- evs, fyrirrennara Andropovs og Assad gat ekki státað af góðri reynslu af Breshnev. Þannig var nefnilega mál vexti, að veikindi Breshnevs hófust einmitt um svipað leyti og innrás ísraels- manna í Líbanon 1982. Innan fárra daga neyddust Sýrlend- ingar til vopnahlés. Þá voru Sýrlendingar hinir veiku, ísra- elsmenn hinir sterku. ísra- elsmenn undirrituðu síðan sam- komulag um brottflutning herja fsraels og Sýrlands frá Líbanon. Bandaríkjamenn höfðu veg og vanda af samkomulaginu. En þeir treystu greinilega um of á styrk Líbanonhers og Amins Gemayels. Forsetinn berst nú fyrir pólitísku lífi sínu og herinn hefur tapað hverri orustunni á fætur annarri. Fram hafa runn- ið drúsar og shitar og með því að tefla rétta leiki með þær fylk- ingar hafa Sýrlendingar snúið taflinu við sér í hag. Nú er fyrrgreint samkomulag úr sög- unni og Bandaríkjamenn sjálfir hafa sagt að ef hægt sé að kom- ast að annarri viðunandi lausn, verði svo að vera. fsraels- menn/Bandaríkjamenn eru nú í sæti hins veikari í Miðaustur- löndum. Ástandið er tæpt, ekkert má út af bregða ef ófriðurinn á ekki að magnast mikið. En Assad >ykir vera varkár og vaxandi áhrif hans á ný munu ekki draga úr varkárninni ef að líkum læt- ur. Assad vill fyrir alla muni vera laus við Bandaríkjamenn og sraelsmenn frá Líbanon, en hann vill ekki lima landið í sund- ur. Á móti kemur að hann hefur jafnvel enn minni áhuga á því að missa taumhald á hinum her- skáu bandamönnum sínum drús- um og shitum. Leiðtogar þeirra, Jumblatt og Berri, hafa að und- anförnu átt tíða fundi með Assad þar sem hann hefur búið um hnútana eins vel og kostur er. Helst er talið að Assad óski sér að Líbanon geti orðið hið sama og áður, friðsamleg sam- /úð múhameðstrúarmanna og kristinna manna, en þó undir áhrifum Sýrlendinga. En tekst Assad þetta? Ýmislegt gerir hlutina erfiðari viðureignar. Til dæmis skothríð bandarísku herskipanna á drús- ana í fjöllunum umhverfis Beir- ut. Með hverri sprengikúlu sem fellur, fjölgar ofstækismönnum sem útkljá vilja málin með hermdarverkum og ófriði. Þá má einnig geta ósveigjanleika fal- angistaflokksins, en það kann að breytast eftir sigra múhameðs- trúarmanna í orustum að undan- förnu. Eins og staðan er, virðist það besti kosturinn fyrir hina kristnu falangista að halla sér að Sýrlendingum. Ekki fara fsraelsmenn aftur inn í Beirut til að koma þeim til valda og stuðningur Bandaríkjanna þykir heldur veikur á þessum slóðum. Falangistarnir hafa áður orðið að reiða sig á Sýrlendinga. f byrjun borgarastríðsins 1976 komu Sýrlendingar falangistum til hjálpar gegn óvinum þeirra, múhameðstrúarmönnum. Sem fyrr segir eiga falangist- ar ekki marga valkosti, sá besti þeirra nú virðist vera að frið- mælast við Assad. Fyrir falang- ista er það þó slæmur kostur einnig, því það þýðir að sam- komulagið sem undirritað var um brottflutning herja frá Líbanon 17. maí síðastliðinn er týnt og tröllum gefið sem orðið hefur raunin. Það er súrt epli að bíta í, þvi i 40 ár hefur falangista dreymt um að drottna yfir Líbanon og er ísraelsmenn gerðu innrásina 1982 og Bashir Gema- yel var kjörinn forseti virtist ekkert að vanbúnaði. En Bashir, bróðir Amins, var myrtur og undir stjórn Amins hefur syrt í álinn hjá falangistunum. Það virðist sem sé sýnt að Bandaríkin/fsrael muni ekki ráða fram úr ófriðnum í Mið- Austurlöndum í bráð að minnsta kosti og ísraelsmenn eru þegar farnir að velta öðrum möguleik- um fyrir sér. Til dæmis hafa þeir bæði leynt og ljóst biðlað til shita, sem skotið hefur mjög skyndilega upp sem hernaðar- og pólitísku afli í Líbanon. Hafa ýmsir embættismenn og hernað- arsérfræðingar talað vel um shita nýlega og hafa þeir reynt að fá shita til að halda uppi því eftirliti með Palestínuskærulið- um sem ísraelsmenn telja nauð- synlegt til þess að þeir geti kvatt her sinn heim frá suðurhluta Líbanon. Til þessa hafa shitar ekki tekið undir þessa hugmynd. íranir hinir raunveru- legu sigurvegarar? Það skelfir marga að hugsa um hverjir kunni að standa upp sem hinir raunverulegu sigur- vegarar. Ayatollah Khomeini, erkiklerkurinn herskái, hefur boðað byltingu Islams allar göt- ur síðan hann náði völdum í Iran og mótbyr hefur verið lítill. íranir eru lausir við keisara sinn, þeir hafa auk þess leikið Bandaríkin grátt og haft betur í stríði sínu við írak. Ekki nóg með það, fjöldi shita í Líbanon lítur á Khomeini sem leiðtoga sinn og hefur barist í anda islömsku byltingarinnar á göt- um Beirut. Saudi-Arabar og arabísku furstadæmin við Persaftóa hafa vart trúað sínum eigin augum og eyrum vegna stefnuleysis Bandaríkjanna í Mið-Austur- löndum, svo og getuleysi þeirra til að vernda vini sína. Augu þeirra beinast því fremur til Sýrlendinga nú, þar virðist síð- asta vonin vera. Og þá um leið í Kreml. Hlutverk Chernenkos aðalritara kann því að verða stórt áður en yfir lýkur og bend- ir margt til þess að áhrifaskeið Sovétríkjanna í þessum heims- hluta sé í þann mund að hefjast fyrir alvöru. Heimildir: Observer, AP o.fl. Már Magnússon Tónlist Egill Friöleifsson Gamla Bíó 22. febrúar ’84. Flytjendur: Már Magnússon tenór Ólafur Vignir Albertsson píanó Efnisskrá: Verkefni eftir ýmsa höfunda Már Magnússon tenórsöngvari kvaddi sér hljóðs á sviði Gamla Bíós sl. miðvikudagskvöld og flutti okkur fjölbreytta söngskrá við undirleik Ólafs V. Albertssonar. Már Magnússon á langt nám að baki og hefur aflað sér víðtækrar þekkingar á sönglistinni. Hann hefur getið sér gott orð sem kenn- ari undanfarin ár, og komið mörg- um á sporið í völundarhúsi hins hreina tóns. Gæti ég ímyndað mér að hæfileikar hans og staðgóð kunnátta njóti sín jafnvel betur í hlutverki leiðbeinandans fremur en sólóistans á konsertpallinum. Rödd hans býr ekki yfir þeim leiftrandi töfrum, sem hrífur mann með sér frá fyrstu hend- ingu, en hann fer laglega með þau lög, sem henta honum best. Ljóðin virðast eiga betur við rödd Más, en hér voru það óperuaríurnar, sem settu sterkastan blæ á efnis- skrána, og þar var ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er Hið nýja hús er formfagurt og þykir nýstárlegt. Ljósm. Mbl. — G.Berg. Akureyri: Nýstárlegt fjölbýlishús Akureyri, 22. febrúar. í SL. viku afhenti byggingarfélagið Híbýli hf. stjórn verkamannabú- staða fjölbýlishús með átta íbúð- um, sem fyrirtækið hefur smíðað fyrir verkamannabústaðakerfið. Þá eru örfáir mánuðir í að fullgert verði samskonar hús sem Híbýli hefur einnig í smíðum og stjórn verkamannabústaða hefur keypt fjórar íbúðir í því húsi einnig. Hús- in eru við Múlasíðu og eru stærðir íbúðanna frá 84 til 132 fermetrar. Hönnuðir húsanna eru Samhönn- un, en það eru Haraldur V. Har- aldsson arkitekt, Teiknistofan sf., Vinnustofan Klöpp hf. og Raftákn sf. Form þessa fjölbýlishúss er allnýstárlegt, a.m.k. hér á Akur- eyri, en þau eru byggð í vinkil og er stigahús og aðalinngangur í horni vinkilsins. Hver íbúð hefur útsýni til þriggja átta. Þá er og rúmgóður sólskáli í tengslum við stofu 6 íbúðanna. Stigahúsið er byggt utan á húsið þannig að um- ferð þar um verður lítt vart inni í íbúðunum og framan við íbúðir á hverri hæð er lítil sameiginleg forstofa sem tengist stigahúsinu, þannig má segja að þetta fjölbýi- ishús hafi ýmsa kosti raðhúsa og fjölbýlishúsa í einu húsi. Nýir eigendur, að meginhluta ungt fólk, flutti inn í húsið þegar á föstudag í síðustu viku. G.Berg. Hörður Tulinius, forstjóri Híbýlis, afhendir Helga Guðmundssyni, formanni stjórnar verkamanna- bústaða, lykla að nýja húsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.