Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 Háskólatón- leikar á morgun Á FIMMTU lláskólatónkikuni vormisseris 1984, sem verða í Norræna húsinu, miðvikudaginn 29. febrúar, þá leika Einar Jó- hannesson og David Knowles saman á- klarinettu og píanó. Þeir flytja Sónatínu eftir Arthur Honegger, Andantino eftir Florent Schmitt og Sónötu eftir Francis Poulenc. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa u.þ.b. háiftíma. o INNLENT Ók á 2 ljósa- staura ÞRÍTUGUR maður, sem grunaður er um ölvun við akstur, reyndi að flýja eft- ir að hafa ekið bifreið sinni á tvo Ijósastaura á gatnamótum Hamrahlíðar og Stakkahlíðar laust eftir klukkan 20 á laugardag. Lögreglan fékk tilkynn- ingu um undarlegt ökulag og var komin á slóð öku- mannsins, þegar óhappið átti sér stað. Maðurinn var tekinn á hlaupum í Bogahlíð. Bifreið hans var illa útleikin eftir árekstur- inn. Hún lenti á tveimur ljóstastaurum og járn- grindverki við gang- braut sem þarna er. MorgunblaAiA/Júllus. Sjálfstæðisfélag Mosfellinga: Þróttmikið starf á síðastliðnu ári Reykjum, 21. febrúar. AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Mosfellinga var haldinn að Hlégarði í Mosfellssveit mánudaginn 20. febrúar sl. og var hann vel sóttur. Gestir fundarins voru alþingismennirnir Matthías Á. Matthiesen, Ólafur Ein- arsson og Salóme Þorkelsdóttir. Formaður félagsins, Jón Bjarni Þor- steinsson læknir, setti fund og kvaddi Guðjón Hjartarson til þess að vera fundarstjóra en Halldór Sigurðsson sem ritara. Formaður flutti skýrslu skeiðum, skemmtunum og ýmsu stjórnar og kom það fram að starfsemi var með mesta móti. Stjórnarfundir eru haldnir viku- lega og fjallað er þar um alls kyns mál er varða félagið og vel- ferð þess og störf en einnig ýmis hagsmunamál héraðsins sem uppi eru á hverjum tíma. Hann gerði grein fyrir störfunum í sambandi við kosningarnar þar sem sjálfstæðismenn fögnuðu miklum sigri í kjördæminu. Þá voru haldnir nokkrir almennir fundir og voru þeir vel sóttir. Ýmsum ræðumönnum var boðið til þessara funda en einkum var mikill áhugi fyrir fundi þar sem Sverrir Hermannsson kom og lét gamminn geisa. Það voru orku- mál, byggðamál og ráðstöfun ríkisfyrirtækja o.fl. Tvö stórfyrirtæki í eigu hins opinbera eru hér á svæðinu. Annað er Álafoss en sala þess mun ekki vera á döfinni. Hins vegar var á það bent að vel færi á því að heimamenn sætu í stjórn þar með öðru ágætisfólki enda miklir atvinnuhagsmunir þar í húfi. Hitt, sem nefnt var, er Lax- eldisstöðin á Kjalarnesi en þar situr t.d. enginn heimamaður í stjórn. Þessi mál mun ráðherr- ann hafa í huga á næstunni. Þá beitti félagið sér fyrir ræðunám- Vitni óskast Miðvikudagsmorguninn 8. febrú- ar sl. um kl. 8.30 varð árekstur á Vesturhólum, skammt frá Dúfnahól- um, milli Ijósbrúnnar Datsun fólks- bifreiðar og vörubifreiðar. Kona sem ók næst á eftir fólks- bifreiðinni og gaf sig á tal við öku- mann hennar, svo og önnur vitni ef einhver eru, eru vinsamlegast beðin að gefa sig fram við Slysa- rannsóknadeild lögreglunnar eða hringja í síma 76668. fleiru sem ekki verður talið hér nánar. Stjórnarkjör fór þannig að Jón Bjarni Þorsteinsson var endur- kjörinn formaður ásamt þeim Vigfúsi Aðalsteinssyni, Björk Bjarkadóttur og Hanney Sig- urðsson. Nýir menn í stjórn eru Þorsteinn Ragnarsson og Mar- grét Ólafsdóttir en til vara Jón Zimsen og Þórarinn Jónsson. í kjördæmisráð voru kjörin þau Helga Ricther og Þorgrímur Októsson en til vara Sigsteinn Pálsson og Jóel Jóelsson. í full- trúaráð félagsins voru svo kjörn- ir 35 menn en það kýs sér for- mann úr sínum hópi. Fráfarandi gjaldkeri, Þor- grímur Októsson, gerði grein fyrir fjárhag félagsins og var hann allgóður en árgjald var nú ákveðið 100 krónur á mann fyrir næsta starfsár. Gestir fundarins fluttu stutt ávörp en að þeim loknum urðu almennar umræður með góðri þátttöku fundarmanna og bar þar margt á góma s.s. skattfrelsi hlutafjár, sala ríkiseigna, virðis- aukaskattur, stjórnarsamstarfið, stjórnarskrá, kosningalög o.fl. Urðu menn margs vísari um þjóðmálin og fleira er snertir pólitík flokksins í ýmsum mál- um. Augljóst er af fundi þessum að sóknarhugur er í sjálfstæðis- mönnum í héraðinu og hinn ungi dugmikli formaður lætur ekki deigan síga. Fréttaritari. mmm W ER UPPfl SKFTTTHNFIHENNRR, SMLOReU. HVORT 60RGRR 5I6BETUR FYRIR HRNR R9 ÉG GRNGIST VIE) ÞVÍ EÐR HUN VERÐI BRRR EINSTÆPMÖDIR?" Guðjón B. Qlafsson, forstjóri Iceland Seafood Corporation: Reikna með lágu verði fram eftir árinu en það lagast vonandi síðari hluta ársins „EG VERÐ að segja alveg eins og er, að fyrir tveimur mánuðum átti ég ekki von á því að þorskblokkin myndi lækka á þessum tíma, en það sýnir kannski hversu erfitt er að spá í þetta,“ sagði Guðjón B. Ólafsson forstjóri Iceland Seafood Corpora- tion, er Mbl. ræddi við hann um lækkun á verði þorsk- og karfa- blokka á Bandaríkjamarkaði. Guð- jón sagði ástæðu þess helsta þá, að vegna styrkleika dollara miðað við Evrópumynt bærist mikið magn sjávarafurða á markaðinn, þá ættu fiskafurðir í harðri samkeppni við aðrar matartegundir, t.d. væri verð á nautakjöti mjög lágt um þessar mundir. Guðjón sagðist reikna með að verðið yrði lágt framan af árinu, en myndi vonandi lagast aftur síðari hluta ársins. Guðjón sagði m.a.: „Þetta fram- boð frá Evrópu, sem er að mestu frá Danmörku kemur til vegna þess hversu dollarinn hefur verið sterkur. Sterkur dollari laðar að sér meiri fisk heldur en kannski annars hefði orðið og hefur leitt af sér að Bandaríkjamarkaður hefur þrátt fyrir allt boðið upp á betri kjör heldur en Evrópumarkaður- inn. Þessi veiking á verðinu núna er komin til vegna þessa og vegna birgðasöfnunarinnar, eins vegna þess að neyslan hér hefur ekki verið í samræmi við þennan aukna innflutning." Guðjón sagði ennfremur: „Ég held að ýmsir hafi nú gert ráð fyrir, að það yrði ekki svona mikil birgðasöfnun og að þetta myndi jafnast út, en nú erum við að koma inn t aðalframleiðslutíma- bilið, bæði á íslandi og í Evrópu og eins í Kanada og þegar við byrjum aðalframleiðslutímabilið með svona miklum birgðum þá er auð- vitað útlit fyrir vaxandi framboð á næstu mánuðum sem veikir verð- ið. Þá er ekki aðeins um að ræða mjög harða samkeppni á þessum markaði heldur eiga fiskafurðir í mjög harðri samkeppni við aðrar matvörur. Eins og ég hef áður bent á er nautakjöt mjög ódýrt hér nú. Og ég á fremur von á því að blokkarverðið verði mjög veikt næstu mánuði. Það er varla hægt að spá miklu um verðið seinni hluta ársins. Hvernig ástandið þá verður fer m.a. eftir stöðu dollar- ans gagnvart Evrópumynt, en bú- ist er við því almennt að kjötverð fari hækkandi og einhver von á því að þetta lága verð á fiskinum núna hvetji til aukinnar neyslu." Varðandi verðlag á öðrum fisk- tegundum sagði Guðjón, að ýsu- blokkin stæði enn fyrir sínu, verð á henni hefði ekki lækkað, en hann vissi ekki hvernig það yrði næstu mánuði. Ufsablokkin sagði Guðjón að væri á mjög lágu verði og hefði verið síðustu mánuði. Þá sagði hann að karfinn hefði lækkað, eins og komið hefði fram, og einvörð- ungu væri hægt að vona að hann lækkaði ekki meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.