Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 37 Margrét dóttir — Fædd 21. október 1905 Dáin 20. febrúar 1984 í dag, 28. febrúar, verður Mar- grét Pálsdóttir jarðsungin frá Fossvogskapellu. Margrét var fædd á tímum aldamótakynslóðarinnar og fór ekki varhluta af harðri baráttu í óblíðu umhverfi, sem var yfirunn- in með atorku, jafnaðargeði, þrautseigju og bjartsýni. Foreldrar Margrétar voru Guð- björg Ögmundsdóttir frá Halakoti í Biskupstungum og Páll Árnason frá Árnakoti á Alftanesi. Þau eignuðust fimm dætur, Guðrúnu, Guðbjörgu, Önnu, Margréti og Katrínu. Margrét var fædd að Halakoti, en fjölskyldan fluttist til Eyrarbakka þegar hún var ársgömul. Hús fjölskyldunnar var ekki fullsmíðað og varð hún til að byrja með að búa í sjóbúð í nokkra mánuði. Fjölskyldan fluttist síðar að Framnesi í Hraunshverfi og að lokum að Stokkseyri. Páll vann við búskap, sjómennsku og önnur störf sem til féllu við sjávarsíð- una. Margrét ólst upp í föðurhúsum og tók þátt í öllum störfum sem börn og unglingar gerðu á þeim tíma. Þegar Margrét var fjórtan ára veiktist hún skyndilega af botnlangabólgu og sprakk botn- lagninn á löngu ferðalagi áður en hún komst undir læknishendur að Landakotsspítala. Það er lítt skilj- anlegt að hún skyldi lifa það áfall. í bókinni „Hrakningar og heið- arvegir", 3. bindi, eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórssonar, á bls. 166, er ritað um sjúkraflutn- inga yfir Hellisheiði um hávetur í blindbyl með fárveika unglings- stúlku. Ekki vissi sögumaður að stúlka þessi var Margrét Pálsdótt- ir. Til að lýsa hvers konar lífs- háski þetta var fyrir Margréti, sem var búið um á sleða, þá tók ferðin 8 klst. frá Kambabrún að Kolviðarhól. Tveir hestar sem not- aðir voru fyrir sleðann gáfust upp á fjallinu og varð að skilja Mar- gréti eftir, ásamt einum fylgdar- manna af fjórum, meðan hinir fóru að Kolviðarhóli og fengu Sig- urð bónda með óþreytta hesta til að halda ferðalaginu áfram, en allt fór vel að lokum. Eins og venja var sótti Margrét snemma vinnu frá heimilinu svo sem kaupavinnu, fiskvinnu og vist, en árið 1927 fór hún til Reykjavík- ur og lærði matreiðslu. Þá kynnist hún eftirlifandi eiginmanni sín- um, Guðjóni Einari Guðmunds- syni frá Þóroddsstöðum við Reykjanesbraut, móðurbróður mínum. Margrét flutti að Þóroddsstöð- um árið 1928 og tók við heimilinu þegar Sigurveig amma mín veikt- ist. Margrét og Guðjón giftust 7. júní 1930. Ekki varð þeim barna auðið, en því meira athvarf var fyrir börn annarra á heimili þeirra. Bjarney, systurdóttir Margrétar, átti tvö eistu syni sína þar. Þegar kunningjakona þeirra hjóna, Aróra Kristinsdóttir, sá að dagar hennar væru taldir, bað hún Margréti að taka að sér dóttur sína, Sigrúnu Helgadóttur, sem var þá átta ára. Sigrún ólst upp hjá Margréti og Guðjóni til manndómsára og einnig varð son- ur hennar, Guðmundur Freyr Ævarsson í miklu uppáhaldi hjá þeim. Sigrún er líffræðingur að mennt og er gift Ólafi Andréssyni, lífefnafræðingi. Þau eiga eina dóttur, Melkorku, sem var nýtt ljós á leiði Margrétar. Ég minnist Margrétar fyrst á Þóroddsstöðum, þegar haldið var afmælisboð fyrir mig þar og Margrét var í búningi sem hún hafði verið í þegar hún starfaði við Alþingíshátíðina á Þingvöllum 1930. Glæsileiki hennar, vinátta, hlýleiki og kærleikur höfðu mikil áhrif á þá sem kynntust henni og hún skildi eftir umhverfi sitt rík- ara. Góð vinátta var ætíð milli Karó- línu, móður minnar, og Margrétar, Páls- Minning og lýsir það vel hugarþeli þeirra hjóna, að þau heimsóttu móður mína vikulega þau níu ár sem hún dvaldist á sjúkrahúsum eftir að hún lamaðist. Áhugamál Margrétar voru hannyrðir og garðrækt. Mörg listaverk eru til á heimili hennar, en garðar og tré á Þóroddsstöðum, Eiríksgötu 2 og Hjallalandi 14, eru talandi tákn starfa hennar, svo og við sumarbústaðinn við Meðal- fellsvatn. Margrét og Guðjón byggðu Ei- ríksgötu 2 ásamt Magnúsi Sig- urðssyni, yfirlögregluþjóni, og bjuggu þau þar frá 1933 til 1969, er þau byggðu Hjallaland 14, og bjuggu þar síðan. Rættist þá draumur er lengi hafði verið til. Sjúkdómslega Margrétar var ekki löng en erfið. Tryggð og vin- átta systradætra Margrétar og Guðjóns kom vel í ljós, þar sem þær skiptust á um að vaka hjá henni síðustu þrjár vikurnar og fylgdu henni að bát ferjumanns- ins. Ég óska Margréti fararheilla og sendi Guðjóni frænda mínum, Önnu systur hennar, Sigrúnu og hennar fjölskyldu samúðarkveðj- ur. Aðstandendur senda starfsfólki deild 5A og 6A á Borgarspítalan- um innilegar þakkir fyrir góða umönnun og aðstoð. Guðmundur Einarsson í dag er gerð frá Fossvogskirkju útför Margrétar Pálsdóttur, Hjallalandi 14. Hún var fædd 21.10.1905. Foreldrar hennar, Guð-j björg Ögmundsdóttir og Páll Árnason, fluttust úr Biskupstung- um um aldamótin, í Hraunshverfi við Eyrarbakka. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þeim kjörum sem landlaust fólk við hafnlausa strönd bjó við. Vinnan lítil og stopul. Við þessi kröppu kjör ólust þær upp dæturnar fimm og náðu góðum þroska. Er nú ein þeirra á lífi, Anna. Þetta var að vísu ekki einsdæmi á þessu tímum, en það var vorþeyr með þjóðinni og bjartsýni ríkjandi. Ung að árum kom Magga til Reykjavíkur. Þar varð á vegi hennar ungur maður, Guðjón E. Guðmundsson frá Þór- oddsstöðum. Síðan voru þessi nöfn svo tengd hvort öðru, að Magga og Gaui eru sem eitt nafn í hugum ættingja og vina. Þau bjuggu um áratugaskeið að Eiríksgötu 2 hér í borg. Þangað lágu leiðir margra ungmenna sem fóru úr föðurhús- um, utan af landi, áttu þar viðdvöl og æfilanga gistivináttu. Nálægð við Landspítalann bauð mörgum sem leið áttu um áningu og hlýju. Útlendan hrakhólamann rak á fjörur þeirra í upphafi stríðsins. Á sinn hljóðláta hátt sat hann í borðstofunni til æfiloka 1946. Ekki var hornið lengi autt. Öldruð móð- ir Möggu kom og dvaldi þar til æfiloka, í fagurri elli. Tvær voru þær allt í einu orðnar í borðstof- unni. Lítil móðurlaus stúlka, Sig- rún Helgadóttir, átta ára gömul, var þar komin í traustar kær- leikshendur. Fyrir 16 árum fluttu þau í Hjallaland 14. Þar bjuggu þau sér heimili sem bar Möggu fagurt vitni. Blóm og hverskonar unaður þreifst vel í návist hennar. Þar óx til þroska fósturdóttirin og síðar komu barnabörnin, með sæl- ar stundir. Megi þau vera rík í sorg sinni. Um leið og ég minnist Möggu með þakklæti fyrir sam- fylgdina, á ég þá ósk besta Gauja frænda mínum til handa að ylur minninga lýsi honum æfikvöldið. Magga Guðjóns Það var að vorlagi árið 1977 að ég kom fyrst að heimili þeirra Margrétar Pálsdóttur og Guðjóns E. Guðmundssonar, og bættist ég þá í þann stóra hóp sem notið hef- ur gestrisni og hlýju þeirra hjóna. Án þess að ég gerði mér grein fyrir því, þá höfðu leiðir okkar leg- ið saman á ýmsum stöðum eins og vera vill hjá þesasri litlu þjóð. Æskustöðvar mínar voru í grennd við Eiríksgötu 2, sem var heimili þeirra í um þrjátíu og fimm ár. Þar hef ég áreiðanlega séð Möggu nostra við garðinn sinn eða þau hjón á leið til Hallgrímskirkju á sunnudegi. Einnig er næsta líklegt að eg hafi séð þeim bregða fyrir hjá sumarbústaðnum við Meðal- fellsvatn, þar sem myndarlegur trjálundur ber nú vitni þeirri ást- úð sem Magga sýndi gróðrarmætti jarðarinnar. í rauninni liggja leið- ir okkar líka saman í fjörunni við Eyrarbakka, þar sem Magga ólst upp við brim Suðurstrandarinnar; á fæðingarslóðum hennar við Tungufljót og Hvítá, þangað sem hún kom síðar í kaupavinnu og sundlaði svo við að ríða jökulvatn- ið; á Hellisheiði, þar sem ungl- ingsstelpa með sprunginn botn- langa var flutt á sleða í vetrarill- viðri fyrir sextíu og fimm árum; við trén, sem Magga gróðursetti á Þóroddsstöðum; i Edinborg þar sem Magga gerði stuttan stans í Gullfossferð og kleif hinn langa hringstiga Scott-minnismerkisins til að sjá yfir Princes Street, garð- ana og kvosina undir kastalanum, en í Édinborg bjó ég í tvö ár og gekk margsinnis framhjá minnis- merki Scotts án þess að fara þar upp. Ég hef ekki þekkt Möggu nema í sjö ár, og fjögur þau fyrstu dvald- ist ég að mestu erlendis. Þá var gott að koma heim til íslands um jól og njóta hátíðanna með Möggu og Gauja, fósturdóttur þeirra og strákhnokkanum sem lifði fjögur fyrstu árin sín á heimili afa og ömmu. Það verður aldrei hægt að gera fyllilega grein fyrir þeirri umhyggju sem Magga hefur sýnt strákhnokkanum sem nú er orðinn stjúpsonur minn og unglingspilt- ur, kominn á fermingaraldur. Meðan við dvöldum erlendis bjó Magga tii enn eitt listaverkið í höndunum, stórt flosteppi með smaladreng á heimleið, Jarl- hetturnar í baksýn. Nærri má geta hver smaladrengurinn er. Það var líka unun að sjá hve mikla ánægju Magga hafði af litlu dóttur minni þessi síðustu tvö ár. Mér eru sér- staklega minnisstæðar stundir frá sumrinu þegar Melkorka var níu mánaða. Stundir í dýrlegu veðri í blómskrýddum garðinum, þar sem jurtunum leið svo vel, engu síður en í stofunni hjá Möggu. Stundirn- ar þegar „litla garðyrkjukonan" var að hjálpa okkur að taka upp góða kartöfluuppskeru. En erfiðir tímar voru í vændum. Magga missti tvær systur sínar með stuttu millibili. Á eftir fylgdi óveðursvetur og dimmviðrissum- ar. En kartöflurnar voru settar niður og við væntum góðrar upp- skeru úr moldinni sem Magga hafði ræktað um áraraðir. -í júlí kom óvænt frostnótt og kartöfl- urnar náðu sér ekki á strik aftur. Um svipað leyti varð Magga fyrst vör við þann sjúkdóm sem síðan ágerðist stöðugt og varð til þess að hún lagðist á sjúkrahús í byrjun desember. Möggu lánaðist að njóta örfárra ánægjustunda á heimili sínu um jólin, en síðan þyngdist róðurinn sífellt, og í dag verður hún til moldar borin í þeirri jörð sem hún gerði svo vel við. Þess mannlífs og gróðurs, sem hún hlúði að, njótum við sem eftir lifum og minnumst hennar með þökk í huga. Olafur S. Andrésson Enn einn ^......... nýr á leiðinni \ ^r--. frá MITSUBISHI Hvaö heitir 'ann? - Hvernig $r 'ann? Hvenær kemur 'ann? - Hvað kostar 'ann? Hver fær 'ann? Plfí! [hIhekiahf J Laugavegi 170 -172 Simi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.