Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 Sigurður með 107 mörk í 18 leikjum: Sigurður skoraði 12 mörk gegn Kiel Frá Jóhanni Inga Gunnarasyni, fréttaritara Mbl. í V-Þýskalandi. SIGURÐUR Sveinsson var svo sannarlega í essinu sínu þeg- ar hann lék með liði sínu Lemgo gegn Kiel um síðustu helgi. Sigurður skoraði 12 mörk í leiknum, þar af fjögur úr vítaköstum. Öll mörk Sig- urðar voru skoruð með gífur- lega föstum skotum utan af velli, og svo vel lék Sigurður að áhorfendur hér í Kiel klöppuðu honum lof í lófa hvaö eftir annað, en slíkt er sjaldgæft þegar um mótherja er að ræöa. Blööin hér skrifuöu mikiö um skothörku Siguröar og töldu aö skot hans færu meö 130 km hraöa á klukkustund. Jafnræöi var meö liöunum í upphafi leiksins og um tíma var staðan 9—9. Þá haföi Sigurður skoraö sjö mörk af níu mörkum Lemgo. Þegar líöa tók á leikinn var Siguröur tekinn úr um- ferö því aö alveg ómögulegt var aö stööva hann ööru vísi. Siguröur hefur nú skoraö 107 mörk í deild- inni í 18 leikjum. Eftir leikinn lýsti Siguröur því yfir viö mig aö hann • Torfi Magnússon átti stórleik með Val gegn KR í úrvalsdeildinni um helgina. Valsarar fóru á kost- um og gjörsigruðu KR VALSARAR sýndu stórgóöa takta er þeir gjörsigruöu KR-inga í úr- valsdeildínni í körfuknattleik í Seljaskólahúsinu á sunnu- dagskvöld. Um tíma höföu Vals- arar 20—23 stiga forystu, en munurinn minnkaði er þeir hvíldu sína beztu menn í lokin og úrslit- in uröu 85—72. í hálfleik var staö- an 39—34 fyrir Val. Leikmenn beggja liöa virtust þrúgaöir spennu í fyrri hálfleik og fjölgaöi stigunum á töflunni frekar hægt. Reyndar léku bæöi liðin góöan varnarleik í fyrri hálfleik og áttu vandrataö inn í teig annars hvors. Bæöi liðin héldu uppi mikl- um leikhraða í þeirri von aö opna glufur eöa rjúfa skörö í varnir hvors annars, en ilia gekk að ná settu marki, þrátt fyrir haröfylgni flestra leikmanna. Valsarar höföu jafnan frumkvæðiö og náöu um tíma átta stiga forystu, 18—10, en KR-ingar söxuöu jafnt og þétt af forskotinu og komust tvisvar yfir, 26—25 og 28—27, en síðan var leikurinn Valsara. I seinni hálfleik fóru Valsarar hins vegar á kostum. Tókst þeim þá aö rjúfa varnarmúra KR-inga, og meö miklum spretti, þar sem fyrir brá stórgóðu samspili og skemmtilegum fléttum, náöu Vals- arar 18 stiga forystu á rúmum fjór- um mínútum, 54—36. Einnig gengu sóknir KR-inga sjaldnast upp, þar sem Valsarar tóku suma þeirra alveg úr leik, t.d. tókst Torfa aö halda Garöari, sem oft hefur reynst drjúgur í vetur, alveg niöri. Og fyrstu 8—9 mínútur hálfleiksins mistókust langflest körfuskot KR-inga, þannig aö flest gekk þeim gegn. Af þessum sökum voru síöustu 15 mínúturnar eiginlega formsat- riöi og undir lokin hvíldu Valsarar sína langbeztu menn, Torfa og Tómas. Torfi var mjög góöur í vörn og sókn allan leikinn og inn á milli átti Tómas snilldartilþrif. Af öörum Völsurum áttu Kristján, Leifur og Valdimar góöan dag. Hefur Völsur- um tekist vel upp í síöustu leikjum og stefnir í gífurlega baráttu þelrra og Njarövíkinga í úrslitakeppninni, ef svo heldur fram sem horfir. Hjá KR reyndi Jón á tímum aö bjarga því sem bjargaö varð. Bar hann höfuð og herðar yfir aöra leikmenn, enda byggjast aögeröir liösins á honum. Guðni Guönason kom einnig vel frá leiknum meöan hann fékk aö spreyta sig, sat lang- tímum á bekknum, og Páll Kol- beins baröist vel. Stig Vals: Torfi Magnússon 23, Kristján Ágústsson 21, Valdimar Guölaugsson 15, Tómas Holton 12, Jóhannes Magnússon 4, Jón Steingrímsson 4, Helgi Gústafsson 2, Leifur Gústafsson 2 og Páll Arn- ar 2. Stig KR: Jón Sigurðsson 27, Guöni Guönason 12, Páll Kol- beinsson 11, Birgir Guðbjörnsson 6, Ágúst Líndal 4, Garöar Jó- hannsson 4, Geir Þorsteinsson 4, Kristján Rafnsson 2 og Ólafur Guömundsson 2. Maöur leiksins: Torfi Magnús- son Val. —ágás. myndi leika áfram hjá Lemgo næsta keppnistímabil. Og breytti þaö engu hvort liöið myndi falla niður í 2. deild. • Þrumuskot Siguröar vöktu mikla athygli í Kiel, en þar skoraði hann 12 mörk um helgina. Sigurður mun leika áfram meö liði Lemgo næsta keppnistímabil. Tata Banja vann með einu marki GROSSVALDSTAD lék um helg- ina á móti Tata Banja frá Ung- Fer Rummenigge til Ítalíu?: Fiorentina gerir honum girnilegt tilboð Frá Bob Hennossy, fréttamanni Morgunblaösins i Englandi. ÍTALSKA liöiö Fiorentina frá Flór- ens hefur nú gert Karl-Heinz Rummenigge hjá Bayern MUnch- en girnilegt tilboð um aö koma til Ítalíu og leika meö liöinu. Rumm- enigge sagöi fyrir skömmu aö hann væri „jafnvel" reiöubúinn aö fara frá Bayern í vor er samn- ingur hans viö félagiö rennur út og þá voru ítölsk félög ekki lengi að taka viö sér og ræöa viö hann. Fiorentina hefur boðist til aö kaupa Rummenigge á tvær millj- ónir sterlingspunda (þaö eru um 83 milljónir íslenskra króna) — en kaupveröið er aðeins lítill hluti af girnilegum „pakka“ sem honum stendur til boða. Forráöamenn Fiorentina hafa boðið honum tveggja ára samning og fengi hann skv. honum 575.000 sterlingspund í árslaun. Þaö eru • Karl-Heinz Rummenígge um 25 milljónir islenskra króna. Hafa ber í huga aö þessum 25 milljónum héldi Rummenigge eftir aö hafa greitt skatt. Auk þessa eru honum boöin 205.000 pund í auglýsingatekjur á ári — þaö eru tæpar 9 milljónir íslenskra króna. Þá býður félagiö honum glæsilegt einbýlishús fyrir utan Flórens og þar aö auki býöst félagiö til aö kosta þýskan kennara til Italíu til aö kenna báöum börn- um Rummenigge. Karl-Heinz hefur leikiö 73 lands- leiki fyrir Vestur-Þýskaland og þar er á feröinni einhver albesti fram- herji í Evrópu í dag, og þó víöar væri leitaö. Tilboö Fiorentina er vissulega girnilegt en öruggt er tal- iö aö hugsi hann sér til hreyfings í vor muni fleiri félög hugsa sér gott til glóöarinnar. verjalandi í IHF-keppninni. Ung- verska liöiö sigraði, 23—22. Grossvaldstad lék vel í leiknum og allan tímann þar til rétt undir lokin, en þá komst Tata Banja yf- ir. Kontra í liði Tata Banja var markhæsti leikmaöurinn í leikn- um meö 11 mörk. Grossvaldstad þykir sigurstranglegt á heima- velli. Tata Banja sló FH út úr IHF- keppninni og drógst á móti Grossvaldstad. Dukla náði jafntefli AÐEINS 3.200 áhorfendur mættu á Evrópuleik Gummersbach og Dukla Prag í Dortmund um síó- ustu helgi. En langt er um liðið síöan jafnfáir hafa mætt á Evr- ópuleik hjá Gummersbach. Þetta lýsir því best aö lióiö á ekki sömu vinsældum aö fagna og áöur, enda getan ekki jafn mikil. Jafn- tefli varð í leik liðanna, 14—14. Þegar mínúta var eftir af leiktím- anum varöi markvöröur Dukla víti og rétt fyrir leikslok jöfnuöu Tékkarnir svo úr vítakasti. Síóari leikur liöanna fer fram um miójan mars í Prag. Litlar líkur eru taldar á því að Gummersbach komist áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.