Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 r> Má /ar«. á Ur'OÍaK f?ér P (setto er al£)jört neybArtilfe.LU." ... ad ganga í lopapegsunni, sem hún prjónaði. TM Rag. U.S. Pat. Off —all rights reserved c1984 Los Angeles Times Syndicate „Er ekki tímabært að mannúðarkerfíð muni eftir þessum bróður?“ Til Velvakanda. Hafliði Jónsson skrifar: „Oft hafa verið ánægjulegir þættir þeir, sem Jónas Jónasson útvarps- maður hefur átt með kvöldgestum sínum, en fáir gesta hans hafa verið í líkingu við Jóhann Péturs- son Svarfdæling, og reyndar réð Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson Þakkir fyrir hugvekjur Til Velvakanda. Bjarni skrifar: „Ég vil leyfa mér að þakka Morgunblaðinu fyrir fágætlega góðar hug- vekjur undanfarið eftir séra Guðmund óskar Ólafsson í Neskirkju. Þær eru hógværar og hlýjar og á svo fallegu máli að maður nýtur þeirra eins og ljóða. Kirkjan okkar er ekki í kreppu á meðan við eigum svona presta." hinn þrautþjálfaði útvarpsmaður ekki fullkomlega við hlutverk sitt í það skiptið. Þar með er ekki sagt, að öðrum hefði auðnast að ná lengra í viðræðu við Jóhann. Þessi langhrjáði landi okkar virðist vera á varðbergi. Hann vildi engan særa eða styggja, og reyndi að fyrirgefa þjóð sinni og samferðamönnum. Örlögin hafa orðið honum þau, að kreppuárin sem hann varð að lifa í æsku, hafa fylgt honum alla veg- ferðina og hið marglofaða menn- ingarkerfi sem við komum okkur upp eftir að strikað var yfir allar skuldir hins gamla kreppusjóðs, hefur einhverra hluta vegna aldrei náð til Jóhanns Svarfdælings og reyndar eru engu líkara, en „skuldir" hans við gamla kreppu- lánasjóðinn hafi aldrei verið af- máðar. Jónas Jónasson vék óbeint að þessum staðreyndum í lok viðtals- ins við Jóhann, en hann svaraði með því að sveitungar sínir hefðu gert vel, að bjóða sér að dveljast heima síðustu ævidagana, þótt fremur væri af góðum hug en getu. Eftirfarandi bréf barst Velvak- anda undirritað 32 nöfnum sem ekki þótti ástæða til að birta: „Við mælum eindregið með því að Paul Young verði fenginn hingað á Listahátíð ’84. Paul hefur Hann verður að búa það þröngt, að vistarveran hefur ekki rýmri gólfflöt en svo, að þar kemst að- eins fyrir stóra rúmið hans og einn stóll. Er nú ekki orðið tímabært að mannúðarkerfið okkar muni eftir þessum bróður og hýsi hann og hjúkri honum á sómasamlegan hátt?“ Duran Duran komi á Listahátíð ’84 Ingibjörg E. Stefánsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi! Erindi mitt er eins og svo margra annarra um þessar mundir að óska eftir að Dur- an Duran komi á Listahátíð 1984. Ég er alveg sammála stelp- unum 7 sem skrifuðu laug- ardaginn 18. febr., að Dire Straits á fáa aðdáendur (alla- vega færri en Duran Duran). Eflaust væri Duran Duran mjög velkomin hingað. Vil ég biðja Listahátíðarnefnd að athuga málið — það getur varla sakað. Að lokum til allra hressra Duran Duran-aðdáenda hér á landi, tökum höndum saman og fáum þá hingað til lands." verið mjög vinsæll síðan hann sendi frá sér plötuna „No parlez", en á henni eru lögin Come Back and Stay og Love of the Commort People, sem bæði hafa verið mjög vinsæl hérlendis og erlendis." Fáum Paul Young á Listahátíð ’84 Kátir í lund — gömlum sjómanni Brynhildur H. Jóhannsdóttir skrifar: Til Velvakanda! Vísan, sem þú spyrð um, er lokaerindi í gamanbrag eftir föð- ur minn, Jóhann Fr. Guð- mundsson (J.F.G.). Þetta var sungið á skemmtun á Siglufirði af Guðlaugi Gottskálkssyni. Dóttir hans var svo vinsamleg að láta mér braginn í té, ekki fann ég hann í fórum föður míns, þótt aðra bragi sé þar að finna. 1. Nú árið er liðið í aldanna skaut, með of litla síld — of litla síld. Og minningar óðfluga berast á braut, þð bragði hér enginn síld. En athafnamönnunum markast ei bás, þeir mætustu tóku með síldinni á rás. Suður í Vík, í Grindavík, Sandgerði og Keflavík. 2. Hann Kristján við sáum á Kambinum fyrst, kominn á stjá — kominn á stjá. Á reknetum græddi af leikandi list. Hallelú — Hallelú — já. Hvort setti hann alla þá peninga í pung, eða pungaði öllu i kvenljónin ung? Suður í Vík, í Grindavík, Sandgerði og Keflavík. 3. Finnbogi á Kolbeini keyrði um sjó, kátur hann er — kátur hann er. Daglega aflaði nærri því nóg, — það nú segir Pétur mér. — frá Isafirði svarað Útgerðarmaðurinn makaði krók, milljónir sílda í ágóða tók. Suður í Vík, í Grindavík, Sandgerði og Keflavík. 4. Addi á Birninum brallaði margt, með belgi og tó — belgi og tó. Allflestir telja það helvíti hart, að hafa þann mann á sjó, sem kvenþjóðin elskar frá toppi að tá, og titrandi af ákafa reynir að fá. Suður í Vík, í Grindavík, Sandgerði og Keflavík. 5. Veiðarnar stundaði Valgarður þar, vel á því fer — vel á því fer. Kolbrúnar skeleggur skipstjórinn var, skapaður handa þér. Gljáandi silkinu sinnti ei hót, á sjóklæðin taldi það ónýta bót. Suður í Vík, í Grindavík, Sandgerði og Keflavík. 6. Hugrekkið staðreynd, þó höndin sé grönn, heilia karlinn — heilla karlinn. Djarfur til sóknar var herrann á Hrönn, Héðins — fírð — ingur — inn. Ánægjubjarma á andlitið sló, ef einhverja leit hann, sem var ekki mjó. Suður í Vík, í Grindavík, Sandgerði og Keflavík. 7. Á Villa var Sigurjón sveimandi um haf, sægarpurinn — sægarpurinn. Netunum sökkti í sjóinn á kaf, með síldinni dró þau inn. Hornaugum leit hann allt pilsgerða prjál, píreygðu meyjunum neitaði um skál. Suður í Vík, i Grindavík, Sandgerði og Keflavík. 8. Atli hinn sjóblauti sigldi úr höfn, Sjögutten var, skipstjóri þar. Þó andaði köldu af dimmblárri dröfn, dæmalaust gaman var. Ákafans vegna að innbyrða síld, alveg hann gleymdi að taka sér hvíld. Suður í Vík, í Grindavík, Sandgerði og Keflavík. 9. Nýmóðins eimskipið öldurnar klauf. Áfram sem mest — Áfram sem mest. Skipstjórinn hataði allt helvítis gauf, — hann er nú til í flest. Hin siglfirska Rakel á sægarpinn þann, svannar þó telji hann ógiftan mann. Suður í Vík, í Grindavík, Sandgerði og Keflavík. 10. Axel á Káranum kúfyllti net, krossbölvandi — krossbölvandi. Með dugnaði setti hið siglfirska met, en samt var hann bölvandi. Ef áleitni kvenþjóðar einhverja fann, til athafna valdi þá Grím stýrimann. Suður í Vík, í Grindavík, Sandgerði og Keflavík. 11. Nú eru þeir komnir í kyrrðina heim, kátir í lund — kátir í lund. Og lifa um jólin i lukku og seim, fyrir líðandi hverja stund. Við konurnar segja þeir: „Kysstu nú mig, ég hvergi sá neina eins fallega og þig, suður í Vík, í Grindavík, Sandgerði og Keflavík."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.