Morgunblaðið - 28.02.1984, Side 38

Morgunblaðið - 28.02.1984, Side 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 Helgi og Jóhann náðu áföngum að stórmeistaraáfanga JÓHANN Hjartarson og Helgi Ólalsson ásamt gömlu kempunni Samuel Reshevsky sigruðu á XI. Reykjavíkurskákmótinu, sem lauk á sunnudag. Og ekki nóg með það — Helgi og Jóhann náðu áfanga að stórmeistaratitli. Helgi sínum fyrsta, Jóhann öðrum áfanganum á skömm- um tíma. Það var glæsilegur endir á glæsilegu móti; mótinu þar sem ís- lenzkir skákmenn slógu eftirminni- lega í gegn og undirstrikaði hina miklu sókn, sem á sér stað í íslenzku skáklífi. Margeir Pétursson og Jón L. Árnason fylgdu sigurvegurunum fast á eftir. Höfnuðu í 4.—6. sæti ásamt Harry Schiissler með V/i vinn- ing og Karl Þorsteins náði sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Fyrir sigur sinn fengu sigurveg- arnir hver liðlega 100 þúsund krónur í verðlaun, eða 3.600 doll- ara hver. Og fyrir 4.-6. sætið fengu Margeir, Jón L. og Schússler liðlega 30 þúsund krónur hver. Já, ungu mennirnir okkar stóðu sig vel. Með sigri sínum skráðu þeir Jóhann og Helgi nöfn sín við hlið Friðriks Ólafssonar og Guð- mundar Sigurjónssonar, sem sig- urvegarar á Reykjavíkurskákmóti. Og í fyrsta sinn í átta ár urðu íslenzkir skákmenn hlutskarpastir á Reykjavíkurskákmótinu. Friðrik ólafsson hefur þrívegis sigrað, — 1966, 1972 og 1976, og Guðmundur Sigurjónsson einu sinni, árið 1970. Mikið fjölmenni var á Hótel Loftleiðum um helgina, bæði á laugardag og sunnudag. Bílafjöld- inn fyrir framan hótelið eins og á landsleik í knattspyrnu. Bekkur- inn var því þröngt setinn. Áhorf- endur beinlínis sprengdu utan af sér hótelið og aðstæður því slæm- ar, mikill hiti og kliður í skáksal. Skákskýringar voru frammi á gangi og í ráðstefnusal. Alls stað- ar var yfirfullt og margir áttu í erfiðleikum með að fylgjast með. En menn létu sér þetta lynda — fylgdust spenntir með frábærum árangri íslenzku skákmannanna. Fyrir síðustu umferðina áttu fjórir skákmenn möguleika á að bera sigur úr býtum. Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Samuel Resevsky voru allir með 7% vinning og Margeir Pétursson með 7 vinninga. Jóhann samdi Mikið fjölmenni var í ráðstefnusalnum þar sem skákir voru skýrðar. Morgunblaðið/Friðþjófur. verð „Eins og vín — betri með árunum“ — sagði Reshevsky eftir að hafa borið sigur úr býtum á Reykja- víkurskákmótinu ásamt Jóhanni Hjartarsyni og Helga Ólafssyni fljótlega jafntefli við Geller hinn sovéska og Helgi og Reshevsky einnig. Margeir fékk þægilegri stöðu gegn stórmeistaranum Ree, en tókst ekki að knýja fram sigur þrátt fyrir að skákin hefði farið í bið. Varð að sætta sig við jafntefli. Þeir urðu því þrír efstir og jafnir — Jóhann, Helgi og Reshevsky. „Allir geta teflt upp á sigur — örfáir jafntefli“ Jóhann tefldi af öryggi gegn Geller og þeir sömdu fljótlega jafntefli. Á laugardag tefldi Jó- hann æsispennandi skák við Helga Ólafsson og var þá ekki í neinum jafnteflishugleiðingum, en varð að lúta í lægra haldi eftir að hafa fórnað drottningu fyrir hrók og léttan mann. „Hinn kunni skák- maður Lasker sagði einhverju sinni, að allir gætu teflt upp á sig- ur, örfáir upp á jafntefli," sagði Jóhann Hjartarson þegar blaða- maður spurði hvers vegna hann hefði ekki teflt rólegar gegn Helga, teflt upp á jafntefli. „Eg er ánægður með tafl- mennsku mína í mótinu og þessi árangur kom mér jafn mikið á óvart og árangurinn í skákmóti Búnaðarbankans. Ég tel að á næstu 4 til 5 árum eigum við að geta eignast fjóra til fimm stór- meistara," sagði Jóhann Hjartar- son. „Skáksprenging“ „Ég held að ísland hafi alla burði til að verða stórveldi i skákheiminum. Raunar má segja að skáksprenging hafi átt sér stað — ungu skákmennirnir fimm hafa náð að blómstra. Þá á ég við Jó- Þrjár spennuskák- ir úr lokabaráttunni Skák Margeir Pétursson 8. umferð: Með sigri sínum yfir hollenska stórmeistaranum Ree náði Jóhann Hjartarson því ótrúlega háa hlut- falli 7 v. af 8 mögulegum. Þó hann hlyti aðeins einn vinning úr þrem- ur síðustu skákunum dugði það honum til efsta sætis og stór- meistaraárangurs. Skákin við Ree var sérlega glæsileg og hefði mjög líklega hlotið fegurðarverðlaunin á mótinu hefðu slík verðlaun verið veitt: Hvítt: Ree (Hollandi) Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarbragð 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. Bg5 — Be7, 5. Rc3 — h6, 6. Bh4 — 0-0, 7. Dc2!? Ree reynir að rugla Jóhann í ríminu með óvenjulegri leikjaröð 7. e3 er algengara. 7. — b6, 8. Bxf6 — Bxf6, 9. e4 — Rc6 Hartnær þvingað því 9. — dxe4, 10. Dxe4 — c6,11. Bd3 gefur svört- um ekkert mótspil. 10. 0-0-0 — dxe4, 11. Dxe4 — Bb7, 12. h4 - Hb8I, 13. Bd3? Eins og Ree viðurkennir með 15. leik sínum er þetta röng áætlun því sóknarfæri hvíts eftir skálín- unni bl-h7 eru tálsýn. Mun sterkara var 13. De3! og hvítur stendur betur. 13. — g6, 14. Dg4 — Bg7, 15. Be2 Upprunaleg áætlun hvíts hlýtur að hafa verið að leika 15. h5 — g5, 16. De4, en nú sér hann að eftir 16. - He8, 17. Dh7+ - Kf8 kemst hann ekki lengra áleiðis. 15. — Re7, 16. h5 — g5, 1. Re5 — Rf5, 18. Bf3 — c5I! Afar djúphugsaður leikur sem við fyrstu sýn virðist bjóða hætt- unni heim. 19. dxc5 — Dc7, 20. Rd7 — Bxc3, 21. bxc3 - dxc5, 22. Rxf8? Meiri varnarmöguleika gaf 22. Rxb8 því þá er sá hrókur a.m.k. fjarlægður úr sókninni. Nú stend- ur ekki steinn yfir steini í hvítu stöðunni. 22. — Da5!, 23. Kd2 — Rd4!, 24. Kel — Rxf3+, 25. Kfl Örvænting, en 25. gxf3 mátti svara með 25. — Dxc3+, 26. Ke2 — Bxf3+!, 27. Dxf3 - Hb2+. 25. — Da4!, 26. Hd6 — f5! og hvítur gafst upp. Bandaríski alþjóðameistarinn Nick deFirmian ríður ekki feitum hesti af landi brott þó hann hafi lengi verið I forystu á bæði Búnað- arbankamótinu og Reykjavikur- skákmótinu. Á hinu síðarnefnda hafði hann hlotið 5% vinning úr sex fyrstu skákunum og var einn efstur en tapaði þá fyrir Jóhanni. í næstu umferð á eftir hugðist hann rétta hlut sinn, en yfirkeyrði sig á því að tefla til vinnings: Hvítt: deFirmian (Bandaríkjunum) Svart: Margeir Pétursson Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — g6, 5. Rc3 — Bg7, 6. Be.'i — Rf6, 7. Bc4 — 041, 8. Bb3 — d6, 9. f3 — Bd7, 10. h4 — h5, 11. Dd2 — Hc8, 12. 0-0-0 — Re5, Eftir óvenjulega leikjaröð er komin upp vel þekkt staða úr hinni hárbeittu júgóslavnesku árás gegn drekaafbrigðinu í Sikil- eyjarvörn. Nú er venjulega leikið 13. Bg5, en deFirmian á sér sinn eigin uppáhaldsleik í stöðunni. Ég vissi vel um þetta og hafði undir- búið dálítinn glaðning: 13. Hdgl!? — Hc4!? Hugmyndin er sú að eftir 14. Bxc4 — Rxc4, 15. De2 — Rxe3,16. Dxe3 — Db6 hefur svartur frábær færi fyrir skiptamuninn, hótar t.d. 17. - e5. 14. De2 — Hxc3, 15. bxc3 — Da5, 16. Bd2 — d5, 17. g4! Hvítur má engan tíma missa ef hann ætlar ekki að verða undir. Þetta er eitt af þeim afbrigðum þar sem báðir sækja og spurningin er hvor mátar á undan. 17. — hxg4, 18. h5 — gxf3, 19. Rxf3 — Bg4, 20. Hxg4 — Rexg4, 21. h6 Nú vonast hvítur eftir 21. — Bh8?, 22. h7+ - Rxh7, 23. Hxh7 - Kxh7, 24. Rg5+, en í staðinn á svartur mannsfórn sem stöðvar hvítu sóknina algjörlega. 21. - Rxh6!, 22. Bxh6 - Dxc3, 2( Bxg7 - Dal +, 24. Kd2 - Dxhl, 2£ Bxf6 — dxe4, 26. Bd4? hann Hjartarson, Karl Þorsteins, Margeir Pétursson, Jón L. Árna- son og mig. Okkur er öllum vel til vina, myndum samstilltan hóp og höfum stutt hver annan, þó engin grið hafi verið gefin við skák- borðið," sagði Helgi ólafsson, sem ásamt Jóhanni hafnaði í efsta sæti og náði áfanga að stórmeistara- titli, eftir að Reshevsky hafði boð- ið honum jafntefli. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þennan árangur, en ég hef teflt lítið undanfarin ár, mun minna en félagar mínir, en nú hef ég í hyggju að snúa taflinu við og hef unnið markvisst alveg frá ára- mótum. Skákmót Búnaðarbank- ans var góð æfing og í Reykjavík- urskákmótinu gekk dæmið upp,“ sagði Helgi ólafsson. „Eins og gamalt vín — verð betri með árunum“ nÉg er að sjálfsögðu ákaflega ánægður með sigur minn í mótinu. Þetta er stærsti skáksigur minn í langan tíma. Ef til vill er það eins með mig og gamalt vín, að ég verð betri með árunum. Allt er þetta þó ákveðið þarna uppi — ég lék mitt hlutverk," sagði öldungurinn Sam- uel Reshevsky og benti til himins að loknu jafntefli sínu við Helga Ólafsson. Fyrir öðru auganu hafði Reshevsky umbúðir, hafði fengið illt í augað, en hann gerði gaman að öllu. „Ég var farinn að sjá of marga góða leiki — það varð að stöðva þetta," sagði hann og hló. „Islenzkir skákmenn eru mjög efnilegir og mun sterkari en ég átti von á og geta orðið mjög öfl- ugir. Hinn gífurlegi skákáhugi hér á landi kom mér mjög á óvart og áhorfendur voru mér hvatning — þeir kölluðu fram allt það bezta hjá mér,“ sagði Reshevsky. vStórgóÖ frammistada Islcndinganna“ „Þetta var stórgóð frammistaða hjá íslendingunum. Ungu íslenzku skákmennirnir komu mér mjög á óvart. Ég hafði aldrei heyrt Karl Þorsteins nefndan, en hann stóð sig mjög vel — vann öruggan sig- ur á mér og náði alþjóðlegum áfanga. Þið hafið átt tvo stór- meistara, Friðrik Ólafsson og Guðmund Sigurjónsson, en ég er sannfærður um, að Jóhann Hjart- Það fara miklar sögur af styrk biskupapars gegn hrók og deFirm- ian lætur það rugla sig í ríminu. Rétt var 26. Rxf3 — Dg2+, 27. Kcl — exf6, 28. Dxb7 og staðan er enn- þá afar tvísýn. 26. — Dxf3, 27. Dxf3 — exf3, 28. Bxa7 — g5, 29. Ke3 — Ha8! DeFirmian hafði yfirsézt þessi öflugi leikur sem gerir svörtum kleift að halda frípeðinu á f3. Ef nú 30. Bd4 þá er 30. — e5! mjög sterkt. T.d. 31. Bxe5 — He8, 32. Kd4 - f2, 33. Bc4 - Hc8, 34. Bd3 — Hxc2! 30. Bb6 — Ha6, 31. Bd4 — g4, 32. a4 — Hh6, 33. a5 - Hh5!, 34. Bb6 — Hf5, 35. Kf2 - Kg7, 36. Bc4 - Kh6, 37. Bd3 — He5, 38. c4 — f5, 39. Bc7 — Hc5, 40. Bb6 — He5, 41. Bc7 — Hc5, 42. Bb6 — Hc8, 43. Be3+ — Kg6, 44. c5 — e5, 45. Kg3 — e4?? í tímahraki greip ég það sem hendi var næst, en þessi leikur eyðileggur svörtu stöðuna, því nú fær hvítur f4-reitinn til afnota. í staðinn hefði 45. — Kf6! tryggt svörtum léttunna stöðu. Ég nagaði mig í handarbökin um nóttina því nú hefði hvítur getað náð jafntefli ef hann hefði leikið 46. Bfl eða 46. Bc4 í biðleik. En deFirmian átti samt enn erfiðari andvökunótt en ég því biðleikur hans tapar strax. 46. a6?? — bxa6, 47. Bc4 Eða 47. Bxa6 - Ha8, 48. Bb5 - Ha3! og vinnur auðveldlega. Svarti peðatígullinn er orðinn óstöðv- andi. 47. — Kf6, 48. Bd5 — Ke5, 49. Bb7 — Hh8, 50. Bf4+ — Kd4, 51. c6 — e3, 52. Bd6 — e2, 53. Bb4 — Ke3, 54. Bc5+ — Kd2, 55. Bb4+ — Kdl, 56. c7 — el=D+, 5. Bxel — Kxel og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.