Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 Æfing eftir drykkju gagnslaus Fræðslunefnd Frjálsíþrótta- sambands íslands hefur nú sent frá sér annað hefti af ritinu Tæknimál. Ritstjóri er Ágúst Ásgeirsson. í ritinu, sem nýkomið er út, er grein sem þýdd er af Ágúst um hversu gagnslausar æfingar séu hjá íþróttamönnum eftir drykkju. Meö leyfi Ágústs bírtum við hér grein þessa í heild sinni. Áfengir drykkir hafa neikvæð áhrif: Finnskir íþróttalæknar hafa komizt aö þeirri niöurstöðu aö neyzla áfengra drykkja, sterkra vína eöa léttra, eöa bjórs, hafi tvímælalaust neikvæö áhrif á keppnisgetu og æfingaþrek íþróttamannsins. Þjálfun daginn eftir áfengis- neyzlu sé til einskis, þjálfunaráhrif- in veröi neikvæð og því sé betra aö sleppa æfingu alveg daginn eftir drykkju. Aö þjálfa í þynnku eða meö timburmönnum brjóti frekar niöur, á sama hátt og t.d. kvef eöa sjúkdómur. Læknarnir segja þynnkuáhrifa gæta í a.m.k. 20 stundir eftir síö- asta glas jafnvel þótt íþróttamað- urinn finni sig stálsleginn. Er þá miöaö viö „einn tvöfaldan" eöa 2ja—3ja bjóra drykkju. Dælan daprast Áfengi eykur blóöstreymi til húöarinnar og hluti blóömagnsins, sem ella stuölaöi aö efnaskiptum/- orkuskiptum í vöövum, því bundiö þar. Einnig dregur úr dælistyrk hjart- ans viö áfengisneyzlu því til aö skila nægu blóðmagni þyrfti þaö að dæla 20 slögum fleiri á mínútu viö erfiöi, jafnvel eftir aðeins einn bjór. Aukin mjólkursýra Viö þjálfun myndast mjólkursýra í vöövum. Þegar áfengi er í blóöi, einbeitir lifrin sér aö þvi aö brjóta þaö niöur og eyöa og „gleymir" því mjólkursýrunni. Þess vegna veröur þreytu miklu fyrr vart þegar áfengi er í blóöinu, vöövarnir útkeyrast fyrr. Hlutfalls- lega meiri mjólkursýra myndast í þynnku og hlutfallsmyndunin nær hámarki 12—15 tímum eftir áfeng- isneyzlu. Áfengi gengur einnig á glýkóg- enforöa lifrarinnar og veröa vööv- arnir því af mikilvægum orkuforöa. Jafnar lifrin sig ekki fyrr en í fyrsta lagi 2—3 dögum eftir áfengis- neyzlu. Og ekki nóg meö það. Áfengiö getur einnig valdið því aö blóösyk- urmagniö minnki niöur fyrir eölileg mörk. Og þar sem einnig gengur á blóösykurinn viö líkamlegt erfiöi er Ijóst aö æfing eöa keppni skömmu eftir áfengisneyzlu er aöeins til aö draga úr getu. Hreyfitruflun Þessu til viöbótar hefur í Ijós komiö aö jafnvel svo lítill skammt- ur sem V* prómill áfengis í blóði veldur truflun á vöövatauga- kerfinu, en við þaö riölast allt hreyfisamhæfi (koordination). Lítill áfengisskammtur veldur spennu- falli í taugakerfinu sem kemur fram sem sljóleiki og truflar hreyfi- brögöin. Dregur úr árangri En hversu minnkar afreksgetan viö neyzlu áfengra drykkja? Þaö er ugglaust háö neyzlumagni og öðr- um einstaklingsbundnum þáttum, en Finnarnir halda því þó fram að neyzla áfengra drykkja dragi úr af- reksgetu og æfingaþreki allra íþróttamanna, þ.e. þeir skaðist all- ir. Finnarnir halda því t.d. fram að tveggja metra hástökkvari geti ekki stokkiö nema 1,88 metra sé 0,3 prómill áfengis í blóöi, en þaö er tiltölulega lítiö áfengismagn. Geta stökkvarans minnkar því um 6% eftir 1 —2 bjóra, segja þeir. Ágúst Ásgeirsson þýddi Maradonna meiddist REAL Madrid sigraði Barcelona í deildarkeppninni ?—1 um síö- ustu heigi. í hálfleik var staöan 1—0. Juanito skoraði fyrsta markíð á 16. mínútu og Santillana annað markið á 79. mínútu. Mara- donna skoraöi eina mark Barce- lona á 55. mínútu. 90 þúsund áhorfendur fylgdust með leikn- um, sem jafnframt var sjónvarp- að um gjörvallan Spán. Mara- donna fékk gult spjald í leiknum þegar hann lét sig falla og reyndi að leika sig meiddan. En svo kom að því síðar í leiknum að hann tognaði í læri og veröur hann frá æfíngum og keppni í 15 til 20 daga. Real Madrid hefur forystu í 1. deildi meö 37 stig, Bilbao er með 33 stig, Barcelona er svo í þriðja sæti með 31 stig. Real Madrid þykir vera sigurstranglegasta lið- ið í deildinni af þessum þremur. Úrslit leikja á Spáni uröu þessi: Esp. Barcelona — R. Sociedad 2—2 Valencia — Cadiz 1—1 Malaga — Zaragoza 0—1 Betis — Salamanca 1—0 R. Madrid — Barcelona 2—1 Valladolid — Athl. Madrid 1—2 Gijon — Sevilla 1—0 Murcia — Osasuna 4—0 Athl. Bilbao — Mallorca 4—0 Staða efstu liða: Real Madrid 25 17 3 5 44 2« 37 Athl. Bilbao 25 14 7 4 42 23 35 Athl. Madrid 25 13 6 6 38 33 32 Barcelona 25 12 7 6 43 23 31 • Maradonna skoraöi eina mark Barcelona um helgina gegn Real Madrid. Maradonna fékk gult spjald í leiknum fyrir aö reyna aö leika meiösl eftir að hann lenti í óverulegu samstuði viö mótherja. En síöar í leiknum tognaði hann á fæti og verður frá æfingum og keppni 115 til 20 daga. Þessi snjalli knattspyrnumaður hefur átt við þrálát meiösl að stríða á ferli sínum. • Kristinn Sveinbjörnsson, formaöur UMSK, afhendir Kristínu Gísla- dóttur, fimleikakonu úr Gerplu, afreksmannabikar UMSK 1983. Kristín Gísladóttir valin afreksmaður Kópavogs Sunnudaginn 12. febrúar var haldið ársþing Ungmennasam- bands Kjalarnesþings í Félags- heimili Kópavogs. Aöildarfélagar í UMSK eru vel á sjötta þúsund, sem starfa í 16 að- ildarfélögum, í sjö sveitarfélögum nálægt Reykjavík. (Kjósarhrepp- ur, Kjalarnes, Mosfellshreppur, Kópavogur, Garðabær, Bessa- staðahreppur og Seltjarnarnes.) 62 þingfulltrúar áttu sæti á þínginu og var mæting góð. Margt bar á góma á þinginu þar sem fyrst var litið yfir farinn veg og síöar mörkuð stefna fyrir komandi ár. Þingið fjallaöi um fjármál sam- bandsins, íþróttamót liðins árs, ásamt félagsmálum, fræöslustarf- semi, útbreiöslu og skipulagsmál og starfsemi skrifstofu þess. Þingiö lýsti yfir ánægju meö störf sambandsins á liönu ári, sem var eitt annasamasta starfsár í sögu þess. Auk íþróttamótanna bar hæst sumarhátíö þá er UMSK og HSK höföu samvinnu um. Fór sumarhátíðin fram um síöustu verslunarmannahelgi og bar nafnið „Gaukurinn". Lýsti þingiö ánægju sinni meö þetta framtak. Af framtíöarverkefnum bar fyrir- hugaö landsmót UMFÍ hæst. Voru menn ákveönir í að gera þátttöku UMSK sem glæsilegasta. Þingið samþykkti ályktun um stórátak í skógræktarmálum á sambandssvæðinu, þar sem stefnt er aö því að plantaö veröi a.m.k. jafnmörgum trjám og ungmenna- félagar eru margir. Þingfulltrúar voru ánægöir meö bókina um sögu UMFÍ, „Ræktun lýös og lands“, en bókin kom út í lok síöasta árs. Ár æskunnar kom til umfjöllunar þingsins og samþykkt ályktun þess efnis aö aöildarfélög sambandsins vinni aö og veki athygli á mark- miöum Alþjóöaárs æskunnar, eins og frekast er unnt. Félagsmálafraeöslu á sam- bandssvæöinu töldu þingfulltrúar aö þyrfti aö efla og gera eftirsókn- arveröari. Þingiö fór í alla staöi vel fram en þaö var í umsjón íþróttafélagsins Gerplu sem einnig sá um góögerö- ir meö kaffinu. I hádeginu sátu þinggestir mat- arboð í boöi bæjarstjórnar Kópa- vogs. Kristján Guömundsson bæj- arstjóri afhenti Kristjáni Svein- björnssyni formanni UMSK sögu Kópavogs frá 1933—1955. Einnig voru veittar viöurkenn- ingar fyrir félags- og íþróttastörf. Félagsmálaskjöldur UMSK sem gefinn er af Axeli Jónssyni, var aö þessu sinni afhentur til varöveislu í eitt ár Alberti H.N. Valdimarssyni, fyrir ómæld og óeigingjörn störf í þágu blakdeildar HK bæöi sem þjálfari og stjórnarmaöur. Afreksmaöur Kópavogs var val- inn Kristín Gísladóttir fimleikakona úr íþróttafélaginu Gerplu, Kópa- vogi. Pálmi Gíslason formaöur UMFÍ heiöraöi tvo stjórnarmenn UMSK þá Kristján Sveinbjörnsson form. og Pál Aöalsteinsson sem í mörg ár hefur starfaö í stjórn UMSK bæöi sem formaöur og meöstjórn- andi, hann var sæmdur gullmerki UMFÍ. Auk fundargesta voru eftirtaldir gestir á þinginu: Pálmi Gíslason, formaöur UMFÍ, sem ræddi aöal- lega um landsmót í fortíö og nútíö, einnig kom frá UMFj Siguröur Geirdal, framkvæmdastjóri UMFÍ. Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ ræddi m.a. um fjármál íþróttahreyfingar- innar og upplýsti þingheim um nýja fjáröflunarleiö sem Getraunir eru hugsanlega aö fara útí, svokallaö „Lotto“. Hermann Guömundsson fram- kvæmdastjóri (Sí. Reynir Karlsson íþróttafulltrúi ríkisins fjallaöi um íþróttamann- virki. Níels Árni Lund æskulýös- fulltrúi ríkisins fjallaöi um ár æsk- unnar. Axel Jónsson fyrrv. formaö- ur UMSK og afreksmaöur fjallaöi um störf UMSK á árunum áöur og hvatti sambandið til dáöa á kom- andi landsmóti. Stjórnarkjör Kristján Sveinbjörnsson var endurkjörinn formaöur, aörir í stjórn voru kjörnir: Sveinn Jó- hannsson UBK, Jóhannes Svein- björnsson Umf. Stjarnan, Vilhjálm- ur Einarsson UBK, Katrín Gunn- arsdóttir Umf. Stjarnan. í varastjórn voru kjörnir: Páll Aöalsteinsson Umf. Afturelding, Eiríkur Davíösson Umf. Drengur, Kristinn G. Jónsson Umf. Kjalnes- ingur. Fréttatilkynning. íslandsmót fatlaðra ÍSLANDSMÓTIN í boccia, borð- tennis, sundi, lyftingum og bog- fimi 1984 fara fram í Reykjavík dagana 6.—8. apríl nk. Keppt verður í eftirtöldum skaðahópum: hreyfihamlaðir, blindir og sjón- skertir, þroskaheftir og heyrnar- lausir. Þátttökutilkynningum ber að skila til íþróttasambands fatl- aðra í síöasta lagi 6. mars nk. Þar er eínnig unnt að fá allar nánari upplýsingar um mótið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.