Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 45 ’-WW 7/ ^ i s hhíS i 11S ‘i, 151 a iT¥íraíir 1 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS t\V I/-JVUI »U\ - UtnJ- ll II Svör við fyrirspurn H.J.H. Velvakanda barst bréf frá 3. Flugleiðum hf. og er þar að finna svör við spurningum er J.H.J. bar fram hér í þættinum hinn 18. þ.m.: „Á dögunum birtist í dálkum Velvakanda fyrirspurn frá J.H.J. um fargjöld Flugleiða til Kaup- mannahafnar. Bréfritari kveðst hafa hringt á ferðaskrifstofu og spurst fyrir um verð á flugfari til Kaupmannahafnar, en hann þurfti að fara út á mánudegi og koma heim á fimmtudegi. Sam- kvæmt upplýsingum ferðaskrif- stofunnar þurfti hann að greiða 25.935 krónur fyrir slíkan farseðil, en lægsta verð á flugfari til Kaup- mannahafnar sé hins vegar 5.554 krónur. J.H.J. biður Flugleiðir um skýringar á þessum mun. Það skal tekið fram strax, að 5.554 króna flugfargjald til Kaup- mannahafnar er ekki til hjá Flug- leiðum. J.H.J. hlýtur því að hafa fengið rangar upplýsingar hvað þetta varðar hjá viðkomandi ferðaskrifstofu. Fargjöld Flug- leiða til Kaupmannahafnar í dag eru sem hér segir og er þá miðað við far fram og til baka: 1. Aðalfargjald 25.934 krónur. Farseðill gildir í eitt ár og ferðadagar frjálsir. Þeir sem ekki geta nýtt sér neitt af þeim sérfargjöldum sem í boði eru þurfa að borga þetta aðalfar- gjald. 2. Almennt sérfargjald, 6—30 daga fargjald, er 18.804 krónur. Ferðadagar frjálsir, lágmarks- dvöl 6 dagar og hámarksdvöl 30 dagar. Grænt Apex fargjald er 12.967 krónur. Farseðil þarf að bóka og greiða með minnst 14 daga fyrirvara. Ekki er hægt að breyta brottfarar- eða komu- degi frá því sem farþegi ákveð- ur fyrirfram. 4. Rautt Apex fargjald er 9.084 krónur. Gildir það aðeins í ákveðnar ferðir. Þarf að bóka far og greiða með minnst 14 daga fyrirvara. 5. Helgarfargjald 9.084 krónur. Gildir til Kaupmannahafnar á föstudögum og heim næsta þriðjudag. Engar breytingar leyfðar. Afsláttur á fargjöldum Hér að framan hefur verið greint frá meginatriðum er varða fargjöld Flugleiða til Kaupmanna- hafnar. Hins vegar er rétt að taka fram, að fjölskyldufargjöld eru í gildi allt árið þangað, sem og til annarra Norðurlanda og fleiri staða. Forsvarsmaður fjölskyldu greiðir fullt aðalfargjald eða al- mennt sérfargjald, en maki og börn á aldrinum 12—26 ára greiða 50% af því gjaldi. Auk þess eru gildi unglingafargjöld, náms- mannafargjöld og hópferðafar- gjöld. Þá hafa Flugleiðir sérsamn- inga við ýmis hótel í Kaupmanna- höfn sem annars staðar og með því móti er hægt að fá hagstætt verð þegar flug og gisting er keypt saman. Á síðari árum hafa Flugleiðir fjölgað fargjaldaflokkum og er það í samræmi við þá þróun sem hefur átt sér stað í áætlunarflugi víðs vegar um heim. En vissulega ber meira á þeim verðmun sem óhjákvæmilega verður milli hæsta og lægsta gjalds fyrir bragðið, en þá mega menn ekki gleyma þeim takmörkunum sem gilda um sér- fargjöldin. Til að forðast misskilning er rétt að geta þess, að í öllum áætl- unarferðum til Kaupmannahafnar og annarra áfangastaða Flugleiða er aðeins takmarkaður fjöldi sæta á sérfargjöldum í boði. Samkvæmt reglum sem gilda um fargjöldin fer ekki hjá því að allstór hópur farþega getur ekki notfært sér sérfargjöldin. Þeir sem ætla að dvelja lengi erlendis, til dæmis nokkra mánuði, ferðast því á aðal- fargjaldi, og það sama gildir um þá sem ætla aðeins að hafa tveggja til þriggja daga viðdvöl í miðri viku, eins og J.H.J. Það er ekki síst fyrir þá að haldið er uppi meiri ferðatíðni yfir veturinn en raunverulegur markaður er fyrir. Þótt stundum sé talað um far- gjaldafrumskóg er staðreyndin samt sú, að með því að bjóða upp á nokkrar tegundir fargjalda geta fleiri farið til útlanda en ella auk þess sem sérfargjöldin gera Flug- leiðum mögulegt að halda uppi jafn umfangsmiklu áætlunarflugi yfir veturinn og raun ber vitni. En þar sem skilmálar aðalfar- gjalds og lágra sérfargjalda eru gjörólík, er ekki réttlátt að líta eingöngu á það að farþegar á þess- um mismunandi gjöldum skuli ferðast með sama flugi." Þessir hringdu . .. „Nýjustu fréttir af Njálu“ — góöur út- varpsþáttur Sigríður hringdi: „í dálkum þínum hefur verið kvartað tvisvar yfir útvarps- þættinum „Nýjustu fréttir af Njálu“ og hann sagður lélegur. Ég vil mótmæla þessu. Sjálfri finnst mér þessi þáttur góður og eru margir sem ég þekki sama sinnis, og að gjarnan mættu vera fleiri svona þættir i útvarpinu. Ég vona að ekki verði látið stað- ar numið þegar Njáluþættirnir eru búnir. Þættir um íslands- sögu og mannkynssögu mættu alveg vera fleiri og finnst mér alveg ótækt þegar svona ágætur þáttur eins og „Nýjustu fréttir af Njálu" verður fyrir svona gagnrýni." Tyrkja-Gudda verÖi skólasýning 9002—3276 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Ég tek með þakklæti undir umsögnina um Tyrkja-Guddu sem var í Velvakanda á fimmtu- daginn. Ég skora á Þjóðleikhús, að hafa skólasýningu á Tyrkja- Guddu, því mér finnst verkið höfða til allra skólanemenda, jafnt yngri sem eldri, því sjón er sögu ríkari. Ég tel þetta meira mál en „kartöflumálið" hennar Guðrúnar Helga. Ég er 66 ára gömul og ólst upp við það að flestallir voru með sína kálgarða en ég veit að vísu ekki hvað þeir hafa gert í Hafnarfirði." Sjónvarpiö sýni „Lífið er dýrt“ — Dave Allen allra bestur Þórunn hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Mig langar til að koma á framfæri þeirri ósk til sjónvarpsins að það sýni mynd sem sýnd var í Stjörnubíói fyrir 30 árum og hét „Lífið er dýrt“. Svo vil ég þakka sjónvarpinu fyrir þættina með Dave Allen — ekki vildi ég missa af þeim fyrir nokkurn mun, og eru þeir besta efnið núna í sjónvarpinu. — Að lokum ein fyrirspurn: Hvers vegna eru þeir hættir að greiða út skyldusparnað ungs fólks um leið og það verður 25 ára — nú er þetta aðeins greitt út í desem- ber. Hvers vegna? WRANCLER JEPPADEKK , f Fullkomin hjólbarðaþjónusta Tölvustýrð jafnvægisstilling [hIHEKIAHF Laugovegi 170-172 Simi 21240 GOODpYEAH GEFUR 0'RÉTTA GRIPIÐ DreifHigaraðilar okkar utan Reykjavíkur fyrir TORKvörur eru nú þessir: AKRANES: Axel Svelnbjörnsson hf., s. 93-1979 AKUREYRI: Tómas Stelngrímsson og co., s. 96-23280 BLÖNDUÓS: Vélsmiðja Húnvetninga, s. 96-4198 BORGARNES: Kaupfélag Borgflrðinga, byggingarvörudeild, s. 93-7200 EGILSSTAÐIR: Fell sf., Fellabæ, s. 97-1179 GRINDAVÍK: Hörður Arason, s. 92-8290 HÖFN, HORNAFIRÐI: KASK, járnvörudeild, s. 97-8200 HÚSAVÍK: Aðalgeir Sigurgeirsson, vöruflutningar, s. 96-41610 ÍSAFJÖRÐUR: SandfeU lif., s. 94-3500 KEFLAVÍK: Olíusamlag KefLavílnir og nágrennis, s. 92-1600 NESKAUPSTAÐUR: Samvinnufélag útgerðarmanna, s. 97-7133 SELFOSS: Kaupfélag Árnesinga, öyggingarvörudeild, s. 99-1000 SIGLUFJÖRÐUR: Versl. Sig. Fanndal hf., s. 96-71145 VESTMANNAEYJAR: Karl Kristmanns, heildverslun,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.