Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984
Kristjana Milla Thorsteinsson:
Virkja þarf hugvit og
framtak einstaklinganna
Hlutverk starfsmannasjóða
Kristjana Milla Thorsteinsson,
sem sat sl. tvær vikur sem varaþing-
maður á Alþingi, flutti fyrstu þing-
ræðu sína sl. fimmtudag. Ræðan fer
í heild hér á eftir.
Virðulegi forseti.
Ég mæli hér fyrir till. til þings-
ályktunar um kynningu á
starfsmannasjóðum, sem er 208.
mál í Sþ., þingskjal 371. Flutt hef-
ur verið frumvarp til laga á þskj.
nr. 231 um frádrátt frá skatt-
skyldum tekjum manna vegna
fjárfestingar í atvinnurekstri. í
þessu frv. er að finna nánari skil-
yrði um frádráttarbærni fram-
laga til atvinnurekstrar, sem sett
eru fram á þjsk. nr. 230 í frv. til
laga um breytingu á lögum um
tekju- og eignarskatt. f frv. um
frádrátt frá skattskyldum tekjum
er gert ráð fyrir mismunandi leið-
um til fjárfestinga, sem gera
framlög til atvinnurekstrar frá-
dráttarbær frá skatti.
• f fyrsta lagi er um að ræða
möguleika að leggja fé inn á sér-
stakan stofnfjárreikning, sem
bundinn er minnst 6 mán., en
verður að notast sem stofnfé til
atvinnurekstrar innan 6 ára frá
því að innborgun fór fram.
• í öðru lagi er um að ræða kaup
á hlutabréfum í hlutafélögum
milliliðalaust. Til þeirra félaga,
sem kaupa má hlutafé í eru gerð-
ar nokkuð strangar kröfur um
fjölda hluthafa og einnig upphæð
hlutafjár. Einnig er þess krafist,
að ársreikningur viðkomandi fé-
lags sé öllum aðgengilegur og ekki
lagðar neinar hömlur á viðskipti
með hlutabréf félagsins.
• í þriðja lagi gerir frumvarpið
ráð fyrir að framlög í svonefnda
starfsmannasjóði verði frádrátt-
arbær frá skattskyldum tekjum.
Að lokum er um kaup á hlutabréf-
um í félögum, sem ekki uppfylla
þau skilyrði, sem áður um getur.
Öllum þessum leiðum er það
sameiginlegt að þeim er ætlað að
hvetja almenning til meiri fram-
laga til uppbyggingar atvinnulífs-
ins en verið hefur hingað til. Það
ber margt til þess, að almenning-
ur hefur ekki lagt mikið fé milli-
liðalaust í fyrirtæki. Ein ástæðan
er að frjáls sparnaður hefur verið
í lágmarki vegna þess að ekki hef-
ur þótt fýsilegt að spara saman fé
meðan verðbólga var mikil og
raunvextir voru neikvæðir. Einn-
ig hefur lengi vantað verðbréfa-
markað, þar sem hægt væri að
kaupa og selja verðbréf og hluta-
bréf á frjálsum markaði. Hluti
sparnaðar landsmanna hefur ver-
ið þvingaður í formi skyldusparn-
aðar og gjalda til ýmissa sjóða.
Þvingaður sparnaður nemur nú
um helmingi heildarsparnaðar.
Sýnt er fyrir löngu að undirstöðu-
atvinnuvegir íslendinga, landbún-
aður og sjávarútvegur, geta ekki
skapað nægilegan fjölda nýrra
starfa, sem með þarf í náinni
framtíð. Árið 1981 vann 52,1% af
mannafla þjóðarinnar við þjón-
ustustörf, en 26,4% við iðnaðar-
störf. Búast má við enn fleira
fólki í þesskonar störf á næstu
árum. Til þess að störfum fjölgi
nægilega mikið þarf nýsköpun og
endurskipulagning í þessum
greinum að eiga sér stað, bæði
með stofnun nýrra fyrirtækja og
með því að hlú að þeim sem fyrir
eru. Til þess að svo megi verða
þarf áhættufé sem ekki kemur frá
þvinguðum sparnaði. Byggja þarf
á grunni starfandi fyrirtækja og
ekki síst að stofna ný, sem myndu
leita nýrra leiða í framleiðslu og
hvers kyns þjónustu, svo að þróun
og framfarir geti átt sér stað. Til-
koma örtölvunnar hefur valdið
byltingu í tækniheiminum og mun
ég ekki reyna að lýsa öllum þeim
undrum, sem henni fylgja. Sér-
fræðingar í tölvufræðum segja, að
við stöndum enn aðeins á þrösk-
uldinum að þeim tækniheimi, sem
mun opnast mannkyninu á næstu
árum. Mikilvægt er að vera viðbú-
inn að nýta þá þróun, fylgjast vel
með og ýta undir að hugvit og
framtak einstaklingsins fái að
njóta sín þar til fulls.
Þær leiðir að fá frádrátt frá
skattskyldum tekjum vegna fjár-
festingar í atvinnurekstri, sem ég
nefndi áðan, eru allar hvati til al-
mennings til aukinna framlaga til
atvinnurekstrar. Stofnun
starfsmannasjóða í þessu skyni er
að ég hygg nýmæli hér á landi.
Sjóðirnir eru hugsaðir sem sam-
eignarfélög, sem starfa í tengsl-
um við tiltekin hlutafélög og ein-
göngu mynduð af starfsmönnum
viðkomandi félags með því eina
markmiði að kaupa hlutabréf þess
félags. Með slíkum kaupum gefst
starfsmönnum viðkomandi félags
kostur á að draga tillag sitt frá
skattskyldum tekjum sínum.
Kristjana Milla Thorsteinsson
Ennfremur fá þeir tækifæri til
aukinna áhrifa á starfsemi fyrir-
tækjanna. Ekki er ætlast til að
sjóðurinn sem heild fari með at-
kvæði aðila sinna á hluthafafund-
um heldur ráði hver aðili um sig
atkvæðum sínum í hlutfalli við
eign sína í sjóðnum. Enginn einn
aðili getur þó farið með meira at-
kvæðamagn en 5% af heildar-
hlutafé vegna aðildar sinnar að
sjóðnum. Tel ég þetta mikinn kost
við sjóðina, að hver aðili ráði yfir
sínu framlagi sjálfur. Stofnun
sjóða hjá hverju félagi gerir ráð
fyrir minnst 30 starfsmönnum
hjá félaginu og hlutafé þess sé
a.m.k. 3 m. kr. Slíkir sjóðir eru
líklegir til að vekja áhuga
starfsmanna og hvetja til fram-
leiðniaukningar. Þar sem menn
hafa lagt fram fé til fyrirtækja,
sem þeir vinna við, hefur það gef-
ist mjög vel og veitt starfsmönn-
unum aukin ítök í stjórnun fyrir-
tækjanna.
Mönnum hefur orðið tíðrætt
um laun almennings og slæma af-
komu við frumvarpið um frádrátt
frá skattskyldum tekjum vegna
hlutabréfakaupa og fjárfestinga í
atvinnurekstri.
Ekki skal það dregið í efa, að
láglaunafólk á lítið aflögu til fjár-
festinga og hlutabréfakaupa.
Neysla undanfarna mánuði bend-
ir samt til þess að talsvert af fólki
hafi meira fé handa á milli en það
þarf fyrir brýnustu nauðsynjum.
Það væri þjóðhagslega hagkvæm-
ara, að eitthvað af því fé rynni
frekar til uppbyggingar atvinnu-
lífsins fyrir framtíðina en tafar-
lausrar neyslu, sem að skaðlausu
mætti ef til vill fresta um nokk-
urn tíma. Átak í sparnaði myndi
einnig draga úr þeim verðbólgu-
hugsunarhætti, sem allt of lengi
hefur verið hér á landi.
Þar sem fyrrnefndir starfs-
mannasjóðir eru nýmæli í fjár-
festingum almennings þarf að
kynna þá starfsmönnum og
stjórnendum fyrirtækja. Gefa
þarf út upplýsingabæklinga um
að hvaða gagni slíkir sjóðir geta
komið í atvinnulífinu og hvernig
hægt er að stofna þá. Slík kynn-
ing gæti verið á vegum viðskipta-
ráðuneytisins. Hugsanlegt er, að
ráðuneytið fæli ýmsum hags-
munasamtökum, svo sem starfs-
mannafélögum og samtökum
atvinnurekenda, að gefa út slíka
fræðslubæklinga um gagnsemi og
nauðsyn slíkra sjóða, án þess að
miklu væri kostað til.
Þetta kann að þykja lítið mál,
en ég hef þá trú, að starfsmanna-
sjóðir gætu gegnt lykilhlutverki í
framtíðinni og þessvegna megi
ekki láta undir höfuð leggjast að
kom tilgangi þeirra á framfæri
við sem flesta.
Herra forseti, það er von mín,
að nánari upplýsingar um títt-
nefnda starfsmannasjóði verði til
þess að þeir verði stofnaðir sem
víðast og þátttaka almennings í
bráðnauðsynlegri uppbyggingu
atvinnulífsins aukist þannig.
Stuttar þingfréttir:
Ein lög — tíu yaraþingmenn
Lög um prestaköll
í gær var samþykkt á Alþingi
breyting á lögum um skipan
prestakalla. Annað af tveim
prestsembættum í Vestmannaeyj-
um er lagt niður en biskupi heim-
ilað að ráða tvo prestvígða menn í
stað eins til að gegna prestsþjón-
ustu um stundarsakir i prestaköll-
um þar sem prestur er veikur eða
prestakall prestslaust af öðrum
ástæðum.
Þingstörf í efri deild
Albert Guðmundsson, fjármála-
ráðherra, mælti fyrir stjórnar-
frumvarpi um virðisaukaskatt,
sem fengið hefur fréttalega um-
fjöllun hér á þingsíðu Mbl.
Jón Helgason, dómsmálaráð-
herra, mælti fyrir stjórnarfrum-
varpi um þinglýsingar.
í neðri deild gengu þrjú frum-
vörp til fjárhags- og viðskipta-
nefndar þingdeildarinnar: um
skipan opinberra framkvæmda,
um tekjuskatt og eignarskatt og
um lágmarkslaun. Frumvarp um
jarðhitaréttindi gekk til iðnaðar-
nefndar.
Tíu varaþingmenn
Óvenju margir varaþingmenn
sitja nú á Alþingi, eða 10 talsins. f
gær bættust tveir í hópinn: Sverrir
Sveinsson (F), veitustjóri í Siglu-
firði, í fjarveru Páls Péturssonar
erlendis og Sturla Böðvarsson (S),
sveitarstjóri, í fjarveru Friðjóns
Þórðarsonar erlendis. Aðrir vara-
menn sem nú sitja á þingi eru: Jón
Sveinsson (F) í fjarveru Alexand-
ers Stefánssonar, sem er erlendis,
Ólafur Kagnar Grímsson (Abl.) í
fjarveru Guðmundar J. Guð-
mundssonar, vegna anna hans við
önnur störf, Kjartan Ólafsson
(Abl.) vegna fjarveru Guðrúnar
Helgadóttur erlendis, Sveinn Jóns-
son (Abl.) í veikindafjarveru Helga
Seljan, Sighvatur Björgvinsson (A) í
veikindafjarveru Karvels Pálma-
sonar, Kristófer Már Kristinsson
(Bj) í veikindafjarveru Kristínar
Kvaran, Bragi Mikaelsson (S) í
fjarveru Matthíasar á Mathiesen
utanlands og Tryggvi Gunnarsson
(S) í fjarveru Sverris Hermanns-
sonar utanlands.
Landnám ríkisins
lagt niður
Fram hefur verið lagt stjórnar-
frumvarp til breytinga á jarðlög-
um nr. 65/1976. Meginefni frum-
varpsins er að Landnám ríkisins
verði lagt niður. Tilgangur frum-
varpsins er að einfalda stjórnkerfi
landbúnaðarins og koma í veg
fyrir óþarfa skörun á hlutverkum
stofnana ríkisins og/eða landbún-
aðarins. í annan stað er tilgangur
þess að draga úr kostnaði við
opinbera stjórnsýslu. Miðað við
verðlag í janúar 1982 er árlegur
sparnaður við þessa breytingu tal-
inn 576 þús. krónur.
Breyting á
ábúðarlögum
Fram hefur verið lagt stjórnar-
frumvarp til breytinga á ábúðar-
lögum. Frumvarpið er flutt í
tengslum við frumvarp þess efnis
að leggja Landnám rikisins niður.
Samkvæmt hinu nýja frumvarpi
þarf landbúnaðarráðuneyti (en
ekki landnámsstjórn) að heimila
stofnun nýbýlis til búvörufram-
leiðslu.
Uppbygging
Reykholtsstaðar í
Borgarfirði
Friðjón Þórðarson (S) og sex aðr-
ir þingmenn úr jafn mörgum þing-
flokkum flytja tillögu til þings-
ályktunar um undirbúning „fram-
kvæmda við uppbyggingu og
heildarskipulag Reykholtsstaðar i
Borgarfirði í samræmi við megin-
tillögur Reykholtsnefndar er
starfaði frá 18. ágúst 1980 til 20.
júní 1983“.
f greinargerð er minnt á að
Reykholt sé í röð merkustu sögu-
staða landsins. Þar bjó Snorri
Sturluson 1202—1241, „nafnkunn-
astur skálda og fræðimanna
landsins“. Þá sé staðurinn þekkt
menntasetur, hvar héraðsskóli
hafi verið rekinn síðan 1931. Til-
lögunni fylgir yfirgripsmikið
nefndarálit Reykholtsnefndar um
málefni Reykholtsstaðar.
Frumvarp um bóka-
safnsfræðinga
Fram hefur verið lagt frumvarp
um bókasafnsfræðinga, menntun-
arkröfur og starfssvið. Frumvarp-
ið er samið í menntamálaráðu-
neyti að tilhlutan Félags bóka-
safnsfræðinga. Bókasafnsfræði
hafa verið kennd við Háskóla ís-
lands í rúman aldarfjórðung.
Tónlistarhús í
Reykjavík
Salome Þorkelsdóttir (S) og tíu
aðrir þingmenn úr öllum þing-
flokkum flytja tillögu þess efnis
að ríkisstjórnin kanni hvernig
bezt verði fyrir komið hugsanlegri
aðild að og fyrirgreiðslu ríkisins
við nýstofnuð samtök um bygg-
ingu tónlistarhúss í Reykjavík.
Arni Johnsen og fleiri þingmenn
Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram á
Alþingi frumvarp um heimild fyr-
ir ríkisstjórnina að selja Stefáni
Jónssyni jörðina Þjóðólfshaga I í
Holtahreppi, Rangárvallasýslu.
Stefán tók við ábúð á jörðinni 1981
en áður hafði faðir hans búið þar í
áratugi.
Guórún Agnarsdóttir og átta aðr-
ar konur, sem sitja á Alþingi hafa
lagt fram á Alþingi beiðni til fé-
lagsmálaráðherra um skýrslu um
framkvæmd laga um jafnrétti
kvenna og karla nr. 78/1976. Sér-
staklega skal gerð grein fyrir
framkvæmd 2. gr. laganna sem
felur í sér að konum og körlum séu
greidd jöfn laun fyrir jafnverð-
mæt og sambærileg störf.
Jóhanna Sigurðardóttir (A) spyr
menntamálaráðherra hvort
menntakerfið sé í stakk búið til að
mæta tæknibreytingum í atvinnu-
lífi með tilliti til a) starfsmennt-
unar almennt vegna nýrrar tækni,
b) nauðsynlegrar starfs- og endur-
menntunar þeirra sem eiga á
hættu að missa störf vegna tækni-
breytinga, c) hefðbundinna
kvennastarfa, þannig að konum
jafnt sem körlum gefist kostur á
að tileinka sér nýja tækni.
ÁtU konur úr öllum þingflokk-
um spyrja forsætisráðherra um
samanburðarkannanir á launa-
kjörum kvenna og karla. Er for-
sætisráðherra tilbúinn að beita
sér fyrir því í samráði við aðila
vinnumarkaðarins að samanburð-
arkannanir verði gerðar á launa-
kjörum kvenna og karla í öllum
starfsstéttum, jafnt á launatöxt-
um sem öðrum kjaraþáttum, og að
niðurstöður liggi fyrir í lok samn-
ingstímabils á vinnumarkaðinum?