Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 |MoV0tll Útgefandi nÞloMfr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö. Frá Pakistan að Miðjarðarhafi Aður en íranskeisari var hrakinn frá völdum voru uppi spádómar um að kæmi til þess myndi efnahagskerfi ver- aldarinnar raskast vegna meiri verðsprengingar á olíu en það þyldi. Nú eru fimm ár liðin frá því að Khomeini náði völdum í íran. Á þeim tíma hafa iðnríkin mátt þola fjár- hagslegar þrengingar og at- vinnuleysi en eru líklega á leið út úr efnahagslægðinni eins og nú horfir. Á hinn bóginn hefur ástandið í íran og næsta ná- grenni versnað til mikilla muna á þessum fimm árum. Undir árslok 1979 réðust Sov- étmenn inn í Afganistan við austur landamæri írans og á árinu 1980 hófu írakar að herja á írani í vesturhluta lands þeirra í Khuzestan- héraði. Síðan hefur verið stríðsástand milli þessara nágrannaríkja við botn Persa- flóa. Sé einhver blettur jarðar þannig að þaðan spretti orka, sem hefur alheimsáhrif, er hann að finna í olíuríkjunum við Persaflóa. Miskunnarlaus átök þar ættu að vekja heims- áhyggjur og athygli fjölmiðla umfram allt annað en gera það ekki af því að Bandaríkin eiga ekki hlut að máli eins og í Líbanon eða Mið-Ameríku. Á þessari stundu er ógerlegt að segja fyrir um þær hörm- ungar sem stríð írana og íraka getur haft í för með sér en þær eru orðnar gífurlegar nú þegar og skiptir mannfallið tugum þúsunda á báða bóga ef tekið er mark á opinberum yfirlýs- ingum. Saddam Hussein, for- seti íraks, áleit að hann ætti í fullu tré við írani eftir að Khomeini hafði ógnað þeim til undirgefni, íranir myndu snú- ast á sveif með innrásarliði ír- aka og beina spjótum sínum að harðstjóranum í Teheran. Stríðsgæfan brást Hussein og á árinu 1982 ákvaðu bylt- ingaglaðir og hefnimarnir ír- anir að ráðast inn í Irak. Inn- rásin fékk nýtt trúarlegt gildi eftir 6. júní 1982 þegar fsraels- menn réðust inn í Líbanon, þá breyttist hún í herför gegn ísraelsmönnum í gegnum Irak til Sýrlands og þaðan til Jer- úsalem. Engar friðarhreyfingar á Vesturlöndum hafa tekið það á sínar herðar að stuðla að friði fyrir botni Persaflóa þrátt fyrir mannfallið og þótt þar sé því nú hótað að loka lífsnauðsynlegum olíuflutn- ingaleiðum til iðnríkjanna. Þessar hreyfingar berjast eins og kunnugt er helst fyrir friði þar sem hann ríkir, eins og í okkar heimshluta, en láta sig ófrið við Persaflóa eða í Líb- anon litlu skipta svo að ekki sé minnst á Afganistan. Nú er hins vegar svo komið að svæð- ið allt frá Pakistan að Mið- jarðarhafi er styrjaldarsvæði, sá hluti heims sem löngum hefur verið óttast að kunni að verða kveikjan að heimsátök- um. Á austurenda svæðisins herðir sovéski herinn sóknina en á vesturendanum draga vestrænar friðargæslusveitir með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar sig í hlé. Glæsileg skáksveit Frammistaða íslendinga á Reykjavíkurskákmótinu er fagnaðarefni. Efstu menn- irnir á mótinu eru að meiri- hluta ungir íslenskir skák- menn með þá Jóhann Hjartar- son og Helga ólafsson í broddi fylkingar og í næstu sætum eru þeir Jón L. Árnason, Margeir Pétursson og Karl Þorsteins. Um þessa fimm ungu, ís- lensku skákmenn sem allir eru á leið til stórmeistarastigsins á alþjóðavettvangi og aðra sagði Friðrik Ólafsson í Morg- unblaðinu á dögunum: „Ungu skákmennirnir okkar með fimmmenningana í fylkingar- brjósti hafa náð miklum styrkleika og ef fram heldur sem horfir getum við boðið hverjum sem er byrginn; náð upp svipaðri þróun hér á landi og gerst hefur á Englandi." Hjá Englendingum hefur ver- ið hörð keppni milli ungra skákmeistara og hafa þeir leitt þjóð sína í fremstu röð á tiltölulega skömmum tíma. Miklu skiptir að ungir skákmenn fái notið sín í keppni sem hvetur til dáða og stuðlar að framförum. Hin glæsilega sveit ungra, ís- lenskra skákmanna skapar að- stæður til mikils þroska á heimavelli en alþjóðamótin eru þó markmið allra. í Morg- unblaðsviðtali á sunnudag hreyfði Lev Alburt, stórmeist- ari, hugmyndum um nýjungar í alþjóðlegum skákmótum sem ástæða er til að' íhuga nánar með það fyrir augum að hrinda þeim í framkvæmd. Morgunblaðið/KEE. Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, safnar saman atkvæðum á fundinum í Iðnó í gær. Iðja samþykkti kjarasamning- ana með naumum meirihluta Á ALMENNUM félagsfundi hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks, í gærdag var samþykkt tillaga þeirra Bjarna Jakobs- sonar formanns Iðju og Guðmundar Þ. Jónssonar varaformanns, þess efnis að fundurinn samþykkti kjarasamning þann sem ASÍ og VSÍ hafa sæst á, með þeim fyrirvara að ríkisstjórnin standi við yfirlýsingar sínar um félagslegar úr- bætur til þeirra sem verst eru settir. Var tillagan samþykkt með 108 at- kvæðum gegn 89, en tveir skiluðu auðu. Atkvæðagreiðslan var leynileg. Fundurinn í gær var haldinn i Iðnó, hann hófst klukkan fimm og stóð í tvo og hálfan tíma. Á fundinn var mættur Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og lýsti hann helstu at- riðum kjarasamninganna, lagði áherslu á að hann teldi að fullu rétt- læti hefði ekki verið náð með þessum samningum, en hins vegar væru þrír kostir hans ótvíræðir: f fyrsta lagi að hann stöðvaði kaupmáttarhrapið og tryggði sama kaupmátt og hefði ver- ið á síðustu þremur mánuðum nýlið- ins árs. f öðru lagi, að tekjulægsta fólkið hlyti verulegar úrbætur og í þriðja lagi væri mikilævgt að mögu- legt væri að segja samningnum upp með mánaðarfyrirvara þann 1. sept- ember nk. Ýmsir tóku til máls í almennum umræðum fyrir kosninguna og vildu flestir þeirra sem í ræðustól stigu að uppborin tillaga yrði felld. Höfðu menn ýmislegt við samningana að athuga. Sigurbjörg Sveinsdóttir taldi forkastanlegt að samþykkja að starfsmenn 16 og 17 ára hefðu lægra kaup fyrir sömu vinnu og 18 ára og eldri. Þá gagnrýndi hún að hlutfallið á milli dagvinnu annars vegar og eft- ir- og næturvinnu hinsvegar skyldi minnka hjá þeim sem mesta kaup- hækkun fá i prósentum (en hækkun- in upp í 12.660 króna lágmarkslaun fyrir dagvinnu þýðir prósentuhækk- un lægstu launa um allt að 15'A%, en yfirvinna og næturvinna hækka eftir sem áður um 5%). Eins óttaðist Sigurbjörg að ríkisstjórnin stæði ekki við viljayfirlýsingu sína um sér- stakar bætur til þeirra verst settu nema öll aðildarfélög ASf sam- þykktu samninginn, sem ekki hefur orðið raunin, sem kunnugt er. Eða þá að ríkisstjórnin kæmi til með að afla fjárins með því að draga úr niður- greiðslum landbúnaðarvara, en þá væri verið að taka peninga úr öðrum vasa þessa fólks og setja í hinn. Loks gagnrýndi Sigurbjörg loðið orðalag samningsins, þar sem segir að starfsmenn 18 ára og eldri skuli hafa 12.660 krónur í lágmarkslaun á mán- uði ef þeir hafa starfað 6 mánuði eða lengur í sömu atvinnugrein. „Hvað er sama atvinnugrein?" spurði Sigur- björg, „ég er ekki viss um að ég og Víglundur Þorsteinsson túlkum það á sama hátt!“ Fullgildir félagar í Iðju eru tæp- lega 3000. Viðræðum víða haldið áfram Samningaviðræðum er haldið áfram milli nokkurra verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda í framhaldi af nýgerðum heildarsamningi ASÍ og VSÍ. Samning- arnir voru felldir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á sameiginlegum fundi verkalýðsfélaganna í Vestmanna- eyjum um helgina, afgreiðslu þeirra var frestað á Húsavík og hjá Iðju á Akureyri, og hjá Iðju í Reykjavík voru þeir samþykktir naumlega í gær. Samningaviðræður Dagsbrúnar og viðsemjenda félagsins verða teknar upp í fyrramálið og fyrir hádegi í dag halda áfram samningaviðræður BSRB og samninganefndar fjár- málaráðuneytisins. Þá er ráðgerður sáttafundur vinnuveitenda með bókagerðarmönnum á föstudag. Ekki hefur verið boðaður nýr samn- ingafundur í kjaradeilu blaðamanna og útgefenda, skv. upplýsingum Þór- arins Þórarinssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins. Samningafundur Iðju, fé- lags verksmiðjufólks á Akureyri, og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna verður haldinn á fimmtu- dag. Gert er ráð fyrir að samninga- fundur í Eyjum og á Húsvík verði haldnir í þessari viku, að sögn for- ystumanna verkalýðsfélaganna á stöðunum. „Það hefur orðið svolítið hlé á okkar viðræðum vegna þess að af hálfu ríkisvaldsins hefur komið fram, að þeir vilja afgreiða sérkjara- samningana um leið,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í sam- tali við blaðamann Mbl. „Það er al- farið á hendi aðildarfélaganna og þeirra fulltrúar í samninganefndinni eru nú að bera sig saman við stjórnir sínar og trúnaðarmannaráð. Lög sambandsins gera kröfu til að gerðir séu sérkjarasamningar og tilgreind eru nokkur atriði, sem semja skal um. Sérkjarasamningarnir eru þvf mjög afgerandi mál í þessu. En við viljum ræða fleiri mál við samninga- nefnd ríkisvaldsins — t.d. viljum við fá hækkun á lífeyrisgreiðslum til samræmis við hækkun tekjutrygg- ingar. í máli tveggja ráðherra á al- þingi hefur komið fram, að þeir eru sammála okkur, svo við viljum láta reyna á þetta atriði áður en lengra verður haldið." Kristján sagði að komið hefði fram hjá báðum aðilum, að vilji væri til að semja í meginat- riðum á grundvelli samkomulags ASÍ og VSL Jón Kjartansson, formaður verka- lýðsfélagsins í Vestmannaeyjum, sagði að í gær hefði verið óskað eftir viðræðum við atvinnurekendur þar á staðnum og að hann gerði sér vonir um, að þær viðræður leiddu til ein- hverra lagfæringa á stöðunni. „Ég var satt að segja svartsýnn á að við fengjum stöðu til að andæfa þessum samningum en eftir fund okkar hér um helgina tel ég ástæðu til að gleðj- ast yfir því að baráttuandinn er kominn aftur," sagði hann. „Stað- reyndin er sú, að þetta eru einhverjir aumingjalegustu samningar, sem gerðir hafa verið — þó er ég ekkert að setja út á samninganefnd Alþýðu- sambandsins, hún vann eins vel og henni var unnt miðað við að henni var ætlað að semja án átaka. En fólk hér í fiskverkuninni er orðið þreytt, það hefur verið látið sitja á hakan- um og fær ekkert út úr þessu nema slétt 5%. Þá var á fundinum mikil reiði yfir því, að verið er að setja upp tvöfalt launakerfi fyrir unglinga. Því viljum við ekki una,“ sagði Jón Kjartansson. „Hér á Húsavík var á aðalfundi verkalýðsfélagsins á sunnudag sam- þykkt tillaga stjórnar félagsins um að leita eftir viðræðum við vinnu- veitendur á staðnum," sagði Kristján Ásgeirsson, formaður félagsins. „Þær viðræður ættu að hefjast næstu daga. Við munum óska eftir ýmsum lagfæringum á þessum samningi eins og hann liggur fyrir — við teljum ekki ástæðu til að kyngja honum óbreyttum." Samninganefndir Dagsbrúnar í Reykjavík og vinnuveitenda hittast i fyrramálið, eins og áður sagði. „Ég er sannfærður um, að ýms fé’ög, sem eru búin að samþykkja þessa samn- inga og eiga eftir að gera það, eiga eftir að sjá að þeir halda ekki. Þetta á eftir að springa þegar líður á og við eigum eftir að sjá bullandi árekstra á vinnustöðum um allt land,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar. „Ég hef ekkert félag hvatt til að fella þessa samn- inga og mun ekki gera það. En ég er engu að síður viss um að svona ein- föld „patentlausn" dugar ekki til að leysa málið," sagði Guðmundur. „Og því tel ég óráðlegt fyrir mig að spá um hversu fljótt okkur tekst að ná viðunandi samningum við atvinnu- rekendur enda veit ég að það verður ekki auðvelt." Guðmundur sagði aðspurður um lægri lágmarkslaun fyrir þá, sem ekki eru fullra átján ára, að á Dagsbrúnarfundinum í siðustu viku, þar sem samningarnir voru kolfelld- ir, hefði verið augljóst að mikil reiði væri yfir því ákvæði. „Það gengu í Dagsbrún fyrir fundinn á milli 40 og 50 strákar, sextán og sautján ára. Það var á fundinum óvenjumikið af þessum kornungu piltum og í þeim eru gífurleg sárindi yfir þessu ákvæði, sem er heldur ekkert undar- legt,“ sagði hann. Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða á fundi í Verkakvennafélaginu Fram- sókn í Reykjavík um helgina. Eftir fundinn kærði 21 kona fundinn til Alþýðusambands íslands. Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ, sagði að kæruatriðin væru tvö: í fyrsta lagi væri það kært, að ekki hefði ver- ið gengið hart eftir að fundarmenn sýndu félagsskírteini við innganginn og í öðru lagi var kært meint brot á fundarsköpum — mælendaskrá hefði verið lokað fyrirvaralaust og ekki sinnt ítrekuðum tilmælum fundarmanna um að fá að taka til máls. Lára sagðist væntanlega geta skilað áliti fyrir miðstjórnarfund ASl á fimmtudag. Þá var samkomulag ASÍ og VSÍ samþykkt samhljóða á fundi verka- lýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík fyrir helgina. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 29 Viðhorf innan verkalýðshreyfingarinnar að loknum Dagsbrúnarfundi_____________ NIÐURSTAÐA Dagsbrúnarfundarins á dögunum hefur mjög verið rædd að undanförnu og þá sérstaklega sú stað- reynd, að stjórn Dagsbrúnar réð ekki ferðinni á fundinum. Af því tilefni birti Mbl. viðtal sl. sunnudag við Pétur Tyrf- ingsson um viðhorf innan verkalýðshreyfingarinnar. Hér fara á eftir viðtöl við Guðmund Sæmundsson sem var í framboði til forseta ASÍ á síðasta ASÍ-þingi, Guðmund Hall- varðsson og Bjarnfríði Leósdóttur, sem var felld í sam- bandsstjórnarkjöri VMSÍ á síðasta þingi þess um málefni verkalýðshreyfingarinnar. Bjarnfríður Leósdóttir Verkalýðsfélagi Akraness; Vill hún bara lognmollast — eða vill hún berjast? „ÉG HELD að forustan hafi verið duglaus og marklaus,“ hafði Bjarnfríö- ur Leósdóttir, varaformaður Verka- lýðsfélags Akraness, m.a. til málanna að leggja, er hún var spurð álits á niðurstöðum Dagsbrúnarfundarins og stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir ennfremur að hinn almenni verkamaður hafi risið upp á fundinum „alveg eins og í gamla daga“, og þar sé á ný komið það afl, sem forustan telji að ekki sé lengur til. Bjarnfríður sagði f framhaldi af því aö hún teldi að skipta þyrfti um forustu eða að for- ustumennirnir yrðu að vera meira í takt við félaga sína og fylgjast betur með hugsunarhætti verkafólks. Hún var spurð hvort hún túlkaði niðurstöðu Dagsbrúnarfundarins sem sigur hins almenna félags- manns á skoðunum Alþýðubanda- lagsforustunnar, það er þeim skoð- unum sem Guðmundur J. Guð- mundsson túlkaði á fundinum. Hún svaraði: „Mín skoðun hefur alltaf verið sú að það þurfi pólitískan flokk til að fylgja eftir baráttu verka- lýðshreyfingarin.nar, en hvort Al- þýðubandalagið hefur styrk til þess, það er ég ekkert komin til með að segja. Hann hefur verið í ríkis- stjórnum þar sem hann hefur rýrt kjörin eins og aðrir flokkar, þannig að hann er ekki tandurhreinn," sagði hún. Bjarnfríður sagði að hennar mat væri það að forusta verkalýðshreyf- ingarinnar ætti að vera það sterk að hún stæði og félli með því sem hún Bjarnfríður Leósdóttir teldi rétt og að almenningur ætti að geta treyst henni. Hún var spurð, hvort hún teldi að rekja mætti stöðu mála í dag til þeirrar pólitísku togstreitu sem varð á Verkamanna- sambandsþinginu í Vestmannaeyj- um, en Bjarnfríður var þar felld í kosningum til sambandsstjófnar. Hún svaraði: „Ég hef aldrei dregið neina dul á það að ég hef talið að flokksbræður mínir í Alþýðubanda- laginu hafi þar átt hlut að máli. Togstreita — það gæti verið að það hefði þurft að koma upp á yfirborðið hvað forustan vildi. Vill hún bara lognmollast og sitja í hægu sæti, án þess að gera nokkurn hlut, eða vill hún berjast? Bjarnfríður var í lokin spurð, hvort hún liti á Dagsbrún sem leið- andi afl í verkalýðsbaráttunni. „Já, núna geri ég það svo sannarlega. Ég vil sérstaklega í því sambandi láta koma fram að ég tel að Guðmundi J. Guðmundssyni, sem formanni Verkamannasambandsins, beri nú þcgar að hefja undirbúning að því að leiða þau félög innan Verkamanna- sambandsins, sem koma til með að fella samningana, til samninga. Guðmundur Sæmundsson Einingu á Akureyri: Verkalýðsfor- ystan hefur dregið úr fólki — jafn- vel hrætt það „MÉR SÝNIST að ASÍ hafi gert mjög slæman samning og að samningurinn sýni í raun að verkafólki er ósköp lítill akkur í því aö láta ASÍ-forustuna semja fyrir sig, að minnsta kosti sýnir þetta glöggt að láglaunafólkið á mjög Íitla samíeið með öðrum innan ASÍ,“ sagði Guðmundur Sæmundsson verka- maður í Einingu á Akureyri, aðspurður um stöðu samningamála. Varðandi niðurstöðu Dagsbrúnar- fundarins sagðist hann telja að for- ustan þar væri að missa tökin á sínu fólki. Einnig sýndi niðurstaða fund- arins þá gífurlegu óánægju sem ríkti með verkalýðsforustuna meðal laun- þega. Til harðrar baráttu launþega telur Guðmundur skorta hæfa for- ustu, sem fólk getur treyst, og hæf sé til að skapa nauðsynlega sam- stöðu. Hann segir verkalýðsforust- una hafa dregið úr fólki á undan- förnum árum í stað þess að hvetja það og að hún hafi jafnvel hrætt launþega til aðgerðarleysis. Undir- rót þessa rekur Guðmundur til of mikilla afskipta stjómmálaflokk- anna af verkalýðshreyfingunni. Guðmundur sagði ástæður þess hversu illa hann telur komið fyrir verkalýðshreyfingunni vera þær, að afskipti stjórnmálaflokkanna hefðu sífellt aukist og að það væri ekki flokkunum í hag að haía virka og öfluga verkalýðshreyfi rfftu. Þeir hefðu skiptst mjög títt á því að sitja I ríkisstjórnum og nefndi hann sem dæmi, að jafnvel þó það væri hag- stætt nú fyrir Alþýðubandalagið að Guðmundur Sæmundsson hafa sterka stjórnarandstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar þá vildu forustumenn þess ekki hleypa of miklum krafti í hana og láta hinn almenna félaga taka völdin. „Al- þýðubandalagið gæti komist í stjórn innan fárra ára og það gæti þá bitn- að á þeim sjálfum," sagði hann. Aðspurður um hvað hann teldi til ráða sagði hann að til að mynda mætti breyta kosningatilhögun í stjórnir verkalýðsfélaganna. Hlut- fallskosningar yrðu strax til bóta, en persónukjör það sem stefna ætti að. Spurningunni um hvort hann teldi verkafólk tilbúið til harðrar baráttu svaraði hann neitandi og taldi tvær aðalforsendur hamla því. Hann sagði: „í fyrsta lagi þarf fólk að sjá fram á að það sé til taks lið sem getur tekið upp þeirra mál og barist fyrir þeim, forustan sé til taks og nýtanleg. Hitt er að það þarf að koma fram einhver hvatning frá þeim sem fólkið treystir og telur vita betur, — hvatning um samstöðu til að slík barátta geti komist af stað. Undanfarin ár hafa einkennst mjög af því að verkalýðsforustan hefur dregið úr fólki og beðið það að fara sér hægt, — jafnvel hrætt fólk með stórum yfirlýsingum." Guömundur Hall- varðsson Dagsbrún: Hrundi eins og spilaborg þegar foringj- ar féllu frá „ÞAÐ ER forustukreppa í íslenzkri verkalýðshreyfingu og búin að vera lengi. Hún byggist á því að ekki hefur verið hugsað nógu mikið um að endur- nýja forustulið hreyfmgarinnar“, sagði Guðmundur Hallvarðsson í Dagsbrún m.a. er rætt var við hann í tilefni af niðurstöðum Dagsbrúnarfundar í fyrri viku. Í framhaldi af því segir hann verkalýðshreyfinguna hafa hrunið sem spilaborg við fráfall genginna verka- lýðsleiðtoga. Guðmundur segir enn- fremur, að Dagsbrúnarfundurinn sé að hans mati þýðingarmikið frumkvæði í þeirri baráttu sem framundan er. Hann telur fundinn ótvírætt merki þess að menn séu tilbúnir til að fara út í skipulegar aðgerðir og segist hafa trú á að forustumenn Dagsbrúnar meti niðurstöðu fundarins þann veg, að staða félagsins hafi fremur styrkst en hitt. Guðmundur sagði í upphafi, að hann teldi aðallega hafa verið um áherzlumun að ræða milli stjórnar Dagsbrúnar og félaga sinna á fund- inum, eða eins og hann orðaði það: „.. I sjálfu sér ekki neinn efnislegur ágreiningur varðandi ályktun stjórnar, heldur áhersluatriði. Við sem höfum verið í andstöðu störfum vel innan félagsins og fundurinn var vel undirbúinn." Aðspurður um merkingu orðanna „í andstöðu", sagði hann að þeir félagar væru í andstöðu í sumum málum en ekki öllum, þeir væru engir „utangarðs- menn“, eins og hann hann orðaði það. Guðmundur var spurður, hvort úrslit þessa Dagsbrúnarfundar væru að hans mati „hið ákveðna sterka afl“ sem hann skrifaði um í Neista, málgagni Fylkingarinnar, nýverið að þyrfti að taka frumkvæðið til að „fólk færi í gang“. Hann svaraði: „Ég var þarna að ræða um verka- lýðshreyfinguna í heild, — sem sé að menn væru ekki alltaf að væla yfir því að engin samstaða sé fyrir hendi. Ég átti þá við að ef ákveðin félög tækju frumkvæðið þá mundu liklega fleiri fylgja með. Já, ég tel að Dags- brúnarfundurinn hafi verið þýð- ingarmikið frumkvæði. Dagsbrún á gamla baráttusögu, hefur stöðu í at- vinnulífinu til að gera ákveðna hluti og Dagsbrún hefur oft staðið eitt í slagnum í gegnum árin.“ — Megum við þá búast við hafn- arbanni, lokunum benzínstöðva og annarra verkfallsaðgerða af hálfu Guðmundur Hallvarðsson Dagsbrúnar, ef ekki verður orðið við kröfum ykkar? „Ég skal ekki segja um það hvaða aðgerðir menn eru tilbúnir til að fara út í, en fundurinn bendir ótví- rætt til þess að menn séu tilbúnir til skipulegra aðgerða." Varðandi verkalýðshreyfinguna í heild sagðist Guðmundur telja að sú staðreynd að „þýðingarmiklir flokk- ar“, eins og hann orðaði það, hefðu átt setu í ríkisstjórnum á undan- förnum árum hefði veikt hana. Þá sagði hann forustukreppu hrjá hana og hefði svo verið í langan tíma. Ekki hefði verið hugað að endurnýj- un forustuliðsins og menn því ekki verið skólaðir til forustuhlutverka. Hann sagði síðan: „Hreyfingin byggðist til skamms tíma á sterkum forustumönnum eins og Birni Jóns- syni og Eðvarði Sigurðssyni og voru þeir alls góðs maklegir. En svo er eins og hreyfingin hrynji eins og spilaborg þegar þessir menn falla frá. Mér finnst óæskilegt að leysa slík mál með forustumönnum, sem ekki eru vaxnir upp í hreyfingunni. Auðvitað þarf verkalýðshreyfingin að hafa menntamenn í sinni þjón- ustu, en hún á ekki að gera þá að forustumönnum. Ásmundur Stef- ánsson er eitt dæmið um þetta, en þau eru ýmis dæmin önnur.“ Spurningunni um hvort hann telji að Fylkingarmenn hafi náð undir- tökum í Dagsbrún og skoðanir Al- þýðubandalagsforustunnar orðið undir með hliðsjón af fundinum svaraði Guðmundur á þann veg, að hann væri ekki félagi í Alþýðu- bandalaginu — „að minnsta kosti ekki enn“ — og að hann væri ekki í Fylkingunni lengur. Ástæðu úrsagn- ar sinnar úr henni vildi hann ekki gefa upp „að svo stöddu". Hann kvaðst þó telja erfitt að átta sig á stöðunni í Alþýðubandalaginu, þar virtust ýmsar skoðanir uppi, en sér sýndist þó að Þjóðviljinn tæki af- stöðu með Dagsbrún, a.m.k. fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.