Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 39 Guðlaug Narfa- dóttir - Minning Kædd 8. október 1897 Dáin 14. rebrúar 1984 Guðlaug er farin yfir móðuna miklu eftir mikið og fórnfúst starf og langan starfsaldur því hún var fædd 1897 í Hafnarfirði og ólst þar upp. Guðlaug var tvígift, fyrri eigin- maður hennar var Halldór Backmann Jónsson járnsmiður og eignuðust þau tvo syni, ólaf Backmann sem er raffræðingur og býr ásamt konu sinni, Huldu Haf- liðadóttur ættaðri úr Biskups- tungum, í Kaliforníu. Hinn sonur- inn er Halldór Backmann vél- meistari á Akureyri kvæntur Önnu Guðmundsdóttur ættaðri frá Reyðarfirði. Mann sinn missti Guðlaug 1921 en giftist öðru sinni 1926 síðari eiginmanni sínum, Hirti Níelssyni frá Bjarneyjum á Breiðafirði. Þau Guðlaug og Hjörtur eignuð- ust fimm börn: Guðjón verk- smiðjustjóra á Álafossi, Magnús bifreiðastióra, Narfa kaupmann, Ingveldi Astu húsmóður og Sigur- þór rafvirkja. Síðari mann sinn missti Guðlaug 1970. Þetta er mikil upptalning og því mikið starf húsmóðurinnar og margri konunni væri nóg að ann- ast það sem öllu þessu fylgdi sem nú hefur verið skráð, en Guðlaug var sterk dugnaðarkona og ein af þeim sem alltaf áttu nægan tíma til alls, sem hún tók sér fyrir hendur en það var margvíslegt. Hún starfaði mikið að bindind- ismálum og fleiri voru félagsmálin sem hún tók þátt í og svo mörg að ég kann ekki upp að telja, en hún var þessi sérstaki persónuleiki sem gekk að hvaða starfi óskipt og virtist aldrei skorta tíma, sem við nútímamenn skiljum hæpið með allt okkar stress og tímaleysi. Ég átti því láni að fagna að kynnast Guðlaugu því ég trúlofað- ist hennar ágætu dóttur, Ingveldi Aðalfundur Kvenstúdenta- félags Islands og Félags íslenskra háskólakvenna AÐALFUNDUR Kvenstúdentafé- lags fslands og Félags íslenskra há- skólakvenna var haldinn 18. febrúar sl. í veitingahúsinu Torfunni. Frá- farandi formaður, Arndís Björns- dóttir, flutti skýrslu um starfsemi fé- lagsins á síðasta ári og fráfarandi gjaldkeri, Inga Dóra Gústafsdóttir, gerði grein fyrir reikningum félags- ins, sem samþykktir voru athuga- semdalaust. Stykkishólmur: Samgöngur fóru úr skorðum StjkkUbólnii, 24. rebrúar. SAMGÖNGUR hafa færst hér mjög úr skorðum undanfariö. Tíðarfarið hefir verið misvindasamt, skifst á skini og skúrum, jeljum og blindbyl. í gær varð að fella niður áætlunarferö- ir frá Reykjavík og vestur á Snæ- fellsnes og í fyrrakvöld komst billinn sem átti að fara suöur um kvöldið ekki nema frá Hellissandi og til Ólafsvíkur og varð þar innlyksa í snjó og snjóbyl, enda þá versta veður og tjón af skriðufóllum í Ólafsvík. Áætlunarbíllinn komst því ekki til suðurferðar úr Hólminum fyrr en kl. 6 í gærkvöldi. Kerlingarskarð er enn ófært og hefir ekki verið mokað. Símalínur hafa slitnað þar og orðið að fara á vélsleða til viðgerða. Vörubíll lát- inn fara með sleðann upp undir fjall til að stytta leiðina. I gær var farin ein slík viðgerðarferð og var töluvert að gera við á þeirri leið. Nú líður að því að símalínan sem liggur um Kerlingarskarð verði tekin úr notkun og víki fyrir nýju fjölsímakerfi. Er vonast til að þetta geti orðið að veruleika hvern dag. Mun það verða til mikilla þæg- inda auk þess að þá þarf ekki að óttast bilanir sem erfitt er að leita að og gera við í hvernig veðri sem er. Símalínan um Kerlingarskarð hefir þjónað þessu byggðarlagi dyggilega í yfir 70 ár en víkur nú fyrir tækninni eins og fleira í okkar nútímaþjóðfélagi. Staurarn- ir verða svo fjarlægðir og mun sjálfsagt mörgum íbúum bregða og þeir einnig sem sakna þess að sjá ekki þessa gömlu vegvísa á förnum vegi, enda er það staðreynd að þeir urðu til að hjálpa mörgum í dimmviðri til að komast yfir fjall- ið. Fréttaritari. Fyrir lá að kjósa þrjár konur i stjórn Félags isl. háskólakvenna og eina til vara, sem jafnframt yrðu þá stjórnarkonur í Kvenstúd- entafélaginu. Formaður var kosinn Þórey Guðmundsdóttir, varaformaður Arndís Björnsdóttir, meðstjórn- andi Geirlaug Þorvaldsdóttir og til vara Erla Þórðardóttir. í stjórn Kvenstúdentafélags fs- lands voru kosnar, auk þeirra er áður er getið, Guðlaug Konráðs- dóttir, Hildur Bjarnadóttir, Sig- ríður Guðmundsdóttir, Ragnheið- ur Ágústsdóttir og til vara Erla Þórðardóttir og Bergþóra Krist- insdóttir. í kvenréttindanefnd voru kosn- ar: Inga Dóra Gústafsdóttir, Ragnheiður Ágústsdóttir og Bergljót Ingólfsdóttir. Endurskoðendur voru kosnir Inga Dóra Gústafsdóttir og Erna Erlendsdóttir. Hildur Eyþórsdóttir var kjörin til að sjá um spjaldskrá félagsins og fulltrúi félagsins hjá Unicef er áfram Erla Elín Hansdóttir og til vara Brynhildur Kjartansdóttir. Ákveðið er að halda hádegis- verðarfund í marsmánuði og verð- ur hann auglýstur síðar, svo og efni það sem tekið verður til með- ferðar á fundinum. (Frétutilkynning) Ástu og eignuðumst við einn dreng, Richard Heimir, hver drukknaði á barnsaldri og var það okkur Ingveidi mikil sorg, en þar hefur tregi Guðlaugar ekki verið minni því að hún var tilfinninga- kona. Ég sagði það hér fyrr að ég hefði haft þeirri hamingju að fagna, að kynnast Guðlaugu, en þá var það svo eins og er oft um mæt- ar konur og karla, að maður er of unggæðislegur og þykist vita allt betur heldur en eldra og reyndara fólk. Ég skildi ekki þá, að hún vissi meira um ofdrykkju, sem aldrei hafði sjálf drukkið áfengi, en ég sem þá var orðinn ofdrykkjumað- ur, þó ég gerði mér varla fulla grein fyrir því, en þetta vildi verða leiðinlegur ágreiningur hjá okkur. En svo er Guði fyrir að þakka þó að seinna yrði, að við áttum eftir að sættast að fullu á þessum mis- skilningi og var það fyrir tilefni sem Guðlaug átti frumkvæði að og mér entist líf til að kunna að meta hana að verðleikum. Verkalýðsmál lét hún líka til sín taka og hún var bóndakona í sveit í mörg ár, já alltaf nógan tíma, meira að segja til að létta geðið með því að setja saman vísur því að mínu mati var hún hagyrðingur góður og kjarkurinn hefur snemma sagt til sín því það hefur þurft kjark fyrir unga stúlku að ráðast í riti á móti Sigurði Nordal og var hún þá að verja íslenskar sveitakonur og fór hún af hólmi með meiri glæsibrag en hann. Eitt var það í fari Guðlaugar, að hún var mjög dulræn kona en ég ætla mér ekki að fara nánar út í það. Hér ætla ég að enda þessi fá- tæklegu orð mín þó svo að mikið væri meira hægt að segja um Guð- laugu, en ég mun alltaf bera þakklæti í brjósti fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Það eru verðmæti sem ekki er hægt að mæla í peningum og ég bið Guð að blessa ættingja hennar og sendi þeim mínar samúðarkveðjur. Guð blessi okkur öllum minn- ingu hennar og hvíli hún í friði. Ásgeir H.P. Hraundal t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og dóttir, VIKTORÍA KOLBEINSDÓTTIR, verður jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 29. febrúar kl. 10.30 Jóhannea Markússon, Kolbeinn Jóhannesson, Kristín Árnadóttir, Helga Jóhannesdóttir, Ingileif Gísladóttir, Ingileif Jóhannesdóttir, Edda Jóhannesdóttir. t Jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, INGUNNAR ÞORLEIFSDÓTTUR frá Eskifiröi, Tómasarhaga 41, fer fram frá Neskirkju miövikudaginn 29. febrúar kl. 15.00. Lovísa Eiríksdóttir, Sveinbjörg Eiríksdóttir, Sigrlöur Eirlksdóttir, Höröur Eiríksson, Þorleifur Eiríksson, Jón Þorsteinsson, Lárus Þorvaldsson, Arnþór Þórólfsson, Sigrún Guömundsdóttir, Móeiöur Siguröardóttir, barnabörn, barnabarnabörn. t Maöurinn minn, KJARTAN HJÁLMARSSON, Eyvindarstööum, Álftanesi, veröur jarösunginn í Kristskirkju Landakoti miövikudaginn 29. febrúar kl. 13.30. Blóm afþökkuö en þeim er vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd aöstandenda, Vilhelmína Einarsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim sem veittu okkur samúö og styrk á þessum erfiöu dögum, vegna fráfalls sonar okkar og bróöur, DANÍELS VALGEIRS STEFÁNSSONAR. Eimskipafélagi islands og séra Önundi Björnssyni þökkum viö alveg sérstaklega. Hulda Jakobsdóttir, Marteinn Stefánsson, Stefán Stefánsson, Linda Björk Stefánsdóttir Arnar Stefánsson, Hulda Bergrós Stefánsdóttír, Hjalti Þór Stefánsson. Stefán Valdimarsson, Ásgeróur Helgadóttir, Inga Ólafsdóttir, og synir, Kristín Þorsteinsdóttir, t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö fráfall eigin- manns míns og fööur okkar, MAGNÚSAR PÉTURSSONAR, fyrrverandi lögreglumanns. Vilborg Eiríksdóttir, Andrés, Björn og Pátur Magnússynir, tengdadœtur og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýju viö andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, KRISTJÁNS SCHRAM, fyrrverandi skipstjóra, Vesturgötu 36B, Lára Schram og fjölskylda. t Ástkær eiginmaöur minn og faðir, HAFSTEINN HEIÐAR HAUKSSON, Þrastanesi 7, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 29. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd foreldra, tengdaforeldra og annarra ástvina, Hallveig Sveinsdóttir, Þorbjörg Ragna Hafsteinsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUORÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Fögrukinn 25. Fyrir hönd vandamanna, Jón Arnórsson. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför SVEINS INGIMUNDARSONAR, Stöövarfiröi. Guölaug Sigurbergsdóttir, Jón Sveinsson, Helga Haraldsdóttir, Anna María Sveinsdóttir, Hrafn Baldursson, Antonía Sveinsdóttir, Valur Kristjánsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur, bróöur og afa, SIGURDAR JÚLÍUSSONAR. Sigríóur Gísladóttir, Júlíus Sigurósson, Lilja Jónsdóttir, Brynhildur Siguröardóttir, Gísli Sigurösson, systkini og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.