Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 13 „Verið að spara á röngum stað“ — segir Marjetta ísberg, sem mótmælir lokun gæsluleikvallar við Engihlíð „Aðstaðan fyrir börn hér í borg- inni er ekki það góð að það geti Ulist sanngjarnt að spara á þeim sviðum þar sem börn eiga í hlut,“ sagði MarjetU ísberg, tveggja barna móðir, sem býr í Hlíðahverfi og er ein þeirra sem mótmæla lok- un gæsluleikvallar við Engihlíð. Blm. Mbl. ræddi við Marjettu í þriðjudag í kjölfar samtals við Berg Felixson, framkvæmdastjóra dagvistunar, sem birtist í Mbl. sama dag. Þar staðfesti Bergur að til stæði að loka þremur gæslu- leikvöllum í Reykjavík að öllu leyti og öðrum þremur að hálfu leyti, eða fyrir hádegi. „Undirskriftalisti, þar sem þess er farið á leit við borgaryf- irvöld, að þau fresti lokun þess- ara valla, gengur nú meðal for- ráðamanna barna í hverfinu," segir Marjetta. „Okkur finnst í það minnsta eðlilegt að gerð verði könnun meðal okkar, áður en gæsluleikvellinum verður lok- að. Ég á til dæmis tvö börn, tveggja og fjögurra ára, sem bæði eru á biðlista til að komast í leikskóla. Eldra barnið hefur nú verið á biðlista á annað ár, en yngra 'barnið frá áramótum. Hvers eigum við að gjalda, for- eldrar sem eigum börn sem kom- ast ekki að á leikskólum? Bergur Felixson segir í áður- nefndu viðtali að aðsókn að þess- um völlum hafi farið minnkandi. Veðráttan í sumar var nú þannig að það var ekki alltaf auðvelt að láta börnin vera úti allan dag- inn, og nú í vetur hafa snjó- þyngsli verið mjög mikil, þannig að það er eðlilegt að aðsóknin sé í lágmarki. En mér og fleiri for- ráðamönnum barna sem ég þekki, finnst að hér sé verið að spara á röngum stað. Það er ekki rétt að spara þar sem börn eiga í hlut. Svo er annað sem mælir gegn því að leikgæsluvöllunum sé lok- að án samráðs við foreldra og forráðamenn barna. Hér í Hlíða- hverfinu, svo ég taki nærtækt dæmi, eiga sér nú stað kynslóða- skipti. Ungt fólk með börn er að flytja í hverfið, og mér finnst rétt að breytingar á borgar- skipulagi eigi sér stað með tilliti til þeirra sem búa í þeim hverf- um sem um ræðir. Bergur talar einnig um, í nefndu viðtali, að í kjölfar þess að loka völlunum , ætti að veita aukið fjármagn til dagvistunar barna. Eg er sammála því að það verði gert og vona svo sannar- lega að við það verði staðið, því ekki veitir af,“ sagði Marjetta ís- berg að lokum. Gunnar Gunnarsson Öryggismálanefnd: Hafin útgáfa á nýrri ritröð um öryggis- og varnarmál Öryggismilanefnd hefur hafið út- gáfu á nýrri ritröð um öryggis- og alþjóðamál. Er hér um að ræða rit- gerðir í fjölriti og verða þær gefnar út samhliða prentuðum og viðameiri verkum en þrjú rit af þeirri tegund hafa þegar verið gefin út af nefnd- inni. Markmiðið með hinni nýju rit- röð er að gefa yfirlit um einstaka þætti öryggismáía og jafnframt að kynna mál sem eru ofarlega í um- ræðu á alþjóðavettvangi. Fyrsta ritgerðin í hinni nýju ritröð ber heitið „Atlantshafs- bandalagið og umræðan um fyrstu notkun kjarnorkuvopna“ og er höf- undur hennar Gunnar Gunnars- son. í ritgerðinni er gerð grein fyrir tillögu sem verið hefur mikið til umræðu allt frá miðju ári 1982 en þá hvöttu fjórir þekktir Banda- ríkjamenn til að horfið verði frá þeirri yfirlýstu stefnu Atlants- hafsbandalagsins að það geti orðið fyrra til að beita kjarnorkuvopn- um í hugsanlegum átökum við Varsjárbandalagið. í rauninni er hér um að ræða þá spurningu hvaða hlutverki kjarnorkuvopnum er ætlað að gegna í öryggiskerfi Atlantshafsbandalagsins og þá um leið hvert skuli vera vægi þeirra miðað við hefðbundin vopn. Þá hefur einnig verið gefin út „Aðfangaskrá Öryggismálanefnd- ar“. Þegar öryggismálanefnd hóf störf varð fljótlega ljóst að gögn til rannsókna á sviði utanríkis- og öryggismála voru ekki til hér á landi nema að mjög takmörkuðu leyti og hefur það verið liður í starfsemi nefndarinnar frá upp- hafi að koma upp safni gagna á þessu sviði. Aðfangaskráin sem nú er gefin út telur samtals 750 titla og einnig koma fram í henni þau tímarit sem nefndinni berast reglulega en þau eru 20 talsins. Ritgerðin og aðfangaskráin eru fáanlegar á skrifstofu öryggis- málanefndarinnar að Laugavegi 170-172. (Fréttatilkynning.) Fvrsta skrefið í tölvuvæðingu fyrirtækis kostar aðeins lkrónu 67aura Hjá sumum verður kostnaðurinn aldrei meira en eltt slmtal. Hjá fleirum á símtalið þó eftir að leiða til verulegra fjárfestinga í tölvubúnaði, því fyrir langfiest fyrirtæki er tölvuvæðing nauðsynleg til þess að standast hina hörðu samkeppni nútlmans. Þess vegna er miög mikilvægt að tölvuvæðingin hefjist á réttum stað. I 7 ár hefur tölvudeild Heimilistækja unnið að þróun og uppsetningu fjölda Wang tölvukerfa víðs vegar um land. Frábær framleiðsla Wang hentar nær öllum fyrirtækium og að viðbættri öruggri þjónustu og reynslu tölvudeildar Heimilistækja er trvggt að um framtíðarlausn sé að ræða. Hafið samband og notfærið ykkur reynslu okkar og ánægðra Wang notenda. Vlð verðum hérna Ifka á morgun! Wang er skref í rétta átt <ö> Heimilistæki hf TOLVUDEILD-SÆTÚNI8-SÍMI27500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.