Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1984 15 „Farið með okkur eins og heilaga dýrlinga!u Spjallaö við Kristínu Ingvadóttur um Miss Europe keppnina „Minnisstæðast? Ég get varla sagt að mér finnist eitt minnis- stæðara en annað, ferðin var stór- kostleg út í gegn,“ sagði Kristín Ingvadóttir þegar Mbl. ræddi við hana um nýafstaðna Austurríkis- ferð. Til Badgestein í Austurríki fór Kristín fyrir tveimur vikum og keppti þar sem fulltrúi fslands í fegurðarsamkeppni um ungfrú Evróputitilinn, Miss Europe, sem kom í hlut fulltrúa Tyrklands. „Við vorum tuttugu og fjórar sem tókum þátt í keppninni og það var á allan máta farið með okkur eins og heilaga dýrlinga! Allavega af aðstandendum keppninnar. Sumar stelpnanna máttu þó þola það að vera teknar heldur hressilega í gegn í skrif- um blaðamanna sem þær féllu ekki í kramið hjá. Blaðamenn og ljósmyndarar voru náttúrulega þarna eins og mý á mykjuskán og það tók sinn tíma að venjast því. Annars var ekki mikill tími aflögu fyrir okkur, þvi að frá fyrsta degi var skipulagt stíft æfingaprógram allan dáginn og heimsóknir eða boð á kvöldin. Hópurinn kom fram við öll möguleg tækifæri, til dæmis á pelsasýningu í Vín. En þessi tími var hreint frábær. Það var farið með okkur í skógarferð á hesta- sleðum og eitt sinn var hópnum boðið í fjallahótelsveislu. Þar máttum við sýna húsmóðurhæfi- leikana í matargerðarlist og til að kóróna kvöldið var skorað á okkur í jóðlkeppni. Það má eig- inlega segja að þar hafi hver jóðlað „með sínu lagi“ enda fáar okkur búnar jóðlhæfileikunum. Sumar komu sér undan jóðlinu með því að gera eitthvað allt annað, eins og ungfrú Tyrkland sem tróð upp með magadans — og viti menn hún vann! Keppnisdagurinn byrjaði með general-prufu og þar þurfti ég að troða upp í skó á vinstra fæti og með teygjubindi á þeim hægri. Þetta kom að vonum vel út við sundbol. Ástæða fyrir teygju- bindinu var sú að tveimur dög- um fyrir keppnina steig einhver ofan á hægri fótinn. Náttúrulega var sá hinn sami eða sú, réttara sagt, á háhæluðum skóm og fyrir vikið vaknaði ég daginn eftir með tífaldan fót. Á keppnisdag- inn sat ég síðan með fótinn um- vafinn ís þann tíma sem ég var ekki uppi á sviði og fjórum tím- um fyrir keppni mætti læknir á svæðið og gaf mér kvalastillandi sprautu. Þegar við komum fram um kvöldið hafði ég fengið lán- aða skó sem hægri fóturinn komst í. Það var svo sem gott og blessað, ef skórnir hefðu ekki verið númer 40, því að ég átti fullt í fangi með að halda skón- um á vinstri fæti. Skiljanlega, mitt skónúmer er 38. En þetta hrakfall breytti því ekki að kvöldið var stórskemmti- legt og um leið og keppninni lauk kristín Ingvadóttir, fulltrúi fs- lands í Miss Europe keppninni. Ljósm. Mbl./Friöþjófur. rukum við allar stelpurnar upp á hótel, skiptum um föt og fórum á diskótek — með leyfi forráða- manna keppninnar, enda komu þeir með. Reyndar fengum við ekkert að fara nema með slíku leyfi. Þessar tvær vikur voru mjög skemmtilegar, en erfiðar og það var mjög gott að koma heim aft- ur,“ sagði Kristín Ingvadóttir að lokum. vv Reykjavíkurdeild RKÍ: Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ heldur námskeið í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 1. mars. Námskeiðið verður haldið í húsnæði RKÍ að Nóatúni 21. Á námskeiðinu verður kennd skyndihjálp við ýmis konar slys. Auk þessa verður kennd blásturs- aðferðin og sýndar myndir um skyndihjálp. Nú er gott tækifæri til að afla sér undirstöðumenntunar eða rifja upp fyrri þekkingu í þessum efnum og læra til hlítar meginat- riði skyndihjálpar. Námskeiðinu lýkur með verk- efni sem hægt er að fá metið í fjölbrautaskólum og iðnskólum. Allir þátttakendur fá skjal til staðfestingar á þátttöku sinni. Einnig má geta þess að Reykjavík- urdeildin tekur að sér að halda námskeið í skyndihjálp fyrir fé- lagasamtök, fyrirtæki og alla aðra sem þess óska á starfssvæði deild- arinnar sem er Reykjavík. En þetta gera aðrar deildir RKÍ einn- ig hver á sínu starfssvæði. Styrkjum úr sjóði Þjóðhátíðargjafar Norðmanna úthlutað ÚHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna á þessu ári. Norska stórþingið sam- þykkti í tilefni ellefu alda afmælis ís- landsbyggöar 1974 að færa íslending- um 1 milljón norskra króna að gjöf f ferðasjóð. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal ráðstöfunarfénu, sem eru vaxtatekjur af höfuðstólnum, en hann var varðveittur í Noregi, varið til að styrkja hópferðir íslendinga til Noregs. Styrkir voru fyrst veittir ú sjóðn- um 1976 og fór nú fram áttunda út- hlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni 370 þúsund krónur. 33 umsóknir bárust um styrki, en sam- þykkt var að styrkja eftirtalda aðila: Ófaglærða starfsmenn við þjón- ustumiðstöðvar aldraðra við Dal- braut og Múlabæ, Flugbjörgunar- sveitina í Reykjavík, samstarfshóp á Akureyri um fyrirbyggjandi starf vegna fíkniefnaneyslu unglinga, Fé£ lag skólasafnvarða, Samtök gegn astma og ofnæmi, námstjóra í tón- list og tónfræðslu, Styrktarfélag vangefinna, Norskunema Háskóla Islands, Reykjalund (heilsuþjálfun), Björgunarhundasveit íslands. FrétUtilkynning. Formannafundur ASÍ: Mótmælir niðurskurði til Verka- mannabústaða Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi ályktun, sem samþykkt var einróma á formannafund Alþýðusam- bands fslands þann 21. febrúar sl.: „Formannafundur Alþýðusam- bands íslands, haldinn 21. febrúar 1984, mótmælir harðlega þeim 25% niðurskurði á nýbyggingafram- kvæmdum á vegum stjórna verka- mannabústaða, sem nú hefur verið fyrirskipaður. Þessi niðurskurður nær til allra þeirra framkvæmda, sem þegar hafa verið gerðir samn- ingar um, og eru í gangi. Einnig varar fundurinn eindregið við því að fjármagn til nýverkefna á þessu sviði verði skorið niður, eða jafnvel fellt algerlega niður, eins og raddir hafa heyrst um. Hér er um alvarlega aðför að launafólki að ræða, sem skerðir verulega möguleika þess til að koma sér upp þaki yfir höfuðið, og krefst fundurinn þess, að staðið verði að fullu við áður gefin fyrirheit um að félagslegar ibúðabyggingar nemi H af heildarbyggingamagninu og að fjármagn verði trýggt til þess.“ FRÍSKk /MÍN Nýr heilsuvökvi fyrir böm og fulloröna. Frískamín er blanda rík af A-, B-, C- og D-vítamínum. Hæfilegur skammtur uppfyllir vítamínþörf allraaldurshópa. Dagleg notkun Frískamíns kemur í veg fyrir vítamínskort á vaxtarskeiði barna og unglinga. Frískamín með fersku ávaxta- bragði fæst í næstu matvöruverslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.