Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
27
Donaldson styðst mjög við
hugmyndir bandaríska sálfræð-
ingsins J. Bruner og áhrifa af
hugmyndum hans um nám
barna gætir mjög sterkt í sam-
félagsfræði. — Það er engin
vísindakenning fullkomin né
endanleg — því er, að sjálf-
sögðu tekið tillit til góðrar
gagnrýni á þær kenningar sem
stuðst er við í samfélagsfræði
og sótt í smiðju til margra
fræðimanna. Ég veit að mörg-
um sem þekkja vel til í þessum
efnum var dillað yfir þeim mis-
tökum GM að taka bók Don-
aldson sem dæmi .jim athugun
er hrekur kenningu J. Piaget.
Ég vona að GM láti fræði-
mönnum og háskólum erlendis í
té frekari greinargerð um hina
nýstárlegu kenningu sína í
þessum efnum.
6. Staðhæfing GM um að höfund-
ar námskrár í samfélagsfræði
hafi tekið gagnrýnislaust upp
hugmyndir J. Piaget er ekki að-
eins röng heldur einnig alvarleg
aðdróttun að fjölda fólks sem
vann verk sitt af stakri sam-
viskusemi. Hugmyndir J. Piag-
et, ásamt hugmyndum annarra,
s.s. Dewey, Bruner, Taba o.fl.,
voru hafðar að leiðarljósi að
mjög gaumgæfilega athuguðu
máli og í náinni samvinnu við
virta fræðimenn við erlenda
háskóla og stofnanir. GM getur
kallað það „innfluttan varning"
ef um er að ræða nám og
kennslu barna — en hvað skyldi
hann kalla hugmyndir í heim-
speki, náttúruvísindum og
læknavísindum? Það er e.t.v.
ekki æskilegt að „flytja inn“
snjallar hugmyndir og nýjar
aðferðir i læknavisindum eða
tækninýjungar?
7. Ég verð hér aftur að birta svar
mitt úr Sögnum í samhengi svo
lesendum Mbl. gefist enn kost-
ur á að sjá með eigin augum
vinnubrögð GM. Spurt var: „Er
einhver munur á sögukennslu
eftir aldri og skólastigi?"
í svari mínu setti ég fram
dæmi um mismunandi skoðanir
á þessu máli — án þess að taka
afstöðu til þeirra sjálf:
„Á undanförnum árum hafa
allmargar rannsóknir beinst að
hagnytingu þroskakenningar J.
Piaget fyrir sögukennslu.
Niðurstöður þeirra hafa sterk-
lega gefið til kynna að nemend-
ur ráði ekki við þá hugsanaferla
sem flókin söguleg umfjöllun
krefst fyrr en þeir hafa náð
valdi á formlegri rökhugsun.
Þessar niðurstöður hafa af ýms-
rafsuðutækjum er haldin á
tveggja ára fresti í Birmingham
á Englandi og í Essen í Þýzka-
landi. Á sýningunni í Birming-
ham sl. haust sáu þeir Ravnmose
og Karild, að uppfinning þeirra
er einu til tveimur árum á undan
sambærilegum gaslausum kerf-
um, sem á tilraunastigi voru þar
til sýnis. Binda þeir miklar vonir
við næstu alþjóðlega sýningu,
Welt-dex í Essen
Krisvil Import-
fyrirtækið
Fyrirtækið Krisvil Import,
Blegdamsvej 28, sem þeir Krist-
inn Vilhelmsson og Sigurður
Örn Sigurðsson reka, kynnir og
selur danskar vörur á íslandi og
íslenzkar vörur á Norðurlöndun-
um. Einkum hefur fyrirtækið
haft milligöngu um innflutning
á vélum og varahlutum, nýjum
og notuðum. Annast starfsmenn
þess einnig fyrirgreiðslu fyrir
fyrirtæki og einstaklinga og
hafa þeir í hyggju að auka inn-
flutning á íslenzkum listmunum
til Danmerkur. Krisvil hefur
samvinnu heima við tvö fyrir-
tæki í Kópavogi, B. Einarsson og
heildverzlunina Mekor hf. Kynn-
ingar á reyklausa rafsuðukerf-
inu verða á næstunni á nokkrum
stöðum, þ.á m. hjá Stálvík hf. í
Reykjavík, og væntanlega víða
um land. g.L. Ásg.
um verið túlkaðar þannig að
ekki eigi að kenna nemendum
sögu fyrr en þeir hafi náð u.þ.b.
12 ára aldri. Þessi túlkun hefur
einkum komið fram sem gagn-
rýni á hefðbundna sögukennslu
þar sem nemendum er ætlað að
læra um flókin fyrirbæri sem
þeir hafa engar forsendur til að
skilja né tengja við eigin
reynslu. Margir telja þart þó
mestu firru aö svipta ung börn
þeirri ánægju er górt sögukennsla
getur veitt þeim. Þá er bent á að
flest börn hafa gaman af þjóð-
sögum og ævintýrum og að
hægt sé að leggja grunn að
„raunverulegu" sögunámi síðar
meir með því að nota efni sem
höfði til nemenda og örvi
ímyndunarafl þeirra."
GM kýs að fella brott tvö orð
sem breyta merkingu þess er
sett er fram og að sjálfsögðu
sleppir hann tilvitnun í hitt
sjónarmiðið.
„Þessar niðurstöður hafa ...
verið túlkaðar þannig að ekki
eigi að kenna nemendum sögu
fyrr en þeir hafi náð u.þ.b. 12
ára aldri."
Síðan gerir hann mér upp
skoðanir og „lagfærir" orðalag
þannig að „allmargar rann-
sóknir“ verða að — „allar rann-
sóknir". Þetta á síðan að sýna
að ég og höfundar námskrár í
samfélagsfræði teljum að börn
eigi ekki að fást vð sögunám
fyrr en eftir 12 ára aldur. Það
grátbroslega er að GM talar
síðan fjálglega um að ekki eigi
að halda orsakaskýringum og
sértækum hugtökum frá börn-
um í grunnskólanum. Skyldi
maðurinn vita að orsakaskýr-
ingar eru eitt meginviðfangs-
efnið í námsefni 10 ára barna,
— Landnámi Islands?
Það þarf ótrúlega ósvífni til að
leyfa sér að nota tilvitnanir á
þann hátt er GM gerir. Og það er
með ólíkindum að maður sem lok-
ið hefur námi í sögu og vísinda-
heimspeki skuli ekki vandari að
virðingu sinni en umræddar grein-
ar gefa til kynna.
Eg vona að GM leggi aldrei út í
það vandaverk að skrifa Islands-
sögu fyrir börn. Eftir að hafa
kynnst vinnubrögðum hans hlýt
ég að draga í efa að hann geti lagt
hlutlægt mat á orð og gerðir ann-
arra. Ef til vill væri hægt að nýta
greinar hans á t.d. sagnfræðinám-
skeiðum sem skólabókardæmi um
hvernig á ekki að nota heimildir
og tilvitnanir.
Ef hugmyndir að baki samfé-
lagsfræði eru jafn slæmar og GM
viil halda fram, þá ætti hann að
geta rökstutt gagnrýni sína. Sú
gagnrýni sem „rökstudd" er með
rangfærslum og rangtúlkunum er
ekki marktæk.
Ég hef ekki hugsað mér að eiga
frekari orðaskipti við GM þótt
hann reyni að klóra í bakkann og
halda uppteknum hætti með
greinum sem eru sama marki
brenndar og fyrri greinar hans.
Ég hef ekki áhuga á að ræða
skólamál við mann sem skirrist
ekki við að setja fram alvarlegar
aðdróttanir í garð kennara og
annarra skólamanna og hikar ekki
við að nota rökleysur og rang-
færslu máli sínu til framdráttar.
Erla Kristjánsdóttir er námstjóri í
samíélagsíræði.
Stærsti bókamarkaður
ársins 1984
#
Fjöldi bóka
í síðasta skipti
á hagstæðu
verði
29. febr.—11. marz
MAGN
AFSLÁTTUR
Auka 5%
ef verslað er fyrir
meira en kr. 1.000.—
Auka10%
ef verslað er fyrir
meira en 3.000.—
Nú er hægt að gera góð kaup og finna
marga fáséða bókina á lágu verði!
Öll helstu
bókaforlög
landsins
Bóka0%
pakkar
á hagstæðu verði
Notið tækifærið
VISA og
EUROCARD
Opið frá kl. 9—20
í kvöld.
Markaðshús Bókhlöðunnar
Laugavegi 39