Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 Alþjóðlegir titlar skákmanna Skák Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson vann v-þýzka stórmeistarann Eric Lobron á Reykjavíkurskákmótinu. Jóhann hefur tvo áfanga ad stórmeistaratitli og vantar aóeins einn til viðbótar. Hann hefur náð áfanganum í 22 skákum, en a.m.k. 24 þarf. Helgi Ólafsson hefur einn 11 skáka áfanga, sem hann fékk einnig á Reykjavíkurskákmótinu. SKAK1»ÆTTI Mbl. hafa borist nokkrar áskoranir um að útskýra hvaða árangri þurfi að ná til að hljóta áfanga að stórmeistaratitli og alþjóðlegum meistaratitli, en þessir titlar og áfangar að þeim hafa margoft verið nefndir í frétt- um af nýafstöðnum skákmótum án þess að margir átti sig á hvað sé raunverulega á ferðinni. Skilyrði sem mót þurfa að uppfylla Það er ekki hægt að ná áfanga að alþjóðlegum titli í hvers konar móti. Um alþjóð- legt mót verður að vera að ræða, þ.e. aðeins % hlutar þátt- takendanna mega vera frá sama skáksambandi. Þá þarf a.m.k. helmingur þeirra að bera einhvern titil fyrir, þ.e. stór- meistaratitil, alþjóðlegan meistaratitil eða þá FIDE- meistaratitil, en sú vegsemd hefur ekki þótt sérlega merki- leg til þessa. Margir íslend- ingar uppfylla t.d. skilyrði þau sem sett eru fyrir því að verða FIDE-meistarar, en hafa ekki kært sig um að fá titilinn stað- festan hjá alþjóðaskáksam- bandinu, FIDE, sem veitir titl- ana. Af þessum titilhöfum þurfa a.m.k. þrir að vera stórmeistar- ar til að mótið gefi réttindi til þess titils, en til að mögulegt sé að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli er nægilegt að þrír titilhafanna séu alþjóðleg- ir meistarar og tveir stórmeist- arar gera sama gagn. Þá verður umhugsunartím- inn auðvitað að vera nægjan- lega langur, þ.e. a.m.k. 1 klst. á 20 leiki að meðaltali og alþjóð- legur dómari þarf að vera til staðar. Þá mega ekki meira en 20% þátttakenda vera án stiga, þ.e. á aiþjóðlega stigalistanum, eða þá með gömul stig sem ekki eru birt á listanum, en hafa verið þar. Stigin ráða vinningafjöldanum sem þarf til Oft heyrist tafaðTim Elo-stig skákmanna og ekki að ósekju því þau eru notuð sem mæli- kvarði á styrkleika þeirra, þó þau séu að vísu langt frá því að vera óbrigðul. Þau eru t.d. að- eins reiknuð á hálfs árs fresti og á svo löngum tíma getur styrkur einstakra manna, sér- staklega hinna ungu, tekið miklum breytingum. Þegar um lokað mót er að ræða (þ.e. mót þar sem hver þátttakandi teflir við alla hina) eru meðalstig þátttakendanna reiknuð út til að finna í hvaða styrkleikaflokki mótið sé. Til að mót gefi áfanga að stórmeist- aratitli þarf það a.m.k. að vera í 7. flokki, þ.e. meðalstig á milli 2401 og 2425. Sem dæmi má nefna að Búnaðarbankaskák- mótið um daginn var mjög ná- lægt því að ná 9. flokki (2451—2475), þvi meðalstigin þar voru 2449. Á alþjóðlega mótinu Bláa Lónið-Festi, sem nú stendur yfir, er þessi tala 2428, þannig að rétt eins og Búnaðarbankamótið er það í 8. flokki og til þess að hljóta áfanga að stórmeistaratitli þarf 8 v. af 11 mögulegum, en að alþjóðlega meistaratitlinum þarf 6 v. Eftir því sem meðalstigin hækka þarf færri vinninga til þess að hljóta þessa áfanga. Þegar meðalstigin eru t.d. kom- in yfir 2600 stig (15. styrkleika- flokkur), sem reyndar er afar sjaldgæft, þarf aðeins 50% vinninga til að ná stórmeist- araáfanga, en 33% til að fá áfanga að titli alþjóðlegs meist- ara. Lakari árangur en þetta er ekki tekinn til greina og hægt er að sigra á fjölmörgum al- þjóðlegum mótum án þess að ná áfanga að titli. Sumir skákmenn eru t.d. frægir fyrir að vera jafnan rétt undir lág- markinu, því oft vilja taugarn- ar valda erfiðleikum þegar áfanginn er í augsýn. Tvo eða þrjá áfanga þarf til að hljóta titil, það fer eftir lengd mót- anna sem samtals þurfa að vera a.m.k. 24 umferðir. Opin mót Þá er átt við mót eins og 11. Reykjavíkurskákmótið þar sem þátttakendur voru miklu fleiri en umferðafjöldinn og því ógerlegt að allir tefldu við alla. Þá eru notuð Monrad- eða svissnesk- kerfi sem ganga út á það að þeir sem hafa jafnmarga vinninga tefli saman. Aðferðin sem notuð er við að reikna út styrleikaflokk er sú sama og í lokuðu mótunum, nema nú þarf að reikna hvern þátttakanda fyrir sig, því í slíkum mótum tefla engir tveir þátttakendur við nákvæmlega sömu andstæð- inga. Á Reykjavíkurmótinu voru keppendur t.d. í mjög mis- jöfnum styrkleikaflokkum. Karl Þorsteins, sem tefldi við flesta stórmeistara af öllum, var t.d. í níunda flokki (2451—2475), en sumir hinna neðstu í 1. flokki (2251-2275) eða þá enn neðar. Karl þurfti því aðeins 5xh vinning til að hljóta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, en þeir sem voru í fyrsta flokki hefðu þurft 8 'k v. Titilframleiðsla, svindl og undanþágur Sum mót eru haldin sérstak- lega með það fyrir augum að gefa ungum skákmönnum kost á að krækja sér í alþjóðlega titla. Þá eru stundum fengnir titilhafar af lakara taginu og reynt að hafa mótið í þægi- legum styrkleikaflokki (í 8. og 9. flokki þarf t.d. í báðum 8 v. af 11, þannig að með því að hafa 11 umferðarmót í 9. flokki, er í raun verið að reisa þátttakend- um hurðarás um öxl með því að hafa mótið óþarflega sterkt). Búnaðarbankamótið var óþarf- lega sterkt, en mótið í Bláa Lóninu-Festi rétt sleppur í 8. flokk og ætti því að gefa góða möguleika, þó allir þátttakend- ur standi vissulega undir titl- um sínum og stigum. Sums staðar láta menn sér ekki nægja slíkar löglegar hag- ræðingar, sem í raun eru sjálfs- agðar, en hagræða úrslitum einstakra skáka. Sérstaklega mun vera mikið um slíkt í Austur-Evrópu og fer þetta þá yfirleitt fram með þeim hætti að vinningar eru lánaðir milli móta. Ef t.d. Ivan Ivanovich er í slæmu formi á einu móti tap- ar hann viljandi fyrir vini sín- um Igor til að gera Igor auð- veldara að fá titil. Svo næst þegar Ivan Ivanovich er í bana- stuði innheimtir hann skuldina frá Igor. Þegar ég dvaldi í Júgóslavíu um tíma fyrir tveimur árum heyrði ég t.d. sagt að Z.K. sem nú er stórmeistari hefði staðið sig mjög vel á móti í Rúmeníu. „Hann náði stórmeistara- árangri og þurfti ekki að kaupa nema þrjár skákir," sagði sag- an. í sumum A-Evrópulöndum eru því óeðlilega margir titil- hafar og sumir stórmeistarar þar mættu þakka fyrir að fá 50% vinninga á Haustmóti TR hér heima. Á Vesturlöndum hafa menn flestir a.m.k. mikla skömm á slíku háttalagi enda varpar þetta skugga á heiður alvöru- stórmeistaranna. FIDE hefur stofnað nefnd til að berjast gegn svindlinu og getur hún hafið rannsókn ef maðkur þyk- ir í mysunni þegar sótt er um titil. Frægustu höndlararnir eru heldur engir aufúsugestir á mótum og sumir reyndar orðnir alræmdir. Stórmeistarar í dag eru á bil- inu 200—250 talsins, en alþjóð- legir meistarar 400—500. 1978 voru lágmörkin hækkuð mjög varðandi stórmeistaratitilinn og hafa nýir stórmeistarar ver- ið innan við tíu á ári hverju síðan. Þetta var þörf breyting, en nú fjölgar alþjóðlegum meisturum gífurlega og e.t.v. kominn tími til að gera þann titil erfiðari. Til að hygla þróunarlöndum og auka áhug- ann þar, hefur síðan FIDE-tit- illinn verið stofnaður. Hann geta allir fengið sem ná 2300 alþjóðlegum skákstigum. Stundum eru undanþágur veittar frá þessum reglum og þá aðallega skákmönnum frá þriðja heiminum. Þeim dugir oftast einn áfangi til að fá titil en Evrópumönnum er öruggast að standa klárir á nákvæmlega þvi vinningshlutfalli sem þarf til. Bladburóarfólk óskast! Austurbær Óöinsgata Þórsgata Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötals- tíma þessa. I Laugardaginn 3. mars verða til viötals Mark- ús örn Antonsson og Gunnar S. Björnsson. Selfyssingar leika „Jörund“ á ensku í maímánuði næstkomandi halda áhugaleikarar frá Selfossi til I)un- dalk í írlandi. Þar flytja Selfyss- ingarnir „Þið munið hann Jörund" eftir Jónas Arnason undir leikstjórn Viðars Eggertssonar. Leikritið verður flutt á ensku og er nú verið að æfa það upp á nýtt á Selfossi vegna þessarar ferðar. Fyrir nokkrum árum sýndi ís- lenzkur leikhópur „Skjaldhamra" Jónasar á sams konar leiklistar- hátíð í Dundalk. Nú nýlega var leikritið um Jör- und gefið út í Danmörku og nefn- ist það „I husker vel Jörgen" á danskri tungu. Leikritið er þýtt af Peter Söby Kristensen, lektor í dönsku við Háskóla íslands. Það er Drama-forlagið, sem gefur leik- ritið út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.