Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 Þýsk sendinefnd hér: Bjóða ívilnanir fyr- ir veiðiheimildir Akurcyri, I. mars. SENDINEFND frá Bremerhaven í V-l»ýskalandi skipuA fulltrúum útgerðaraðila þar kom til landsins sl. mánudag og átti viðræður við Islendinga um veiðiheimildir fyrir þýska togara í íslenskri lögsögu. Þetta kom fram hjá Kristjáni Ragnarss.vni, formanni LÍÚ, á fundi hjá Útvegsmannafélagi Norðurlands hér í dag. Sagði Kristján, að Þjóðverjar hefðu m.a. boðið hækkað verð á karfa, sem landað yrði í Þýskalandi og að lækka tolla á ýmsum fiskaf- urðum þar gegn þessum veiðiheim- ildum. Þá gat hann þess, að Þjóð- verjar hefðu verið lítt hrifnir af þeim samningum, sem Efnahags- bandalag Evrópu hefði gert við Grænlendinga, teldu þá ná alltof skammt, bæði varðandi aflamagn og lengd samningstíma. — G.Berg. Föðurnum sleppt úr gæzluvarðhaldi FOÐI'R Williams James Scobie var sleppt úr gæzluvarðhaldi síðdegis í Lárus Guðmundsson: Tókum allir við peningum — ALLIR í liði Waterschei fengu greiðslu sem nam 15 þúsund krónum íslenskum frá Standard eftir að við töpuðum leiknum. Ég var nýbyrjaður að leika hér í Belgíu þegar þetta skeði og ekki búinn að leika nema 6 leiki með liðinu; ég gerði mér alls ekki grein fyrir því hvers konar greiðsla þetta var. Þegar Ronald Jansen, leikmaður Waterschei, kom til okkar og bauð okkur peninga fyrir tapið, þá tóku allir leikmenn liðsins á móti peningunum. Þetta er mikið leiðinda- mál og ég veit ekki hvaða stefnu það tekur, sagði Lárus Guðmundsson, leikmaður hjá Waterschei, þegar við inntum hann eftir mútumálinu í Belgíu í gær. Sjá nánar á íþróttasíðu. gær. Tveir menn sitja nú í gæzluvarð- haldi vegna ránsins á Laugavegi að kvöldi 17. febrúar síðastiiðins, William Scobie og 19 ára gamall piltur sem var ■ vitorði með honum. Faðir Williams og bróðir hafa verið látnir lausir. Ljóst þykir að þeim hafi ekki verið kunnugt um ránið fyrr en eftir að það átti sér stað, en William kom með ránsféð í föðurhús og mun þá hafa verið reynt að hylma yfir með honum. Þjófnaðurinn úr Iðnaðarbankan- um er enn óupplýstur, en sem kunn- ugt er var um 384 þúsund krónum stolið úr hirslum gjaldkera. Rann- sóknarlögregla byggði á sínum tíma kröfu sína um gæzluvarðhald yfir William á ráninu við Landsbankann og þjófnaðinum úr Iðnaðarbankan- um. Samkvæmt heimildum Mbl. hallast menn nú að því, að William hafi ekki verið að verki í Iðnaðar- bankanum. I frétt Mbl. um handtöku vitorðsmanns Williams i ráninu við Landsbankann var sagt að hann hafi verið handtekinn í veitingahúsinu Óðali. Það er ekki rétt. Hann var handtekinn aðfaranótt mánudagsins skammt fra heimili sínu í Hafnar- firði. Skákmótið í Grindavík: Jón L. vann Borgarstjórn staðfestir ísfilm Á FUNDI borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöldi staðfesti borgarstjórn Keykjavíkur með atkvæðum meirihluta borgarstjórnar samninginn um stofnun hlutafélagsins Isfilm og fól borgar- stjóra að fara með hlutafé borgarinnar á fundum félagsins. Jafnframt sam- þykkti borgarstjörn að þátttaka borg- arinnar í fyrirtækinu verði tekin til endurmats eigi siðar en fyrir árslok 1985. Borgarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn staðfestingu samningsins nema Kristján Bene- diktsson (F), sem sat hjá við at- kvæðagreiðsluna. Jóhann JÓN L. Árnason vann Jóhann Hjart- arson í 2. umferð alþjóðlega skák- mótsins í Grindavík í gærkvöldi. Jó- hann gafst upp eftir aðeins 20 leiki. Önnur úrslit urðu; Lombardy og Helgi Olafsson gerðu jafntefli, McCam- bridge vann Björgvin Jónsson, Haukur Angantýsson og Ingvar Ásmundsson gerðu jafntefli, svo og Christiansen og Elvar Guðmundsson og Knezevic og Gutman. Biðskákir voru tefldar í gær. Þá vann Lombardy Björgvin Jónsson, Gutman vann Helga Ólafsson og McCambridge vann Jón L. Árnason. Einni skák er ólokið úr 1. umferð, skák Elvars og Knezevic. McCambridge hefur forustu og hefur hlotið 2 vinninga. I kjölfarið fylgja Ingvar Ásmundsson, Lom- bardy og Larry Christiansen með l'k vinning. Mikil hrifning Ljósm. RAX. Óperan Lucia di Lammermoor, eftir Donzetti, var flutt í gærkvöldi vid fádæma hrifningu áheyrenda aö sögn Jóns Ásgeirssonar, tóniistargagnrýnanda Morgunblaðsins. ítalska sópransöngkonan Denia Mazzola og mexí- kanski tenórsöngvarinn Yordy Ramiro voru gestir Sinfóníuhljómsveitarinnar undir stjórn Jean-Pierra Jaquillat og var fógnuður áheyrenda mikill. Þá stóðu heimamenn sig ekki siður að sögn Jóns, en þar var fremstur í flokki Kristinn Sigmundsson. Á myndinni eru erlendu söngvararnir ásamt hljómsveitarstjóranum, sem er í miðið. 200 tonn af dilkakjöti til USA: Vilja allt kjöt sem hægt er að afgreiða ALLAR líkur eru á að á þessu ári takist að selja 200 tonn af íslensku dilkakjöti til Bandaríkjanna, en á síðastliðnu ári fóru 30 tonn á þann markað til reynslu. Sá maður, sem hefur haft milligöngu um sölu kjöts- ins í Bandaríkjunum, var hér á landi fyrir nokkru en ekki hefur verið gengið frá samningum. Jóhann Steinsson, deildarstjóri í Búvörudeild SÍS, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að 200 tonn væri hámark þess sem mögu- leiki væri á að afgreiða á þennan markað en Bandaríkjamönnum fyndist það frekar of lítið en of mikið. Sagði hann að aðeins féllu til um 1.000 tonn í þeim þremur sláturhúsum sem leyfi hefðu til slátrunar til útflutnings á Efna- hagsbandalags- og Bandaríkja- markað. 600 tonn væru bundin með samningum við EBE og þá væru 400 tonn eftir. Úr þessum 400 tonnum kæmu um 200 tonn af stykkjuðu kjöti og væri það há- mark þess sem við núverandi að- stæður væri hægt að senda til Bandaríkjanna. Kjötið fær sérstaka meðhöndl- un. Það er stykkjað og það snyrt sérstaklega vel og síðan pakkað í lofttæmdar neytendaumbúðir. Kjötið fer til að minnsta kosti tveggja fyrirtækja: verslanakeðju og veitingahúsakeðju. Sagði Jó- hann að verð væri ekki ákveðið né hvernig þessi sala kæmi endan- lega út, en gæti orðið hærra en fæst á öðrum mörkuðum þrátt fyrir nokkuð mikinn aukakostnað, sem leggja þyrfti í við þessa sölu. Jóhann sagði að kjötið yrði unnið í Kjötiðnaðarstöð Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi þegar búið væri að ganga frá öllum formsatriðum og þegar lægju fyrir pantanir sem næmu nokkrum gámum. Alþýðublaðið helmingi minna ALÞÝÐUBLAÐIÐ mun á næstunni taka nokkrum útlitsbreytingum um leið og brot þess verður minnkað um helming. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar komi til framkvæmda á næstu 10—15 dögum. Jafnframt tekur við rekstri biaðsins hlutafélagið Blað, sem annaðist reksturinn um skeið, 1973—1974. Stjórn þess hlutafélags hefur ekki verið kosin enn, en gert er ráð fyrir að Eyjólfur Kr. Sigurjónsson, endurskoðandi og stjórnarformaður Framkvæmdanefndar verka- mannabústaða, verði formaður hennar eins og var fyrrum. Alþýðuflokkurinn mun eftir sem tveir menn annist rekstrarhliðina og áður eiga Alþýðublaðið — hlutafé Blaðs hf. er 99% í eigu flokksins. Heildarhlutafé félagsins er ein milljón og eitt þúsund krónur, skv. upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér. Mannahald á blaðinu breytist nokkuð jafnframt þessu, m.a. hefur Jóhannes Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri blaðsins, látið af störfum. Árni Gunnarsson, fyrrum þingmaður Alþýðuflokksins, tekur við framkvæmdastjórn a.m.k. um tíma, jafnframt því sem hann mun að einhverju leyti starfa á ritstjórn blaðsins. Að öðru leyti er ætlunin, að Vopnahlé í „bókastríðinu“? FÉLAG bókaútgefenda hefur sent bóksölum og bókaforlögum Vöku, Fjölva, Iðunni og Setbergi tillögur, sem miða að þvi að leysa deiluna sem staðið hefur um sölu á bókum frá bókaklúbbnum Veröld. Að sögn Olivers Steins Jó- hannessonar, formanns Félags bókaútgefenda, miða tillögurnar að því að hinar stríðandi fylk- ingar slíðri sverðin og taki upp eðlileg samskipti, meðan nefndir vinni að nýjum samskiptaregl- um milli bóksala og bókaútgef- enda. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru tillögurnar þær, að Veraldarmenn dragi til baka innköllun á umboðssölu- bókum sínum, en bóksalar taki aftur í sölu bókatitlana tuttugu sem deilan upphaflega spratt af. í gærkvöldi voru haldnir fundir um málið í herbúðum beggja að- ila. Niðurstöður voru sendar Fé- lagi bókaútgefenda og verða væntanlega ljósar í dag. í samtali við blaðamenn kom fram samkomulagsvilji hjá bóksölum en Veraldarmenn létu ekkert uppskátt um hug sinn. Oliver Steinn sagði horfur slæmar i þessu máli ef ekki semdist í þessari atrennu. Náist ekki samkomulag hefðu bóksalar sjö vikur til að senda bækur for- laganna fjögurra til föðurhús- anna. Fyrir lægi að eftir það yrðu forlögin fjögur að verða sér úti um nýtt sölukerfi og nýja umboðsmenn. Þegar blaðamaður spurði hvort þetta þýddi að starfandi yrðu í landinu tvö fé- lög bókaútgefenda sagði Oliver að ekki væri annað að sjá en svo yrði og engan myndi það skaða meira en „bókina" sem slíka. Fyrsta júlí falla úr gildi sam- skiptareglur þær, sem svo mjög hefur verið togast á um að und- anförnu. Nefndir eru starfandi bæði á vegum bóksala og bóka- útgefenda til að endurskoða þessar reglur. Kvaðst Oliver vita til þess að þar bæri margt ný- stárlegt á góma og væri fyrir- sjáanlegt að margt myndi innan tíðar breytast í bóksölumálum í landinu. Stefnt er að því, ef tekst að leysa bókastríðið, sem nú geisar, að þessar reglur líti dags- ins ljós eigi síðar en fyrsta júlí. að áfram verði tveir starfsmenn á ritstjórn, þeir Guðmundur Árni Stefánsson, ritstjóri, og Friðrik Guð- mundsson, blaðamaður. Ætlunin er að stækka blaðið og bæta síðar meir, ef brotbreytingarnar og meðfylgj- andi útlitsbreytingar gefast vel. Samkvæmt upplýsingum Mbl. hef- ur að undanförnu gengið allvel að greiða niður níu milljóna króna skuldir blaðsins. „Skuldunum hefur verið bjargað fyrir horn,“ sagði einn heimildarmanna blaðsins. „Flokksmenn hafa tekið á sig stærstan hluta þeirra. Þeir hafa tek- ið ákalli forystunnar um aðstoð mjög vel. Engu að síður verður nauð- synlegt að gæta mikils aðhalds og sparnaðar í rekstrinum eftir sem áð- ur.“ Fjalakötturinn: Um tvö þúsund undirskriftir Á FUNDI borgarstjórnar í gær- kvöldi voru afhentar rúmlega tvö þúsund undirskriftir áhugamanna um varðveizlu Fjalakattarins. Þar var skorað á borgarstjórn að hún geri allt sem í hennar valdi stend- ur til að Fjalakötturinn í Aðal- stræti verði varðveittur. Ákvörðun um frestun afgreiðslu málsins í borgarstjórn var sam- hljóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.