Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
t
KATRÍN S. DÚADÓTTIR,
Kirkjuvegi 34,
Keflavík,
andaöist í gær, 1. mars, í sjúkrahúsi Keflavíkur.
Fyrir hönd ættingja,
Jón Sæmundsson.
t
Eiginkona mín,
ÞÓRUNN LÝDSDÓTTIR,
Hringbraut 87, Reykjavík,
lést aðfaranótt fimmtudagsins 1. mars í Landspítalanum.
Stefán Jóhannsson.
t
BJÖRG Þ. SKJALDBERG
er látin. Útförin hefur farið fram i kyrrþey.
Halla Helga Skjaldberg.
t
Maöurinn minn og faöir okkar,
HARALDUR KRISTJÁNSSON,
Ljósheimum 14,
lést i Landakotsspítala 1. mars.
Margrót Guómundsdóttir
og börn.
t
Maöurinn minn og faöir okkar,
ALFRED BJÖRNSSON,
Brekkubraut 19, Akranesi,
andaöist í Borgarspíalanum 29. febrúar.
Sigrún Gísladóttir og dætur.
t
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
HERBORG MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
frá Dýrafiröí,
til heimilis aó Furugeröi 1,
andaöist 21. þ.m. í Landspítalanum. Jaröarförin hefur fariö fram í
kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Börn og barnabörn.
t
Útför
INGIBJARGAR LÁRU ÓLADÓTTUR,
áóur til heimilis aó Grenimel 31,
fer fram frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Margrót Lárusdóttir,
Þórir Lárusson.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
INGIGERÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Kírkjulækjarkoti,
veröur jarösungin frá Breiöabólsstaö í Fljótshlíö laugardaginn 3.
mars kl. 14.00.
Hópferöabíll fer frá Umferöarmiöstööinni kl. 11.30.
Minningarathöfn fer fram í Fíladelfíu í Reykjavík föstudaginn 2.
mars kl. 20.00.
Guóni Guönason,
Magnús Guónason,
Grótar Guönason,
Guórún Guðnadóttir,
Guóbjörg Guðnadóttír,
Oddný Guönadóttir,
Margrót Guónadóttir,
Þuríóur Guónadóttír,
Guóný Guðnadóttir,
og
Jónheióur Gunnarsdóttir,
Hrefna Magnúsdóttir,
Þóra Gunnarsdóttir,
Ásgeir Þorleifsson,
Bearnie Sampson,
Reimar Stefánsson,
Gíslí Jónsson,
Páll Hjartarson,
Sigmundur Sígurgeirsson
barnabörn.
Sigurleif Þórhalls-
dóttir — Minning
Fædd 11. desember 1917
Dáin 7. janúar 1984
Svo leggur þú á höfin blá og breið
á burt frá mér og óskalöndum þínum
og stjarna hver, sem lýsir þína leið,
er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum.
Þú skilur eftir minningar hjá mér
um marga gleðistund frá liðnum árum,
og alltaf mun ég fagna og þjást með þér,
og þú skalt vera mín — í söng og tárum.
(Davíð St.)
í byrjun þessa nýja árs, kvaddi
hugþekk og kær kona þennan
heim.
Sigurleif Þórhallsdóttir andað-
ist 7. janúar í Landspítalanum. Að
sjá á bak góðum vinum vekur allt-
af sárindi og söknuð, og svo var
um mig er mér var tilkynnt lát
Sillu. Það hefði þó ekki átt að
koma mér eða öðrum sem þekktu
til sjúkdóms hennar á óvart að
hverju dró um endalok þeirrar
baráttu um líf og dauða. En dauð-
inn sigraði eins og svo oft áður.
Er ég heimsótti Sillu eitt kvöld
fyrir ári á heimili hennar, hvarfl-
aði sú hugsun ekki að mér, að það
væri mín síðasta heimsókn til
hennar í Bugðulæk 20. Það var allt
á kafi í snjó þetta kvöld, stórhríð
og nær ófært um borgina, og við
sátum í hlýrri og notalegri stof-
unni yfir kaffi og góðum kökum,
og spjölluðum um heima og geima.
Við höfðum svo margt að tala um,
því við Silla sáumst ekki á hverju
ári eftir að ég flutti til Danmerkur
með fjölskyldu minni. Það var
auðvelt að gleyma tímanum í fé-
lagsskap Sillu, eins og ævinlega,
og var komið langt fram yfir mið-
nætti er ég kvaddi hana. Minning-
in um þetta kvöld er mér kær.
Þetta var samt ekki síðasta
skipti sem ég sá Sillu. Er ég var
stödd í Reykjavík í desember síð-
astliðnum, kom ég til hennar
nokkrum sinnum í sjúkrahúsið, en
þá var mikil breyting orðin á. Síð-
ast kom ég ásamt systur minni til
hennar 21. desember. Það var erf-
itt að sjá þessa sterku og duglegu
konu svona þreytta, máttvana og
veika. Silla, sem alltaf hafði verið
svo hraust og heilsugóð.
Silla fæddist á Akureyri, dóttir
hjónanna Jónínu Guðmundsdóttur
og Þórhalls Bjarnasonar prentara.
Þau voru fjögur systkinin og var
hún þeirra elst. Síðan kom
Sveinbjörn, sem lést mjög sviplega
fyrir ári, næstur honum kom Guð-
mundur og yngst er Guðríður.
Móðir þeirra, Jónína, lifir enn í
hárri elli og býr hún með dóttur-
inni Guðríði.
Þann 20. júní 1942 giftist Silla
Aðalsteini Sigurðssyni bókbind-
ara, miklum gæðamanni. Þau hjón
eignuðust þrjú góð og vel gefin
börn. Þau eru: Þórhallur bygg-
ingafræðingur, kvæntur Svanhildi
Sigurjónsdóttur, og eiga þau börn-
in Aðalstein, Sigurjón og Jóhönnu
Katrínu. Síðan kemur Kristján
viðskiptafræðingur, kvæntur Guð-
rúnu Pálsdóttur og eiga þau börn-
in Georg Pétur, Sillu Þóru og
Önnu. Yngst er Sigrún Edda
meinatæknir, hún er gift Alan
Crowe og eru þau búsett á Nýja-
Sjálandi.
Árið 1969 lést Aðalsteinn. Það
var mikið áfall fyrir Sillu að missa
sinn góða og trausta eiginmann á
besta aldri. Síðan fór hún að vinna
í Norræna húsinu. Hún lifði fyrir
starfið, börnin og ekki síst barna-
börnin sem voru augasteinar
hennar.
Starf sitt í Norræna húsinu
rækti hún af mikilli gleði og
skyldurækni, var mjög elskuð og
Herhorg Margrét
Jónsdóttir - Minning
Fædd 18. júlí 1897
Dáin 21. febrúar 1984
í gær var til moldar borin frá
Fossvogskapellu Herborg Margrét
Jónsdóttir, sem lést í Land-
spítalanum 21. þ.m. 86 ára að
aldri.
Með fáeinum línum langar mig
að kveðja þessa öldnu vinkonu og
hálfgildis uppeldissystur móður
minnar og þakka henni langa vin-
átt'u og tryggð við okkur bæði.
Herborg Margrét, einsog hún
hét fullu nafni, var fædd 18. júlí
1897 í gamla Rana-húsinu í
Hvammi í Dýrafirði, næstelst af 8
alsystkinum, en af þeim eru enn á
lífi 4 systur. Foreldrar þeirra voru
Jón Jónsson og Soffía Jónsdóttir,
kona hans. Jón var búlaus sem
kallað var, en starfaði í hval-
veiðistöð er Norðmenn áttu og
kölluðu Framnes, en hún var á
höfðaoddanum í Dýrafirði.
Nýfædd var Herborg tekin í
fóstur af þeim Kristjáni Fr. Ein-
arssyni bónda í Efsta-Hvammi og
Kristjönu Guðmundsdóttur seinni
konu hans.
f Efsta-Hvammi var uppgjafa
vinnumaður, sem Þorsteinn hét,
hann var máttlaus neðan mittis og
komst því ei neitt. Þegar komið
var með Hebbu í Efsta-Hvamm,
var henni komið fyrir í rúminu
hjá Steina og var þar ekki tjaldaö
til einnar nætur, því hjá honum
svaf hún unz hann andaöist 8. ág-
úst 1907. Steini tók sérstöku ást-
fóstri við þennan nýfæðing, og allt
hans líf snerist um velferð Hebbu
uppfrá því. Þannig eignaðist hún
ýmislegt fyrir hans tilstilli, sem
önnur börn fengu ekki á þeim ár-
um, til dæmis tvo kjóla og kápu, er
þóttu dæmalaust flottar flíkur, og
voru óspart fengnar að láni hjá
stallsystrum hennar í Hvammi,
þegar fara átti í kaupstað.
Vorið 1906 tóku Jón Arason og
Ingibjörg Kristjánsdóttir við búi í
Efsta-Hvammi af Kristjáni Fr.
Einarssyni og var Hebba eftir það
á þeirra vegum, unz hún fór að sjá
fyrir sér sjálf, en þá réðst hún
vinnukona til Estívu Björnsdóttur
og Guðmundar J. Sigurðssonar á
Þingeyri.
Hjá þeim var hún í fjögur ár og
auk þess hjá mörgum fleiri, til
dæmis Carli, Ólafi og Antoni
Proppe svo eitthvað sé talið. All-
staðar þótti Hebba víkingur til
allrar vinnu, þrifin og verklagin,
sem leiddi af sér að eftir henni var
sótzt. Sumarið 1925 var Hebba í
kaupavinnu á Mýrum í Dýrafirði
hjá Guðmundi Bernharðssyni,
frænda sínum, sem það sumar
nytjaði hluta af Mýrajörðinni.
Þá um haustið eignaðist hún
son, sem hún lét heita Þorstein,
faðir hans var Óskar Jóhannesson
síðar hreppstjóri á Þingeyri.
Steini var tekinn í fóstur af þeim
Ingibjörgu og Jóni Arasyni í
Efsta-Hvammi og ólst þar upp til
fullorðinsára. Hann er nú búsett-
ur í Keflavík.
Það mun hafa verið 1925 að
gerður var út togari, sem Clem-
entína hét, frá Þingeyri, á honum
var vélstjóri, Magnús S. Daðason
að nafni.
Kunningsskapur tókst með
Hebbu og honum, sem leiddi til
þess að þau giftu sig 30. okt. 1926.
Stofnuðu þau fyrst heimili á Þing-
eyri, en fluttu til Reykjavíkur
1928, en þar eð Magnús var löng-
um, vegna vinnu sinnar, í burtu
frá heimilinu, leiddist Hebbu ein-
veran í Reykjavík, þar sem hún
þekkti fáa. Varð Hebba því alls-
hugar fegin er hún frétti að séra
Þórður Olafsson á Þingeyri væri
að hætta prestskap og flytja til
Reykjavíkur, og þar með væri
prófastshúsið á Þingeyri til sölu.
Hebba fékk Magnús til þess að
samþykkja kaup á húsinu og flytja
aftur til Þingeyrar. I þessu húsi,
sem nú nýlega hefur verið rifið,
bjuggu þau Magnús næstu 16 ár og
virt meðal starfsfélaga sinna. Og
veit ég að þar nutu sín vel í öllu
góðir eiginleikar hennar.
Ég man fyrst eftir Sillu er ég
kom til Reykjavíkur sem barn með
foreldrum mínum, og við vorum
boðin heim á glæsilegt heimili
þeirra hjóna á Bugðulæk. Hún og
móðir mín voru kærar vinkonur
frá barnæsku.
Síðan kom ég þangað oftar með
foreldrum mínum, og eftir að ég
flutti til Reykjavíkur 1970 var ég
tíður gestur hjá Sillu sem þá var
orðin ein eftir lát Aðalsteins. Það
voru ófáar máltíðirnar, sem ég
borðaði hjá henni, er ég vann í
verksmiðju nálægt Bugðulæk. Oft
kom ég fyrirvaralítið og jafnvel
fyrirvaralaust og alltaf mætti mér
sama hlýjan og vináttan. Alltaf
var gott að leita til Sillu og fá
leiðbeiningar og góð ráð. Hún gat
verið mjög ákveðin og ströng og
sagt manni til syndanna. En hún
hafði þann sérstæða eiginleika, að
geta sagt hlutina á þann hátt, að
ekki var hægt að láta sér mislíka.
Mér fannst mikið til skoðana
hennar koma, hún var svo réttlát,
heilbrigð og laus við allt fals. Og
vegna skarpskyggni hennar og
driftar, get ég þakkað Sillu að ég
fór með Gullfossi vorið 1971, þar
þar uxu úr grasi og tóku út þroska
öll Jíeirra börn.
Arið 1945 flytur öll fjölskyldan
aftur til Reykjavíkur, var það eðli-
leg ráðstöfun eins og atvinnuhátt-
um var þá komið fyrir vestan.
Eftir að til Reykjavíkur kom
fóru börnin eitt af öðru að stofna
heimili og að lokum var Hebba ein
eftir. Hún gafst þó ei upp og sýndi
nú sem fyrr hvað í henni bjó. Fór
hún út á vinnumarkaðinn og vann
hvað seem til féll, en þó lengst hjá
Sláturfélagi Suðurlands.
Síðustu árin voru henni oft
mjög erfið vegna heilsunnar, en
þrátt fyrir mörg áföll hélt hún
nokkrum kröftum, unz hún gekk
undir aðgerð í síðastliðnum des-
ember.
Komst hún þó heim, en var að
mestu rúmliggjandi eftir það. Hún
andaðist þann 21. þ.m. eftir
tveggja vikna legu á Landspítal-
anum. Börn þeirra Magnúsar og
Hebbu voru: Skúli, búsettur í
Reykjavík. Daði, Hörður og María,
búsett í Keflavík, og svo Jósep,
búsettur í Reykjavík.
Nú þegar leiðir skilur um sinn,
vil ég færa Hebbu þakkir mínar
fyrir alla tryggð hennar og vin-
áttu við móður mína og mig. Guð
blessi hana og afkomendur henn-
ar.
G.Hv.