Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984
37
sem ég kynntist manni mínum.
Hún sótti mig í hvelli í verksmiðj-
una, og ók mér á síðustu stundu til
skips, og stóð svo á bryggjunni og
vinkaði mér, er skipið sigldi frá
landi.
Silla gladdist mikið með mér er
ég festi ráð mitt og ekki minna
þegar mér fæddist sonur árið eft-
ir. Þann litla tók ég oft með mér á
Bugðulæk og fylgdist Silla með
þroska hans og velferð af innileg-
um áhuga. Hún lét eins mikið með
hann sem hann væri barnabarn
hennar.
Mikla umhyggju bar hún ætíð
fyrir vinum sínum og fjölskyldu,
og gladdist mikið yfir hamingju
þeirra, en tók sér mjög nærri ef
erfiðleikar voru. Þá var hún reiðu-
búin að rétta hjálparhönd.
Hún var mikill höfðingi heim að
sækja enda oft gestkvæmt hjá
henni. Trygglyndi, greiðvikni og
hjálpsemi einkenndu hana, en hún
átti bágt með að þiggja hjálp ann-
arra. Vildi heldur gefa en þiggja.
Það var sama hvað hún tók sér
fyrir hendur, hannyrðir, bakstur,
matreiðslu, veisluhöld og annað,
öll verkin voru leyst af hendi með
sama myndarskap og nákvæmni.
Hún gerði miklar kröfur til sjálfr-
ar sín.
Sambandið milli Sillu og barna
hennar og tengdabarna var mjög
kært. Og mikið var hún stolt af
barnabörnunum, sem hún hafði
oft hjá sér á Bugðulæk. Missir
þeirra er nú mikill og sár við frá-
fall góðrar ömmu.
Með þessum orðum vil ég kveðja
Sillu. Hún reyndist mér og systr-
um mínum tveim alveg einstak-
lega vel alla tíð, og söknum við
hennar sáran. Sama er að segja
um móður okkar, sem hefur oft
talað um hversu góð og trygg vin-
kona Silla væri, hún ætti engan
sinn líka. Aldrei kom hún svo til
Reykjavíkur, að Silla væri ekki
boðin og búin að gera allt fyrir
hana sem í hennar valdi stóð. Silla
gaf sér alltaf tíma fyrir vini sína.
Ég og fjölskylda mín biðjum
góðan guð að hugga og styrkja
aldraða móður Sillu, börn, tengda-
börn, barnabörn, bróður og systur.
Megi birtan frá ævi hennar fylgja
þeim og lýsa um ófarnar brautir.
Fyrir kynni mín af Sillu og allt
það sem hún lét mér og mínum í té
er mér ljúft að þakka.
Blessuð sé minning hennar.
Svendborg í febrúar 1984,
Gunnlaug H. Ragnarsdóttir.
Ingibjörg Lára
Oladóttir
Fæddur 11. júní 1907
Dáinn 23. febrúar 1984
Við hjónin erum stödd í flug-
höfninni í Keflavík á leið okkar til
Kaupmannahafnar í snögga ferð,
búin að kveðja vini og vandamenn
og ekki síst tengdamóður mína
sem lá í Landspítalanum, og átt-
um ekki von á öðru en að sjá hana
aftur þar er við kæmum til baka.
Þá erum við kölluð í símann. Að
mér læðist sá grunur er verður að
fullvissu fáum augnablikum síðar.
Tengdamóðir mín, Ingibjörg Lára
Óladóttir, eins og hún hét fullu
nafni, hafði látist fyrir rúmum
hálftíma eftir langa sjúkdóms-
legu.
Mig langar að minnast hennar
hér með þakklæti fyrir traust og
góð kynni.
Lára eins og hún var alitaf köll-
uð, var fædd í Vestmannaeyjum
og ólst þar upp til fullorðinsára.
Foreldrar hennar voru Margrét
Hróbjartsdóttir og óli Coghill.
Ekki varð úr sambúð þeirra í mill-
um og ólst Lára upp hjá móður
sinni. Var einkar kært milli þeirra
mæðgna alla tíð, og duldist það
engum sem heyrðu hana minnast
hennar. Margrét eignaðist aðra
dóttur, Þórdísi, sem lést á ferm-
ingaraldri. Þó að langt væri um
liðið heyrði ég Láru oft tala um
systur sína, og fann ég að minning
hennar var henni kær.
Lára giftist árið 1930 Lárusi
Karli Lárussyni, deildarstjóra hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og
áttu þau lengst af heimili að
Grenimel 31. Lára og Karl eignuð-
ust fjögur börn, Lárus. aðalbókara
hjá Verzlunarbanka íslands, sem
lést 1968. Þórir, rafverktaka hér í
Reykjavík, Inga Guðmund, flug-
mann, sem lést 1963 og Margréti
sem er gift undirrituðum. Barna-
börnin eru 9 og barnabarnabörnin
3 og voru þau henni alla tíð mikils
virði. Mann sinn missti Lára árið
1971 eftir farsælt og gott hjóna-
band.
Af því sem hér hefur komið
fram sést að lífið hjá henni var
ekki alltaf dans á rósum. Sorgin
knúði dyra, og hún varð fyrir
þungum búsifjum þegar hún miss-
ir 2 syni og eiginmann á tiltölu-
lega fáum árum. En aldrei lét hún
hugfallast og eflaust hefur hennar
létta lund átt stóran þátt í því að
henni tókst að yfirstíga þá miklu
erfiðleika. Hennar lífsskoðun var
að lifa lífinu lifandi og horfa fram
á veginn, líta til komándi tíma.
Ég minnist með hlýhug þess, er
ég fyrir 20 árum kom í fyrsta sinn
inn á heimili Láru og Karls. Mér
var tekið opnum örmum og leyndi
■ Minning
sér ekki ljúfmennskan sem hús-
bændum var í blóð borin. Ekki var
ég oft búinn að koma þar er mér
fannst ég vera orðinn sem einn af
fjölskyidunni, sem og seinna varð.
Lára var að eðlisfari bjartsýn
og glaðlynd kona með mikinn
persónuleika. Aldrei var nein
lognmolla þar sem hún fór. Þegar
giatt var á hjalla var hún ætíð
hrókur alls fagnaðar og gaman
var að taka þátt í gleðistundum
með henni því hressileiki hennar
smitaði ósjálfrátt út frá sér.
Hún hafði mikið yndi af tónlist
og lék sjálf á hljóðfæri og var
ávallt tilbúin til að taka lagið, ef
svo bar undir. Gaman er að geta
þess að á sínum yngri árum lék
hún undir á píanó á sýningum
þöglu myndanna í „bíóinu" í Vest-
mannaeyjum.
Alltaf var gott að leita ráða hjá
Láru, ef með þurfti, því hún var
ávallt réttsýn og raunsæ í ráðlegg-
ingum sínum og oft sáust hlutirn-
ir í nýju ljósi er hún hafði lagt sitt
lóð á vogarskálina.
í Canada átti Lára fjögur hálf-
systkin og eru þrjú þeirra á lífi.
Því miður tókust ekki kynni með
þeim fyrr en á seinni árum, og
höfðu þau oft á orði sín í millum,
að ánægjulegt hefði verið að þau
kynni hefðu tekist fyrr. Með þeim
tókst hin besta vinátta og sótti
Lára þau heim fyrir nokkrum ár-
um og var sú ferð henni ógleym-
anleg í alla staði. Kynntist hún
þarna fjölda ættingja, fleirum en
hana óraði fyrir. Var sú heimsókn
síðan endurgoldin af systkinunum
ári seinna og naut hún þess ríku-
lega að taka á móti þeim.
Á þessari stundu er mér efst í
huga þakklæti til hennar fyrir
samfylgdina og fyrir alla þá alúð
og umhyggju sem hún ávallt sýndi
mér og minni fjölskyldu. Ég er
þess fullviss að vel hefur verið tek-
ið á móti henni handan landa-
mæranna.
Blessuð sé minning Láru Óla-
dóttur.
Jóhannes Sverrisson
Birting
afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Leiðrétting
í minningargrein um Sigur-
veigu Óladóttur í blaðinu í gær
hefur misritast fæðingarstaður
hennar. Hún var fædd á Bakka í
Kelduhverfi en ekki Brekku, eins
og stendur í greininni.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall
SÓLVEIGAR JESDÓTTUR.
Haraldur Eiríksson,
synir, tengdadætur og barnabörn.
t
Utför fööur okkar,
SIGURÐAR SIGURÐSSONAR,
vélstjóra,
fer fram frá Keflavikurkirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00.
Lilja Sigurðardóttir, Marteinn Sigurósson,
Guörún Siguröardóttir, Hafsteinn Sigurösson,
Kjartan Sigurösson.
t
Eiginkona mín, móöir og tengdamóðir, amma og langamma,
HREFNA GUNNLAUGSDÓTTIR,
Háteig 6,
Keflavík,
sem andaöist sunnudaginn 26. febrúar, veröur jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 3. mars kl. 16.00.
Hilmar Th. Theodórsson,
Áslaug Hilmarsdóttir, Trausti Björnsson,
Björgvin Hilmarsson, Jóhanna Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
THEODÓRA STEFÁNSDÓTTIR,
Álftamýri 14,
sem lést þann 25. februar, veröur jarösungin frá Bústaöaki
mánudaginn 5. mars kl. 13.30.
Sveiney Þormóósdóttir,
Stefán Þormóösson,
Sveinn Þormóðsson,
Hörður Þormóösson,
Benedikt Þormóösson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hilmar Ludvigsson,
Kristbjörg Jónsdóttir,
Dagfríöur Pétursdóttir,
Inger Þormóösson,
Kristveig Sveinsdóttir,
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
ERLENDURJÓNSSON
frá Ólafshúsum,
Brimhólabraut 36, Vestmannaeyjum,
veröur jarösunginn frá Landakirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00.
Ólafía Bjarnadóttir,
Bjarney Erlendsdóttir, Gísli Grímsson,
Victor Úraníusson, Hulda Jensdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Systir okkar og frænka,
ANNA MATTHÍASDÓTTIR
frá Grímsey,
Kaplaskjólsvegi 65,
verður jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 6. mars kl. 13.30.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Rannveig Matthíasdóttir,
Agnes Matthíasdóttir,
Hjördís Hreiðarsdóttir,
Rannveig Ása Guömundsdóttir.
t
Þökkum innilega samúö og vináttu við andlát og útför systur
okkar,
GUÐRÚNAR STEINDÓRSDÓTTUR
frá Ási,
Týsgötu 5.
Systkinin.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
jaröarför
AGNARS KLEMENS JÓNSSONAR.
Ólöf Bjarnadóttir,
Anna Agnarsdóttir, Ragnar Árnason,
Áslaug Agnarsdóttir, Óskar Árni Óskarsson,
Bjarni A. Agnarsson, Sigríöur Jónsdóttir
og barnabörn.