Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 Hlutur íslendinga í vörnum íslands eftir Björn Bjarnason I Morgunblaðinu 25. febrúar 1984 hreyfir Halldór Jónsson, verkfræðingur, því réttilega að nauðsyn beri til þess að jafnan sé hugað að vörnum íslands með hliðsjón af framvindu í vígbúnaði og þróun stjórnmála í okkar heimshluta. Mælir Halldór með því að þáttur íslendinga í vörnum lands síns verði aukinn. Halldór Jónsson er alls ekki fyrstur til að hreyfa þessu máli. Það hafa margir gert áður. Sá vandi verður aldrei leystur í eitt skipti fyrir öll,. hvernig tryggja skuli öryggi íslensku þjóðarinnar. Æ fleirum verður ljóst að auka beri þátt Islendinga í öryggisgæsl- unni. Hér nefni ég erindi þeirra Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, og Magnúsar Torfa Ólafsson- ar, blaðafulltrúa ríkisstjórnarinn- ar, um þessi mál sem flutt voru á fundum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs og hafa bæði birst í Morgunblaðinu og sérprentuð. Eftir að vopnaður ræningi náði stórri fjárhæð af starfsmönnum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins var það efst í huga frétta- manns sjónvarps í Kastljósi 24. febrúar, hvort vopna bæri lög- reglu eða öryggisverði einkafyrir- tækja. Bjarki Elíasson, yfirlög- regluþjónn, vísaði því máli eðli- lega til æðri stjónvalda en benti jafnframt á að fyrir einu ári eða svo hefði verið komið á fót sveit innan lögreglunnar í Reykjavík sem hefur verið þjálfuð til að tak- ast á við vopnaða ódæðismenn. Þetta frumkvæði Sigurjóns Sig- urðssonar, lögreglustjóra, er til marks um tímabæra árvekni. Mestu skiptir að við öryggisgæslu sé gætt forsjálni sem miðar að því að koma í veg fyrir óhæfuverk og að hörmulegar afleiðingar þeirra verði sem minnstar bresti for- vörnin. Kröfurnar um ýtrustu aðgæslu og öryggi eftir vopnaða ránið á Laugaveginum — en gegn því að slíkir atburðir geti gerst hafa þó verið gerðar margvíslegar og flóknar ráðstafanir — sýna hve mikil reiði gripi fljótt um sig ef í ljós kæmi á örlagastundu að ís- lensk stjórnvöld hefðu ekki uppi neinar eigin áætlanir um viðbrögð gegn vopnaðri aðför að landinu sjálfu. Auðvitað á slík íslensk ör- yggisáætlun að vera til og þar með einnig ráðagerðir um það hvern þátt íslendingar ættu í fram- kvæmd hennar á neyðarstundu. Til þess að umræður um hina Björn Bjarnason íslensku hlið íslenskra örygismála þróist nú ekki í sömu átt og alltof mörg alvörumál er mikilvægt að menn drepi málinu ekki á dreif eða telji lausnina einfaldari en hún er í raun. Halldór Jónsson gerir góðum málstað engan greiða með því að slá þessu föstu eftir að hafa lagt til að íslendingar afli sér „nýtísku vopnabúnaðar": „Við þurfum ekki að borga krónu fyrir hann sjálfir." Og láta síðan eins og það dugi að sýslumenn séu gerðir að majórum og landhelgisgæslan að „yfirumsjónarmanni" með ein- hvers konar hlutdeild flugmála- stjórnar. Og hvað er „aukið varn- arsamstarf við NATO á sviði sam- göngumála"? Vill Halldór Jónsson að vegagerðinni sé falið að reka skriðdrekasveit í hjáverkum? Ef önnur sjálfstæð ríki hefðu komist að því að þau gætu treyst öryggi sitt án þess að koma á fót her með því að láta almennar rík- isstofnanir sinna þeim verkefnum sem hann gegnir samhliða öðrum störfum hefðu þau áreiðanlega gert það. Hvers vegna stígur Hall- dór Jónsson ekki skrefið til fulls og lýsir því yfir að stofna beri ís- lenskan her? Ég er þeirrar skoðunar að hugmyndir Halldórs Jónssonar komist ekki til framkvæmda nema íslenskum her verði komið á fót. Sú spurning vaknar hvort nauð- synlegt sé að ganga jafn langt og hann vill á þessu stigi. Ég efast um það. Nú á að leggja höfuðkapp á að meta frá íslenskum sjónarhóli og í samvinnu við bandamenn okkar í Atlantshafsbandalaginu hvaða ráðstafanir eru nauðsynleg- ar til að tryggja öryggi lands og þjóðar. í því skyni eigum við að verða virkari þátttakendur í hern- aðarsamvinnunni innan Atlants- hafsbandalagsins með setu á fundum hermálanefndar banda- Næsti framkvæmdastjóri Evrópuráðsins? A framboðsferð í 21 Evrópulandi Marcelino Oreja Aguirre, sem varð utanríkisráðherra á Spáni 1976 í fyrstu lýðræðisstjórninni þar eftir daga Francos, dvaldist hér á landi í 23 klukkustundir í síðustu viku. A þessum skamma tíma hitti hann þó frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, Þorvald Garðar Kristjánsson, forseta sameinaðs þings, Stein- grím Hermannsson, forsætisráð- herra, Geir Hallgrímsson, utan- ríkisráðherra, Ilavíð Oddsson, borgarstjóra auk þingmanna og embættismanna. Tilgangur heim- sóknarinnar var mikilvægur: Oreja Aguirre hefur boðið sig fram til að taka við embætti framkvæmdastjóra Evrópuráðs- ins í Strassborg í kosningum sem þar fara fram 7. maí næstkom- andi. „Ég tel það mikilvægt að þingmennirnir í Evrópuráðinu sem kjósa framkvæmdastjór- ann þekki ekki aðeins til þjóð- ernis hans og skoðana heldur viti einnig hver maðurinn er,“ sagði Oreja Aguirre, þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann hjá Ingimundi Sig- fússyni, ræðismanni Spánar á íslandi. „Þess vegna hef ég tek- ið mér ferð á hendur til þess 21 lands sem er aðili að Evrópu- ráðinu. ísland er áttunda land- ið þar sem ég afla mér fylgis að Spáni meðtöldum." Kjörtímabil framkvæmda- stjóra Evrópuráðsins er fimm ár og hafa alls sjö menn gegnt starfinu enda 35 ár að verða frá stofnun ráðsins, það er á næsta ári. Tveir hafa komið frá Frakklandi, einn frá Ítalíu, einn frá Bretlandi, einn frá Þýskalandi og tveir frá Aust- urríki og situr annar þeirra í embættinu nú, dr. Frankz Kar- asek, sem býður sig fram til endurkjörs. Einu sinni áður hefur framkvæmdastjóri gefið kost á sér að nýju en náði ekki kjöri. Þriðji frambjóðandinn að þessu sinni er Ole Álgárd, sendiherra Norðmanna í Kaup- mannahöfn, hann er boðinn fram af ríkisstjórnum Dan- merkur, íslands, Noregs og Svíþjóðar. Áður en Marcelino Oreja Aguirre varð utanríkisráð- herra hafði hann meðal annars kennt alþjóðamál við skóla utanríkisráðuneytisins í Madr- id en hann er doktor í lögum og snerist ritgerð hans um út- færslu landhelgi. Frá 1970 til 1976 var hann forstöðumaður alþjóðadeildar Spánarbanka. Utanríkisráðherra var hann frá 1976 til 1980, sat á stjórn- lagaþinginu 1977 og var kjör- inn á þing á vegum Miðflokka- bandalagsins í Alva-kjördæmi í Baskalandi 1979 og 1982. Frá 1980 til 1982 var hann lands- stjóri í Baskalandi. Hann nýt- ur stuðnings spönsku ríkis- stjórnarinnar og allra stjórn- málaflokka á Spáni við fram- boð sitt í Evrópuráðinu. „Enginn Spánverji gegnir embætti framkvæmdastjóra í nokkurri alþjóðastofnun, og ég er fyrsti spánski frambjóðand- inn i slíka stöðu," svaraði frambjóðandinn. „Ég var utan- ríkisráðherra þegar Spánn gerðist aðili að Evrópuráðinu 1977. Það var söguleg stund vegna hollustu ráðsins við lýð- ræðislegar hugsjónir og mannréttindi. Um þessar hug- Marcelino Oreja Aguirre, fyrrum utanríkisráðherra Spánar, í Reykjavík. sjónir ráðsins vil ég standa vörð og rétt einstaklinga til að leita þar skjóls ef löggjöf heimalands þeirra er þeim ekki nægileg vörn. Að þessu leyti er Evrópuráðið einstæð stofnun og mannréttindanefnd og mannréttindadómstóll þess.“ Á Evrópuþinginu sitja 170 menn frá aðildarríkjunum. Til að ná kjöri í fyrstu lotu þarf frambjóðandi að hljóta stuðn- ing 86 en annars nægja fleiri atkvæði en andstæðingsins, venja er þegar þrír keppa að sá sem fæst atkvæði hlýtur dragi sig í hlé og lýsi stuðningi við annan hvorn þeirra sem eftir sitja. „Framkvæmdastjórinn starfar auðvitað í umboði ráðherranefndar og þingsins en hann hefur frumkvæðisrétt innan þessa umboðs og því fannst mér bæði sjálfsagt og eðlilegt að gefa sem flestum og helst öllum sem koma til með að kjósa á þinginu kost á að kynnast mér persónulega fyrir atkvæðagreiðsluna," sagði Oreja Aguirre. „Hér á íslandi átti ég fund með fulltrúum ykkar á Evrópuþinginu. Fáum þjóðum í ráðinu er betur ljóst en okkur Spánverj- um hve mikilvægt það er að gæta lýðræðislegra réttinda og mannréttinda. Við þennan þátt í störfum Evrópuráðsins vil ég leggja sérstaka rækt. En fleira er þar á dagskrá. Grunnhug- myndin að baki Evrópuráðsins er víðtæk samvinna og jafnvel samruni Evrópuþjóða á sem flestum sviðum. Évrópubanda- lagið (Efnahagsbandalag Evr- ópu) sinnir mikilvægum verk- efnum og athyglin beinist að sjálfsögðu mjög að því, en við megum ekki gleyma öllu hinu sem sameinar okkur í Evrópu, menningu, lögum og félagsmál- um. Hér er það sem Evrópu- ráðið kemur til sögunnar og við þurfum að auka hlut þess.“ — En hvað um samskiptin við Austur-Evrópuríkin? „Ég tel að það sé gagnlegt að viðræður fari fram milli aust- urs og vesturs. Við í lýðfrjálsu ríkjunum hljótum auðvitað að standa fast við grundvallarvið- horf okkar og leggja okkur fram um að verja þau en við eigum ekki að láta undir höfuð leggjast að ræða við þjóðirnar í Austur-Evrópu um það sem til heilla horfir. Við sættum okkur ekki við þær þröngu skorður sem íbúum þessara landa eru settar, þær samrýmast ekki hugmyndum okkar um mann- réttindi, en við skellum ekki i lás og neitum öllum samskipt- um við þessar þjóðir, við eigum að ræða við þær.“ Marcelino Oreja Aguirre ætlaði að fá sér stutta göngu um miðborgina áður en hann héldi til London síðdegis. Það var því ekki til setunnar boðið, enda á frambjóðandinn eftir að heimsækja 13 lönd fyrir lok apríl. Atvinnumála- ráöstefna í Hafnarfirði á laugardag FYRIRHUGAÐ er ad halda ráð- stefnu um atvinnumál í félagsheimil- inu í íþróttahúsinu nk. laugardag, 3. mars, kl. 10.00 árdegis og fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn, sem slík ráðstefna er haldin í Hafnarfirði. Rædd verður staða atvinnumála og á hvern hátt mögulegt er að hafa áhrif á þróunina og auka at- vinnumöguleika. Ráðstefnan er opin öllum þeim er áhuga hafa á hafnfirskum at- vinnumálum. Félag Vopn- firöinga í Reykja- vík 15 ára FÉLAG Vopnfirðinga í Reykjavík er 15 ára um þessar mundir og heldur árshátíð sína þann 10. marz næst- komandi í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg. Á stefnuskrá þessa félags er að viðhalda kynnum við heimabyggð sína og þá sem þar búa og hefur þó lítilsmegnugt sé, sýnt heima- byggðinni ræktarsemi á ýmsan hátt. Á sama hátt höfum við notið fyrirgreiðslu þeirra á því sem við höfum leitað til sveitarfélagsins eða einstakra Vopnfirðinga með og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir. í tilefni þessara tímamóta fáum við skemmtikrafa að austan og heiðursgestir verða sveitastjóra- hjónin. Verið er að vinna að því að byggja sumarhús í Vopnafirði fyrir þá burtflutta Vopnfirðinga sem vildu nota sér það sem dval- arstað og vonumst við til að það komist í framkvæmd sem allra fyrst. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.