Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 7 Öllum þeim sem urðu til að auka gleði mína á afmœlis- daginn sendi ég bláu geislana mína. Ási í Bæ. SIEMENS * SIEMENS — hrærivélin MK 4500: Fyrirferöarlítil og fjölhæf og allir aukahlutir fylgja meö! Verd • þeytir, hrærir, hnoðar, aðeins kr. 6.500 • rífur, sker, saxar, hakkar og blandar bæöi fljótt og vel. Siemens — stendur ætíð fyrir sínu. Siemens — einkaumboð: SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, 105 Reykjavík. Sími28300. HV ILJI Bláskógar Armúla 8, sími 86080. Menningar- bylting í aðsigi? Nýjar stjörnur Eftir aö Fylkingin gekk í Alþýöubandalagiö hefur atburöarásin verið hröö innan flokksins og í Dagsbrún og nú eru komnar nýjar stjörnur á fundum Alþýðubandalagsins: Bjarnfríöur Leósdóttir og Pétur Tyrfingsson, fulltrúar óróadeildarinnar í verkalýöshreyfingunni. í Þjóðviljanum bera menn ann- aöhvort blak af Svavari Gestssyni eöa sauma aö honum undir rós á meöan Guömundur J. íhugar menningarbyltingu á einum Dagsbrúnarfundi. Athyglisvert er aö bera saman sigurgleðina á síð- um Þjóðviljans fyrstu dag- ana eftir art kjarasamn- ingarnir voru felldir í Dagsbrún og þá vörn sem nú einkennir skrif blaðs- ins. Þeir hafa vitnað á síð- um Þjóðviljans nafnarnir Guðmundur J. Guð- mundsson og Guðmundur Hallvarðsson, Fylkingarfé- lagi. Hinn síðarnefndi sá sig knúinn til að lýsa í löngu máli hvað því færi víðs- fjarri að um einhvern sér- stakan sigur Fylkingarinn- ar hefði verið að ræða á Dagbsrúnarfundinum. Var engu líkara en Svavar Gestsson hefði skrifað þessa grein undir nafni Guðmundar Hallvarðsson- ar, hún var öll í þeim dúr að alls ekki mætti líta á atkvæðagreiðsluna í Dagsbrún sem gagnrýni á Svavar og forystusveit Al- þýðubandalagsins. Eins og lesendur Staksteina vita er Fylkingin nú gengin í Al- þýðubandalagið og ætlar sér jafnstóran hlut þar og í Dagsbrún. Fylkingunni tókst hægt og sígandi að loka Guðmund J. Guð- mundsson inni og náði svo af honum völdunum á fjöldafundi, hið sama ætla Fylkingarfélagar að reyna í Alþýðubandalaginu og finnst ástæðulaust að gefa flokksforystunni og Svav- ari tilefni til gagnaðgerða á þessu stigi. Guðmundur J. Guð- mundsson segir í lok l'jóð- viljaviðtals í gær: „Hvað nú tekur við hjá Dags- brún? — okkar hernaðar- áætlun liggur ekki fyrir, en við munum láta þúsund blóm spretta, eins og Maó formaður sagði. I>að er hugur f Dagsbrúnar- mönnum um þessar mund- ir, og við munum ekki hika við að boða til nýs félags- fundar til þess að ræða okkar mál.“ Allt er þetta tal laust í reipunum hjá hinum baráttuglaða for- manni. I>að dugar honum lítið að vitna í Maó sér til halds og traust i átökunum við trotskyistana í Fylking- unni. /Etlar Guðmundur J. að efna til sfðbúinnar menningarbyltingar f Dagsbrún með aðstoð trotskyista? Er ekki að efa að sú tilraun kæmist á sögublöð heimskommún- ismans. Hið eina sem Ijóst er hjá formanni Dagsbrún- ar eftir að hann situr uppi með samningslaust félag er að hann hikar ekki við að boða félagsfund! Miðað við doðann í Dagsbrún hin síðari ár jafnast það líklega á við menningarbyltingu eða að láta þúsund blóm spretta að hika ekki við aö halda fund í félaginu. Ráðist á Þorstein Til að dreifa athygli les- enda Þjóðviljans enn frek- ar frá hinum hatrömmu átökum sem eiga sér stað í Alþýðubandalaginu og eru að kljúfa flokkinn ofan í verkalýðsrótina hafa rit- stjórar blaðsins ákveðið að ræða þau mál öll alls ekk- ert f greinum sínum en hefja þess í stað persónu- lega ófrægingarherferð gegn Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins. Hefur hún nú verið stunduð tvo daga í röð og þykjast kommúnist- ar geta notað Albert Guð- mundsson í þessari nýjustu tilraun til aö slá ryki í aug- un á fólki. Staðreynd er að alþýðu- bandalagsmenn urðu næsta miður sín eftir kappræðufund þeirra Svav- ars Gestssonar og Þor- steins Pálssonar í Hafnar- firði á dögunum, þegar í Ijós kom að málatilbúnaö- ur Svavars hrundi eins og spilaborg, ekki síst allt tal hans um mannúðina og Al- þýðubandalagið. Síðan hafa greinar til varnar Svavari bæði birst í Dag- blaðinu-Vísi og Þjóðviljan- um. Og hvert er helsta árásarefni Þjóöviljans á Þorstein Pálsson: að hann komi vel fyrir í fjölmiölum og á fundum. Enn er blaðiö sem sé að bera í bætiiláka fyrir Svavar sinn Gestsson á kappræðufundinum — eða hvað? Fram til þessa hafa áhugamenn um stjórnmál taliö það Alþýðubandalag- inu helst til framdráttar að Svavar Gestsson er fremur vel máli farinn, hann tekur sig bærilega vel út í sjón- varpi og þykir hafa lag á því að koma því sæmilega vel til skila sem hann vill koma á framfæri við al- menning. Allt þetta telur Þjóðviljinn Ijóð á ráöi Þorsteins Pálssonar. Hvað segja menn til dæmis um þessa smekklegu lýsingu á Þorsteini í leiðara Þjoðvilj- ans í fyrradag: „Nýi for- maöurinn þótti snoppufríð- ur og varð um tíma ámóta vinsælt myndefni dagblaða og Sófía Lóren. Aö hinu leytinu þótti það há honum nokkuð hversu grátklökk röddin er og talandinn til- breytingarlaus, reyndar hvort tveggja einum of líkt stfl Geirs Hallgrímssonar. Það er alltaf erfitt fyrir menn, sem tala eins og þeir trúi ekki sjálfír því sem þeir segja, að fá annað fólk til að fallast á mál sitt.“ Eins og allir vita telja „gáfumennirnir" í Alþýðu- bandalaginu sér það helst til ágætis að þeir ræði mál jal'nan á „háu plani“, ofangreind skrif eru geðs- laginu til staðfestingar. En þá er á hitt að líta aö Þjóð- viljann verða menn að lesa núna í Ijósi vandræða Svavars Gestssonar. Það skyldi þó ekki vera að árásin á Þorstein Pálsson hafí í raun verið sneið Ólafs R. Grímssonar til Svavars Gestssonar í erfið- leikum hans? — Lokasetn- ingin hittir Svavar beint í hjartastað. HAGNYT .. FERMINGARGJOF Mikið úrval HAPPY barna og unglingahúsgagna á ótrúlegu verði. Dæmi: Svefnbekkur frá 4.700 Kommóða frá 2.450 Stereóbekkur frá 1.680 Bókahillur frá 1.750 \ Þessi húsgögn eru til bæði úr eik og furu. HUSGAGNAVERSUUN REYKJAVÍKURVEGI64 S. 54499 GAREV\STR€Tl 17 S.15044

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.