Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. ísafjörður: Hótelið í miklum fjárhagskröggum — vanskilaskuldir á fjórða tug milljóna, bedið eftir úttekt og tillögum ráðherraskipaðrar nefndar FJÁBHAGSSTAÐA Hótels Isafjarðar cr svo alvarleg, að bæjarsjóður, sem á 60—70% í fyrirtækinu, treystir sér ekki til að taka á sig frekari greiðslur skulda en orðið er. Heildarskuldir Hótels ísafjarðar nema nú yfir 36 milljónum króna, þar af eru skuldir við Fcrðamálasjóð um 26 milljónir, skv. upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflaö sér. Samgönguráðherra skipaði ný- lega nefnd, sem er um það bil að Ijúka úttekt á fjárhagsstöðu fyrir- tækisins. Er gert ráð fyrir að hún skiii áliti í næstu viku og þá jafn- framt tillögum um leiðir út úr fjár- hagsvandanum. Talið er líklegast, að óskað verði eftir því við Ferða- málasjóð, að hann leggi fram aukið hlutafé og er bent á, að slíkt hafi áður gerst er hótel á landsbyggð- inni hafi átt í erfiðleikum, t.d. hót- elið í Stykkishólmi. Málið hefur ít- rekað verið rætt í bæjarstjórn Isa- fjarðar, síðast á lokuðum fundi sl. mánudag. „Það á eftir að ganga endanlega frá reikningum síðasta árs, en okkur sýnist að rekstrartapið gæti verið nærri einni milljón króna,“ sagði Ólafur B. Halldórsson, stjórn- arformaður Hótels ísafjarðar, í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöldi. Hann sagði að bókfærðar skuldir, sem nú væru að miklu leyti gjald- falinar vegna vanskila, hefðu verið 19,2 milljónir króna í árslok 1982. Um hvort þær hefðu aukist um 10—12 milljónir á síðasta ári sagði Ólafur: „Það er nærri lagi, enda væri það ekki óeðlilegt í 70—80% verðbólgu. Megnið af þessum vanda hótelsins stafar af gengisþróun og verðbólgu, langtímalán eru ýmist tryggð í japönskum yenum og/eða með lánskjaravísitölu. Þá voru tek- in ný lán á síðasta ári til að ljúka framkvæmdum við hótelið og þau hafa vitanlega hækkað verulega í verðbólgunni. Það er ekki mikið frábrugðið því, sem gengur og ger- ist.“ Eigendur hlutafélagsins, sem á og rekur Hótel Isafjörð, eru því frábitnir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta og telja enga ástæðu til þess. Nefndin, sem sam- gönguráðherra skipaði, mun skila áliti sínu til ráðherra á næstunni og verða ákvarðanir um framhaldið teknar eftir það. Formaður nefnd- arinnar er Ólafur Steinar Valdi- marsson, skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneytinu. Aðrir nefnd- armenn eru Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfjarða, Haraldur L. Har- aldsson, bæjarstjóri á Isafirði, Lúð- vík Hjálmtýsson, ferðamálastjóri, Pétur Pétursson frá Framkvæmda- stofnun ríkisins og Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, alþingismaður. Samkomulag í mjólkurdeilunni SAMKOMULAG tókst seint í gærkveldi í kjaradcilu milli Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og starfsfólks fyrirtækisins, en það lagði í gær niður vinnu. Afleið- ingar þess urðu, að víða varð mjólkurlaust í Reykjavfk í gær og seldist t.d. upp öll mjólk í Hagkaup. Á myndinni er einn viðskiptavina Hagkaups, María Að- alsteinsdóttir, sem keypti tvo síðustu mjólkurpottana í verzluninni í gær. Samningaviðræður starfsmanna og vinnuveitenda sigldu í strand um kvöldmatarleytið í gær, en seint í gærkveldi náðist samkomulag með því að Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsöl- unnar, gaf út einhliða yfirlýsingu, þar sem hann lýsti því yfir að fyrirtækið myndi hvorki fara fram á sektir né krefjast skaðabóta í trausti þess að starfsfólkið hæfi vinnu strax í dag og að engar tafir yrðu á fram- leiðslunni af þess vöidum. Samþykkti starfsfólkið þessi skilyrði. Því munu mjólk og mjólkurvörur fást í verzlunum í dag. sjá nánar á miðsíðu. Olíufélögin íhuga verð- lækkun til útgerðarinnar .... ...... . ... ö eðlilegt að stórir kaupendur fái magnafslátt, segir stjórnarmaður í OLÍS MÉR finnst eðlilegt að stórir kaupend- ur fái magnafslátt á olíukaupum sín- um. Það þekkist hvergi annars staðar en hér, að magnafsláttur sé ekki veitt- ur," sagði Vilhjálmur Ingvarsson, einn af stjornarmönnum Olíuverzlunar ís- lands, er Morgunblaðið bar undir hann ummæli Kristjáns Ragnarssonar, for- manns LÍÚ, á Akureyri í gær, en þar sagði Kristján, að olíufélögin væru nú að íhuga verðlækkun á olíu til fiski- skipa. Nýtt búvöruverð í dag: Hækkanir 5—9% — Tveir fulltrúar neytenda greiddu at- kvæði gegn 5% hækkun launa bænda SEXMANNANEFND ákvað í gær nýtt búvöruverð og tekur það gildi í dag. Smásöluverð kindakjöts hækkar um 5—6%, nautgripakjöts um 6—7% og mjólkurvara um 7—9%, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Guð- mundi Sigþórssyni ritara nefndarinnar í gærkvöldi. Að verðlagningunni stóðu þrír fulltrúar bænda og einn fulltrúi neytenda á móti tveimur fulltrúum neytenda. í stuttan tíma. grundvellinum og greiddu tveir Að þessu sinni verðlagði nefnd- in kinda- og nautgripakjöt aðeins í heilum og hálfum skrokkum og er álagning stykkjaðs kjöts því frjáls í heildsölu og smásölu, að full- nægðum ákveðnum skilyrðum, svo sem því að neytendur eigi alltaf kost á að kaupa það kjöt sem sex- mannanefnd verðleggur jafnhliða öðru kjöti. Kílóið af dilkakjöti í heilum eða hálfum skrokkum sundurteknum að ósk kaupanda kostar eftir hækkun 123,05 kr., en kostaði 116,45 kr. fyrir hækkun og hækkaði því um 5,67%. Ekki var búið að reikna út verð mjólkur- vara er Mbl. fór í prentun í gær- kvöldi en búist var við að þær hækkuðu um 7—9% eins og áður segir. Verðlagsgrundvöilur landbún- aðarvara, þ.e. verð til bænda, hækkaði um 6,04%. Guðmundur sagði að stærsti hluti hækkunar- innar fælist í hækkun á kjarnfóðri auk þess sem 2,92% hækkun sem verða átti 1. október sl. kæmi nú inn í verðlagið, en henni var á sín- um tíma frestað með niður- greiðslu áburðar Laun bænda í hækka um 5% neytendafulltrúanna atkvæði gegn þeirri hækkun. Töldu þeir ekki tímabært að taka þessa launa- hækkun inn í verðið þar sem ekki væri almennt búið að semja á vinnumarkaðinum. Smásöluverð búvaranna hækkaði síðan heldur meira en verð til bænda, en það er að sögn Guðmundar Sigþórssonar aðallega vegna þess að niður- greiðslur eru óbreyttar að krónu- tölu. „Þarna á ég við þann mun, sem er á heildsöluverði og smásöluverði til kaupenda, en ef af því yrði gæti það leitt til hækkunar á smásöluverði. Með því að öll olíufélögin veiti slíkan magnafslátt til stórra neytenda, svo sem útgerðar og skipafélaga, eins og nú er til umræðu, geta þau lagt sitt af mörkum til þess, að arðbær rekst- ur geti gengið og þar með hjálpað þjóðfélaginu að komast út úr núver- andi efiðleikum. I því sambandi finnst okkur einkennilegt, að enn taki ríkisvaldið, svo dæmi sé nefnt, söluskatt af smurolíu til atvinnu- rekstrar. Að þessu máli er nú unnið, vona ég, af öllum olíufélögunum og ég óska þess að, þetta verði að raunveruleika," sagði Vilhjálmur Ingvarsson. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði á fundi með útvegs- mönnum á Akureyri í gær, að hann teldi það „óeðlilega viðskiptahætti" að greitt sé sama verð fyrir olíu til skips og t.d. skurðgröfu, að því er segir í fréttaskeyti frá Gunnari Berg, fréttaritara Mbl. á Akureyri. „Stjórnir allra olíufélaganna ræða nú hvort hægt sé að lækka verð á olíu til fiskiskipa," sagði Kristján á fundinum. „Innan stjórna allra útgerðarfé- laganna eru útgerðarmenn og við væntum þess, að þessir félagar okkar geri sitt besta til að ná þessu mikla hagsmunamáli fram. Við telj- um okkur ekki vera að fara fram á óeðlilega fyrirgreiðslu í þessu sam- bandi, þar sem dreifing til skipanna hlýtur að vera mun kostnaðarminni en til flestra annarra viðskiptavina olíufélaganna," sagði Kristján. „Við teljum það ekki eðlilega viðskiptahætti að skip, sem tekur olíu fyrir tugþúsundir við hverja áfyllingu, þurfi að greiða sama verð fyrir hvern lítra og til dæmis skurð- grafa hér frammi í Eyjafirði, sem tekur olíu einu sinni á dag og ef til vill þarf að aka olíu til daglega." Syfnakjöt hefur lækkað um 23 prósent frá áramótum: Svipað verð og á dilkakjöti ÁKVEÐIÐ hefur verið að selja um- frambirgðir af svínakjöti með fimmt- án prósent afslætt meðan birgðir endast. Kostar nú kílóið 110 krónur í heildsölu. Áður hafði verið gefinn fimm prósent afsláttur af svínakjöti fyrir tæpum mánuði, þannig að frá áramótum hefur svínakjöt lækkað um tuttugu og þrjú pró- sent. Dilkakjöt hækkaði um átta prósent þegar nýtt búvöruverð tók gildi. Eftir þá hækkun er dilkakjöt og svínakjöt selt á svipuðu verði í fyrsta sinn frá því að framleiðsla svínakjöts hófst að einhverju marki á Islandi. Fyrir um tveimur árum var svínakjöt u.þ.b. sjötíu prósent dýrara en dilkakjöt. Svín eru holdmiklar en beina- smáar skepnur og þess vegna er svínakjöt drjúgt til neyslu. Svínakjötsframleiðsla jókst verulega á síðastliðnu ári, bæði vegna stækkunar á búum og þess að fleiri bændur leggja nú stund á svínarækt. Verðlagning á svínakjöti er frjáls í smásölu en verðlækkunin nær til allra útsölustaða á land- Rostungur heim- sækir Bíldudal: „Urraði og sýndi tennur þegar ég snerti hann“ „Rostungur kom inn í höfnina á Bíldudal upp úr sex og fór síðan upp í grjótgarðinn vestan við höfn- ina. Hann urraði og sýndi tennurn- ar þegar ég nálgaðist. Mig langaði að snerta dýrið og gerði það — þá gaf það mér illt auga, urraði og sýndi tennurnar. Fannst greinilega of langt gengið, en lét þar við sitja,“ sagði Benedikt Benedikts- son á Bíldudal í samtali við blm. Mbl. í gærkvöldi, en rostungur synti inn í höfnina undir kvöld í gær. „Ég hef verið hér síðan 1947 og man ekki eftir að hafa séð rost- ung. Þetta var fremur lítið dýr. Ég giska á að tennur þess séu eitthvað um tíu sentimetrar. Það er ekki á hverjum degi sem mað- ur getur stillt linsuna á rostungs- tennur," sagði Benedikt Bene- diktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.